Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. Iþróttir lauk BS prófi í íþróttafræðum með sund sem aðalgrein. Þetta var dýr- mætur tími fyrir mig, bæði þroskandi og einnig mótaðist maður allur á þess- um árum.“ Hræðilegasta tímabil sund- íþróttarinnar Síðan snýrðu aftur til fslands? „Já, og tek þráðinn upp á nýjan leik við þjálfunina hjá Ægi og landsliðinu. Nú fór í hönd hræðilegasta tímabil sem sundíþróttin hefúr farið í gegnum, þ.e. árin 1975 til 1980. Sundsamband Islands var nánast ekki til nema á pappímum. Engin landskeppni fór fram á þessum árum og það ríkti al- gjört vonleysi innan íþróttarinnar. Við áttum, þó að þessir erfiðu tímar væru, margt ágætis sundfólk, t.d. Sonju Hreiðarsdóttur, Þórunni Al- freðsdóttur og Bjama Bjömsson, en það vantaði allan utanaðkomandi stuðning til að rífa sundíþróttina al- mennt upp. Allir þessir þættir virkuðu mjög lamandi á alla starfsemina.“ Gerist þjálfari danska ungl- ingalandsliðsins Síðan heldur þú aftur út fyrir land- steinana til þjálfunar? „Ég fer til Danmerkur en það hafði alltaf verið stefhan hjá mér að hafa þjálfunina að fullu starfi. Ég sótti um starf hjá Neptúnusi, einu stærsta og fjölmennasta félaginu í Danmörku, fékk starfið og hóf þjálfun hjá félaginu haustið 1980. Þar var ég í fimm ár og hafði umsjón með þjálfun og endur- menntun kennara varðandi sundið. Ég sá einnig um þjálfún á danska unglingalandsliðinu og var það mikill heiður fyrir mig. Ég fór tveggja vikna ferð til Sovétríkjanna með fjóra danska sundmenn og var það drauma- ferð margra danskra sundþjálfara það árið. : Mér líkaði dvölin í Ðanmörku vel og hlutimir gengu vel. Það var aldrei ætlunin að búa til frambúðar erlendis svo þetta var spuming um að fram- lengja dvölina um tvö til þrjú ár eða að koma strax heim. Það stóð vel á skólagöngu bamanna og einnig bauðst mér gott atvinnutækifæri svo við tókum þann kostinn að halda aftur heim til fslands. Er ég kom heim stofnaði ég mitt eig- ið fyrirtæki og var ákveðinn í því að koma ekki nálægt þjálfún meira. En margt fer á annan veg en maður ætlar og fyrir mikinn þrýsting lét ég undan og ákvað að taka að mér þjálfun lands- liðsins. Ég er samningsbundinn við Sundsambandið fram yfir ólympíu- leikana í Seoul 1988. Það kitlaði mig óneitanlega innst inni að taka við þessu starfi á nýjan leik og það réð úrslitum og sé ég ekki eftir þeirri ákv- örðun.“ Eðvarð Þór orðinn þekktur í Evrópu Hvaða álit hefúr þú á Eðvarði Þór Eðvarðssyni, sundkóngi okkar? „Hann er toppíþróttamaður og hann hefði náð langt í mörgum íþróttagrein- um. Metnaðargimi er hans sterkasta vopn og það hjálpar honum gífúrlega á framabrautinni. Einnig hefur hann notið góðrar leiðsagnar Friðriks Ól- afssonar sem er mjög fær þjálfari. Félagslega aðstoðin sem hann nýtur frá Njarðvíkurbæ er honum ómetan- leg og mættu fleiri bæjarfélög taka þetta til fyrirmyndar. Eðvarð er orðinn mjög þekktur sundmaður í Evrópu og halda margir að hann hljóti að stunda æfingar í Bandaríkjunum. Á Norðurlöndunum gjörþekkja þjálfarar Eðvarð og hafa mikið álit á honurn." Ertu bjartsýnn á góðan árangur á Colden Cup? „Á þessum árstíma eru flestir sund- menn að fara í gegnum mikið æfinga- tímabil og eru því flestir nokkuð þreyttir og þá er talsverð hætta á að það komi niður á árangri keppenda. En þetta gildir líka um aðra sundmenn sem koma annars staðar frá og keppa á Colden Cup í Strassborg. Mótið verður líklega aldrei sterkara en ein- mitt nú því Evrópumeistaramótið fer fram á þessum sama stað í ágúst í sumar og sjá keppendur sér því kjörið tækifæri að kynnast aðstæðum á keppnisstað nú. Eðvarð Þór og Ragnheiður Runólfs- dóttir eru þau einu sem raunhæfa möguleika eiga á verðlaunasæti en á góðum degi gæti allt skeð hjá hinum keppendunum." Hryðjuverkin á ólympíuleikun- um í Munchen minnisstæðust Hvaða atvik á þínum ferli situr hvað fastast í huganum? „Hryðjuverkin á ólympíuleikunum í Múnchen, það er ekki spuming. Við vöknuðum þennan fræga morgun, lit- um út um gluggann og sáum lögreglu- menn úti um allt og vissum við þá ekkert hvað gerst hafði. Það er mér einnig afar minnisstætt þegar öllum varð ljóst hvað hafði gerst og hvemig einhugur keppenda og vinátta þjapp- aði öllum saman.