Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
Frétdr
Jónatan Sveinsson, saksóknari í kaffibaunamálinu:
Þrauthugsuð áætlun bak við
Við upphaf málflutnings í sakadómi í gær. Hægra megin á myndinni sitja verjendur ákærðra og snúa baki í
myndavélina. Þeir eru, frá vinstri: öm Clausen, Eirikur Tómasson, Ragnar Aðalsteinsson, Jón Finnsson og fjærst
situr Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Fyrir enda dómsalarins situr sakadómari, Sverrir Einarsson fyrir miðju en sinn
til hvorrar handar honum sitja meðdómendumir Sigurður Stefánsson (t.v.) og Jón Þ. Hilmarsson. Fyrir framan
þá situr ritari dómsins en á móti verjendum situr Jónatan Sveinsson saksóknari. DV-mynd GVA
Munnlegur málflutningur í „kaffi-
baunamálinu" hófst í gærmorgun
með ræðu sækjanda, Jónatans
Sveinssonar saksóknara, en fyrst um
morguninn voru þó síðustu sampróf-
animar í málinu. Voru þar bomir
saman framburðir þeirra Hjalta
Pálssonar og Sigurðar Áma Sig-
urðssonar en mest bar á milli í
skýrslum þessara manna fyrir dóm-
inum. Benti Sverrir Einarsson
sakadómari þeim Hjalta og Sigurði
Áma á misræmi í framburðum þeirra
hvað varðaði ýmis atriði málsins og
fram hafa komið hér í blaðinu. Að-
spurðir sögðu þeir báðir, Hjalti og
Sigurður Ami, að þeir héldu fast við
fyrri framburði sína og vildi hvomg-
ur neinu breyta. Var því samprófun-
in fljótlega lýst árangurslaus.
Fyrstur talaði Jónatan Sveinsson
saksóknari en að máli hans loknu
tók til máls Jón Finnsson hrl., verj-
andi Erlendar Einarssonar. Eftir að
Jón hafði lokið ræðu sinni talaði
Guðmundur Ingvi Sigurðsson, verj-
andi Hjalta Pálssonar, en ekki varð
ræðu hans lokið í gær og verður
henni framhaldið í dag, fimmtudag.
Fjársvik og skjalafals
Hófet nú munnlegur málflutningur
og hélt sækjandi málsins fyrstu ræð-
una. Gerði hann þær dómkröfúr að
allir ákærðu, þeir Erlendur Einars-
son, Hjalti Pálsson, Sigurður Ámi
Sigurðsson, Gísli Theódórsson og
Amór Valgeirsson, yrðu dæmdir til
hæfilegrar refeingar og greiðslu alls
sakarkostnaðar.
Vitnaði saksóknari í ákæruna og
rakti meint brot ákærðu. Ræddi
hann fyrst mál þeirra Erlendar og
Hjalta en málið er höfðað gegn þeim
fyrir að hafa gerst sekir um fjársvik,
skjalafals og brot á lögum um gjald-
eyris- og viðskiptamál, með stjóm
þeirra og framkvæmd á umboðs-
störfum Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga fyrir Kaffibrennslu
Akureyrar, vegna innflutnings á
kaffibaunum frá Brasilíu á tímabil-
.inu nóvember 1979 til ársloka 1981.
Sagði saksóknari að hin meintu af-
brot vörðuðu við 248. grein 1.
málsgrein og 155. grein almennra
hegningarlaga en til vara við 158.
grein sömu laga og ennfremur við
17. grein laga um skipan gjaldeyris-
og viðskiptamála. Nefna má að brot
gegn 248. grein hegningarlaganna
varða fangelsi allt að 6 árum, brot
gegn 155. grein varða fangelsi allt
að 8 árum og brot gegn 158. grein
varða sektum eða fangelsi allt að 3
árum.
Gegn þeim Sigurði Áma, Gísla og
Arnóri er málið höfðað vegna hlut-
deildar í framangreindum brotum og
taldi saksóknari háttsemi þeirra
varða við sömu lagagreinar og meint
afbrot þeirra Erlendar og Hjalta.
Umboðsviöskipti grundvallar-
atriði
I máli sínu nefndi saksóknari með-
al annars að það væri grundvallarat-
riði í málinu að um umboðsviðskipti
hefði verið að ræða en ekki við-
skipti eins og á milli heildsala og
smásala. Ekki sagði hann fara á
milli mála að ákærðu hefðu talið sig
vera að framkvæma umboðsvið-
skipti og allar framkvæmdir þeirra
og ályktanir miðuðust við það og
nefhdi hann nokkur dæmi þar að
lútandi.
Þá nefndi saksóknari að það hefði
verið samkvæmt beinum fyrirmæl-
um Hjalta Pálssonar að Kaffi-
brennslan fékk ekki að vita um þau
kjör sem Brasilíumenn buðu í kaffi-
viðskiptunum og því til staðfestingar
benti hann á skeyti þar sem þess er
krafist að Kaffibrennslan sé leynd
hinu rétta kaffiverði en hærra verð
gefið upp.
