Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
Utlönd
Framundan er nú níu mánaða barátta um hver eigi að taka við stöðu Dengs Xiaoping, valdamesta manns Kína. Hu Yaobang hefur kvatt. Brottvikningu hans úr embætti flokksformanns bar
Getum er leitt að því að hann hverfi af sjónarsviðinu i október en þá verður ráðstefna flokksins haldin. bráttaðogtaliðervístaðDenghafiekkivikiðhonumfrásársaukalaust.
Afsögn Hu Yaobang, flokksfor-
manns kínverska kommúnista-
flokksins, í síðustu viku ber vitni
um mikla valdabaráttu í Peking.
Valdamesti maður Kína, Den Xiaop-
ing, lét undan þrýstingi íhaldssamari
vængs flokksins og fómaði nánasta
samstarfsmanni sínum til þess að
reyna að koma í veg fyrir að hætt
verði við þær endurbætur sem hann
hóf fyrir áratug.
Hu Yaobang var ekki einungis
samstarfsmaður Deng Xiaopings
heldur einnig einn af hans nánustu
vinum síðastliðin fjörutíu ár. Þykir
fullvíst að Deng hafi ekki vikið Hu
úr embætti sársaukalaust.
Það sama á við tilraun hans til að
beina gagnrýni íhaldssamra frá hon-
um sjálfúm og að hópi menntamanna
sem áttu mikinn þátt í því að endur-
bætumar áttu sér stað.
í hættu staddur
Þegar menntamennimir studdu
mótmælaaðgerðir stúdenta í des-
ember síðastliðnum var Hu Yaobang
í hættu staddur en hann var „vemd-
ari“ menntamanna. Til vemdar Hu
og sjálfum sér flýtti Deng sér að
beina spjótum sínum að mennta-
mönnum og vék sumum þeirra úr
starfi. Að lokum neyddist hann þó
til þess að gefa vin sinn upp á bátinn.
Stöðu Hus var þó þegar ógnað.
Það hversu opinskár hann var átti
ekki upp á pallborðið hjá þeim
íhaldssömu sem biðu eftir að hann
gæfi færi á sér. Hu var heldur ekki
í neinu sérstöku áliti hjá hemum
né heldur alþýðunni.
Hart barist
En það var ekki bara vegna þess-
ara atriða sem Hu var neyddur til
þess að segja af sér flokksformennsk-
unni. Hart er barist um það hver
verði eftirmaður Dengs Xiaoping.
Hann er orðinn áttatíu og tveggja
ára og á flokksráðstefnu, sem haldin
minnsta kosti leggja opinberir fjöl-
miðlar mikla áherslu á það að sú
stefha sem bætt hefur lífsafkomu
Kínverja sé óbreytt.
Að Zhao Ziang skyldi verða út-
nefndur sem flokksformaður þykir
einnig benda til að svo sé. Talið er
að hann hafi markað þá stefriu sem
tekin hefur verið í efnahagsmálum.
Valdabarátta
Framundan er nú níu mánaða
valdabarátta þar til flokksráðstefh-
an verður sett. Deng nýtur mikils
álits sem skynsemdarmaður og vel
getur verið að hæfileikar hans til
þess að halda velli í stjómmálunum
komi honum einnig að gagni í haust.
Svo virðist sem íhaldsmenn séu ekki
með neinn sérstakan frambjóðanda
á sínum snærum.
Sá sem líklegastur hefur verið tal-
inn til að komast áfram á frama-
brautinni er Hu Qili sem hefur
haldið því fram að Kína þurfi að
losa sig við úreltar kenningar Marx.
Nú er þó talið að Qiao Shi veiti
honum harða samkeppni en hann
er talinn vera í íhaldssamara lagi.
Hefúr hann verið yfirmaður leyni-
þjónustunnar.
Styrk staða
Zhao Ziyang þykir hafa styrkt
stöðu sína eftir þessa nýju útnefn-
ingu. Hann er sextiu og sjö ára
gamall og þykir það ekki mikið á
kínverskan mælikvarða. En hann
er einnig undir vemdarvæng Dengs
og náin tengsl við gamla manninn
em ef til vill ekki æskileg í þeirri
hörðu baráttu sem framundan er.
Verið getur að kænska ráði úrslifr
um því sá sem hug hefur á stöðu
valdamesta manns Kína þarf að sýna
mikla gætni næstu mánuðina.
verður í október, er gert ráð fyrir
að mikilvægar ákvarðanir varðandi
embætti valdamesta manns Kina í
framtíðinni verði teknar.
Sigur þeirra íhaldssömu í síðustu
viku þykir ekki eingöngu vera fólg-
inn í því að Hu var látinn víkja
heldur einnig hvemig staðið var að
brottvikningunni.
Eðlilegast hefði verið að hún hefði
átt sér stað í október á ráðstefnu
flokksins þar sem honum hefði verið
þakkað fyrir vel unnin störf. Sjálfúr
hefði Hu getað tilkynnt að hann
teldi að nú væri kominn tími til þess
að einhver yngri tæki við.
Mætti fjandskap
í staðinn mætti hann fjandskap er
hann gagnrýndi sjálfan sig um leið
og hann tilkynnti afsögn sína á fundi
í miðstjóm flokksins á föstudaginn
var. Hu heldur samt sæti sínu í mið-
stjóminni. Þykir það benda til mikils
þrýstings af hálfú gagnrýnenda hans
að brottvikninguna skyldi bera svo
brátt að.
Þeir íhaldssamari innan flokksins
em sagðir aðhyllast þá stefnu er tek-
in hefur verið varðandi umbætur í
efnahagsmálum en kjósa heldur
hægari ferð. Þeir geta vel hugsað sér
að notfæra sér vestræna tækniþekk-
ingu en hafna aftur á móti vestræn-
um hugmyndum. Eru þeir sérstak-
lega á móti allri þátttöku
almennings í stjómmálum.
Óbreytt stefna
Þrátt fyrir þá kreppu sem ríkir
núna virðist sem umbótum í efna-
hagsmálum sé ekki ógnað. Að
Zhao Ziang, forsætisráöherra Kína, hefur nú veriö út-
nefndur formaður flokksins.
Álitiö er aö yfirmaöur leyniþjónustunnar, Qiao Shi, taki
þátt í valdabaráttunni sem framundan er.
- Símamynd Reuter.
Barist um völdin