Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1987, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1987. 15 Þess vegna er Bylgjan Á nokkrum mánuðum hefur Bylgj- an ruðst inn á þann markað sem ríkisútvarpið einokaði áður og tekið hlustendur með trompi. Fjórfalt til fimmfalt fleiri hlusta á Bylgjuna heldur en rás 2. Samt nær Bylgjan ekki nema til tveggja þriðju hluta af hlustunarsvæði rásar 2. Hvað er það sem Bylgjan hefur sem rás 2 ríkisútvarpsins hefur ekki? Því er fljótsvarað. Bylgjan er fyrir- tæki í einkaeign. Rás 2 er ríkisfyrir- tæki. Rekstrarform Bylgjunnar gerir henni kleift að laga sig að aðstæðum með leifturhraða. Hjá Bylgjunni er allt á sama stað. Fréttamenn, dag- skrárgerðarmenn, auglýsingadeild og útvarpsstjóri eru í nánum tengsl- um. Slíkt er lífsnauðsynlegt fjölmiðli sem lifir fyrir mínútuna. Rás 2 býr við ríkisrekstur af verstu gerð. Forstöðumaður hennar er svo valdalítill að hann ætti frekar að nefnast dagskrárstjóri. Stóru ákvarðanimar eru teknar af út- varpsstjóra, framkvæmdastjóra og útvarpsráði sem hafa aðsetur víðs fjarri. Það fólk er ekki vant því að taka áhættu. Það hefur takmarkað- an skilning á eðli þessa fjölmiðils. I stað þess að bregðast af krafti gegn samkeppninni frá Bylgjunni er ákveðið að bíða og sjá til. Nefnd í málið Það segir sína sögu að á meðan Kjallariim Ólafur Hauksson útgefandi hjá Sam-útgáfunni Bylgjan geysist fram völlinn og sóp- ar til sín hlustendum ákveður útvarpsráð að setja nefnd í málið. Forstöðumaður rásar 2 situr ekki einu sinni i nefndinni, heldur þrír útvarpsráðsmenn. Því lengur sem þeir sitja á fundum, því meir stuðla þeir að hægu andláti rásar 2. Vandi rásar 2 liggur í því að stöð- in fær ekki að bregðast rétt við samkeppninni. Þess vegna verður hún undir. Yfirstjómin niðri á Skúlagötu er versti óvinur rásar 2. Afskiptasemi og hræðsla lamar alla möguleika rásarinnar til að sýna dirfsku og snúa vöm í sókn. Gottfólk Það er ekki við starfsfólkið á rás 2 að sakast hvemig farið er fyrir stöðinni. Eftir höfðinu dansa limim- ir, og á það má benda að dagskrár- gerðarfólk, sem áður var á rás 2, starfar nú við miklar vinsældir á Bylgjunni. En hvers vegna hættu svo margir að starfa á rás 2 og fóm til starfa á Bylgjunni? Þar hefur rekstrarformið bein áhrif. Ríkisfyrirtækið hefur ekkert svigrúm, en einkafyrirtækið getur boðið betri laun eða betri vin- nutíma. Þar er sveigjanleikinn stór plús. Að vísu má hugsa sér að rás 2 hefði getað klórað í bakkann. Þar hefði mátt reka ýmsa ómögulega dagskrárgerðarmenn og breyta tón- listarstefnunni í þá átt að hafa meiri almenna tónlist allan útsendingar- tímann. Líklega hefði forstöðumað- urinn átt að geta framkvæmt slíkar breytingar. Selja rás 2 Ríkisrekstur rásar 2 er oft réttlætt- ur með því að einhver verði að sinna afskekktum byggðarlögum með tón- listarútvarpi og að ekki sé treystandi á að einkafyrirtæki geri það. Reyndar hafði ríkisútvarpið mögu- leika til þess að gera einmitt þetta í rúmlega hálfa öld, en gerði ekki. Með núverandi rekstrarformi gengur rekstur rásar 2 ekki. Annað- hvort er að losa stöðina algjörlega úr viðjum yfirstjómar ríkisútvarps- ins eða selja hana. Ýmsir hafa spurt hvemig hægt sé „Á skömmum tíma hefur það sýnt sig að einkarekstur á útvarpsstöð er betri en rík- isrekstur. Þess vegna á ríkið tafarlaust að losa sig við útvarpið.“ betri „Rás 2 býr við ríkisrekstur af verstu gerð. Forstöðumaður hennar er svo valdalítill að hann ætti frekar að nefnast dagskrárstjóri.