„Réðu ekkertvið
dollararegnið"
Þá nefndi saksóknari það í ræðu
sinni að það gerði ákærðu tortryggi-
lega að þeir skyldu vera með
kyndugar yfirlýsingar í yfirheyrslum
um að þetta og hitt hefði gerst af
sjálfu sér í kaffiviðskiptunum og að
þeir hefðu ekki getað haft áhrif á
hinar miklu tekjur af þessum við-
skiptum eða eins og Jónatan komst
að orði: „réðum ekkert við dollara-
regnið." Varðandi tvöföldu vöru-
reikningana sagði saksóknari að að
baki þeim lægi þrauthugsuð áætlun.
Hjalti ber mestu ábyrgðina
Varðandi ákvarðanatöku ein-
stakra starfemanna SÍS í þessu máli
sagði saksóknari að það væri fjarri
lagi að svo örlagaríkar ákvarðanir,
eins og þær sem teknar hefðu verið
varðandi kaffiviðskiptin, væru tekn-
ar af öðrum en forstjóra SÍS, Erlendi
Einarssyni, eða framkvæmdastjóra
innflutningsdeildar, Hjalta Pálssyni.
Kvað hann ólíklegt að deildarstjórar
einstakra deilda hefðu einir tekið
ákvarðanir af því tagi sem skiptu
sköpum. Komst saksóknari að þeirri
niðurstöðu að enda þótt forstjóri SlS
kynni að hafa verið sniðgenginn að
einhveiju marki hlytu mikilvægar
ákvarðanir eigi að síður að hafa
verið bomar undir hann. Enda hefði
Sigurður Ámi Sigurðsson borið það
að hafa átt fund með þeim Erlendi
og Hjalta þar sem meðal annars
hefði verið rætt um kaffitekjumar
og ennfremur hefði Erlendur fengið
upplýsingar um þau mál frá endur-
skoðanda Sambandsins. Sagði
saksóknari að eftir að Erlendur vissi
um tekjur þessar hefði hann ákveðið
að þeim skyldi SÍS halda og hefðu
þeir Hjalti verið sama sinnis í því
máh. Einnig sagðist saksóknari telja
að Hjalti Pálsson hefði tekið grund-
vallarákvarðanimar í máli þessu og
bæri mestu ábyrgðina og ætti því
að bera þyngstu refeinguna.
Sigurður tók viðkvæmar
ákvarðanir
Varðandi deildarstjórana taldi
saksóknari það vandasamt úrlausn-
arefrii hvort leggja ætti á þá refeiá-
byrgð þegar yfirmenn þeirra hefðu
tekið gmndvallarákvarðanimar en
látið þeim framkvæmdina eftir.
Þyngstu ábyrgð þeirra taldi hann
Sigurð Áma bera, enda hefði hann
átt þátt í stefiiumótun og tekið við-
kvæmar ákvarðanir.
Engar sannanir
Næstur talaði Jón Finnsson hrl.,
veijandi Erlendar Einarssonar, for-
stjóra SÍS.
I upphafi máls síns gerði hann
kröfu um sýknu af öllum ákæruat-
riðum, enda sagði hann sækjanda
ekki hafa rennt neinum stoðum und-
ir sekt Erlendar. Ekki hefði hann
fært fram neinar sannanir en aðeins
dregið ályktanir byggðar á getsök-
um. Varðandi það atriði í máli
sækjanda að ákvarðanir eins og þær
sem teknar hefðu verið um kaffiinn-
flutninginn væm aðeins teknar á
æðstu stöðum taldi veijandi fjarri
lagi. Sagði Jón að Erlendur hefði
ekki færst undan því að svara spum-
ingum í yfirheyrslum, eins og
sækjandi héldi fram; hann hefði
skýrt satt og rétt frá öllu.
Frumkvæði Brasilíumanna
Um kaffiviðskiptin sem slík sagði
Jón þau ekki sambærileg við önnur
viðskipti, þau væm gerólík þeim við-
skiptum sem almennt tíðkuðust. Þá
sagði hann að ákvörðum um endur-
greiðslu á hluta afeláttar til Kaffi-
brennslunnar hefði aðeins verið
tekið út frá skattalegum forsendum.
Sagði hann að hefði SÍS neitað KA
um endurgreiðslu á þessu fé væm
Sambandsmenn nú ekki fyrir rétti,
sakaðir um fjársvik. Varðandi tvö-
falda vörureikninga í viðskiptunum
sagði Jón að þeir væm til komnir
vegna frumkvæðis Brasilíumanna
en ekki frá íslendingum.
Þá nefndi Jón að SÍS og Kaffi-
brennslan væm nátengd og nánast
móður- og dótturfyrirtæki og það
væri undarleg staða sem upp væri
komin að starfemenn móðurfélagsins
væm ákærðir fyrir fjársvik og
skjalafals í garð dótturfélagsins.
