Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 14
14 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKIJR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Háskalegar hækkanir Ætlazt verður til þess, að ríkisstjórnin gangi lengra en hún hefur gert til þessa og stöðvi hækkanir á opin- berri þjónustu, sem eru umfram það, sem kjarasamning- arnir gerðu ráð fyrir. I samningunum hét ríkisstjórnin að beita sér fyrir því, að opinber þjónusta hækkaði á þessu ári ekki meira en almennt verðlag. Samningamenn gerðu ráð fyrir, að verðhækkanir á árinu yrðu 7-8 prósent. Strax eftir samningana ráku forráðamenn opinberra þjónustufyrir- tækja upp ramakvein. Farið var fram á verðhækkanir, sem voru margfaldar það, sem gert hafði verið ráð fyr- ir. Ríkisstjórnin brást í fyrstu lotu eftir þetta. Nokkur vilyrði voru gefin fyrir því, að opinber þjónusta mætti hækka meira en stjórnin hafði lofað, þótt nokkuð væri dregið úr ýtrustu kröfum forstjóra. Ríkisstjórnin var með þessu að svíkja gefm loforð. Augljóst var, að hækk- anir á opinberri þjónustu mundu valda meiri verðbólgu en búizt hafði verið við. Þær yrðu einnig slæmt fordæmi öðrum stjórnendum fyrirtækja. Hvernig ætti ríkis- stjórnin að standa gegn hækkunum annarra, þegar hún færi þannig að ráði sínu? Þessu var mótmælt. Því gerði ríkisstjórnin bragarbót á fundi 22. desember. Þá var enn mjög dregið úr hækkunum. Hækkanir hjá Pósti og síma voru takmarkaðar við tíu prósent. Hækkun afnota- gjalds Ríkisútvarpsins var einnig miðuð við tíu prósent. Ríkisútvarpið hafði farið fram á 30 prósent hækkun og fyrst í stað fengið vilyrði fyrir 20 prósent hækkun. Ríkisstjórnin beindi því einnig til Landsvirkjunar, að orkuverð hennar hækkaði aðeins um fjögur prósent. Því var beint til sveitarfélaga, að þau hækkuðu sínar gjaldskrár ekki umfram tíu prósent. Ríkisstjórnin hafði með þessum ákvörðunum og tilmælum brugðizt við mótmælunum við fyrri stefnu. En ýmsir aðilanna gátu komizt fram hjá tilmælum ríkisstjórnarinnar. Þannig hafði Hitaveita Reykjavíkur farið fram á 34 prósent hækkun. Þær kröfur voru í fyrstu skornar nið- ur í 25 prósent. Eftir tilmæli ríkisstjórnarinnar hefur Hitaveita Reykjavíkur ákveðið 15 prósent hækkun. Það er langt umfram það, sem kjarasamningarnir gerðu ráð fyrir og ríkisstjórnin æskti, þegar hún tók sig á. Stjórn Landsvirkjunar hefur nú ákveðið að hundsa tilmæli ríkisstjórnarinnar um fjögur prósent hækkun. Gjaldskrá stofnunarinnar hækkaði um 7,5 prósent frá áramótum. Þá ákváðu Rafmagnsveitur ríkisins sjö pró- sent hækkun á smásöluverði og 7,5 prósent hækkun heildsöluverðs. Rafmagnsveita Reykjavíkur hækkar verð sitt um 5,5 prósent. Illt er, að Landsvirkjun telji sig þess umkomna að fara ekki að slíkum tilmælum, sem tóku mið af því, sem gert var við samningaborð í desemb- er. Hækkun Landsvirkjunar hefði getað orðið miklu minni, án þess að fyrirtækið lenti í verulegum vanda. Um var að ræða að fresta endurgreiðslum lána. Hækk- un Landsvirkjunar hefði átt að vera fjögur prósent til að draga niður meðaltalið af hinum opinberu hækkun- um. Þar hefði fyrirtækið átt að vera með. Þessar hækkanir dynja nú yfir landsmenn. Flestar koma þær þyngst niður á hinum efnaminni, svo sem barnafjölskyldum og öldruðum, sem reyna að halda gangandi eigin heimili. Hækkanir munu líklega verða til þess, að markmið kjarasamninga fara úr böndunum á næstunni. í samningum var reynt að bæta hag hinna lægstlaunuðu. Mikið af því hefur nú verið eyðilagt. Haukur Helgason. Um jólin „fiið á jóið f miðju skammdeginu eru jól og áramót kærkominn áfangi og þá geta menn staldrað við, brugðið