Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987. Viðskipti DV Mikið af stórþorski fiæst nú í Faxaflóa Segja má að fiskveiðamar séu að hefjast á ný eftir verkfallið sem var upp úr áramótum. Þeir bátar, sem lagt hafa net að undanfomu, hafa fiskað vel og hefur þorskurinn verið stór og góður. Segja menn að sá fisk- ur, sem fengist hefur hér í Faxaflóa, hafi verið það vænn að aðeins hafi þurft 100 fiska í tonnið. Loðnuveiðar hafa gengið vel síð- asta sólarhringinn. A þriðjudaginn fékkst góð veiði út af Austurlandi og mörg skip fengu fullfermi, önnur sprengdu nætur sínar. Þrjú skip fóm til Færeyja til þess að landa, þau vom Svanur, Öm og Albert, öll með fullfermi. England. Karlsefni landaði 15. og 16. í Grimsby alls 262 tonnum fyrir kr. 10,959 millj. Verð á þorski og ýsu var kr. 41,90, ufsi og karfi vom innan við kr. 29 kg, annað á lægra verði. Ottó N. Þorláksson landaði í 239 tonnum íyrir kr. 12,288 millj. Þorsk- ur kr. 65,19, ýsa kr. 42, ufsi kr. 52, karfi kr. 51, meðalv. kr. 51,38. í Hull landaði Sólberg 15. og 16. jan. 177 tonnum íyrir kr. 8,464 millj. Verð á þorski kr. 47, ýsu kr. 75,32, uísa kr. 37, karfa kr. 36, meðalverð kr, 47,79. Vestmannaey landaði 19. og 20. jan. alls 170 tonnum fyrir kr. 8,518 millj., meðalverð kr. 55,89. Verð á þorski kr. 55,27, ýsu kr. 71,33, ufsa kr. 41,50, karfa kr. 39,66. Boulogne. Jón Baldvinsson landaði 187,587 tonnum fyrir kr. 10,166 millj. Meðal- verð kr. 54,14. Verð á þorski kr. 54,67, ýsu kr. 53,10, ufsa kr. 33,84, karfa kr. 31,55. Cuxhaven. Engey landaði 15. og 16. jan. alls 193 tonnum fyrir kr. 10,961 millj., meðalverð kr. 56,79. Þorskur kr. 64,34, ýsa kr. 54,34, karfi kr. 55,06, ufsi kr. 56,87. Drangey landaði 20. jan. alls 153 tonnum fyrir kr. 8,733 millj., meðalv. kr. 55,99. Víðir landaði 19. og 20. jan. alls 203 tonnum fyrir kr. 11,875 millj., meðalverð kr. 58,47. Þorskur kr. 57,51, ýsa kr. 78,74, annað, svo sem karfi og ufsi, var á kr. 42. Ásbjöm Fiskmarkaðimir Ingólfur Stefánsson landaði 157 tonnum fyrir kr. 8,4 millj., meðalverð kr. 53,77. Noregur Samkomulag hefur orðið milli Norðmanna og Rússa um heildar- veiði og skiptingu afla fyrir norðan 62. breiddargráðu. Má segja að spá fiskifræðinga um aukinn þorskstofn hafi auðveldað samninga þjóðanna. Fiskifræðingar em bjartsýnir á ástand fiskistofnanna og hafa gert tillögu um að veiða megi 600 þúsund lestir af þorski árið 1987. Skipting þorskaflans verður: Norðmenn fá að veiða 342.000 lestir, aðrar þjóðir en Rússar 56.000 lestir og afganginn fá Rússar. Árið 1987 hafa fiskifræðing- ar lagt til að veidd verði 250.000 lestir af ýsu, en á síðasta ári var veiðin 100.000 lestir. Hvor þjóðin fær 112.500 lestir, afganginn fá aðrar þjóðir. Af grálúðu má veiða 15.000 lestir, þar af fá Rússar 7000 lestir. Rússar fá heimild fyrir 65.000 lestum af ufsa. Rússar fá heimild til 365.000 lesta veiði á kolmunna. 15.000 lestir af síld mega þeir veiða innan norskrar landhelgi 1987. Met1986 Metútflutningur var á norskum fiskafurðum árið 1986. Sérstaklega lítur vel út með karfa og makríl en aukist hefur útflutningur á þessum tegundum jafnt og þétt síðustu átta árin. Heildarútflutningur þessara tegunda er nálægt 170 þúsund lest- um 1986 en var 150 þúsund lestir 1985. Verðið hefúr ekki verið sérs- taklega hátt en þó viðunandi. Útflutningsverðmæti fyrir makríl og karfa voru 1986 um 34 milljarðar norskra kr. eða nálægt 180 milljarð- ar ísl. kr. Nokkurt verðfall var á laxi árið 1986, en seldar voru 38 þús- und lestir móti 34 þúsund lestum árið áður. Útlit er gott á öllum mörk- uðum, segir framkvæmdastjóri útflutningsráðsins norska, Johan Muri. Norskar matvörur um allan heim, segja norskir matvælaframleiðend- ur. Niðursuðuiðnaðurinn norski virðist vera að ná sér eftir mikið afhroð. Niðursuðuverksmiðjan á Davanger á Askey er leiðandi í nið- ursuðu á sardínum og fer framleiðsla verksmiðjunnar um víða veröld. Hjá fyrirtækinu vinna 1300 manns, þar af vinna 1150 í Noregi en 80% af framleiðslunni fer á erlendan mark- að. Umsetning fyrirtækisins er 500 millj. norskra kr. Norway Foods leggur mikla áherslu á að vinna nýja markaði. Peningainarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða íullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5% og ársávöxtun 15,5%. Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64% á fyrsta ári. Hvert innlegg er meðhöndlað sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða fresti er gerður saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðs reiknings, nú með 1% vöxtum, og sú tala sem hærri reynist færð á höfuðstól. Út- tekt vaxta fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir. Búnaðarbankinn: Guílbók er óbundin með 17,25% nafnvöxtum og 18% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verð- tryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast misserislega. Metbók er með hvert innlegg bundið í 18 mánuði á 17,75% nafnvöxtum og 18,5% árs- ávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Að 18 mánuðum liðnum er hvert innlegg laust í mánuð en binst síðan að nýju í 12 mánuði í senn. Vextir eru færðir misserislega og eru lausir til úttektar næstu sex mánuði eftir hverja vaxtafærslu en bindast síðan eins og höfuðstóllinn Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur og ber 15% vexti með 15,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Verðtryggð bónuskjör eru 2,5%. Misserislega eru kjörin borin saman og gilda þau kjör sem gefa betri ávöxtun á hverju tímabili. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Hreyfðar innstæður innan mánaðar- ins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mánuði, og verðbætur reiknast síðasta dag sama mán- aðar af lægstu innstæðu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. 18 mánaða bundinn reikningurer með 16% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 17,25% nafnvöxtum og 18% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings með 3,5% ársvöxtum, réynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svönefnda vaxta- leiðréttingu. Vextir færast misserislega á höfuðstól. Þá má taka út án vaxtaleiðrétting- argjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 9,5%, eftir 3 mánuði 15%, eftir 6 mánuði 17%, eftir 18 mánuði 18%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð- um reikningum gildir hún um hávaxtareikn- inginn. Vextir færast á höfuðstól síðasta dag hvers árs. Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 17,5% nafnvexti og 18,2% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist betri gildir hún. Vextir fær- ast misserislega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75% úttektargjald, nema af upp- færðum vöxtum síðustu 12 mánaða. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 15,24% (ársávöxtun 15,68%), eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 9%, þann mánuð. Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36 mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparnaðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun kemst þá í 16,24-17,91%, samkvæmt gildandi vöxtum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársQórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú með 17.5% nafnvöxtumög 18,7% ársávöxtun, eða 6 mán- aða verðtryggðs reiknings, nú með 2% vöxtum, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notið þessara „kaskókjara“. Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfír- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í Qórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í inn- leggsmánuði, en ber síðan kaskókjör út fjórðunginn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðs- bókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofndegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 13,5%, með minnst 14,08% ársávöxtun. Miðað er við lægstu innstæðu í hverjum ásfjórðungi. Reyn- ist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar inn- stæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars al- menna sparisjóðsvexti, 9%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Misser- islega er ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum, borin saman við óverðtryggða ávöxtun, og ræður sú sem meira gefur. Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs. Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn- • stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 15% nafnvöxtum eða á kjörum 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú með 3,5% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misserislega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir. Sparisjóðimir í Keflavík, Hafnarfírði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Neskaupstað, og Sparisjóð- ur Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skulda- bréfum vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins getur numið 2.461.000 krónum á 1. árs- fjórðungi 1987, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.723.000 krón- um. