Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Of fáir eru reknir
Allt of lítið er um, að opinberir embættismenn séu
reknir úr starfi eða færðir til hliðar, svo að þeir valdi
minna tjóni. Æviráðning og aðhaldsleysi embættis-
manna veldur mestu um, að rekstur hins opinbera stenzt
engan samjöfnuð við annan rekstur í landinu.
Mikill sannleikur er í Pétursreglunni, sem segir, að
menn hækki í starfi, unz þeir komist í embætti, er þeir
ráða ekki við. Á því stigi framabrautarinnar staðnæm-
ist fólk, óhæft um að gegna starfi sínu. Kerfi hins
opinbera er stíflað af dæmum um þessa reglu.
Tjónið af þessu verður meira en ella fyrir þá sök, að
íslenzkir embættismenn verða gjarna eins konar smá-
kóngar með einræðisvaldi á afmörkuðu sviði. Það væri
verðugt verkefni í stjórnsýslunni að brjóta þessa smá-
kónga á bak aftur og innlima konungsríki þeirra.
Embættismenn valda tjóni á ýmsan hátt. Sumir reyna
að hindra, að almenningur nái rétti sínum. Aðrir streit-
ast við að synda gegn straumnum, sem þeim er ætlað
að fylgja. Flestir nota meira fé skattgreiðenda, en þeim
er heimilt. Þannig má rekja ýmis dæmi um vanhæfni.
Fræðslustjórinn á Norðurlandi eystra er sakaður um
að fylgja eigin skólastefnu eða eins konar byggða-
stefnu, sem stangast að einhverju leyti á við línur
fjárlaga og menntaráðuneytis. Það er alvarleg ásökun,
því að embættismenn hafa ekki pólitískt hlutverk.
Ekki er hægt að láta viðgangast, að fræðslustjóri lifi
sig svo inn í pólitískar hugsjónir byggðastefnu umdæm-
isins, að gerðir hans gangi sumpart í berhögg við
ákvarðanir, sem yfirstofnun hans, menntaráðuneytið,
tekur í samræmi við gildandi fjárlög á hverjum tíma.
Fræðslustjórinn hefur ennfremur verið sakaður um
að fara 4% fram úr fjárlögum. Það er að sjálfsögðu 4%
of mikið, því að gilda þarf hið sama um opinberan rekst-
ur og annan rekstur, bæði fyrirtækja og fjölskyldna,
að hann verður að standast áætlanir.
Raunar á ríkið að geta smíðað ramma um, hversu
alvarleg sé talin hver prósenta umfram fjárlög. Lág
umframtala gæti varðað skriflegri aðvörun, hærri tala
flutningi embættismannsins í starf, sem síður varðar
fjármál, og loks gæti enn hærri tala varðað brottrekstri.
Almennar og viðurkenndar viðmiðunarreglur af slíku
tagi mundu auðvelda stjórnvöldum að losna við fjár-
freka embættismenn án þess að þurfa síðan að borga
þeim stórfé í skaðabætur. Þær mundu líka tryggja, að
smákóngarnir gættu peninganna betur en ella.
Fræðslustjóranum er engin vörn í að vísa í grunn-
skólalög. Hefð er fyrir því hér á landi, að lög eru eins
konar óskhyggja, sem nánar er útfærð í fjárlögum
hverju sinni. Fjárlögin ganga oft mun skemur í fjárveit-
ingum en gert er ráð fyrir í öðrum lögum. Og ráða.
Hins vegar er hætt við, að fleiri þurfi að fjúka en
fræðslustjórinn einn, ef brottrekstrarramminn er mið-
aður við 4%. I stórum dráttum má segja, að algert hrun
yrði í stétt ráðuneyfisstjóra, ef allir væru reknir, sem
syndguðu upp á 4% af veltunni eða meira.
Ennfremur væri nauðsynlegt að byrja á að reka ráðu-
neytisstjórann og ráðherrann í menntaráðuneytinu á
undan fræðslustjóranum. Þeir fóru nefnilega fjórum
sinnum lengra fram úr fjárlögum en hann, það er að
segja rúmlega 17% á sama tíma og hann fór 4% framúr.
Gild rök eru sennilega fyrir nýjasta brottrekstrinum.
En sé svo, mættu gjarna aðrir fjúka fyrst. Fremstir eru
þar í flokki ráðherra og ráðuneytisstjóri menntamála.