upp fleiri ljósum og kastað kveðju á kunningja, vini og ættingja. Þessi tími er eins og óasi í miðri eyðimörk skammdegisins og því er ekki óeðli- legt að við hlökkum til að geta rofið dimmuna og hversdagsleikann um stund með ofurlítilli tilbreytni og hátíðabrag. En þótt jólin séu nú trú- arhátíð fyrst og íremst efast ég um að meiri hluti fólks haldi þau af trú- arþörf eingöngu. Það virðist sem margir fari offari í öllu umstanginu, það er keypt og skreytt, bakað og brasað og allt virðist miðað við ytra útlit og líkamlega vellíðan. En þótt fyrst og fremst sé hugsað fyrir líkam- legum þörfum og hinn upprunalegi andi jólanna og trúarleg merking þeirra fari víða fyrir ofan garð og neðan hjá fólki eru þau samt sem áður kærkomin hvíld fyrir líkama og sál. Fróðlegt er að minnast þess að norrænt fólk hélt jól löngu fyrir kristnitöku. En þótt þau jól væru heiðin voru þau einnig þá fagnaðar- hátíð, haldin í tilefni þess að dag tók að lengja og veldi myrkursins var bægt frá í bili. Einnig þótti vissara að blíðka goðin með blóti og fómum og var hátíðin því ekki alveg laus við trúarhugmyndir. Trúrækni á jólum? Þótt játa beri að góðs áfangastaðar sé þörf í skammdegisdrunganum, þörfin rík fyrir hvíld og frið, er veru- lega vafasamt hvort allt glamrið og fyrirgangurinn, sem jólaundirbún- ingnum fylgir alloftast, sé til nokkurs góðs. Gróðafíknin og kaup- æðið styðja hvort annað út á ystu nafir, og þó að það sé gott og fagurt að vilja gleðja vini sína á jólunum mætti minnast þess hvort umhyggj- an kæmi sér ekki betur ef hún dreifðistjafnaryfirárið. Lítið bætum við úr vanrækslunni við aðra með því að kaupa þeim dýrar jólagjafir. Víst er erfitt að meta hlutföllin milli ytra tilhalds og umstangs ann- ars vegar og trúarþarfar hins vegar. Þó hef ég ríka tilhneigingu til að ætla að jólin séu álíka heiðin hátíð nú og þau voru fyrir kristnitöku. Það getur varla talist trúræknisvott- ur þótt menn fjðlmenni til messu um jólin eða á öðrum stórhátíðum eða við sérstök tækifæri önnur, það lýsir aðeins viðtekinni fylgni við siði og venjur. Vissulega finna margir hvíld og frið við að hlýða á „musica sacra“, hina sefjandi tóna frá orgeli og kór, enda er þetta kannski fyrsta raunverulega hvíldarstundin frá erf- iði og bash við undirbúning hátíðar- innar og öllu veraldarvafstrinu undanfama daga. Þama verður því kærkomin hvíldarstund, óháð því vort trúrækni í venjulegum skilningi býr að baki. En hvað sem um trú eða trúarþörf manna er að segja er þó viss þoð- skapur, sem fylgir jólunum, sem skírskotar til allra manna af öllu þjóðemi og trúarflokkum. Það er boðskapurinn um frið. I öllum mönn- um býr þráin eftir friði, þörfin fyrir frið, bæði hið ytra sem innra. Og meginþáttur jólaguðspjallsins fjallar líka um frið. Eins og nú horfir í ver- öldinni hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkan boðskap. Og jóla- guðspjallið sem flytur m.a. óskina um frið hefur nú verið lesið vítt og breitt um veröldina alla, allt til þeirra marka sem kristni hefur verið boðuð. En svo mikill siður sem þessi lestur er orðinn, og öllum sem á hlýða þykir hann réttur og sjálfcagð- ur, hefiir árangurinn af því spjalli orðið fremur lýr, ef dæma skal eftir atferli manna um allar kristnar aldir og allt fram á þennan dag. KjáUarinn Þengilsson læknir, Reykjavík Friðarvakning innan kirkjunn- ar Ekki væri það með ólíkindum að kirkjan hefði forystu í friðarmálum þsn eð hugsjón friðarins er svo ná- tengd þeim boðskap sem talinn er vera grundvöllur kristinnar. Enda er það svo að margir ágætir menn hafa rifjað upp þessa gömlu hugsjón fomrar kristni er