Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. Fréttir Sverrir hafhaði sátta- tillögu forsætisráðherra Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra halnaði sáttatillögu sem Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lagði fram í fræðslu- stjóramálinu á ríkisstjómarfundi í gærmorgun. Forsætisráðherra lagði til að fulln- aðaruppsögn Sturlu Kristjánssonar yrði breytt í tímabundna brottvikn- ingu úr starfi þannig að rannsaka mætti málið á meðan. „Hæstvirtur menntamálaráða- herra hefur ekki treyst sér til að fallast á það. Ég tel mig því hafa kannað hvort sú leið er fær,“ sagði Steingrímur á Alþingi í gær. „Það er tvímælalaust að mál þetta er í höndum menntamálaráðherra. Hann fer með forsvar menntamála og framkvæmd grunnskólalaganna og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn, um skyldur og réttindi, er ráðherra heimilt að víkja manni úr starfi ef hann telur hann hafa brotið af sér,“ sagði forsætisráð- herra. -KMU Stóiyrðin dundu fiá menntamálaráðherra: Manaði Sturiu til málshöfðunar Kliður fór um þingsalinn þegar Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra notaði orðið hyski um andstæðinga sína í fræðslustjóramál- inu í upphafi langrar ræðu sinnar um brottrekstur Sturlu Kristjánssonar. Stóryrðin dundu yfir. „Maðurinn er haldinn skynvillu. Ég hef sjaldan heyrt eða séð annað eins,“ sagði Sverrir er hann las upp úr bréf- um sem Sturla sendi menntamála- ráðuneytinu meðan hann var fræðslustjóri: „Séu samþykkt fjárlög ekki töluleg niðurstaða óvéfengdra útreikninga kostnaðar samkvæmt lögum, reglu- gerðum og öðrum óvéfengdum for- sendum þá eru þau einfaldlega vitlaus, ólög, og ekkert með þau að gera og ekkert mark á þeim takandi." Þetta las Sverrir upp úr bréfi Sturlu frá því í maímánuði 1980 og sagði: „Þetta er embættismaður, skipaður af menntamálaráðherra, sem hefur mikil umsvif í skipulagi skólamála, tekur sér mikið fjármálavald, sem hann hefúr notað með þeim hætti að fara milljónum króna framúr á hverju einasta ári og skeyta ekkert um aðvar- anir og bein fyrirmæli um að bæta ráð sitt.“ Sverrir las upp úr fleiri bréfum Sturlu til ráðuneytisins: „Fræðslustjóra er því að sjálfsögðu algjörlega óheimilt að skerða upp á sitt einsdæmi þá lögboðnu þjónustu er umdæmi hans skal njóta þó svo að fjárveitingarvaldinu hafi orðið á mis- tök að lítilsvirða áætlun hans og ákvörðun og veita of lítið fé á íjárlög- um til þess að framfylgja þeirri löggjöf er Alþingi hefur áður sett um grunn- skólahald samkvæmt þeim reglum, samningum og ákvæðum, sem í gildi eru hverju sinni.“ Hrefnt gerræði og valdníðsla - sagði Steingrímur J. Sigfússon „Hér er á ferðinni hreint gerræði og valdníðsla. Þingið getur ekki horft upp á ráðherrann beita valdi sínu með þessum hætti án þess að rannsaka málið og fá fram skýr svör hans,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, en hann hóf utandagskrárumræðuna á Alþingi í gær um brottvikningu Sturlu Kristjánssonar úr fræðslu- stjórastarfinu í Norðurlandsum- dæmi eystra. Steingrímur taldi brottvikninguna byggða á misskilningi. Misskilningi sem komið hefði í ljós, auðvelt ætti að vera að ganga úr skugga um og leiðrétta. Fræðslustjórinn væri sakaður um afglöp, sem í raun væru á ábyrgð annarra, á ábyrgð fræðsluráðs, á ábyrgð samstarfsmanna hans og á ábyrgð skólastjóra og yfirkennara í Norðurlandsumdæmi eystra. Fráleitt væri að henda á lofti bráðabirgðatölur um greiðsluerfið- leika umdæmisins um áramót og sakfella fræðslustjórann sérstaklega af þeim sökum þar sem ekkert end- anlegt væri um þá niðurstöðu að segja fyrr en á miðju næsta ári. „Auk þess þyrfti að reka tugi ef ekki hundruð manna í hliðstæðum ábyrgðarstöðum ef sama vinnulag ætti að hafa alls staðar á. Hér hefúr því annaðhvort gerst að ráðherra hefur rekið, á fúllkomlega ruddalegan hátt, opinberan starfs- mann vegna misskilnings, vegna þess að ráðherra hæstvirtur hefur verið misleiddur eða fengið villandi upplýsingar um stöðu mála, eða þá hitt að eitthvað arrnað kemur til sem ekki kemur fram í uppsagnarbréf- inu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. -KMU Ráðherra hefur rekið opinberan starfsmann á fullkomlega ruddaleg- an hátt, sagði málshefjandi, Stein- grímur J. Sigfússon. Rannsóknarnefnd verði skipuð „Lítils erum við vísari þó að lengi væri lesið,“ sagði Eiður Guðnason, þingflokksformaður Alþýðuflokks, að lokinni hálfrar annarrar klukku- stundar langri ræðu Sverris Her- mannssonar. Kvaðst Eiður ekki mæla með því að embættismenn færu ekki eftir fjárveit- ingum. Hin