Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987.
#- 1
Utlönd x>v
íbúar Falklandseyja hafa áhyggj-
ur af því hvað framtíðin muni bera
í skauti sér fyrir þá og land þeirra
og þó hefur milljónum sterlings-
punda verið varið til þess að létta
af þeim áhyggjum af hugsanlegum
óvinaárásum.
Það sem veldur hinum nítján
hundruð og tveim Falklendingum
mestu hugarangri er það hvort þeir
geta gert sér vonir um að þrífast í
það óendanlega í þeirri diplómatísku
kyrrstöðu sem ríkir á milli Bretlands
og Argentínu.
í næsta mánuði tekur gildi út-
færela fiskveiðilögsögunnar kring-
um eyjamar og óttast nokkrir
íbúanna að Argentínumenn grípi til
einhverra aðgerða til þess að athuga
viðbrögð Breta.
Frá því að Bretar hröktu innrásar-
lið Argentínumanna á brott frá
eyjunum árið 1982 hefur fjögur
hundruð og fimmtíu milljónum sterl-
ingspunda verið varið í byggingu
flugvallar og herbækistöðva.
Aætlað er að kostnaður Breta við
að ná eyjunum á sitt vald aftur hafi
numið flórum og hálfum milljarði
punda og er þá talið með allt tjón
sem þeir ui'ðu fyrir. Árlegur kostn-
aður við vamir eyjanna er um
hundrað og fjömtíu milljónir sterl-
ingspunda.
Breski fáninn við hún
Thatcher heldur fast við þá
ákvörðun stjómar sinnar að láta
ekki eyjamar af hendi og virða þar
með óskir eyjaskeggja. Þykir það
ekki fara á milli mála að þeir vilja
vera breskir þegnar þar sem sjá má
breska fánann blakta við hún við
næstum því hvert heimili.
Bretar hafa ákveðið að fækka í
herliði sínu á eyjunum um helming,
í tvö þúsund manns. Velta Falklend-
ingar því fyrir sér hvort stjómvöld
í Argentínu túlki það ekki á þann
veg að Bretar séu farnir að linast.
Falklendingar óttast einnig að ef
Verkamannaflokkurinn kemst til
valda í Bretlandi gæti farið svo að
viðræður hæfust milli Breta og Arg-
entínumanna um framtið eyjanna.
Stefna flokksins hefur verið sú að
vera reiðubúinn til viðræðna um
framtíð eyjanna samtímis sem höfð
yrði í huga ósk íbúanna um að vera
áfram undir yfirráðum Breta. Stjórn
Thatchers er hins vegar ekki til við-
ræðna um slíkt.
Þó svo að stjóm Raul Alfonsins,
forseta Argentinu, hafi margsinnis
lýst því yfir að hún vilji að málið
verði leyst eftir diplómatískum leið-
um em íbúar eyjanna samt hræddir
um að innrásin frá 1982 endurtaki
sig.
Hart er lagt að Bretum að leysa
málið, ekki bara af hálfu Sameinuðu
þjóðanna heldur einnig af hálfu
bandalagsþjóðanna. Sérstakur
sendimaður frá Bandaríkjunum er
væntanlegur til Lundúna í þessari
viku til þess að reyna að fá Thatch-
er til þess að breyta um afstöðu.
Þegar útfærsla fiskveiðilögsög-
unnar tekur gildi þann 1. febrúar
næstkomandi þarf leyfi til þess að
veiða umhverfis eyjamar. Búist er
við að gefin verði út tvö hundmð
og fimmtíu leyfi. Leggja Bretar
áherslu á að þeir búist ekki við nein-
um vandræðum.
Falklendingar em hins vegar
sannfærðir um hið gagnstæða og
vitna þeir þá í athugasemd er utan-
ríkisráðherra Argentinu, Dante
Caputo, lét hafa eftir sér í október.
Kvað hann útfærslu landhelginnar
gefa tilefni til vopnaðra átaka.
Óviss framtíð
Breskir emhættismenn á Falk-
landseyjum segja opinberlega að
þáttur hersins í landhelgisgæslunni
verði lítill og muni hún aðallega
hvíla á herðum borgaranna. Þeir
hafa þó viðurkennt í trúnaði að
breskar freigátur og flugvélar muni
áreiðanlega taka reglulega þátt í
vemdun fiskveiðilögsögunnar.
Óvissa ríkir einnig í efhahagsmál-
um eyjaskeggja og lífsafkomu. Þörf
þykir á nýjum atvinnugreinum þar
sem sauðfjárræktin gefur ekki nógu
mikið af sér.
Fyrir innrásina 1982 var efnahagur
eyjanna farinn að tengjast efhahag
Argentínu í ríkara mæli en áður en
við innrásina var snögglega bundimi
endi á það samstarf. Nú, fimm árum
seinna, þykir framtíð Falklandseyja
með öllu óviss.
Bretar verja milljónum sterlingspunda á ári hverju til varnar Falklandseyjum.
Kostnaður Breta við að ná Falklandseyjum aftur á sitt vald er talinn nema fjórum og hálfum
milljarði sterlingspunda og er þá allt tjón, er þeir urðu fyrir, reiknað með.