Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 9
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987.
9
Utlönd
Hótelbruninn
var íkveikja
af ásetningi
Þeir sem hafa unnið að rannsókn
hótelbrunans í San Juan í Puerto Rico
eru nú orðnir sannfærðir um að hann
hafi orðið vegna íkveikju af ásetningi.
Það er orðið vist að í brunanum á
gamlárskvöld hafi farist 96 manns.
Rannsóknaraðilar héldu fund með
blaðamönnum í gær innan brunarústa
spilavítis hótels Dupont Plaza þar sem
þeir skýrðu frá þeirri vissu sinni að
kveikt hefði verið í hótelinu af ráðnum
hug. Þeir hafa þó ekki fundið nein
merki íkveikjusprengju né heldur hafa
þeir neinn ákveðinn aðila grunaðan.
I upphafi veltu menn vöngum yfir
því hvort einhveijir úr starfsliðinu,
sem á í deilu við hótelstjórnina, hefðu
ef til vill valdið íkveikjunni. Rann-
sóknin hefur þó ekki bent neitt frekar
til þess.
Svo fljótt breiddist eldurinn út að
sumir gestanna fórust þar sem þeir
sátu við spilaborðin í spilavítinu. Sum-
ir fleygðu sér út um gluggana en
margir flúðu upp á þak þessarar 22ja
hæða byggingar og var þeim síðan
bjargað þaðan í þyrlu.
Nokkrir gestanna segjast hafa verið
varaðir við þvi af starfsliðinu að búa
áfram á hótelinu vegna deilunnar.
Lögreglan segist hafa fengið viðvörun
um að sprengja mundi springa í hótel-
inu. Sú viðvörun barst henni tveim
stundum áður en eldurinn braust út.
Rannsóknin hefur þó ekki leitt í ljós
nein verksummerki þess að um
sprengju hafi verið að ræða.
119 hlutu brunasár eða snert af reyk-
eitrun og liggja nítján þeirra enn á
sjúkrahúsi en eru þó ekki taldir í lífs-
hættu.
Fleiri verkföll boðuð
Stærsta verkalýðsfélagið í Frakk-
landi hefúr boðað til eins dags verk-
falla í byijun vikunnar. Vill félagið
þar með mótmæla þeirri ákvörðun
stjómarinnar að takmarka launa-
hækkanir opinberra starfsmanna við
tvö prósent en það er gert til þess að
halda verðbólgunni niðri.
Jacques Chirac, forsætisráðherra
landsins, hefur hingað til haldið sér
utan við launadeilur jámbrautar-
starfsmanna en þeir hafa nú verið i
verkfalli í átján daga. Gert er ráð fyr-
ir að Chirac komi ffam í sjónvarpsvið-
tali á þriðjudaginn og ijúfi þar með
þögnina.
Tímaritið Le Nouvel Observateur
hefur það þó eftir honum að hann
muni frekar segja af sér en að láta
undan kröfum lestarstjóra um hærri
laun. I síðastliðnum mánuði neyddist
hann til þess að hætta. við breytingar
á háskólalögum vegna mótmæla stúd-
enta. Segja stjómmálaffæðingar að
hætta sé á að traust manna á stjóm-
inni bíði hnekki ef hún þarf aftur að
láta í minni pokann.
í gær hélt lögreglan áfram að reka
verkfallsverði af jámbrautarsporun-
um og vom meira en fjörutíu prósent
allra lesta á höfuðleiðum í umferð.
Það var handagangur í öskjunni þegar útsölurnar byrjuðu i Kaup-
mannahöfn á föstudaginn.
írafár á útsölum
í Kaupmannahöfn
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahöfh:
Eftir frekar trega sölu í verslunum
f>TÍr jól er útlit f\TÍr að janúanitsöl-
umar í ár slái öll fyrri met. Margar
verslanir þjófstörtuðu með útsöluna
á fóstudaginn og fyrir lokun var
veltan tuttugu og fimm til þrjátíu
prósent meiri en í fyrra. Var um-
ferðaröngþveiti við stærri verslunar-
miðstöðvar um hádegið vegna
írafársins.
Flestar verslanir hega útsölur sín-
ar í dag þar sem reynt er að tæma
lagerinn og þurfa kaupmenn ekki
að kvíða neinu ef miða á \dð sölu
fóstudagsins. Stórverslanir em opn-
aðar klukkan átta en viðskiptavin-
um er boðið upp á kaffi og kökur í
stækkuðu anddvri frá klukkan sjö.
Hinn dæmigerði útsölukaupandi
borgar í beinhörðum peningum og
sækist hvað varðai' klæðnað sérs-
taklega eftir merkjavörum á niður-
settu verði.
Þó ekki sé farið á útsölu kemst
maður ekki hjá því að verða þeirra
var þvi heilu og hálfu síðumar í
dagblöðunum eru undirlagðar út-
söluauglýsingum. Þó losnar maður
við útsölubergmálið úr útvarpinu en
auglýsingai- em bannaðar í danska
ríkisútvarpinu.
ÚBREYTT
MIÐAVERD
Allir geta verið með í HAPPDRÆTTI SÍBS
- þú líka. Umboðsmaður er alltaf á næstu grösum.
Umboðsmenn SÍBS1987
í Reykjavík og nágrenni eru þessir:
3 stórar ástæður
til þess að spila með:
Vinningslíkur eru óvenjumiklar
Ávinningur er einstakur
Það er stórskemmtilegt
Aðalumboð Suðurgötu 10, simi 91 -23130.
Verslunin Grettisgötu 26, sími 91-13665.
Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrennis, Skólavörðustíg 11,
sími 91 -27766.
Sparisjóðurinn Pundið, Hátúni 2B, sími 91-12400.
Sparisjóðurinn Seltjarnarnesi, sími 91 -625966.
Sjóbúðin Grandagarði 7, sími 91-16814.
Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, sími 91 -685632.
Bókabúö Fossvogs, Grímsbæ, sími 91 -686145.
Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, simi 91 -72800.
SÍBS-deildin REYKJALUNDI, simi 91 -666200.
Vilborg Sigurjónsdóttir, Bókabúð Olivers Steins,
HAFNARFIRÐI, sími 91 -50045.
Bókabúðin Gríma, Garðatorgi 3, GARÐABÆ,
sími 91-42720.
SÍBS-deildin, VÍFILSSTOÐUM, sími 91 -42800.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, KÓPAVOGI, sími 91 -42630.
Við drögum 13. janúar. Miðaverð kr. 200.-
_________ _ r?S5
Aukavinningur í mars: Aukavinningur í júní: Aukavinningur í október: M^’87
Volkswagen Golf Syncro. Subaru station. Saab 900i.