Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987.
31
SancLkom
Vanlíðan
Á dögunum var haldin helj-
armikil ráðstefna um tölvur á
vegum Lögmannafélags ís-
lands. Margir voru á mæl-
endaskrá og létu gamminn
geisa um viðfangsefnið.
Páll Jensson, forstöðumað-
ur Reiknistofu Háskólans, var
sá sjöundi á mælendaskránni.
Þegar hann steig í pontu hóf
hann mál sitt á því að það
væri lítið eftir til að segja þeg-
ar öll þessi fróðlegu erindi
hefðu þegar verið haldin.
„Mér líður eins og sjöunda
eiginmanni Elísabetar Taylor
á brúðkaupsnóttina," sagði
Páll. „Ég er að reyna að hugsa
upp eitthvað nýtt.“
Stefán Valgeirsson.
Nafná
lista Stefáns
Margir velta nú fyrir sér
hvað framboðslisti Stefáns
Valgeirssonar í komandi
kosningum muni heita. Stef-
ánsmenn hafa sjálfir sagt að
þeir muni reyna að fá lista-
bókstafina BB.
Eins og menn rekur minni
til, tilkynnti Stefán um skipan
listans á veitingastaðnum Vín
í Eyjafirði. Gárungamirá
Arni Johnsen.
Föstskot
til baka
Það varð uppþot hjá for-
ráðamönnum Útvegsbankans
þegar útibússtjórinn í Eyjum,
Vilhjálmur Bjamason, sagði í
viðtali við Bæjartíðindi að
Arni Johnsen væri óhæfur
þingmaður. Vilhjálmur hefur
nú beðist afsökunar á þessum
ummælum. Hins vegar lætur
Árni Johnsen gamminn geisa
í viðtali í hinu Eyjablaðinu,
Fréttum. Þar segir hann með-
al annars:
„Vilhjálmur Bjamason hef-
ur gert mörg mistök sem
bankastjóri Útvegsbanka ís-
lands í Vestmannaeyjum...
Það sem er verst er óþolandi
framkona bankastjórans við
fjöldann allan af Vestmanna-
eyingum, sem eiga rétt á því
að eiga viðskipti við Útvegs-
banka Islands sem aðalbanka
Vestmannaeyja. Það er ekki í
mínum verkahring að kenna
Vilhjálmi Bjamasyni manna-
siði, en mér er kunnugt um
að bankastjórar aðalbankans
í Reykjavík og bankaráð hafa
miklar áhy ggj ur af skapbrest-
um Vilhjálms og glórulausri
framkomu á stundum..."
Manni sýnist nú að brátt
fari að hilia undir afsökunar-
Ragnhildur Helgadóttir.
Þannig fór
um sjóférð þá
Nú er að hefjast mikil
smokkaherferð hér á landi til
að reyna að stemma stigu við
eyðni. Er atgangurinn svo
mikill að Ragnhiidur heil-
brigðisráðherra skaut sér úr
landi til að komast undan því
að láta taka af sér myndir með
smokka milli handanna, sem
síðan yrðu birtar í blöðum.
Það er sem kunnugt er Stuð-
maðurinn Valgeir Guðjónsson
sem er í forsvari fyrir mynda-
tökunum.
Þetta leiðir hugann að því
hvemig til tókst á Indlandi
þegar svona herferð var sett í
gang þar. I því tilviki áttu
tútturnar að notast til að tak-
marka bameignir.
Bónda einum þar í landi var
afhent búnt. Síðan var honum
kynnt með varfærinni sýni-
kennslu hvernig ætti að nota
gripina. Hann hélt síðan heim,
syngjandi sæll og glaður.
En ekki leið langur tími þar
til kona bóndans varð ólétt,
og það ekki af einu heldur
tveim. Bóndi fór nú til fræð-
Valgeir Guöjónsson.
sagði hann dapur. „Ég gerði
alveg nákvæmlega eins og þið
sýnduð mér. Ég stakk bamb-
usstönginni í kofagólfið og
strengdi smokkinn á hana.“
Hringt um
miðja nótt
Um daginn henti undarlegt
atvik íslenskan námsmann
sem búsettur er í New York.