“ að selja rás 2 þar sem stöðin hafi aðsetur í nýja útvarpshúsinu. Því er einfaldlega til að svara að ekki þarf nauðsynlega að nota sömu tæk- in eða sama húsnæðið áfram. Það er dreifikerfið sem mestu máli skipt- ir, og það er auðvelt að selja. Það er ekki einu sinni víst að nafriið sé nokkurs virði lengur, þannig að það mætti þess vegna setja beint á sögu- safn útvarpsins. Á skömmum tíma hefur það sýnt sig að einkarekstur á útvarpsstöð er betri en ríkisrekstur. Þess vegna á ríkið tafarlaust að losa sig við út- varpið. Nóg er af öðm að sinna. Ólafur Hauksson Nýárs blessuð sól „Á efnahagssviðinu má einnig greina ann- an falskan tón. Verðlagsstjórnunin berst í bökkum og ekki þarf mikið út af að bera til þess að verðbólgudraugurinn magnist.“ Islendingar em baráttuglöð þjóð. Hannes Hafstein sagðist elska hið eilífa stríð. Lognmollan á ekki við okkur. Ekki svo að skilja að tæki- færin hafi ekki verið næg til að beijast. Landnámsmennimir, vík- ingamir, máttu í rauninni alltaf teljast heppnir þegar skipin náðu landi - smáfley í miðju Atlantshaf- KjáUaiinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur inu. Enn mega víkingamir heyja stríðið. Sjómennimir leggja á djúpið til þess að færa björgina að landi eða vaminginn heim. En Drottinn ræður landtökunni. Hið eilífa stríð Fleira hefur kostað þjóðina bar- áttu. Landið er harðbýlt. Eldgos, ísaár, fárviðri og jarðskjálftar hafa stundum lagst á eitt til tortímingar þjóðinni og ekki hefur veraldar- vonskan í hinum stóra heimi alltaf látið íslendinga óáreitta. Drepsóttir bar að ströndum, siglingar lögðust niður til landsins vegna stríða og sjálft hefur „jarðar stríð“ oft náð ströndum landsins í formi vígvéla og hermennsku eða erlendrar yfir- drottnunar. í rauninni hefur því ástæðan oft verið ærin til þess a.m.k. að reyna að elska hið eilífa stríð ef þjóðin bókstaflega hefur ekki átt að láta hugfallast. Koppalognið hefur verið svo fj;ulægt að það tók því ekki að skenkja þvi hugsun. Stolt víkingaþjóðarinnar Skin og skúrir hafa þó skipst á. Eykonunni, drottningu drauma okk- ar, hefur verið lyft til hásætis og hversu unaðslega hríslast ekki stol- tið niður eftir hryggjarliðunum á okkur þegar við höfúm það á tilfinn- ingunni að loksins hafi víkingaþjóð- in í norðri verið metin að verðleik- um. Svo sannarlega hefur öll baráttan, baslið og andstreymið gegnum myrkar hörmungaraldir náð að orsaka það að þegar okkur er hampað þá á ísland eina sál. Síðasta dæmi þessa var þegar leið- togar stórveldanna kusu að gera fjalladrottninguna vettvang fundar þeirra sem vissulega varðaði allan heiminn. I einu vetfangi hríslaðist þetta undursamlega þjóðarstolt um okkur öll og spekingamir í heitu pottunum hófu upprifjun mannkyns- sögunnar á því hvemig norrænar þjóðir ákvörðuðu ríkjaskipan í Evr- ópu á miðöldum, konungaættir álfunnar allar meira eða minna skyldar Islendingum og við náttúr- lega fundið Vesturheim mörgum öldum áður en Genúakarlinn Kól- umbus bar þar að landi á portúgölsk- um skipum. Norræni andinn og heims- menningin Kaffitímasamræður vinnustað- anna fengu á sig háfleygan blæ, - nú legði hinn norræni andi vangann að heimsmenningunni og vitsmunir Snorra og skáksnillinganna myndu loksins gagnast heimsfriðnum. Þá vom ýmsir aðrir eiginleikar þjóðar- innar rifjaðir upp, sterkasti maður heims var meðal vor, fegursta kon- an, íslenskir tenórar legðu undir sig heiminn, og hvarvetna þar sem ein- staklingurinn væri einhvers metinn stæðu Islendingar framarlega, jafh- vel rifjað upp að hver íslendingur byggi í mörgum sinnum stærra landi heldur en hver íbúi stórveldanna og með fjórtán þúsund dollara meðal- tekjur á ári værum við orðnir jafnríkir Bandaríkjamönnum og náttúrlega helmingi ríkari heldur en fátæklingamir í Ráðstjómarríkjun- um. Valt er