“ DV þakkar Guðmundi fyrir spjallið og um leið óskum við sundlandsliðinu góðs gengis á mótinu í Strassborg um næstu helgi. ....vssf-rnaá u - i! ■! <j í, tðKSL •Guðmundur Harðarson, landsliðsþjáKari í sundi, á skrifstofu sinni en hann er umboðsmaður Golden Cup fyrirtækisins á íslandi. DV-mynd S „Ég er í engum vafa um það að öll umfjöllunin sem sundfólkið okkar hef- ur fengið að undanfömu í fjölmiðlum, og þá sérstaklega kjör Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar sem íþróttamaður árs- ins 1986, virkar sem mjög mikil hvatning á sundfólkið og það er ákveðið í því að halda velgengni sinni áfram. Við finnum að það er fylgst með sundfólkinu af meiri áhuga en áður fyrr og í daglegu erfiði við æfing- ar er umtalið stór hjálp." Þessi orð mælir enginn annar en Guðmundur Harðarson, landsliðs- þjálfari í sundi. Guðmundur hefur verið viðloðandi þjálfún hjá Sundsam- bandi fslands og Ægi allt frá árinu 1968 en með hléum þó því hann hefur langtímum dvalist erlendis við nám og þálfún og hefur sú þekking sem hann hefúr aflað sér þar komið simd- fólki okkar í góðar þarfir eins og komið hefur á daginn. Uppgangur sundfólks okkar hefúr á tímabilinu frá 1980 til dagsins í dag verið með ólíkindum svo ekki sé meira sagt. Áhugi á sundíþróttinni hefur dreifst um land allt og hafa upprenn- andi stjömur verið að skjótast upp á himininn frá litlum bæjarfélögum - við aðstæður sem sundmenn úti í hin- um stóra heimi myndu ekki láta bjóða sér. Fyrir þessar sakir verður árangur sundfólksins enn athyglisverðari. í öllu þessu tali um sundið síðustu vikumar fannst DV ekki úr vegi að taka Guðmund Harðarson í smáspjall en þessa dagana undirbýr landsliðið í sundi sig af kappi fyrir Colden Cup mótið og heldur í fyrramálið til Strass- borg í Frakklandi til þátttöku í þessu sterka móti. Á þessu móti verða sam- ankomnir margir af sterkustu sund- mönnum Evrópu svo það verður við ramman reip að draga fyrir íslenska sundfólkið. Viðtalið við Guðmund fer hér eftir og hefúr hann frá mörgu skemmtilegu að segja. Setti tvö íslandsmet á sínum ferli Hvenær vaknaði áhugi þinn á sund- inu? „Það var 1955 en þá var ég aðeins 9 ára gamall. Ég byrjaði af hreinni til- viljun ef svo má segja. Ég átti heima í Holtunum og var því alltaf í Sund- höllinni með leikfélögum mínum. Við urðum að vera famir upp úr lauginni klukkan átta á kvöldin en þá hófust æfingar hjá Ægi svo að við strákamir sáum okkúr leik á borði, til að fá að vera lengur í lauginni, að ganga í Ægi og byrja æfingar. Ég stundaði æfingar til ársins 1968 eða til 23 ára aldurs, en ég byrjaði að vísu að þjálfa samhliða æfingum árið 1965. Ég setti tvö íslandsmet á ferli mínum og þau litu bæði dagsins ljós 1967. Fyrst bætti ég metið í 1500 metra skriðsundi og síðar í 200 metra skrið- sundi.“ Hvað tekur svo við eftir að þú hætt- ir alfarið sem keppnismaður? „Ég lauk prófi frá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni 1965 og tveimur árum síðar fór ég í framhalds- nám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Long Beach. Ég tók sundið sem sérgrein og var þar við nám í eitt ár. 1973 er mér boðið til Alabama til að aðstoða Don Gambril við sundþjálfun í háskólanum þar og stundaði nám jafnframt. Gambril var síðan aðal- þjálfari bandarísku sundsveitarinnar á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Ég dvaldist 2 ár í Alabama og Guðmundur Harðarson, landsliðsþjálfari í sundi, í DV-viðtali: „Hóf sundæfingar til að fá að vera lengur í lauginni" Sundlandsliðið keppir á Golden Cup í Strassborg um helgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.