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.723.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.206.000 krón- um. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, síðan hefjast af- borganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfs- tíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6+6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1987 er 1565 stig en var 1542 stig í desember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1987 er 293 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvisitala hækkaði um 7,5% 1. janúar. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstak- lega í samningum leigusala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miðast við meðaltals- hækkun launa næstu þrjá mánuði á undan. INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur óbund. a-9 Ab.Bb, Lb.Úb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-11 Sp 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12mán. uppsögn 11-18,25 Sp.vél. 18mán. uppsögn 16-18 Sp Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-9 Ab Hlaupareikningar 8-7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Ub.Vb 6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb Innlán með sérkjörum 8,5-18 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 8-8 Ab Sterlingspund 9,5-10,5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab Danskar krónur 8,5-9,5 Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggó Almennir víxlar(forv.) 15,75-18 Lb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21 Almenn skuldabréf(2) 16-18,5 Lb Viðskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-18,5 Lb Utlan verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 5-6,75 Lb Til lengritima 6-6,75 Bb.Lb Utlántil framleiðslu ísl. krónur 15-16,5 Sp SDR 8-8,25 Allir nema Ib, Vb Bandaríkjadalir 7,5-7,75 Sb.Sp Sterlingspund 12,75-13 Allir nema Ib Vestur-þýsk mörk 6,25-6,5 Bb.Sb. Vb.Sp Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-6,5 Dráttarvcxtir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala jan. 1565 stig Byggingavisitala 293 stig Húsalciguvísitala Hækkaði 7,5% l.jan. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 228 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 133 kr. Iðnaðarbankinn 130 kr. Verslunarbankinn HOkr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Verslunarbanka. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sþ = Sparisjóðirnir. Tryggvi E. Geirsson, væntanlegur Ol- ís-forstjóri, við hlið aðaleiganda fyrir- tækisins, Óla Kr. Sigurðssonar. Nýr Olísforsfjón? Allt bendir nú til að Óli Kr. Sigurðs- son láti brátt af störfúm sem forstjóri Olís og við taki Tryggvi E. Geirsson endurskoðandi. „Málið er enn á umræðustigi en ef af verður mun ég taka við forstjóra- starfinu í vor,“ sagði Tryggvi E. Geirsson i samtali við DV. Tryggvi er einn af eigendum ís- lenskrar endurskoðunar hf. að Suður- landsbraut 14 og hefur unnið fyrir Óla Kr. Sigurðsson á undanfomum árum. -EIR Verslunarráðið: Ferðamenn fái söluskatt enduigreiddan Verslunarráðsmenn telja að 25% söluskattur eigi drjúgan þátt í því að gera vömkaup erlendra ferðamanna hér á landi óaðgengileg. Þeir vinna nú að því að ferðamennimir fái sölu- skattinn endurgreiddan, meðal annars með stofnun félags um skattlaus vöm- kaup. Búið er að semja drög að reglum um endurgreiðsluna að norskri fyrirmynd. Þá er komin á samvinna við fyrirtæki í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi sem annast þessi mál þar. í framkvæmd em þau þannig að ferðamenn fá nótur við vömkaup og fá síðan söluskattinn endurgreiddan við brottför. I frumvarpi að virðisaukaskatti, sem nú liggur fýrir Alþingi en verður tæp- lega afgreitt á þessu þingi, er heimild til endurgreiðslu af þessu tagi. Þor- steinn Pálsson íjármálaráðherra mun hafa tekið vel í að sú heimild yrði notuð. Ekki liggur fyrir hvemig með málið verður farið nú eftir að dregst á langinn að breyta úr söluskatti í virðisaukaskatt. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.