eðlilega málsmeðferð hefði hins vegar verið sú að víkja honum frá um stundarsakir meðan málið yrði rannsakað. Taldi hann æma ástæðu til sérstakrar rannsóknar. Sagði Eiður menntamálaráðherra kasta steini úr glerhúsi og minnti á kaupin á Mjólkursamsölunni. Guðmundur Bjamason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandi eystra, tók undir þá skoðun að skipa ætti rannsóknamefnd en víkja fræðslustjóranum aðeins frá á meðan á rannsókn stæði. -KMU „Maðurinn er haldinn skynvillu," sagði Sverrir Hermannsson. DV-myndir GVA Kjaminn í ræðu menntamálaráð- herra var einmitt sá að fræðslustjórinn hefði verið haldinn þeirri meinvillu að starfa í trássi við fjárlög. Hann hefði ennfremur brotið trúnað. Fjölmiðlafárið hefði dunið frá skrif- stofu hans. „Það er óhjákvæmilegt að allar þess- ar staðreyndir verði krufnar til mergjar fyrir dómstólum. Ef ekki verð- ur tekin um það ákvörðun að ganga þá leið þá verður litið svo á að þeir þori ekki.“ Þannig manaði Sverrir Sturlu til málshöfðunar. „Það er annar alvarlegri hlutur í þessu sambandi, sem mér blöskrar að hugsa til, að fræðslustjórinn sé hafður að leiksoppi. Þeir hljóta að hafa séð, Mývetning- ar, Þingeyingar og Eyfirðingar, að með því að etja honum svona á forað- ið gæti það ekki leitt nema til eins hlutar. Enda kemur það á daginn að þegar þetta lýsir yfir þá er allt tilbúið í það magnaðasta upphlaup sem þjóðin hef- ur orðið áhorfandi að.“ -KMU Fræðslustjóri ráöstafaði fjáimunum að geðþótta „Fjármálaskrifstofa menntamála- ráðuneytisins upplýsir að fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra hafi ráð- stafað fjármunum að geðþótta án tillits til heimildar í fjárlögum," segir í bréfi, sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra las upp úr á Al- þingi í gær. í bréfinu eru tilgreind mörg dæmi um heimildarlausa ráðstöfun fjár- muna, að mati ráðuneytisins. Það fyrsta er um rekstur fræðsluskrifstofú: „Húsnæði var tekið á leigu og inn- réttað án vitundar ráðuneytis. Ráðuneytið. fékk upplýsingar um mál- ið þegar Sturla gerðist skólastjóri á Þelamörk og Ingólfur Ármannsson kom til þáverandi ráðuneytisstjóra til þess að fá aðstoð til að koma fjármál- um skrifstofunnar á hreint." f bréfi ráðuneytisins segir ennfremur að starfsmenn hafi verið ráðnir til ýmissa verkefna án vitundar ráðu- neytis, meðal annars teknir kennarar til vinnu á fræðsluskrifstofu gegn afs- lætti frá almennri kennsluskyldu. Þessi vinna hafi verið tekin af kennslukvóta umdæmisins og þvi valdið viðbótarkostnaði ríkissjóðs án endurgreiðslu frá sveitarfélögum. Framlög sveitarfélaga séu reiknuð samkvæmt tilbúinni reglu fræðslu- stjóra og ekki borin undir ráðuneytið. Stofnað sé til ýmiss kostnaðar og nýjunga í starfi án samráðs eða vit- undar ráðuneytisins. Þessi verkefrii séu í sjálfu sér áhugaverð en fjárveit- ingar til þeirra ekki fyrir hendi enda öðrum aðilum ætlað að annast þau, svo sem Námsgagnastofriun. f kennslukostnaði hafi fræðslustjór- inn iðulega ekki haldið sig innan rtunma fjárlaga þau ár sem hann hafi haft umsjón með skólarekstri, hvorki hvað snerti íjárveitingar í krónutölu né það er að kennslumagni lúti. Hafi hann oftast skorið sig úr að þessu leyti enda margsinnis sýnt að hann telji sig engu varða ákvarðanir ráðuneytisins. Skólaárið 1985-86 hafi fræðslustjór- inn ráðstafað kennslumagni á Norður- landsumdæmi eystra sem nam 22 stöðugildum kennara umfram heim- ildir. Greiðslustaða umdæmisins hafi ve- rið slæm allt síðastliðið ár, eins og mörg undanfarin ár. í lok ársins sé staða umdæmisins neikvæð sem nem- ur um það bil 10 milljónum króna. -KMU Þráinn Þórisson: Einstefna hjá Sverri Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: „Ég persónulega vona að sett verði hlutlaus nefnd til að rannsaka þetta mál,“ sagði Þráinn Þórisson, for- maður fræðsluráðs Norðurlandsum- dæmis eystra, í morgun. Fræðsluráð- ið heldur fúnd í dag kl. 16. Þráinn vildi ekki gefa upp hvað rætt yrði á fundinum, en það væri margt. - Hörkufundur? „Já, ekki býst ég við öðru.“ - Hvað fannst þér um umræður þær sem sjónvarpað var frá Alþingi í gærkvöld um fræðslustjóramálið? „Mér fannst þetta einstefna í per- sónulegu niðurrifi, alla vega það sem við fengum að heyra. Ég hef enn engin rök heyrt hjá Sverri, sem rétt- læta brottvikninguna." - Er það rétt sem Sverrir segir að Alþýðubandalagið stjómi aðgerðum fyrir norðan? „Nei, þetta er eins og annað í málflutningi Sverris, hann segir það sem honum dettur í hug hverju sinni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.