Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Side 13
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. 13 Neytendnr Bílverð: Er vörugjaldið komið aftur? Marga heíur grunað að bifreiðir hafi að undanfömu hækkað í verði og i kjölfar mikilla kvartana var gerð verðkönnun á vegum FÍB. Könnunin náði til átta bifreiðategunda sem vom valdar algerlega af handahófi, án til- lits til þess hvort yíir þeim hafði verið kvartað eða ekki. Niðurstaða hennar varð sú að um óeðlilega hækkun hefði verið að ræða í nær öllum tilfellunum, í sumum svo mikil að bifreiðamar vom komnar upp í nánast sama verð og fyrir niðurfellingu vöragjalds síð- astliðið vor. Niðurstöðumar vora bornar saman við hækkun á verði sömu bifreiða í Danmörku á sama tímabili og reyndist hækkunin hér mun meiri en skýra má með gengisþróun, enda þótt danska krónan hafi hækkað smávegis á undanfomum mánuðum. Vora jafn- vel dæmi þess að bíll hefði hækkað um 30% frá því í mars, eins og reynd- in varð með Ford Sierra. Þá reyndist Fiat Uno kosta nánast það sama og í mars, eða 290 þúsund, en hafði kostað 295 þúsund fyrir afhám vöragjalds. Eina tegundin, sem virtist hafa hækk- að svipað og bifreið sömu tegundar í Danmörku, var Daihatsu Charade en hún hækkaði úr 279.900 í 300 þúsund. Þar sem könnun FÍB er nú nær tveggja mánaða gömul ákvað neyt- endasíðan að athuga verð sömu bif- reiða núna. Var í einu og öllu stuðst við könnun FÍB, sömu gerðir athugað- ar og miðað við sömu skilmála. Er því verð ýmist með eða án ryðvamar og skráningar, auk þess sem fæst umboð- in vora komin með verð miðað við tollgengi í janúar. Þótt skammur tími sé liðinn hafa ýmsar verðbreytingar átt sér stað. Hreyfingin er þó heldur upp á við, en þó hafa einhverjar bifreiðir lækkað i verði. Þannig hefur Mazda 1,6 LX fjög- urra dyra lækkað úr 470 þúsundum í 442.500 og þær tvær tegundir, sem mest höfðu hækkað, er könnunin var gerð nú i nóvember síðastliðnum, lækkuðu, Fiat Uno 45 um 10 þúsund, eða úr 290 þúsundum í 280 þúsund, og Ford Sierra 1,6 sem lækkaði úr 475 þúsundum í 456 þúsund. Þó ber að geta þess að miðað var við 86 árgerð- ina af Sierra en 87 árgerðin er ekki væntanleg fyrr en í mars. Hækkanir vora svo á bilinu 3-8 þúsund. Mest hækkaði Saab Turbo 5 dyra, eða úr 1050 þúsund í 1058 þúsund, en minnst hækkaði Volvo 240 DL fjögurra dyra, eða úr 616 þúsund í 619 þúsund. Á meðfylgjandi súluriti má sjá verð á tímabilinu. Gefið er verð í febrúar, mars, nóvember og svo nú um áramót en í janúar kemur bílverð til með að hækka að nýju í samræmi við nýtt tollgengi. -PLP Hér má sjá þróun á verði brfreiða frá því fyrir niðurfellingu vörugjalds til áramóta ’85-’86. Innritun stendur yfir í Reykjavík, Ármúla 17a, sími 38830, og Hafnarfirði, Linnetsstíg 3, sími 52996, kl. 10-12 og 14-19. Kennsla hefst 7. janúar. WV'f wmKÓUNN BARNADANSAR GÖMLU DANSAR STANDARDDANSAR LATINDANSAR ATHUGIÐ! TAKMARKAÐUR FJÖLDI NEMENDA í HVERN TÍMA. (26 NEMENDUR)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.