Loks nefiidi Jón að ákærða, Er-
lendi, hefði ekki verið kunnugt um
avisos-kerfið fyrr en að rannsókn
skattrannsóknarstjóra hefði verið
nokkuð á veg komin og ennfremur
hefði honum verið ókunnugt um
hina tvöföldu vörureikninga. Kvað
Jón Finnsson það augljóst að stað-
hæfingar ákæmvaldsins væm falln-
ar um sjálfar sig.
Trú ákæruvaldsins að bila
Síðastur talaði Guðmundur Ingvi
Sigurðsson hrl., veijandi ákærða,
Hjalta Pálssonar, en eins og fyrr
greindi lauk hann ekki máli sínu í
gær og heldur ræðu sinni áfram í
dag.
I upphafi máls síns krafðist Guð-
mundur Ingvi sýknu ákærða, Hjalta,
og að málskostnaður yrði lagður á
ríkissjóð. Síðan sagði hann að mál
þetta væri risið af grundvallarmis-
skilningi enda hefði SÍS farið að
lögum í þessum kaffiviðskiptum.
Kvaðst hann sjá merki þess að trú
sækjanda á ágæti ákæmnnar væri
farin að bila.
„Asninn leiddur í herbúðirn-
ar“
Benti Guðmundur Ingvi á náin
tengsl SÍS og Kaffibrennslunnar og
að eitt meginverkefni SÍS væri að
annast sameiginleg innkaup fyrir
aðildarfélög sín og dótturfyrirtæki.
Hann kvað alveg ljóst að hið tvö-
falda kerfi vörureikninga væri ekki
runnið undan rifjum SIS enda hefði
það komið fram við yfirheyrslur að
það væri ættað frá Brasilíu. Gagn-
rýndi hann að ákæmvaldið hefði
ekki leitað upplýsinga um málið í
Brasilíu og kvað hann það ámælis-
vert.
Þá gat Guðmundur Ingvi þess að
kaffiviðskipti væm i eðli sínu mjög
óvenjuleg viðskipti og ekki væri
hægt að leggja á þau mælikvarða
venjulegra viðskipta en loka augun-
um fyrir öðrum möguleikum. Sagði
hann að við rannsókn málsins hefðu
þau mistök rannsóknaraðila orðið
að farið hefði verið að nota hugtök-
in „umboðslaun" og „umboðsvið-
skipti“ hugsunarlaust. „Og þar með
var asninn leiddur í herbúðirnar,"
sagði Guðmundur Ingvi.
Vitnaði Guðmundur Ingvi í fram-
burð Vals Amþórssonar við yfir-
heyrslumar sem sagði að það hefðu
verið bókhaldsleg mistök að færa
kaffiviðskiptin eins og gert hefði
verið en sú ákvörðun hefði verið
tekin af lægra settum starfemönnum.
Því sagði Guðmundur Ingvi ákær-
una byggða á misskilningi og að hún
væri ekki byggð á raunvemleikan-
um heldur á ranghugmyndum
ákæmvaldsins.
-ój
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Minnihlutaflokkarnir fjórir í
borgarstjóm Reykjavíkur leggja
sameiginlega fram einar 70 breyting-
artillögur við frumvarp að fjárhagsá-
ætlun borgarinnar fyrir þetta ár.
Seinni umræða um fjárhagsáætlun-
ina hefst klukkan 17 í dag í Skúlat-
úni 2 og má búast við að afgreiðslu
hennar ljúki ekki fyrr en í nótt.
Meirihluti borgarstjórnar, sjálf-
stæðismenn, leggur fram níu breyt-
ingartillögur, sem byggja á meiri
útsvarstekjum en upphaflega var
áætlað og auknu framlagi úr Jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga. Minnihluta-
flokkamir leggja til enn hærri
áætlun um útsvarstekjur og einnig
hækkun áætlunar um aðstöðu-
gjaldatekjur.
Aðalefni í tillögum minnihluta-
flokkanna er hins vegar tilfærsla á
fjárveitingum. I þeim felst meðal
annars stórfelldur niðurskurður á fé
í aukavinnu og afleysingar og niður-
felling á 60 milljóna framlagi í
ráðhússjóð. Tillögurnar miða að 240
milljónum króna í aukin eða ný
verkefni í félagsmálum fyrst og
fremst, þar af 100 milljóna hækkun
á fé í þágu aldraðra.
Borgarfulltrúi framsóknarmanna
flytur einnig breytingartillögur út
af fyrir sig og eins hinir þrír minni-
hlutaflokkarnir saman. Það mun
vera fátítt ef ekki einstakt að and-
stöðuflokkar sjálfstæðismanna í
borgarstjórn sameinist svo um af-
greiðslu mála þar sem nú, nema að
sjálfsögðu í meirihlutatíð þeirra
1978-1982. -HERB