Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Page 31
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
31
Sandkom
Páll Pétursson.
Páll í
stuði
Það er ekki að spyrja að
Páli Péturssyni Framsóknar-
þingmanni þegar honum tekst
vel upp.
Um daginn var haldinn mik-
ill bændafundur í Miðgarði í
Skagafirði. Þar leiddu saman
hesta sína þingmenn kjör-
dæmisins og fleiri stjómmála-
menn. Meðal þeirra voru
umræddurPáll Pétursson, Jón
Jón Baldvin Hannibalsson.
Baldvin Hannibalsson og efsti
maður á lista Alþýðuflokksins
í kjördæminu, Jón Sæmundur
Sigurjónsson.
Fundurinn var mjög vel
sóttur og sátu hann eitthvað
um fimm hundruð manns.
Nokkuð fljótlega vakti það
athygli Páls að þeir Jón Bald-
vin og Jón Sæmundur voru í
mynstruðum peysum, svona
hálfgerðum lopapeysum. Því
stóðst hann ekki mátið þcgar
hann kom í pontu heldur sneri
máli sínu til þeirra og sagði:
„Mér sýnist nú vera hálf-
gerður jarðarfararsvipur á
ykkur, félögunum."
Það þurfti ekki meira, salur-
inn orgaði af hlátri. En sagan
segir að Jón Baldvin hafi yfir-
gefið fundinn áður en honum
lauk.
Frosthörkur
til góðs
Frosthörkumar, sem gengið
hafa yfír í Evrópu að undan-
förnu, hafa ekki bara verið til
ills.
Þannig hefur Vestfirska
fréttablaðið það fyrir satt að
opnuð hafi verið fyrsta skíða-
lyftan í Danmörku á dögun-
um. Ly ftan var sett upp í
Roskilde, vinabæ Isafjarðar,
nánar tiltekið í gamalli mal-
amámu en þar fannst 60 metra
háttfjall.
Rekinn
upp á við
Þeir sem sjá ljósu hliðamar
á málunum kalsa nú með það
að Sturla Kristjánsson, fyrr-
verandi fræðslustjóri, megi
eiginlega bara þakka fyrir að
hafa verið rekinn. Hann sé
nefnilega eini Islendingurinn
sem vitað er um hingað til sem
hafi verið rekinn upp á við.
Máli sínu til stuðnings
benda bjartsýnismennimir á
að Sturla hafi verið skóla-
stjóri Þelamerkurskóla.
Þaðan hafi hann verið rekinn.
Þá hafi hann fært sig upp i
stól fræðslustjóra. Þaðan sé
búið að reka hann. Nú sé það
engin spuming hver taki við
af Sverri Hermannssyni ef
hann láti af ráðherradómi í
menntamálaráðuneytinu.
Brennivín
í mjólkur-
búðinni
Undanfarin ár hefur áfeng-
ismálastefna þjóðarinnar
einkennst af boðum og bönn-
um. Hvers konar brennivín
hefur helst átt að banna með
öllu. Það hefur þótt Ijótt að
smakka það og menn hafa
laumast í ríkið svo lítið ber
á, oft með merkta innkaupa-
poka meðsértil aðsetjahinn
forboðna vöka í.
En nú kveður við nýjan tón.
Höskuldur Jónsson, forstjóri
ÁTVR, hefur viðrað þá hug-
mynd að komið verði upp eins
konar áfengishorni í almenn-
um verslunum. Myndi þetta
gilda um þá staði úti á lands-
byggðinni sem hafa fengið
leyfi fyrir áfengisútsölu en
húsnæði ÁTVR er ekki til
staðar á. Yrði þá samið við
verslunareigendur á umrædd-
um stöðum um vínsöluna.
Vafalaust myndu margir öf-
unda það landsbyggðarfólk
sem yrði þessara hlunninda
aðnjótandi. Það er nefnilega
talsverður munur á því að
geta krækt sér fyrirhafnarlítið
í eina rauðvínsfiösku með
steikinni í stað þess að velkj-
ast eins og síld í stappfullri
tunnu í útsölum ÁTVR.
Erlendur Eínarsson.
Þaðtóktím-
ann sinn
Það hefur oft verið sagt að
dómskerfið íslenska sé sein-
virktog silalegt. Eftirfarandi
dæmi er kannski ekki til þess
fallið að draga úr þessari trú
manna.
Kaffibaunamál SlS er nú til
meðferðar hjá sakadómi eins
og fram hefur komið í fréttum.
Hefur sú meðhöndlun staðið
yfir það sem af er vikunni.
Blaðamenn hafa að sjálf-
sögðu fylgst með Erlendi og
félögum í baunasúpunni. Hef-
ur hinum fyrrnefndu ekki
alltaf liðið eins og best verður
á kosið. Því er helst um að
kenna grjóthörðum bekkjum í
sakadómi sem sagðir eru verri
en nokkrir kirkjubekkir. En
það er kannski liður í því að
halda forvitnum frá.
Allt um það. Þegar blaða-
mennirnir voru alveg að því
komnir að bugast á bekkjun-
um ákváðu þeir að ræða þetta
háalvarlega mál við dómvörð.
Þeir sögðu honum að bekkim-
ir væm alveg að fara með þá
og spurðu hvort ekki væri í
lagi að þeir bæm inn í dóms-
salinn bólstraða stóla sem
stóðu fyrir utan.
Dómvörðurinn var ekki viss
um að það gengi. „Það tók nú
hvorki meira né minna en
fimmtán ár að fá almennileg-
an stól fyrir dómarann,“ sagði
hann.
Umsjón:
Jóhanna S. Slgþórsdóttir.
yisÁ.
• Fullur staögreidsluafsláttur.
• Afsláttur við helmingsútborgun, en
raögreiöslur í 2-12 mánuði.
• Þægilegur og ódýr greiðslumáti.
Opið
kl. 8-18 virlca daga,
kl. 10-16 laugardaga.
ATH. Opið næsta
laugard., 24. jan.,
kl. 10-14 vegna
árshátíðar starfsmanna.
2 góðar byggingavöruverslanir
austast og vestast í borginni,
Stórhöfða, simi 671100,
Hringbraut, simi 28600.
Byggingavindu
Útvegum með stuttum
fyrirvara GEDA STAR
150 byggingavindur.
Lyftigeta 150 kg.
Ýmiss konar aukabún-
aður er fáanlegur.
Fallar hf,
Vesturvör 7
200 Kópavogi. Símar 42322
TÖCGUR HF\
SAAB UMBODIÐ
Bildshöfða 16 - Simar 681530 og 83104^1
Seljum ídag
Saab 900 GLS árg. '82. 4ra Saab 900 GLI árg. '84. 2ja
dyra, blágrár. beinskiptur, 5 dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5
gíra, ekinn 73 þús. km. Topp- gíra, ekinn 49 þús. km. Verð
bill á aðeins kr. 350.000,- kr. 460.000,-
Saab 900 GLS árg. '82. 4ra Saab 900 GLI árg. '82. 4ra
dyra, grænn, beinskiptur, 5 dyra, gráblár, beinskiptur, 5
gira, fallegur bill á góðu verði. gíra, ekinn aðeins 58 þús. km.
Mjög fallegur bíll. Verð kr.
360.000,-
Qpið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma.