Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
íþróttir
• Ingolf Wiegerl.
íslenska
liðið til
alls líklegt
Stófin Kristjánssan, DV, Rostodc
Við vissum að leikurinn yrði
gríðarlega erfiður," sagði línumað-
ur austur-þýska liðsins, Ingolf
Wiegert. „íslenska liðið hefur
margsýnt að það er til alls líklegt,
meðal annars á HM í Sviss. Ef
aðrir leikir okkar í þessu móti
verða svipaðir þessum í kvöld þá
vinnum við varla til verðlauna.
Við stefhum þó að því nú eins og
í upphafi.“ -»JÖG
Ótrúlega
góðurárangur
-segir Þorgils Qttar
Steön Kristjánssan DV, Rostodc
„Við lékum nú í fyrsta sinn sam-
an síðan á HM í Sviss og náðum
ótrúlega góðum árangri," sagði
Þorgils Óttar, fyrirliði íslenska
landsliðsins eftir leikinn í gær.
„Þrátt fyrir góðan leik gerðum við
afdrifarík mistök og raunar gerðu
bæði liðin sig sek um slíkt. Engu
að síður hljótum við að vera á-
nægðir með jafntefli gegn liði sem
verið hefur óstöðvandi á heirna-
velli á síðustu árum. Þetta eru mun
betri úrslit en menn þorðu að vona
og þau eru í raun stórkostleg.
Þetta er afar gott veganesti og
jafnframt frábært upphaf á undir-
búningi Iandsliðsins íyrir ólympíu-
leikana í Seoul.“ -JÖG
Röng tönn!
Stófin KriBtjárasan, DV, Rostodc
Eins og við skýrðum frá í DV í
gær fór Brynjar Kvaran, mark-
vörður íslenska liðsins, til tann-
læknis í fyrradag sökum tannpínu
sem hann var haldinn af og var
gert við tönnina til brágðabirgða.
Síðar um daginn fann Brynjar
enn fyrir verkjum í tönninni og
þegar betur var að gáð kom í ljós
að gert hafði verið við ranga tönn.
Að sögn Brynjars er hann efins
um að hann fari aftur til tann-
læknisins en láti viðgerðina bíða
þangað til hann kemur heim og
kemst í öruggari hendur en í þetta
skipti. -JKS
Meiriháttar
Stetán Kristjánssan, DV, Rostodc
„Þetta eru meiriháttar úrslit,“
sagði Karl Þráinsson sem sat á
varamannabekknum allan leikinn
í gær. „Það var samt grátlegt að
tapa þessu niður í lokin. Ef fram-
haldið verður þessu líkt eigum við
möguleika á verðlaunasæti. Liðið
var að mínum dómi gott í sókn og
vöm en dómgæslan var hins vegar
afleit. Margir dómar voru furðu-
legir og hölluðu á okkur.“ -JÖG
011 liðin eiga
möguleika á sigri
- í keppninni, segir Jón Hjaltalín
Strfán Kristjánssan, DV, Rostodc
„Ég er mjög ánægður með leikinn.
Við gerðum jafhtefli við sterkustu
handknattleiksþjóð heims, á hennar
eigin heimavelli." Þessi vom orð Jóns
Hjaltalín Magnússonar, formanns
HSÍ, eftir leikinn í gær. „Þetta er stór-
kostlegur árangur," hélt hann áfram,
„leikkerfin gengu stundum vel upp í
sókninni en af og til gerðu leikmenn
mistök í vöm. Þar skorti bersýnilega
samæfingu. Liðið hefur lítið komið
saman að undanfömu en nú hefur
stefhan verið tekin á ólympíuleikana
í Seoul. Sterk og alvarleg keppni sem
þessi þjappar hópnum saman og því
er hún mikilvægur liður í undirbún-
ingi landsliðsins fyrir ólympíuleikana.
Ef svipaður árangur næst í þeim
leikjum, sem framundan em á þessu
móti, -- ef liðið kemst nærri því sem
við urðum vitni að hér í kvöld er full
ástæða til bjartsýni. Við höfum heitið
leikmönnum aukagreiðslum ef þeir ná
1., 2. eða 3. sætinu hér á mótinu. Ég
er þess fullviss að leikmenn setja
markið hátt.
Það þarf mjög sterkar taugar til að
standast það álag sem hér er og jafn-
framt til að ná árangri. Markatalan
getur jafhvel skipt sköpum þegar upp
verður staðið á sunnudag. Öll liðin
eiga möguleika á sigri hér,“ sagði Jón
Hjaltalín að lokum.
-JÖG
Ribe stefnir á
meistaratitilinn
eftir gott gengi að undanfömu
Haukur L. Hauksson, DV, Danmörku;
Ribe er nú í 2. sæti í 1. deild í Dan-
mörku eftir tvo góða sigra að undan-
fömu. Um daginn vann liðið
Skovbakken á útivelli, 22-15, og nú á
sunnudaginn var annar aðalkeppi-
nautur, Kolding IT, lagður að velli,
22-15.
Vom tæplega 2 þúsund áhorfendur
á viðureign Ribe og Kolding þar sem
gamla kempan Mogens Jeppesen
(Muggi) í marki Ribe lék aðalhlut-
verkið. Varði hann 22 skot í leiknum,
þar af öll skot frá köntunum. Hinn 33
ára gamli Jeppesen er i frábæm formi
núna og hefur verið valinn í landsliðið
í fyrsta sinn síðan 1984.
Lið Kolding hefur verið erfitt viður-
eignar í vetur og skorað 25 mörk að
meðaltali í leik. Hefur liðið verið frægt
fyrir hratt spil og hraðaupphlaup.
Þjálfari Ribe, Anders-Dahl Nilsen,
vissi því að hveiju hann gekk og eftir
leikinn sagði hann að leikmenn Ribe
hefðu aldrei hlaupið eins hratt og í
þessúm leik.
HIK er nú efet með 20 stig en Ribe
er með 18 stig og er því ekki óraun-
hæft að tala um að meistaratitillinn
endi hjá Ribe ef svo heldur fram sem
horfir. -SMJ
Jafritefli voru
léttlát úrslit
sagði stórskyttan Frank Wahl
Sefin Kristjánssan, DV, Rostodc
„Jafntefli vom réttlát úrslit. Við
höfðum yfirhöndina i 50 mínútur eftir
mjög mikla erfiðleika í byrjun. Við
gerðum oft tæknileg mistök og það
kostaði okkur sigurinn. Islenska liðið
er þekkt fyrir hraðaupphlaup sín og
notaði þau óspart með góðum ár-
angri. Ég vil nota tækifærið og þakka
íslenska liðinu fyrir góðan leik og óska
þeim til hamingju með góða byrjun á
mótinu. Leikmenn íslenska liðsins
börðust eins og ljón og uppskám sam-
kvæmt því. Úrslitin em gífurleg
vonbrigði fyrir okkur og við eigum
varla eftir að fá jalh gott tækifæri til
að sigra i næstu leikjum okkar gegn
íslendingum," sagði Frank Whal, stór-
skyttan í austur-þýska liðinu.
- Telur þú að það hafi ráðið úrslitum
leiksins að þú varst tekinn úr umferð
í seinni hálfleik?
„Já, næstum því. Leikur okkar í fyrri
hálfleik einkenndist af undirbúningi í
sókninni fyrir mig og mér gekk mjög
vel. Sjálfstraustið var gott of ég skor-
aði fljótlega fimm mörk en því miður
dugði það ekki til sigurs."
-JKS
Stefán Kristjáns-
son, blaðamaður
DV, skrifar ffá
Rostock
i Frábær seinni háffleikur ~!
Stefin Kristjánssan, DV, Rostodc
„Mjög slæmur leikkaíli í fyrri hálfleik kom í veg fyrir sigur okkar í
dag,“ sagði Júlíus Jónasson sem sat á varamannabekknum í gær. „Sterk-
ur vamar- og sóknarleikur liðsins í síðari hálfleik réð hins vegar ágætum
úrslitum þegar upp var staðið."
•JÖG
• Þorgils Óttar, fyrirliði landsliðsins, var með 100% nýtingu í gær.
A-Þjóðverjar
fráfyrstata
Steön Kristjánssan, DV, Rœtodc
„Þetta var mjög góður leikur miðað
við það hve undirbúningur liðsins fyrir
mótið var lítill,“ sagði Bogdan Kow-
alczyk landsliðsþjálfari eftir leikinn í
gær og er ekki hægt annað en að taka
undir þessi orð þjálfarans.
Það eru ekki margar þjóðir sem geta
leyft sér að ganga óánægðar af velli eft-
ir að hafa gert jafntefli við A-Þjóðverja
í Rostock. Það mátti eigi að síður greina
óánægju í svip íslensku landsliðsmann-
anna eftir að hafa gert jafntefli, 17-17,
við A-Þjóðvetja í gærkvöldi. Það er að
nokkru skiljanlegt því eftir mjög svo
sveiflukenndan leik voru íslendingar
með sigurinn í höndunum 25 sekúndum
fyrir leikslok. En við íslendingar höfum
fengið að kynnast því í vetur að A-
Þjóðverjar eru ekki sigraðir fyrr en búið
er að flauta til leiksloka. Svo reyndist
einnig vera núna. Fyrir þennan leik
höfðu A-Þjóðveijar sigrað 20 sinnum í
viðureignum þjóðanna en íslendingar
aðeins einu sinni.
Það var í raun ergilegt að sigra ekki
í þessum leik en á það ber að líta að
A-Þjóðveijar voru með fjögurra marka
foiystu í hálfleik eftir að hafa skorað
átta mörk í röð. Fáum liðum hefur tek-
ist að vinna upp svona mun gegn þessu
rútínuliði A-Þjóðverja. Án þess að gera
lítið úr leik íslenska liðsins - sem var
að mörgu leyti mjög góður í síðari hálf-
- fvábær seinni hálfleil
leik - þá var a-þýska liðið ekki eins
sterkt og búist var við. í raun léku að-
eins þrír menn í liðinu af þeirri getu sem
búist var við. Það voru þeir Ingólf Wie-
gert, Frank Wahl og síðast en ekki síst
Wieland Schmidt. Frábær markvarsla
hans bjargaði í raun og veru stiginu
fyrir A-Þjóðveija en hann varði 18 skot
í leiknum.
Undirbúningurinn fyrir Sviss
sagði til sín
Það kom berlega í ljós í þessum leik
hve vel liðið hafði æft fyrir heimsmeist-
arakeppnina í Sviss því þessi hópur
hefur lítið sem ekkert komið saman síð-
ann. Mátti jafnvel heyra liðsmenn
íslenska liðsins tala saman þegar inn á
völlinn var komið um það hvemig þeir
vildu að samheijamir höguðu leik sín-
um.
Leikur íslenska liðsins var mjög kafla-
skiptur. Eftir góða byrjun þar sem liðið
komst í 5-2 kom hrikalegur kafli þar sem
hvorki gekk né rak. Á þessum kafla, sem
stóð í 16 mínútur, skomðu Þjóðverjar 8
mörk gegn engu! Seinni hálfleikur var
hins vegar mjög góður, sérstaklega
vamarleikurinn. Einar Þorvarðarson
varði ágætlega allan tímann og þá stóð
Kristján Arason sig vel. Þorgils Óttar
átti skínandi leik í seinni hálfleik og
skoraði úr öllum skotum sínum auk
þess að gera Frank Wahl óvirkan.