Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1987, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1987. íþróttir •Jochen Fraatz ásamt þjálfara árs- ins í V-Þýskalandi, Jóhanni Inga Gunnarssyni. iochen Fraatz er meiddur Adi Hfmaisscn, DV, V-Þýskalandi: V-Þjóðverjar eru nú mjög áhyggjufúllir út af meiðslum homamannsias frábæra Jochen Fraatz. Hann hefúr verið meiddur nú um nokkum tíma en lék með Essen á móti Dukla Ifrag i Evrópu- keppninni og er talið að þá hafi meiðsli hans tekið sig upp. Er ljóst að hann verður ekki með á Baltic Cup og jafrivel mögulegt að hann missi af B-keppninni á Ítalíu. „Ef Fraatz getur ekki spilað með í B-keppninni getum við alveg eins tekið skíði með okkur til ftalíu,“ sagði Simon Schobel, landsliðs- þjálfari V-Þjóðverja, en þessi ummæli sýna vel hversu mikilvæg- ur Fraatz er. Þá mun Martin Schwald ekki heldur leika raeð V-Þjóðverjum á Baltic. Harrn er með flensu. -SMJ Fá ekki að taka upp leiki Stefin Knstjánssan, DV, Rostodc Töluverð reiði hefúr skotið hér upp kollinum meðal þátttökuþjóð- anna á Baltic Cup að undanskild- um Austur-Þjóðverjum og Sovétmönnum vegna þess að þeir neita hinum þjóðunum um að taka leikina hér upp á myndsegulband. Fyrirhugað er í dag að Þórður Sigurðsson fari til Wismar og taki þar upp leik Vestur-Þjóðverja og Svía og verður hann því af leik íslands og Austur-Þýskalands hér í Rostock. -JKS Lakers á sigurbraut Ef að líkum lætur munu erki- fjendumir Las Angeles Lakers og Boston Celtics mætast í úrsiitum NBA deildarinnar eitt árið enn. Liðin hafa nú náð bestum árangri allra liða í NBA. Lakers hefúr unnið 29 leiki en aðeins tapað 8. Árangur Boston Celtics er ekki eins glæsilegur en þeir hafa þó unnið 27 leiki en tapað 11 og er það besti árangur á austurströnd- inni. Úrslit leikja í gær urðu eftirfarandi: Detroit Pistons - Atlanta Hawks 108-98 N.Ý. kiiicks - Boiston Ceítics ...111-109 LA. Lakets - New Jersey Nets 126-115 76ers - Phoenix Suns.....107-104 Houston Rockets - Cavaliers ...127-103 Indiana Pacers - Chicago Bulls .109-95 S.A. Spure-L.A. Clippere.113-106 Denver Nuggets - Portland .„...118-116 -SMJ Hef fast sæti í byrjunarliði Gummersbach - segir Kristján Arason handknattleiksmaður Stefin Kristjánssan, DV, Rostodc „Það situr talsverð þreyta í mér eft- ir marga leiki að undanfomu og eftir Evrópuleikinn gegn Magdeburg nú um helgina. Þetta mót er greinilega eitt sterkasta mót sem Island hefur tekið þátt í fyrir utan ólympíuleika og heimsmeistarakeppni. Hérna á Baltic Cup verður þetta spuming um hvemig samvinna leikmanna í liðinu tekst. Það er langt síðan að sumir leik- menn hafa spilað saman,“ sagði Kristján Arason, hinn snjalli leikmað- ur sem leikur nú með vestur-þýska liðinu Gummersbach. Hvaða vonir gerir þú þér hér á Baltic Cup? „Ég verð mjög ánægður með 50% útkomu og tel að Austur-Þýskaland verði sigurvegarinn hér á mótinu. Það kemur varla fyrir að þeir tapi leik á heimavelli. Mér hefur gengið mjög vel að und- anfömu með Gummersbach og liðið hefúr aðeins tapað einum leik síðasta einn og hálfan mánuð. Ég hef unnið mér fast sæti í byijunarliðinu og leik alltaf allan leiktímann. Mér hefur lík- að dvölin hjá félaginu sérlega vel og er bjarsýnn á framhaldið.