Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 19
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. 19 •Rudi Völler. Fer Voller til Ítalíu? Atii Hflmarsson, DV, V-Þýskalandr Um fátt hefur verið meira talað í V-Þýskalandi um helgina en það hvort Rudi Völler, sóknarmaður- inn snjalli hjá Werder Bremen, sé á leiðinni til ítalíu. Á laugardaginn birti blaði Welt am Sonntag frétt þar að lútandi og var þar vitnað í Völler sjálfan. í gœr birti hins veg- ar Bild nýja frétt og þar neitar Völler því algerlega að hann sé á leiðinni til Ítalíu. Ekki eru menn á eitt sáttir um hver sé sannleikur- inn í þessu máli. Vitað er að Werder vill gjaman selja Völler til Italíu ef gott tilboð berst. Hefur verið rætt um að þessi upphæð sé 205 milljónir króna. Þá hafa nokkur ítölsk lið sýnt áhuga á Völler og má þar til nefna Sampdoria, Mílanóliðin bæði og síðast en ekki síst Napoii. Völler er nú 27 ára og hefúr átt við þrál- át meiðsli að stríða á síðustu árum. -SMJ Gruendel meiddur Sóknarmaðurinn snjalli, Heinz Gmendel hjá Hmnburger SV, verður að öiium líkindum frá knattspymuiðkun í þrjá mánuði. Gmendel var skorinn upp nú um hátíðirnar vegna meiðsia á hné. Gruendel, sem er 29 ára, meiddist í innanhússmóti fyrir skömmu. -SMJ Nykánen úr leik Hinn kunni finnski skíðastökkv- ari, Matti Nykánen, virðist ciga í vanda þessa dagana. Þó hann eigi að baki stóra sigra i íþrótt sinni hefúr gengi hans verið rysjótt upp á síðkastið. Að sögn hefur hann verið með eindæmum óstýrilátur nú í vetur og var hann af þeim sökum kallaður heim frá frekari keppni um helgina. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem Nykánen stendur í erjum við yfirvöld íþróttamála í Finnlandi. Fyrir ári var hann rekinn úr keppni í Bandaríkjunum vegna it- rekaðra agabrota. Rætur þessara dólgsláta Nykánen ku liggja í þeim foma sið að þykja sopinn góður. -JÖG Lemgo lagði meistarana -Siggi Sveins og Atfreð bestu menn liðanna Atli Hflmaisson, DV, V-Þýskalandi; Óvæntustu úrslit helgarinnar urðu í leik Lemgo og Essen en Sigurður Sveinsson og félagar gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistarana. Þetta var fyrsti ósigur Essen á þessu ári. Þeir Sigurður og Alfreð Gíslason vom bestu menn vallarins og vom þeir markahæstu menn sinna liða, hvor um sig skoraði 7 mörk. Það kom greini- lega niður á leik meistaranna að tvo bestu menn liðsins, þá Fraatz og Ku- bitzki, vantaði en það var verið að hvíla þá fyrir Evrópuleikinn gegn Dukla Prag um næstu helgi. 3.000 áhorfendur troðfylltu húsið og var gífúrleg stemmning meðal þeirra. Lokastaðan var 22-18 eftir að Essen hafði verið yfir, 10-9, í hálfleik. Sigur Lemgo var of stór en þeir skomðu tvö síðustu mörkin úr hraðaupphlaupum. Þá vann Kiel Dússeldorf í æsispenn- andi leik, 20-19. Páll spilaði allan leikinn en var aðeins notaður í sókn- inni í fyrri hálfleik. Þá skoraði hann eitt mark en hann stóð sig mjög vel í vöminni. Önnur úrslit urðu þau að Hameln sigraði Göppingen, 19-16, og Schútter- wald tapaði fyrir Schwabing, 16-22. Essen efst Essen heldur forystu sinni þrátt fyr- ir tapið um helgina en nokkrir leikir verða í vikunni í Þýskalandi. Þá leika meðal annars Gummersbach og einnig Wanne Eickel. Staðan er nú annars þessi eftir 16 umferðir en tvö efstu lið- in hafa þó leikið leik minna. 1. Essen.......................27 2. Grosswaldstadt..............23 3. Kiel........................20 4. Dússeldorf..................18 5. Schwabing...................18 6. Milbertshofen...............17 7. Gummersbach.................16 -SMJ íþróttir • Alfreð Gislason var besti maður Essen. „Mjög svekkjandi" sagði Einar Bollason eftir naumt tap gegn Svíum •Valur Ingimundarson. „Við erum alveg hundsvekktir yfir því að tapa þessum leik. Þetta er einn besti leikur sem íslenskt körfuknatt- leikslandslið hefur spilað og við höfúm aldrei verið eins nálægt því að sigra Svía,“ sagði Einar Bollason landsliðs- þjálfari í samtali við DV í gærkvöldi en þá vom íslendingar nýbúnfr að tapa fyrir Svíum með aðeins einu stigi. Lokatölur urðu 72-71 fyrir Svíum eftir að íslendingar höfðu verið yfir, 38-35, í hálfleik. í seinni hálfleik náðu Svíar fljótlega níu stiga forystu en íslendingar söx- uðu á það og þegar ein og hálf mínúta var eftir voru íslendingar þrem stigum vfir, 69-66. Þá skora Svíar þriggja stiga körfu en Pálmar svarar strax. Svíar ná hins vegar að skora aðra þriggja stiga körfú þegar 35 sek. em eftir og komast .vfir, 72-71. Rétt fyrir leikslok er brotið illa á Guðna Guðna- syni í upplögðu færi. ..Hálft sænska liðið stökk á hann og allir sáu að þetta var brot en gríski dómarinn sá ekk- ert,“ sagði Einar Bollason um þetta atvik. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu frábært afrek þetta er hjá landsliðinu og sýnir betur en margt annað hve sterkt körfuknattleiks- landslið við eigum. Svíar em geysilega sterkir og unnu meðal annars ísraels- menn með 11 stiga mun á föstudaginn en í fyrri leiknum i gær sigmðu ísra- elsmenn Grikki með 101 stigi gegn 89. Valur maður leiksins Valur Ingimundarson var stigahæst- ur íslendinga með 19 stig og var hann kosinn maður leiksins eftir á af fram- kvæmdanefnd mótsins. Þá stóð ívar Webster sig vel og sagði Einar Bollason að það væri ómetanlegt að vera kominn með svo stóran mann í liðið. Einnig stóð ungur nýliði úr GrindaM'k. Guð- mundur Bragason. sig mjög vel. Stig íslands skomðu Valur 19. Jó- hannes 16. Guðni 14. Pálmar 9. ívar 7. Guðmundur 4 og Jón Kr. og Helgi 2 hvor. -SMJ Youri Sedov til Víkings Sovéski knattspymuþjálfarinn Youri Sedov er nú væntanlegur til landsins og mun hann taka við þjálfun 2. deildar liðs Víkings. Sá hængur er þó á að enn skortir formlega heimild og staðfestingu frá sovéskum íþróttayfirvöldum. Sedov hefur nú um skeið gegnt trúnaðarstörfum innan vébanda sovéska knattspymusambandsins eða allt frá því hann starfaði hér- lendis árin 1981 og 1982. Þá gerði hann Víkinga að íslandsmeistur- um bæði árin. Ljóst er að Sedov mun styrkja lið Víkinga í baráttunni um fyrstu deildar sæti og jafnframt stöðva þann óheillavænlega flótta sem verið hefur úr herbúðum félagsins. Sedov er að margra dómi hæ- fasti knattspvmuþjálfari sem hér hefur starfað. Það er þvi eðlilega Víkingum kappsmál að fá hann i sínar raðir og hefja þannig knatt- spymuliðið á ný til vegs og virð- ingar. -JÖG Staðan Úrslit í 10. umferð íslandsmótsins í handknattleik urðu eftirfarandi: Ármann Stjaman............15-34 KA Fram...................34-26 FH-UBK....................26-24 Valur-Haukar..............21-21 KR - Víkingur.............18-22 Staðan að loknum 10 umferðum: Víkingur FH... UBK. Valur KA..... Fram.. Stjarnan KR..... Haukar.. Ármann. ...10 ...10 ...10 ...10 ...10 ...10 ...10 ...10 ...10 ...10 8 1 1 7 1 1 7 1 2 5 2 3 5 1 4 5 0 5 4 1 5 3 0 7 2 1 7 0 0 10 233-209 254-220 228-218 251-220 233-236 238-229 254-240 197-225 209-245 194-251 17 15 15 12 11 10 9 6 5 0 Fer Wilhelm á Selfoss? Húsvíkingar hafa nú misst einn sinn besta mann frá því í sumar en sóknar- maðurinn snjalli. Wilhelm Fredriksen. er nú fluttur suður. Ekki er enn ljóst hvar Wilhelm mun leika en hann var mjög drjúgur við að skora fyrir Völs- unga i sumar. Hugsanlegt er þó talið að hann fari á Selfoss en þeir Selfyss- ingar hafa misst þá Tómas Pálsson og Jón Gunnar Bergs. Það er því vitað að Magnús Jónatansson þjálfari þeirra leitar logandi ljósi að sóknar- leikmanni til að fvlla skarð þeirra. -SMJ •Wilhelm Fredriksen. [ Óvænt hjá Nilson ~l Sænska stúlkan Camilla Nilson 1 komstáspjöldsögunnarþegarhún varð fyrst sænskra stúlkna til að sigra í alpagreinum á skíðum. Hin 19 ára gamla Nilson var með rás- númer 24 i svigkeppninni í FIRMAKEPPNI GRÓTTU Dagana 10., 11., 17. og 18. janúar verður hald- in í íþróttahúsi Seltjarnarness firmakeppni Gróttu í knattspyrnu. Þrenn verðlaun verða veitt. Þátttökutilkynningar í síma 611133 milli kl. 9 og 12. ATH! 3 leikmenn inná í einu. Maribor í Júgóslavíu en sigraði | eigi að síður. Vreni Schneider frá ■ Sviss varð önnur en Erika Heiss, I sem er efet í stigakeppninni, varð . í 5. sæti. -SMJ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.