veraldargengi Þannig hampar veraldargengið norðurhjaraþjóðinni þrátt fyrir allt af og til og í bjartsýni áramótagleð- innar tökum við undir með skáldinu og ráðherranum og elskum hið eilífa stríð. Það er nú líka eins gott fyrir okk- ur. Því fer nefriilega viðsfjarri að við höfúm nokkur efni á því að slaka á klónni. Ekki vill víkingaþjóðin láta bera sig saman við húðlatan Mexíkana þar sem hann hagræðir skugganum af stráhattinum hangandi undir hús- vegg þannig að hann fái sem best notið forsælunnar. Eða vill hún láta bera sig saman við Brasilíumann þar sem hann dinglar sér á kjötkveðju- hátfð í Ríó? Þessar þjóðir eiga það sameiginlegt núna að vera skuldu- gustu þjóðir veraldarinnar - skulda um hundrað milljarða dollara hver og em m.a. orsök reglulegra fundar- halda og heilabrota forráðamanna og seðlabankastjóra ríkustu iðnríkja veraldarinnar þar sem reynt er að sjá fram úr vanda þeirra svo mögu- legt gjaldþrot þeirra setji ekki fjármálastjóm heimsins úr skorðum. Mexíkaninn og Brasilíumaö- urinn En lati Mexíkaninn undir húsvegg og Brasilíumaðurinn dinglandi sér á kjötkveðjuhátíðinni geta haldið sjálfsvirðingu sinni. Þefr skulda nefnilega ekki „nema" ca þúsund dollara á mann eða 30.000 og 50.000 íslenskar krónur og þó að það sé náttúrlega slæmt og forráðamenn vestrænna iðnríkja séu að verða grá- hærðir út af því er til einn sem slær þeim gersamlega við: Víkingurinn í norðri skuldar nefnilega erlendum lánardrottnum sinum kr. 300.000, - þrjú hundmð þúsund krónur. - og er bara pattaralegur og ánægður. Með sjálfan Reagan og Gorbatsjov á svæðinu svo ekki sé minnst á Hófí og Jón Pál og sigursæla íþrótta- menn. Feilnóta í góðærissinfóníunni Svolítil feilnóta er því í góðæris- sinfómunni og eins gott að þjóðin segi ekki skilið við baráttugleðina á meðan. Á efnahagssviðinu má einnig greina annan falskan tón. Verðlags- stjómunin berst í bökkum og ekki þarf mikið út af að bera til þess að verðbólgudraugurinn magnist. Sérs- taklega er óttast að þriggja milljarða króna halli á fjárlögum ríkisins þrýsti á gikkinn og þeyti draugnum af stað. Þótt óneitanlega sé það gáfú- legra að slá víkingaþjóðina sjálfa um gullið heldur en að vera enda- laust að styrkja erlenda fj;irmagn- seigendur sem hirða t.d. sex milljarða króna af okkur í vexti þetta árið. Heimsmet i hagvexti Sjómennfrnir okkar moka gjald- evri í þjóðarbúið og sjá til þess með fiskverkunarfólkinu að við séum borgunarmenn fvrir skuldamyndun- inni upp á landi, auk þess sem þeir standa undir fullri atvinnu og vænt- anlega heimsmeti í hagvexti. Leiðin- legt væri ef gestgjafar Reagans og Gorbatsjovs létu þessa öðlinga þurfa að standa í löngu verkfalli til þess að hafa í sig og á. Ekki örgrannt að sú gamla, fjalladrottningin, gæti far- ið að yggla sig væri hermt upp á hana sjálfa það sem sagt var fyrir tvö þúsund árum. Dýr merkurinnar eiga sér hæli en þeir sem leggja lífið i sölumar fyrir Róm eiga hvergi höfði sínu að halla. Gleðilegt ár Viðburðaríku og fengsælu ári er lokið og allt stefnir í stórsigur Al- þýðuflokksins í næstu kosningum. Þótt fyrr heföi verið - eins og karl- inn sagði. Megi árið 1987 verðahinni baráttuglöðu þjóð norðursins ham- ingjuríkt. Drottinn miskunnsemd- anna, „tárin láttu þoma“ þeim sem ekki lentu sólarmegin þetta sinn. Gleðilegt nýár. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Sjómennimir okkar moka gjaldeyri i þjóðarbúið og sjá til þess með fiskverkunarfólkinu að við séum borgunarmenn fyrir skuldamynduninni uppi á landi, auk þess sem þeir standa undir fullri atvinnu og væntan- lega heimsmeti i hagvexti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.