Jónas Kristjánsson
Stjórnarsam-
stavfið úr
böndunum
Stjóm Sambands ungra framsókn-
armanna samþykkti á fundi sínum
um síðustu helgi stjómmálaályktun
þar sem vantrausti er lýst á Sverri
Hermannsson menntamálaráðherra.
Og það er svo sannarlega ekki gert
að ástæðulausu. Síðasta athöfii ráð-
herrans, það er brottvikning
fræðslustjórans í Norðurlandi eystra
úr starfi, hefur fyllt bikarinn. Vart
þarf að rekja það mál enda verið
fyrirferðamikið í umræðum manna
á milli og í fjöimiðlum. Meira að
segja Morgunblaðið setur ofan í við
menntamálaráðherra sinn í forystu-
grein á sunnudaginn og segir að
starfsaðferðir ráðherrans viðgangist
ekki í nútíma samfélagi. Og það er
vert að taka undir það. Mennta-
málaráðherrann hefur í þessu máli
eins og í mörgum öðrum sýnt af sér
dæmafáa valdníðslu sem ekki verður
liðin lengur.
Framsóknarmenn þekkja þessa
hlið á ráðherranum. Hún hefur snú-
ið að þeim þegar málefhi Lánasjóðs
íslenskra námsmanna hafa borið á
góma. Hofinóðugheit ráðherrans í
fræðslustjóramálinu nú eru þau
sömu og hann viðhafði þegar hann
rak framkvæmdastjóra lánasjóðsins
fyrirvaralaust úr starfi fyrir tæpu
ári. Ráðherrann lagði fyrir Alþingi
síðasta vor skýrslu um lánasjóðinn
og hugmyndir sínar um breytingar
á fyrirkomulagi hans. Þá gripu fram-
sóknarmenn í taumana.
KjaBarinn
Gissur Pétursson
formaður SUF
ótrúlegt klúður. Dómur Hæstaréttar
nú nýverið er til marks um það.
Margra mánaða vinna rannsóknar-
lögreglumanna og saksóknara er til
einskis. Á Islandi má nú okra. Það
er umhugsunaratriði og raunar við-
vörun við fleiri ákvörðunum af þessu
tagi. Ungir framsóknarmenn vilja
ekki að kaupahéðnum sé það leyfi-
legt að gera fjárhagsvandræði
náunga sinna að féþúfu.
Ummæli Þorsteins Pálssonar
ÍDV
Við ungir framsóknarmenn getum
ekki skilið ummæli Þorsteins Páls-
sonar í DV, laugardaginn 17. janúar,
öðruvísi en vantraust á Framsókn-
arflokkinn. Formaður Sjálfstæðis-
flokksins biður þar fólk um að taka
ekki gagmýni forsætisráðherra á
Seðlabankann alvarlega. Eins lætur
,,í ljósi þessara atburða og eins vegna
þess hversu valdabarátta og samskipta-
örðugleikar innan Sjálfstæðisflokksins
eru farin að draga verulega úr starfsgetu
ríkisstjórnarinnar vill Samband ungra
framsóknarmanna að Framsóknarflokk-
urinn taki áframhaldandi stjórnarsam-
starf til alvarlegrar endurskoðunar.“
Markmið lánasjóðsins
Framsóknarflokkurinn lét árið
1982 setja lög um Lánasjóð íslenskra
námsmanna þar sem sjóðnum var
markað eftirfarandi hlutverk:
a) Lánasjóður ísl. námsmanna sé
félagslegur framfærslulánasjóður
sem hefur það hlutverk að jafha
aðstöðu manna til náms.
b) Lánasjóðurinn skal taka tillit til
aðstæðna námsmanna meðan á
námi stendur.
c) Við endurgreiðslur námslána sé
tekið tillit til tekna lánþega að
námi loknu.
d) Stefiit er að yfir 90% endur-
heimtuhlutfalli til sjóðsins.
Það skal undirstrikað hér að við
þessi markmið ætlar Framsóknar-
flokkurinn að standa fram í rauðan
dauðann. Deila framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna um lánasjóðinn
undanfamar vikur stendur um þetta.
