Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 7
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. 7 dv____________________Stjómmál Mæðralaun ef maki sHur í fangelsi Réttur til mæðralauna var rýmkað- ur með lagabreytingu, sem Alþingi samþykkti rétt íyrir jólairí, að tillögu Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðis- ráðherra. Mæðralaun hafa verið greidd ekkj- um, ógiftum mæðrum og fráskildum konum sem hafa böm sín undir 17 ára aldri á framfæri sínu. Frá áramótum hækkar aldurinn í 18 ár. Einstæðir feður og einstæð fósturforeldri eiga einnig rétt á mæðralaunum. „Nú kann að standa svo á að fram- færandi eigi að vísu maka á lífi en sé þrátt fyrir það jafnilla eða verr stadd-' ur fjárhagslega heldur en vera myndi ef maki væri fallinn frá eða skilinn við framfæranda," segir í athugasemd- um sem fylgdu lagafrumvarpinu. Nýju lögin veita heimild til að greiða mæðralaun þegar maki hefur notið elli- eða örorkulífeyris, en sá lífeyrir verið felldur niður vegna vistunar á stofnun þar sem sjúkratryggingar greiða dvölina. Ennfremur þegar maki sætir gæslu- eða refsivist sem varað hefúr að minnsta kosti þrjá mánuði. „Hér er ekki um verulaga útgjalda- aukningu að ræða en þó gæti hún sennilega orðið nálægt þremur millj- ónum króna á ári,“ segir í greinargerð. -KMU r Listamannalaun: Neðri flokkur felldur niður Neðri flokkur listamannalauna hef- ur verið felldur niður. Var það gert á lokadegi Alþingis fyrir jólafrí með samþykkt á frumvarpi menntamála- nefndar neðri deildar. Frumvarpið var flutt í samræmi við ábendingu úthlutunamefndar lista- mannalauna. í bréfi formanns nefnd- arinnar, Bolla Gústavssonar, til forseta sameinaðs þings, sagði meðal annars að nefhdarmenn hefðu orðið sammála um að ekki væru forsendur fyrir úthlutun listamannalauna miðað við óbreytta fjárveitingu. „Sú venja hefur haldist frá upphafi að þeir listamenn, sem valdir hafa verið í efri flokk, haldi þeim sessi. Þar sem fjárveitingar hafa verið naumar hefur nefhdin tekið þann kost að fækka stöðugt i neðra flokki þannig að lengra verður ekki gengið ef full- nægja á lagaskyldu. Nefndarmenn telja að ekki standi efhi til annars en láta efri flokk óbreyttan meðan ný- skipan listamannalauna hefur ekki verið tekin upp, en neðri flokkur falli niður,“ segir í bréfinu. Nýju lögin kveða einnig á um að listamannalaun rýri ekki rétt-til upp- bótar á elli- og örorkulífeyri. -KMU KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP Framsókn með tvo í Norðurlandaráði Við inngöngu Kristínar Kvaran al- þingismanns í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins græddi Framsóknarflokkur- inn einn fulltrúa á kostnað stjórnarandstöðunnar í Norðurlanda- ráði eins og í öðrum sjömannanefnd- um og ráðum Alþingis. Framsóknarmennimir Páll Péturs- son og Haraldur Ólafeson voru því kjörnir í Norðurlandaráð á lokadegi Alþingis fyrir jólafrí ásamt sjálfetæðis- mönnunum Ólafi G. Einarssyni, Friðjóni Þórðarsyni og Pétri Sigurðs- syni. Frá Alþýðubandalagi var kjörin Guðrún Helgadóttir og frá Alþýðu- flokki Eiður Guðnason. -KMU LAUGAVEGI66 ^ SIMI25980 4 HOFSTI MORGUNí BÁÐUM VERSLUNUM OKKAR visa E EUROCARD VINNUFA TABÚÐIN LAUGA VEGI76 - HVERFISGÖTU26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.