Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 36
36
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
Robert Redford
er ekki par hrifinn yfir nýjustu
uppljóstrunum á síðum fjölmiðl-
anna. Karltetrið þarf sumsé á
gleraugum að halda til þess að
geta séð lengra en nef hans nær
og því hafa myndir af honum
með hjálpartækin á nefbroddin-
um verið að skjóta upp kollinum
á heimsins bestu slúðurdálka-
síðum. Robert hræðist að þetta
skaði ímynd hans sem sexað-
asta karlmanns veraldar, kýs
fremur að vera sýndur ber að
ofan og í einhverjum smápjötl-
um frá mitti og niður fyrir nára.
En stjörnurnar fá litlu ráðið inni
á ritstjórnunum þar sem örlög
þeirra ráðast og því verður gler-
augnaglámsímyndinni ekki
forðað - Robert til mikillar skap-
raunar.
Jane Birkin
harðneitar að halda áfram að
stynja opinberlega og gildir þá
einu hversu háar fjárupphæðir
eru i boði. Þessi franska sjóbis-
nesskona átti stunutakt á
vinsældarlistum poppþáttanna
mánuðum saman - Je t'áime
hét listaverkið. í Frans heldur
Jane nokkuð örugglega vin-
sældum sem bæði söng- og
leikkona en eftir að frygðarstun-
um lauk hefur fremur lítið farið
fyrir henni í öðrum löndum. Nú
skal víst úr því bætt og er í gangi
mikil Janeherferð þessa dagana
með umboðsmanninn hennar í
broddi fylkingar.
Marilyn
Monroe
virðist ekki eiga það á hættu að
gleymast þrátt fyrir að allnokkuð
vatn hafi til sjávar runnið frá
andláti hennar. Alls kyns keppn-
ir eru haldnar til þess að finna
þann kvenmannsþúk sem lík-
astur er hinni fögru bombu og
sigurvegarar síðan dubbaðir
upp í viðeigandi gervi. Með-
fylgjandi mynd er ekki af hinni
upprunalegu Marilyn heldur
franskri stúlkukind sem Vér-
onique nefnist en sú þykir
minna mjög á Marilyn í lifanda
lífi.
Stóri bróðir á Hverfisgötunni færði afmælisbarninu heillaóskir og gjafir -
leikhússtjórarnir Stefán Halldórsson og Gísli Alfreðsson.
Allnokkrir tóku til máls að gefnu tilefni. Hérna er Flosi Gunnlaugur Ólafsson
á alvörustundu.
Leikfélag Reykjavíkur hefur nú náð félagið í gamla húsnæðinu við Tjörn-
því að fylla níunda tuginn og af því ina en farið er að styttast í þeirri
tilefni fögnuðu starfsmenn og vel- dvöl því í byggingu er myndarlegt
unnarar á ýmsa vegu. Ennþá er leikhús í nýja miðbænum.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom til að fagna með Leikfélags-
fólki niðri við Tjarnarendann og ræðir hér við leikhússtjórann Stefán
Baldursson og leikritahöfundinn Birgi Sigurðsson.
Til Bessastaða mættu borgarstjórinn í Reykjavík - Davíð Oddsson - og
gamalkunnugt leiklistarandlit - Karl Guðmundsson leikari.
Ljósmyndarar DV - Ragnar S og liðnum tíma og viðra bjartar vonir
GVA - fylgdust með afmælisamstr- félaginu til handa. Leikfélagi
inu og sýna meðfylgjandi myndir Reykjavíkur er óskað alls góðs í
menn og konur í hátíðarskapi fagna framtíðinni.
Forsetinn bauð til veislu að Bessastöðum vegna áranna niutiu og meðal
gesta voru hjónin að Gljúfrasteini, Auður og Halldór Laxness.
Stungið saman nefjum á fornu höfðingjasetri - og að sögn sérfróðra má
þekkja leikkonurnar Valgerði Dan og Sigríði Eyþórsdóttur.
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii:
Ólafur Laufdal bylti Lautinni,
veitingastaðnum í kjallara Hótels
Akureyrar, um síðustu helgi. Stað-
urinn er núna í stíl við teríu. Fjórir
réttir eru nú í vali í hádeginu og
fjórir á kvöldin.
Vegna næturafgreiðslunnar geta
hótelgestir farið niður í Lautina til
klukkan þrjú á nóttinni og keypt
mat. Nátthrafnarnir hafa svo tím-
ann til klukkan fimm um helgar.
Skipt verður um allar innrétting-
ar í herbergjum Hótels Akureyrar
á næstunni og þau máluð. Akur-
eyringar segja þessa dagana að
leiki enginn vafi á því að Ólafur
Laufdal er kominn norður.
Kokkurinn broslr við opnun nýrrar Lautar í kjallara Hótel Akureyrar.
Lautin er nú i teríustil. DV-mynd JGH