Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1987. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Bankinn verði hlutafélag Stjórnarflokkana greinir mikið á um bankamálin. Tilraunir til að sameina Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka hafa farið út um þúfur. Verzlunar- bankinn treysti sér ekki til þess verkefnis. Við því mati þess banka er ekkert að segja. Iðnaðarbankinn hefur lýst sig reiðubúinn til að kanna málið frekar. Seðla- bankinn hafði lagt áherzlu á, að fyrst skyldi könnuð framangreind sameining og hugmynd um nýjan, stóran einkabanka. Sú var einnig tillaga sjálfstæðismanna. Framsóknarmenn vildu helzt sameina Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Þeir féllust þó á, að hugmyndin um sameiningu hinna þriggja skyldi athuguð fyrst. Kannski hafa foringjar Framsóknar séð fyrir, að hún mundi ekki ganga. Nú blasir við, að aðrar leiðir verður að kanna. Þegar þetta lá fyrir, gerði Seðlabankinn tillögu um, að nú skyldi könnuð sameining Útvegsbanka og Búnað- arbanka. Ríkisstjórnin ræddi málið í gær. Ágreiningur blossaði upp meðal stjórnarliða. Sjálfstæðismenn vilja, að sá banki, sem rís upp af sameiningunni, verði hlutafé- lag. Seðlabankinn telur, að ríkissjóður verði að leggja fram um 900 milljón krónur, eigi bankarnir að samein- ast, vegna hörmulegrar stöðu Útvegsbankans. Fram- sóknarmenn eru hins vegar tregir til, að hlutafélag verði stofnað um hinn nýja banka. Þeir malda í móinn og vilja setja margs konar skilyrði. Ríkisstjórnin hefur því enn ekki komizt að niðurstöðu. Framsóknarmenn kysu helzt, að nýi bankinn yrði ríkisrisi við hlið Lands- bankans. Steingrímur Hermannsson segir nú, að bezt sé að vinda sér í að sameina Útvegsbanka og Búnaðarbanka en vera ekki að hugsa um hlutafélag í bili. Framsóknar- menn gera sér með frestun þess vonir um, að flokkur þeirra geti síðar tafið málið áfram. Menn gera sér ljóst, að Útvegsbankinn er í rúst. Eig- infjárstaða hans er með þeim hætti, að ekki er stætt á að reka hann lengur. Þannig hafa mistök stjórnenda bankans í Hafskipsmálinu leikið bankann. Fyrir þær sakir er einnig rætt um, að ríkið, það eru skattgreiðend- ur, leggi fram nær milljarð króna. Þetta dæmi sýnir ljóslega galla kerfis ríkisbankanna. Þar sæta stjórnend- ur, sem tengdir eru pólitísku flokkunum, þrýstingi frá öðrum stjórnmálamönnum. Gæðingasjónarmiðið ríkir, en hagkvæmnissjónarmið í rekstri víkja. Engu að síður tala sumir forystumenn Útvegsbankans enn eins og halda megi bankanum gangandi. Aðeins sé að láta bank- ann hafa þennan milljarð, sem talað sé um, að renni til sameiningar. Landsmenn kannast við vanda Útvegs- bankans og ríkisútlát til hans frá fyrri tíð. Ekki dugir annað en að þessi bankin hverfi. Ríkisbankakerfið er slæmt. Einnig væri hagkvæmara að fá fram stærri rekstrareiningar í bankakerfinu. Landsmenn færast æ meira í fang. Stóra banka þarf til að sinna því, en smærri banka og sparisjóði þarf einnig vegna samkeppni og þjónustu við viðskiptavini. Þá er nauðsynlegt, að bankar starfi á almennum grundvélli, þar sem sjónarmið arðsemi ráði. Ekki má binda við- skipti banka við neina sérstaka atvinnugrein. Slík hafa verið nokkur þau vanndamál, sem við hefur verið glímt. Niðurstaðan er ill eins og allir vita. Verði af sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka, verður það að vera í formi hlutafélags og ríkið selji sinn hlut hið fyrsta. Haukur Helgason. Augtýsingaantabus fýrir blaðamenn Það væri freistandi að hefja þjóð- legt svigurmælastríð við Pál Magnússon, fréttastjóra Stöðvar 2. Hann gefur mér í svargrein sinni, DV 13. jan., næg tilefni til þess að svala þeirri ástríðu sem við íslend- ingar erum haldnir í þrætubók um aukaatriði. En ég spara mér þá skemmtan vegna þess að málefhið er mikilvægt og mér finnst of snemmt að glata því úr sjónmáli strax í annarri lotu. Það er misskilningur Páls að ég sé ekki umræðuhæfur um fjölmiðla á íslandi vegna þess að ég bý í Stokk- hólmi um þessar mundir. Þvert á móti er það svo að íslendingar á erlendri grund fylgjast grannt með tíðindum heima. Það er t.a.m. orðið alsiða að senda vídeóspólur og út- varpsupptökur milli landa í stað sendibréfa. Mitt starfssvæði er ekki bundið við eitt norrænu ríkjanna heldur þau öll, þannig að ég er heima annað veifið. Þá gefst gott færi á að skyggnast yfir fjöimiðlasviðið og gera sér grein fyrir þróun og breyt- ingum frá því maður var síðast á ferð. Þeim sem sitja í súpunni hættir til að verða henni samdauna. Skollaleikur með bundið fyrir augun f grein minni í DV 2.jan. brá ég upp mynd af fjölmiðlaástandinu eins og það kemur mér fyrir sjónir. Páli hefúr greinilega ekki getist að því að líta í þann spegil. Og hann hefur séð í honum fleiri rúnir heldur en ég risti. Það er rangt að ég hafi lofað gamla flokka- og ríkiskerfið í fjöl- miðlun og lastað þá nýskipan mála sem nú er orðin. Ég leyfði mér að benda á að gamla kerfið hefði haft vissa kosti í bland við gallana. Ég leyfði mér líka að halda því fram að nýju fjölmiðlamir, sem lúta harð- stjóm markaðarins, væru ekki hafhir yfir gagnrýni né heldur starfs- fólk þeirra. Ég gagmýndi það einkum í upp- hafsskrifinu að aukin samkeppni jafiit í blaðaheiminum sem á öldum ljósvakans hefði húðað auglýsinga- glassúr utan á blaðamenhskuna. Ég hélt því fram að engar forvamir væru viðhafðar til þess að stemma stigu við tilhneigingu til þess að má út mörkin milli auglýsinga og rit- stjómarefnis. Og það vakti með mér ugg að allmargir blaðamenn virðast taka þátt í skollaleik kringum aug- lýsingar sem leikinn er með þeim hætti að allir eru með bimdið fyrir augun nema skolli sjálfur. Auglýsingastöðvar af slæmri tegund Nú ætla ég að nefiia dæmi um óbeinar eða dulbúnar auglýsingar sem fléttað er inn í dagskrárefni svo og um hlutverkabrengl sem kastar rýrð á trúverðugheit viðkomandi blaðamanna. Þáttarstjóri á rás 2 þakkar í sífellu fyrir sendingu sem borist hefur í upptökusal frá fyrirtæki. Gasalega gaman og óvænt en kallast á fag- máli dulbúin auglýsing eða mútur. Vaktstjóri á Bylgjunni gerir aug- lýsingahlé í morgun-, síðdegis- eða kvöldrabbinu og það næsta sem við heyrum er hann sjálfur í leikinni auglýsingu. Sniðugt kannski en svo kolruglað að það nær ekki nokkurri átt. Sami hlutverkaruglingur er á ferðinni þegar fréttamenn og -þulir eru á skjánum eða í jippóum fyrir stöðvar sínar að auglýsa fyrir fata- framleiðendur. Hjá hverjum eru þeir að vinna, undir hvaða reglur heyra hin ólíku hlutverk, eru þeir í prívats- amkeppni við auglýsingadeildir fjölmiðlanna sem þeir starfa við, eru útvarpsstöðvamar ábyrgar fyrir kærum vegna auglýsingahlutverks síns, t.d. frá fyrirtækjum sem telja sér mismunað, borga fréttamenn skatt af hlunnindum eða tekjum fyr- ir dulbúnar auglýsingar? Spuming- KjaUarinn Einar Karl Haraldsson, ritstjóri amar em margar óþægilegar, a.m.k. fyrir Ríkisútvarpið. Á einum stað í grein Páls Magnús- sonar bregður fyrir málefiialegri röksemd. Hann fullyrðir sumsé að Stöð 2 hafi ekkert það gert sem Rík- isútvarpið hafi ekki áður verið búið að gera í auglýsingamálum. Satt er að það byrjaði að ijúfa samfelldar dagskrár með auglýsingum og hefur gefið önnur miður góð fordæmi. Ég held þó að Ríkisútvarpið hafi aldrei komist með tæmar þar sem Stöð 2 var með hælana fyrir jólin. Úrslit í jólagetraun, sem snerist um að tengja saman auglýsingatexta og auglýsendur, vom birt í fréttatíma. Settur var á svið mikill akstur í verð- launabifreiðinni sem var merkt framleiðanda með stórum stöfum og síðan var hún afhent með leikrænum tilþrifum. Þvílíkur auglýsingasirkus í fréttatíma hlýtur að vera fáséður í veröldinni. Mér er nær að halda að Ríkisút- varpið hafi séð að sér og kippt í lausa tauma til starfsmanna. En það mun rétt vera að starfsmönnum RÚV hefur stundum orðið svo á í mess- unni að túlkun nýju útvarpslaganna hefur í framkvæmd orðið rýmri en ástæða hefði verið til. Nýju stöðv- amar hafa svo óspart notað mistökin til þess að réttlæta að þær svífast einskis til að ná inn rekstrarfé gegn- um auglýsingar. Þetta sýnir að vamaðarorð þeirra sem létu í ljós ugg um að nýju útvarpslögin kynnu að skapa jarðveg fyrir auglýsinga- stöðvar af slæmri tegund áttu við rök að styðjast. Almennar reglur og innan- hússreglur Ég er ekki að hafa á móti auglýs- ingum og viðurkenni gildi þeirra í nútíma þjftðfélagi. En allt hefur sinn stað og sinn tíma. Ég vil að þeim sé markaður bás í fjölmiðlun. Almennt séð er það mikilvægt að efhisflokkun fjölmiðla sé sem skýrust. Það er í rauninni kjami míns máls. Mér er það hins vegar ákaflega vel ljóst eftir 15 ára starf við blaða- mennsku að óyggjandi mörk milli blaðamennsku, auglýsinga og eðli- legrar kynningar em ekki til. Ekki frekar en að hægt er að kveða upp úr með það í eitt skipti fyrir öll hvað sé óhlutdræg fréttamennska. Stund- um er slík samstaða í landi um ágæti einhvers málefiiis að það þykir sjálf- sagt að þekktir fjölmiðlamenn ljái því lið með óbeinum auglýsingum. Þegar gert er átak til þess að kynna ísland og íslenskar útflutningsvörur fyrir umheiminum þykir og sjálfsagt að allir fari í kynningarfötin. Á hinn bóginn er ekki hægt að loka augunum fyrir því að fjöldi fjár- sterkra fyrirtækja og hagsmunasam- taka, sem hefúr á sínum snærum harðduglega auglýsingamenn, blaðafulltrúa, upplýsingastjóra, al- mannatengslafólk og framkvæmda- stjóra, sækir stöðugt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða selja sína vöru gegnum fjölmiðla beint og óbeint. Mikið er í húfi og hart sótt eftir aflanum. Ekki ósjald- an eru áróðursmeistaramir með blaðamennskuferil að bakhjarli. Og ekki má gleyma erlendum sendi- mönnum sem ætíð eru til reiðu með mislýsingar (desinformation). Um árangurinn þarf ekki að efast því að við höfum hann daglega fyrir augun- um í formi dulbúinna eða óbeinna auglýsinga sem erfitt er að reisa skorður við. Fyrirtæki styðja íþróttahópa og fá vörumerki sín á skjáinn eða gott umtal fyrir vikið. í sumum filmum úir og grúir af aug- lýsingum fyrir bíla og brennivín. Á þessum markaði er víða svo hart barist að stjómvöld hafa séð sig til- knúin að leiða í lög vamir gegn mútustarfsemi. í Svíþjóð er til að mynda starfandi sérstök stofiiun sem veitir fólki og fyrirtækjum leiðbein- ingar um hvað teljist mútur lögum samkvæmt og hvað sé hæfilegt að gefa og þiggja í viðskiptum manna á meðal. Ekki væri ónýtt að hafa slíka leiðsögn við höndina á íslandi, t.d. þegar efha þarf í gjafir handa bankastjórum af opinberu fé. Við endurskoðun útvarpslaganna, sem ráð var fyrir gert við setningu þeirra, þarf að gera auglýsingareglur skýrari í ljósi fenginnar reynslu. Mikilvægara er þó að blaðamanna- stéttin veiji sig sjálf gegn ásókn. Ég lagði það til í fyrri grein minni að Blaðamannafélagið beitti sér fyrir því að blaðamenn yrðu með ein- hverjum hætti settir á antabus eftir það auglýsingafyllirí sem nú stend- ur. Víða í Evrópu hafa fjölmiðlar hert á innri reglum til þess að gæta þess að ekki falli blettur á þá né blaðamenn þeirra. í Bandaríkjunum vitum við að ákaflega strangar innri reglur gilda á meiriháttar fjölmiðl- um. Á sumum blöðum er gengið svo langt að blaðamönnum er bannað að fá sér kaffi á blaðamannafundum nema að þeir borgi fyrir það. Og það er svo sem skiljanlegt að menn gái að sér á blöðum sem eiga það til að fella forseta ef svo ber undir. Ég er ekki að leggja til að íslensk- ir blaðamenn á lágu kaupi leggist í slíkt skírlífi. En þeir geta komið fram grímulausir og kynnt almenningi eftir hvaða reglum þeir starfa. Ég tel raunar að það gæti verið í verka- hring útvarpsréttamefhdar að beita sér fyrir því að ljósvakamiðlamir settu sér siðareglur um skil milli auglýsinga og ritstjómar- og dag- skrárefhis. Það ætti síðan að verða skilyrði fyrir áframhaldandi leyfis- veitingu að þessar siðareglur væru í samræmi við almennt velsæmi í blaðamennsku. Einar Karl Haraldsson „Ég tel raunar að það gæti verið í verka- hring útvarpsréttamefndar að beita sér fyrir því að ljósvakamiðlamir settu sér siðareglur um skil milli auglýsinga og rit- stjómar- og dagskrárefhis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.