“ -JKS. Kristján Arason. Heimsbikarkeppnin: Enn vinnur Zurbriggen Svissneski skíðagarpurinn Pirmin Zurbriggen setur nú vart á sig skiði þessa dagana nema til að vinna sigur á stórmótum. í gærdag sigraði hann á stórsvigsmóti í Adelboden í Sviss með nokkrum yfirburðum. Tími hans reyndist 2:33,82 mín. Á eftir honum kom annar Svisslendingur, Joel Ga- spos, á 2:34,43 min. Þriðji varð síðan sænski skíðakóngurinn Ingemar Sten- mark en tími hans var 2:34,71 mín. Pirmin Zurbriggen, sem var hand- hafi heimsbikarsins árið 1984, er nú efstur í þeirri keppni. Hann er hins vegar í öðru sæti í keppni skíðamanna í stórsviginu. Forystu þar hefur Ric- hard Pramotton frá Ítalíu en hann náði sér ekki á strik í gær og lenti í 13. sæti með tímann 2:36,22 mín. -JÖG. Stefán Kristjáns- son, blaðamaður DV, skrifar frá Rostock • Maradona í flugstöðinni í Napólí í gær á leiðinni i læknisrannsókn. Var Diego Mai slasaður vilj - og þá að undiriagi mafíun „Það var augljóst að leikmenn Brescia vissu af veikleika mínum í ökklanum og þeir reyndu að nýta sér það,“ sagði Diego Maradona sem sendir leikmönnum Bresc- ia heldur kaldar kveðjur eftir leik helgar- innar. „Ég veit ekki fyrir víst hvort þetta var viljandi gert en mig grunar það þó.“ Maradona hefúr orðið að reyna margt á knattspymuferli sínum og oft orðið fyr- ir grófum árásum á knattspymuvelli. Gleði og sorg í svip hans hafa orðið mörg- um ljósmyndaranum gott ljósmyndaefni. Hann meiddist um daginn og var þá talað um að skrúfúr í ökkla hans hefðu losnað. Hann varð aftur fyrir meiðslum um helg- ina og er að vonum sár yfir þvi. Talið er þó að hann geti leikið með gegn Udinese eftir tvær vikur. Hins vegar verður hann að sleppa góðgerðarleik þar sem hann átti að leika með S-Ameríkuúrvalinu í Japan næsta laugardag. Annar frægur leikmaður varð einnig fyrir meiðslum um helgina en það var Zibigniew Boniek sem tábrotnaði og verð- ur líklega frá í mánuð. Maradona til Tottenham? Sá kvittur er nú kominn upp, bæði í Englandi og á Ítalíu, að argentínski knattspymusnillingurinn Maradona sé á förum til Englands. Tengir orðrómurinn knattspymugoð- ið aðallega við stórliðið Tottenham Hotspur. Ekki er ljóst hvort nokkur fót- ur er fyrir þessari lausafregn en hitt er víst að Maradona er ósæll á Italíu, sí- fellt með undirsáta mafíunnar á hælunum. Það er margra álit að Maradona eigi vel heima í enskri knattspyrnu, hann hefur óneitanlega þann líkamsstyrk sem til þarf og ekki er kempan gefin fyrir kukl heldur galdur þegar bolti er ann- ars vegar. Forráðamenn enska liðsins Totten- ham hafa tekið Argentínumönnum opnum örmum á síðustu árum, jafnvel þótt þjóðirnar hafi ást við vegna „flæði- skerja“ nokkurra í Suður-Atlantshafi. Argentínumaðurinn Osvaldo Ardiles er nú í herbúðum félagsins en Richardo Villa lék með liðinu fyrir fáeinum árum. Ólafur leiku Ólaiúr Róbertsson, hægri bakvörður með Leiftri, Ólafsfirði, í 2. deild á næst menn sem þurftu að berjast harðri bí ári. Ólafúr mun fara fljótlega norður. I styrkur fyrir Leiftur. Vöm Víðis var mjög hörð í hom að máttarstólpum hennar horfnir á braut leika með KS á næsta sumri þó ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.