Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
Neytendur
HÆMO- GLUCO TEST
LYFJAVERSLANIR
5000 -
4000-
J 3000-
í 2000 -
1000 -
50stk.
■g
3
« ■*
1. Árbæjarapótek , 10. Laugamesapótek
2. Kópavogsapótek 11. Laugavegsapótek -
3. Garðsapótek 12. Lyfjaberg
4. Iðunn 13. Lyfjabúð Breiðholts 2000 -
5. Borgarapótek 14. Nesapótek
6. Ap.Norðurb.Hafnarf. 15. Vesturb.apótek J
7. Hafnarfjarðarapótek 16. Reykjav.apótek I 1000-
8. Háaleitisapótek 17. Keflavikurapótek
9. Ingólfsapótek 18. Mosf.apótek
3000 1
25stk.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18
40 i
30-
20 •
10-
SPRAUTUR
i i
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18
Allt að 35% verðmunur á blóð-
sykurmæliblöðum fyrir sykursjúka
Athygli okkar var vakin á því að
mismunandi verð er á blóðsykur-
mælistrimlum sem sykursjúkir þurfa
að nota. Þetta heitir Hæmo-gluco-
test og munar á 25 stk. pakkningu
7,5% á hæsta og lægsta verði en á
50 stk. pakkningu munar hvorki
meira né minna en 35%. Þar sem
þessir strimlar eru dýrastir kosta
þeir 4.290 kr. en 3.188 kr. þar sem
þeir eru ódýrastir.
Hins vegar skiptir þetta ekki miklu
máh fyrir sjúklingana sjálfa því þeir
þurfa aðeins að greiða 10% af verð-
inu. Almannatryggingar greiða 90%
af kostnaðinum. Það hlýtur aftur á
móti að skipta nokkru máli fyrir rík-
ið sjálft hvort það greiðir 3.861 kr.,
þar sem strimlamir eru dýrastir, eða
2.807 kr. þar sem þeir eru ódýrastir.
Einnota sprautur, sem sykursjúkir
þurfa einnig að nota, eru seldar á
mismunandi verði. Við könnuðum
verð á Vi cc Terumo sprautum. Þær
kosta frá 21 kr. upp í 30 kr., sem er
43% mismunur. Ríkið greiðir einnig
90% af verði sprautanna.
Atján apótek á Stór-Reykja-
víkursvæðinu
Kannað var verð í átján apótekum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þ.e. í
Reykjavík, Kópavogi, Hafharfirði,
Mosfellssveit og Keflavík.
Algengasta verðið á 25 stk.
Hæmo-glucotesti er 2.490 kr, dýrust
var sú pakkning á 2.675.1 einu apó-
tekinu, Reykjavíkurapóteki, var til
ein pakkning sem kostaði aðeins
1.725 kr. Næsta verð fyrir ofan þetta
var 2.488 kr. Hæmo-glucotestið er
ekki til eins hjá heildsalanum eins
og er, en þessar tölur tala sínu máli.
Að öðru leyti vísast til verðtöflu
hér á síðunni þar sem verðið er bor-
ið saman á greinilegan hátt.
-A.BJ. Hæmo-glucotestið og sprautumar sem verðið var kannað á.
DV-mynd Brynjar Gauti.