Hann hafði gengið seint til
hvílu. Þegar hann var að festa
blundinn hringdi síminn allt í
einu. Það eina sem sagt var á
hinum enda línunnar var: „ Al-
berto.“
Og svona gekk þetta nokkr-
um sinnum um nóttina.
Síminn hringdi hjá vini okkar
og alltaf var sagt eitt orð: „Al-
berto.“
Af þessu dregur námsmað-
urinn þá élyktun að kosninga-
baráttan hér heima á Fróni sé
hafin fyrir alvöru.
Norðurlandi eystra hafa nú fundið verðugt nafn á listann. Þeir kalla hann Vínlistann. beiðni númer tvö. Eða eru þingmenn friðhelgari en aðr- Ý? inganna og sagði farir sínar ekki sléttar. „Ég bara skil þetta ekki,“ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir
Kvikmyndir
Bíóhöllin - Krókódfla-Dundee ★★★
Áströlsk hetja
Krókódila-Dundee (Crocodile-Dundee).
Leikstjóri: Peter Faiman.
Handrit Paul Hogan, Ken Shadie og John
Cornell.
Kvikmyndun: Russel Boyd.
Tónlist: Peter Best
Aðalleikarar: Paul Hogan, Linda Kozlowski
og Mark Blum.
Það hefúr ekki farið fram hjá nein-
urri, sem á annað borð íylgist eitt-
hvað með kvikmyndum, að
Ástralíumenn hafa verið í mikilli
sókn. Hingað til hefur samt engin
áströlsk kvikmynd slegið almenni-
lega í gegn á almennum kvikmynda-
markaði ef miðað er við vinsælustu
bandarísku kvikmyndimar. Nokkr-
ar gæðamyndir hafa vakið vemlega
athygli án þess þó að ná verulegum
vinsældum. Það er helst að myndim-
ar um Mad Max hafi verið þeirra
besta íjárfesting. En sú síðasta og
jafnframt sú vinsælasta var kostuð
af Bandaríkjamönnum að mestu
leyti svo varla er hægt að tala um
ástralska kvikmynd í hennar tilfelli.
Þetta hefur nú breyst með tilkomu
Krókódíla-Dundee. Sú mynd hefur
slegið nær alls staðar aðsóknarmet
og þrátt fyrir að ekki var byrjað að
sýna hana fyrr en á haustmánuðum
í Bandaríkjunum er hún næstvin-
sælasta myndin þar á síðasta ári.
Þessar vinsældir hafa komið öllum
spámönnum á óvart og hafa margar
skýringar komið fram en nær engin
haldbær. Sannar það aðeins að eng-
inn veit fyrirfram hvað það er sem
skapar vinsældir kvikmyndar.
Krókódíla-Dundee á þessar vin-
sældir skilið. Þetta er virkilega
skemmtileg mynd. Ævintýramynd
sem fjallar um ástralska goðsögn í
lifanda lífi. Mick Dundee, sem hefúr
fengið viðumefnið Krókódíla-
Smákrimmar í New York hafa ekki mikið að gera í Krókódíla-Dundee eins
og sést á þessari mynd.
Dundee, vegna þess að hann hafði
ráðið niðurlögum krókódíls sem
hafði bitið annan fótinn af honum
og hafði Dundee skriðið hundrað
mílna leið að næstu mannabyggð.
Saga sem að sjálfsögðu er ýkt, eins
og bandarísk blaðakona kemst að
þegar hún mælir sér mót við hann.
Dundee er samt einstakur og
blaðakonan hrífst af honum og býð-
ur honum til New York. Þar er hann
til að byrja með eins og fiskur á
þurru landi, énda hafði hann aldrei
áður komið til neinnar borgar,
hvorki stórrar né lítillar. Sjálfsbjarg-
arviðleitnin er honum samt með-
fæddur eiginleiki og hann er ekki
lengi að aðlagaðst nýjum venjum og
siðum og hættur stórborgarinnar
verða honum engin vandamál. Hann
leysir vandamálin á sinn hátt, ólíkt
öllu sem við höfum séð áður....