Það er kjami málsins að Framsókn-
arflokkurinn vill að til sé í landinu
öflugur lánasjóður sem gerir lág-
launafólki kleift að senda böm sín
til mennta. Sverri Hermannssyni og
hans pótintátum er það hins vegar
ekki neitt sérstakt keppikefli. Deila
þessara flokka um lánasjóðinn krist-
allast í þessu - ég bið alla, einkum
námsmenn, að athuga það. Þetta er
ástæðan fyrir því að Samband ungra
framsóknarmanna hefur ítrekað lýst
yfir fullum stuðningi við hugmyndir
Finns Ingólfssonar um lausn lána-
sjóðsmálsins. Þær viðhalda þessu
hlutverki lánasjóðsins samhliða því
að hækka endurgreiðsluhlutfall
sjóðsins án þess að íþyngja lánþeg-
um.
Ég bið námsmenn og láglaunafólk
einnig að athuga það að Alþýðu-
flokkurinn er á svipuðu reiki
varðandi lánasjóðinn og sjálfstæðis-
menn, þ.e. að taka upp vexti á
námslánin, leggja á þau lántöku-
gjöld og hætta að taka tillit til að'-
ekki skilið ummæli Þorsteins Páls-
sonar í DV, laugardaginn 17.janúar,
öðruvísi en vantraust á Framsókn-
arflokkinn. Formaöur Sjálfstæðis-
flokksins biður þar fólk um að taka
ekki gagnrýni forsætisráðherra á
Seðlabankann alvariega."
stæðna námsmanna við lánsúthlut-
un.
Það er af framantöldum ástæðum
sem við ungir framsóknarmenn höf-
um nú lýst vantrausti á mennta-
málaráðherrann. Og þykir einhverj-
um það skiýtið?
Lögverndað okur
í ályktun stjómar SUF er það
harmað að okur skuli nú vera orðið
lögvemdað á íslandi enda vegur
slíkt gróflega að réttlætistilfinningu
almennings. Ákvörðunin um frjálsa
vexti var á sínum tíma tekin eftir
gífurlegan þrýsting af hálfu hægri-
sinnaðra sjálfstæðismanna. Fram-
kvæmd þessa máls hefur verið
hann þess getið að sjálfstæðismenn
hafi vitað þegar til stjómarsamstarfs
með Framsóknarflokknum var
gengið að flokkurinn myndi hlaupa
út undan sér undir lok kjörtímabils-
ins. Þetta eru brosieg ummæli sé
hugsað til athafiia sjálfstæðisráð-
herranna undanfamar vikur. Upp
er áður tahð fræðslustjóramálið,
lánasjóðsmálið og okurmálið. Hæst
bera þó vafalaust vinnubrögð sjálf-
stæðismanna varðandi lagafrum-
varpið sem stöðva átti sjómanna-
verkfallið.
Það var rétt ákvörðun hjá Stein-
grími Hermannssyni forsætisráð-
herra að kalla saman þing til að
ræða stöðuna í sjómannaverkfallinu
og þrýsta á um aðgerðir í málinu.
Fordæmalausa ákvörðun formanns
Sjálfstæðisflokksins um að sópa
skyndilega út af borðinu lagafrum-
varpi, sem flokksfélagar hans í
ríkisstjóminni höfðu lagt blessun
sína yfir, myndi hins vegar einhver
kalla að hlaupa út undan sér.
Vitaskuld ber að fagna því að
samningar skyldu takast án laga-
setningar en vinnubrögð fjármála-
ráðherra og raunar allra sjálfstæðis-
ráðherranna sem aðild áttu að þessu
máli bera þess ekki vitni að hér séu
á ferð ábyrgir aðilar í stjómarsam-
starfi. Atferli Þorsteins Pálssonar,
frambjóðanda í Suðurlandskjör-
dæmi, helgaðist af engu öðm en ótta
við kosningar. Væm kosningar ekki
í nánd hefði hann stutt þetta laga-
frumvarp um sjómannadeiluna með
ráðum og dáð, um það er ég sann-
færður.
I ljósi þessara atburða og eins
vegna þess hversu valdabarátta og
samskiptaörðugleikar innan Sjálf-
stæðisflokksins em farin að draga
vemlega úr starfsgetu ríkisstjómar-
innar vill Samband ungra framsókn-
armanna að Framsóknarflokkurinn
taki áframhaldandi stjómarsamstarf
til alvarlegrar endurskoðunar.
Gissur Pétursson.