svo lítill gaumur hefúr verið gefinn víðast um lönd. Jafnvel hefur það tíðkast að þjónar kirkjunnar hafa blessað vopn fyrir orrustur svo að þau mættu vinna betur á andstæðingnum. Hér á landi hefúr orðið veruleg stefhubreyting í þá átt að kirkjan hefur tekið baráttu fyrir friði alvarlega. Biskup og marg- ir ágætir klerkar með honum eiga miklar þakkir skildar fyrir að hafa beitt sér fyrir þessari friðarvakningu innan kirkjunnar. En svo fúrðulegt sem það er hafa heyrst hjáróma raddir meðal kirkj- unnar manna sjálfra um það að kirkjan eigi að standa utan við þau samtök sem nú eru að vinna að af- vopnun og friði um allan heim. Helst er á þessum vígðu mönnum að skilja að friðarhreyfingamar séu pólitísk samtök, friðarviðleitni þeirra blekk- ingavefur til að klekkja á kirkjunni og vildarvinum hennar. Kirkjan eigi að halda sig við viðteknar kenningar og boða þær á sínu eigin máli. Minnist hún á frið eigi hún að gera það á sinn eigin hátt og ekki blanda sér í neitt veraldarvafetur. Liklegt er að ef kirkjan óttast veraldar- hyggju af þessu tagi muni losna mjög um tengsl hennar við almenning og það líf sem lifað er í samfélaginu. Rétt er að minna á að t.d. pólitík er svo víðtækt hugtak að hún nær til flestra sviða mannlegra samskipta. Tæpast hefúr höfundur jólaguð- spjallsins haft hugmynd um það á sínum tíma að friðarboðskapurinn gæti flokkast undir nokkuð sem ekki mætti hafa orð á af því að það væri pólitík. Eins og flestum mun nú vera orðið Ijóst er framtíð okkar jarðarbúa að vemlegu leyti undir því komin að það takist að koma í veg fyrir beit- ingu kjamavopna. Sjaldan eða aldrei fyrr í sögu mannkjmsins hefúr verið jafrimikil óvissa um framtíð þess. En það em ekki utanaðkom- andi orsakir eins og náttúruhamfarir sem em ógnvænlegastar og fyrr í sögu hfeins hafa valdið þáttaskilum og útrýmt heilum tegundum. Við sjálf erum hættulegust eigin framtíð vegna kjamavopna og mengunar- vár. Stórhættulegur sundrungará- róður í framhaldi af nýliðnum friðarjól- um er okkur hollt að hugleiða hvort þau gefi ekki tiiefni til að endur- skoða samskipti okkar við aðra. Væri ekki tími til þess kominn að meðal þjóða heims væri eytt tor- tryggni og fjandskap sem hermang- arar og vígbúnaðarsinnar hafa verið að magna upp undanfama áratugi, reyna að milda þær ógnarblikur sem hrannast upp á himin hinna alþjóð- legu samskipta. Smáþjóðir eins og íslendingar geta líka gert mikið gagn og unnið fyrir málstað friðar- ins. En í þess stað höfúm við undanfarið hagað okkur eins og litlu seppamir í hundahópnum sem gjamma af öllum kröftum í þeirri von að æsa stóm hundana til áfloga. Ef við viljum í alvöru vinna að friði þurfúm við að taka höndum saman við alla sem hafa sama eða svipað markmið. Látum ekki blekkjast af áróðri þeirra sem segja að ekki sé hægt að vinna með þessum eða hin- um, tilgangur þeirra sé pólitískur eða þeir séu útsendarar andstæð- ingsins (hver sem hann kann nú að vera). Sundrungaráróður þessara manna er stórhættulegur og nái hann útbreiðslu meðal almennings getur hann skipt sköpum um líf og dauða, um framtíð lífs á jörðunni. Guðsteinn Þengilsson „En það eru ekki utanaðkomandi orsakir eins og náttúruhamfarir sem eru ógnvænlegastar og fyrr í sögu Iffsins hafa valdið þáttaskilum og útrýmt heilum tegundum. Við sjáH erum hættulegust eigin framtið vegna kjamavopna og mengunarvár." „En svo furðulegt sem það er hafa heyrst hjáróma raddir meðal kirkjunnar manna sjálfra um það að kirkjan eigi að standa utan við þau samtök sem nú eru að vinna að afvopnun og friði um allan heim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.