Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. 7 Atvinnumál Skip um landið af safha fiski fyrir Ameríku Sjómannafélag Reykjavíkur heíur veitt undanþágu frá farmannaverk- fallinu fyrir fiystiskipin sem sigla á Bandaríkin. Það dugar þó skammt því nákvæmlega enginn fiskur er til í landinu að senda vestur. Nú er þess beðið að vertíð fari af stað svo fram- leiðsla fyrir Bandaríkjamarkað geti hafist. Ólafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri SÖlumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, sagði í samtali við DV að engar birgðir væru til hjá Sölumiðstöðinni og menn biðu þess að vertíð færi í gang af fúllum krafti. Hofejökull, ann- að frystiskip Eimskips, er ekki kominn til landsins en er væntanlegur fljót- lega. Sagðist Ólafúr eiga von á því að hægt yrði að senda Hofsjökul af stað að safna í sig á ströndinni um næstu helgi en slík söfhunarferð tekur vana- lega 10 daga. Kristinn Lund, skrifstofustjóri sjáv- arafurðadeildar Sambandsins, sagði að lítið sem ekkert af frystum fiski væri til hjá þeim. Jökulfell, fiystiskip Sambandsins, er í hafi á leið til ís- lands. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort það verður strax sent af stað í söfhunarferð á ströndina eða hvort beðið verður eftir því að skipið geti farið með fullfermi utan. -S.dór Loðnuveiðamar: Bræla á miðunum og engin veiði Loðnubátamir reru strax að loknu sjómannaverkfalli en fram til þessa hefur veður hamlað veiðum. Flotinn er að leita loðnu í svonefndum „rósa- garði“ sem er djúpt út af Berufirði en lítið getað athafnað sig til þessa. Skarðsvíkin kom til hafnar vegna bilunar og var með 25 tonn af loðnu sem er það eina sem landað hefur ve- rið eftir verkfall. Starfsmenn loðnu- nefhdar sögðust hafa getað sofið rólegir í alla fyrrinótt, enginn bátur hefði tilkynnt til þeirra um afla. -S.dór Vestfirðir: Kjarasamningar fískvinnslu- fólks að fara af stað Vetrarverbð komin í gang Vetrarvertíð hófet um leið og sjó- mannaverkfallinu lauk um siðustu helgi. Fyrstu bátamir rem á sunnu- dagskvöld og var afli þeirra þokka- legur þegar landað var á mánudeg- inum. Flestir, sem rætt var við í verstöðv- unum, töldu að í dag, miðvikudag, yrði vertíðin komin á fulla ferð. Vestmannaeyjar í Vestmannaeyjum rem örfáir bát- ar á sunnudag og var afli þeirra allt upp í 14 lestir, mestmegnis ufsi, eins og búast má við á þessum árstíma. Annars var flotinn að gera sig kláran til veiða og búist við að í dag yrðu allir bátar komnir á sjó. Grindavík Fjórir línubátar rem strax á sunnudagskvöld og var afli þeirra 3 til 5,5 lestir. Netabátamir lögðu ekki fyrr en á mánudagskvöld en flestir Grindavíkurbáta em tilbúnir til veiða. í Grindavík, sem í öðrum ver- stöðvum, sögðu menn að líf væri nú aftur að færast í atvinnulífið eftir daufa daga í sjómannaverkfallinu. Rif Allmargir bátar byrjuðu róðra frá Rifi um leið og sjómannaverkfallinu lauk. Aflinn í fyrsta róðri var misjafn. Lélegur afli var hjá netabát- um, sá hæsti var aðeins með 2 tonn. Aftur á móti var afli línubáta mun betri. Litlu bátamir vom með upp í 4 tonn og stærri bátamir á milli 5 og 10 torin. í Þorlákshöfn var enginn bátur farinn að landa eftir verkfall en all- margir vom komnir á sjó í gær. Sumir gera að aflanum um borð og ísa í ker og em úti nokkra daga í einu, aðrir stunda landróðra. -S.dór Enn er ósamið við verkalýðsfélögin á Vestfjörðum þar eð þau skrifuðu ekki undir jólafostusamningana eins og áður hefúr komið fram í DV. Vegna sjómannasamninganna undanfarið hafa samningaumleitanir í þeirri kjaradeilu alveg legið niðri. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Al- þýðusambands Vestfjarða, munu samningamálin fara af stað einhvem næstu daga. Þær samningaviðræður sem fram fóm fyrir jól og milli jóla og nýárs reyndust árangurslausar og sagðist Pétur eiga von á því að verkalýðs- félögin vestra fæm hvað úr hverju að afla sér verkfallsheimildar til að setja þrýsting á samningaviðræðumar. -S.dór Sambandið: Fvystingin jókst um 4,4% milli ára Heildarframleiðsla sjávarafurða á vegum Sjávarafurðadeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga og sam- bandsfiystihúsanna varð tæplega 50 þúsund lestir árið 1986 og er það auk- ing um 4,4% frá árinu áður. Þrátt fyrir mikla aukningu á út- flutningi á óunnum þorski og ýsu, varð aukning á frystingu beggja þess- ara fisktegunda. Frystar vom 22.380 lestir af þorskafurðum, sem er 6,6% aukning frá árinu áður. Frysting ýsu- afurða nam 3.000 lestum, sem er aukning um 5,1% frá 1985. Af karfa vom frystar 5.730 lestir og er það 14,5% minna en árið áður, 4.360 lestir af ufsa sem er minnkun upp á 4,2% og 3.870 lestir af grálúðu sem er 13,4% minna en árið áður. Frystar vom sléttar 2.000 lestir af rækju sem er aukning um 11% frá árinu 1985. -S.dór Atvinnuleysi á nýliðnu ári 0,7% „Færri atvinnuleysisdagar hafa ekki skráðst hér á landi á einu ári síðan árið 1982,“ segir í yfirliti vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins um atvinnuástand á nýliðnu ári. Að meðaltali vom 820 manns á at- vinnuleysisskrá allt árið 1986. Svarar það til 0,7% af mannafla á vinnumark- aði. Minnkaði atvinnuleysi um fjórð- ung frá árinu á undan. „Virðist hafa dregið heldur meira úr atvinnuleysi utan höfuðborgar- svæðisins en innan þess. Þannig var 31% af skráðu atvinnuleysi á liðnu ári á höfuðborgarsvæðinu á móti 28% í fyrra. Kemur þetta heim við niður- stöður könnunar sem fram fór á síðastliðnu hausti á vegum Þjóðhags- stofnunar og Vinnumálaskrifstofunn- ar en þar kom meðal annars fram að umframeftirspum eftir vinnuafli virt- ist fyrst og fremst vera utan höfuð- borgarsvæðisins," segir félagsmála- ráðuneytið. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.