Það er fyrst og fremst aðalleikar-
anum Paul Hogan að þakka hversu
vel hefur tekist til með myndina.
Hann er einstaklega hrífandi og
skemmtilegur leikari og sumir vilja
meina að vinsældir myndarinnar í
Bandaríkjunum séu ekki minnst
vegna þess hversu amerískur hann
er í útliti með kúrekahattinn og í
leðurjakka. Krókódíla-Dundee er
fyrsta kvikmynd Hogans. Hann er
þekktur sjónvarpsleikari í heima-
landi sínu og hafði lengi gengið með
hugmyndina um Krókódíla-Dundee
áður en hann lét hana verða að veru-
leika.
í raun er það aðeins kvikmynda-
tökumaðurinn, Russel Boyd, sem
hefur skapað sér nafn i kvikmynda-
heiminum. Hann hefúr með sam-
starfi sínu við Peter Weir skapað sér
nafh sem einn besti kvikmyndatöku-
maður sem völ er á.
Paul Hogan hefur sagt að tilgang-
urinn með Krókódíla-Dundee sé
fyrst og fremst sá að koma fólki í
gott skap. Og það tekst honum svo
sannarlega. Það hlýtur öllum að líða
vel eftir að hafa séð þessa skemmti-
legu mynd um hetjuna Krókódíla-
Dundee.
Hilmar Karlsson.
ATVINNA OSKAST
Maður á besta aldri (óvirkur alkohólisti) óskar eftir
traustu og vel launuðu starfi. Hefur stúdentspróf af
viðskiptabraut og tungumálakunnáttu í ensku og
sænsku.
Tilboð sendist DV. merkt Áreiðanlegur 422.
Viljum selja notaðan raf-
drifinn vörulyftara, m/
hleðslutæki. Lyftigeta 1500
kg - í 3,5 m hæð.
Til greina kemur að taka upp
í litinn, lipran rafmagnslyft-
ara (án sætis) m/lyftigetu
ca 600 kg í 3 m hæð.
Mýbýlavag 8 (Dalbrekku mogln)
sími 46216.
NÝIR VÉLSLEÐAR
Artic Cat:
EITigre'87 ca 04 hö.:.
.......-.- kl‘. 410:500 upps.
Panthera '87 ca 72 hö v.m. afstarti ...kr. 362.000
Cougar-árg. '87 co 56 hö......kr. 31&t080 upps.
Cheetah F/C árg. '07 ca 56 hö.kr. 349.000 upps.
Chettah L/C árg. '87 ca 94 hö.kr. 436.000
Verð til björgunarsveita:
Chootah F/C árg. '87 ca 56 hö.kr. 104.000 upps.
Cheetah L/C árg. '87 ca 94 hö.kr. 220.600
N0TAÐIR VÉLSLEÐAR
Artic Cat El-Tigre '85
Artic Cat El Tigre '81 .
Artic Cat Panthera..
Grizzly-de luxe Aktiv.
Polaris Indy 400 '85
Polaris Trail '84..
Yamaha SRV '84.....
Yamaha V-Max.......
Kawasaki Drifter '81
Kawasaki lnvader'81
Kawasaki lntruder'81
Ski-doo Scandic '84.
Ski-doo Everest '80....
Fullkomin varahluta-
...320 þús.
...200 þús.
...130 þús.
...250 þús.
...290 þús.
...265 þús.
...280 þús.
...310 þús.
...127 þús.
...160 þús.
...190 þús.
...210 þús.
...150 þús.
°g viðgerðaþjónusta.
Opið yirka daga kl. 9.00-19.00
Laugardaga kl. 10.00-16.00.
VANTAR SLEÐA Á SKRÁ.
HVERGI MEIRA ÚRVAL
NÝRRA OG NOTAÐRA
VÉLSLEÐA.
Verið velkomin!
ílð-&
Vélsleðasalan
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
84060 ^ 38600
★★★★ Frábær ★★★ Góö ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit