Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 33
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
33
Dægradvöl
„Hann er frekar stórhuga og stress-
aður. Skapandi en fastur fyrir, hug-
sjónamaður en getur verið
smámunasamur - og frekur. Hver er
maðurinn?"
Þetta reynist vera fæðingarkort
Jóns Óttars Ragnarssonar, sjónvarps-
stjóra á Stöð tvö. Mönnum kemur
saman um að spekingurinn hafi gefið
góða mynd af Jóni en hann getur ekki
stillt sig um að bæta við skýringamar.
„Það er meyjan sem gerðist mat-
vælafræðingur en ljónið setur upp
sjónvarpsstöðina. Gagnrýnandinn er
meyjan hins vegar. 1 Sviðsljósi Jóns
er ljónið í aðalhlutverki en í lokin nær
meyjan yfirtökunum og gefur ein-
kunnir í lok þáttanna."
Sumirtrúa
Meðan staldrað er við í stöðinni er
stöðugur straumur fólks og Jóhanna
Viggósdóttir afgreiðslumaður er á
þönum.
„Það hefur verið gífurleg aukning í
þessu - sérstaklega undanfama mán-
uði. Og ekki skiptir máli hvaða dagur
er, það er alltaf heilmikið að gera.“
Ungt par stendur við afgreiðsluborð-
ið og bíður eftir kortunum sínum. Þau
em bæði að fá persónuleikakort og
framvindukort. Karlmaðurinn er hálf-
feiminn við framkvæmdimar og vill
lítið láta uppi - segir þó að það geti
verið gaman að glugga í þetta.
„Það er ljóst að geimurinn hefur
áhrif á manninn en hvort það er endi-
lega á þennan hátt vil ég ekki tjá mig
um,“ segir hann varkár. En kven-
maðurinn er ófeimnari og segist hafa
haft áhuga á stjömuspeki í mörg ár
... „og ég trúi alveg á þetta“.
Jóhanna Viggósdóttir - starfsmaður
Stjömuspekimiðstöðvarinnar - af-
greiðir viðskiptavin með stjörnukort.
Rótgróinn hluti heimsmyndar
Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri
minnir aðspurð um skoðanir hennar á
stjömuspeki á að fræðin séu kennd í
erlendum háskólum og þar sem hún
þekkir til í frönskum háskólum er
þetta í nokkrum greinum alltaf á
námsskránni.
„Þetta er rótgróinn hluti heims-
myndar ákveðins tíma og tilheyrir
þekkingu á menningu miðalda,“segir
Kristín. Og maður hennar, Sigurður
Pálsson, tekur í sama streng. Þau
hjónin hafa reynst mörgum Parísar-
faranum hjálparhella sem vildi fá
stjömukortinu sínu rennt í heims-
borginni áður en möguleiki á slíku var
fyrir hendi á heimaslóðum. Þekkt fyr-
ir þekkingu á fræðunum og greiðvikni
við landann.
„Áhuginn á stjömuspekinni kom í
rauninni meira almennt sem áhugi á
goðsögnum - mythologíu - þannig að
stjömuspekiáhuginn hefur að vissu
leyti verið eins konar undirdeild dul-
speki og goðafræði - ein skúffa í þeirri
kommóðu," segir Sigurður.
„Ég tek þetta ekki sem neins konar
trúarbrögð og umræður um hvort
menn trúa eða ekki hafa aldrei skipt
mig neinu máli. Það sem byijendur
em oftast spenntastir fyrir em fram-
tíðarspár en spáfræðin er ekki nema
ein grein stjömuspekinnar. Menn hafa
um aldir beitt ýmsum brögðum til þess
að skyggnast jnn í framtíðina og nú-
tímamenn em fullt eins áfjáðir að vita
eithvað um fr^mtíðina."
\
Fáfræði samtímans
„Mér finnst nútímamenn oft óafsak-
anlega illa að sér í ýmsum hlutum,"
heldur Sigurður áfram.
Á miðöldum til dæmis vom menn
með margt á hreinu varðandi dulspeki
og goðafræði en nútímamenn em illa
menntaðir að þessu leyti. Því finnst
mér nauðsynlegt fyrir bara almenna
menntun að hafa innsýn í stjömuspeki
án þess að mig langi neitt sérstaklega
að berjast fyrir því að koma henni inn
í skyldunám.
Annars er þessi aukni áhugi í takt
við það sem er að gerast hér á Vestur-
löndum. Núna er geysileg andleg
vakning sem tekur á sig ótrúlegustu
myndir og sótt í ýmsa hluti sem fjar-
lægir em í tíma og rúmi, - í rúmi er
austurlensk heimspeki gott dæmi en í
tíma galdrar og þess háttar.
Þetta er hollt fyrir efnishyggjuein-
stefnu Vesturlanda og nú er að opnast
meiri skilningur á menningu annarra
en okkar eigin hér á Vesturlöndum.
Nálarstungulækningar em til dæmis
að ryðja sér til rúms eftir að banda-
rískir vísindamenn fundu út með
rannsóknum að þær virka.
Jafnvægislistamaður á móti
einstefnu
„Ég er á móti allri einstefiiu. Fannst
álíka heimskulegt athæfi á hippa-
tímanum að rífa af sér hárið og stunda
hrísgijónaát. Ég er línudansari - jafh-
vægislistarmaður og þetta er spursmál
um það að ná einhveiju jafhvægi."
Aðspurður um átrúnað verður Sig-
urður ákaflega varkár.
„Stjömuspekin virkar á mig svona
eins og þægilegur rammi sem maður
getur hugsað og íhugað út frá , not-
hæfur grunnur til þess að leita eftir
fremur en að finna.“
Þess skal getið að lokum - fyrir sér-
fróða - að Sigurður Pálsson er ljón,
rísandi krabbi og með einstaklega öf-
undsverðar afstöður plánetanna að
dómi spakra í fræðunum.
Nýttu tækifærið !
Notaðu afsláttarávísunina.
Sparaðu 10.000,-kr.
Mitsubishi farsíminn
kostar án ávísunar
kr. 89.800,- afb.
eða kr. 86.800,-
Klippa hér
Radióbúðin hf.
Skipholti 19 sími 29800
KR.
10.000,-
Greiöiö gegn
tékka þessum
Handhafa.
Krónur Tfu þúsund krónur til greiðslu upp í Mitsubishi farsíma °/oo"
Reykjavík JánÚRT
.19
87
= ýmislegt — Tékkanr. = Banki = Reikn.nr. = Upphæö =
Ávísun þessi gildirtil 10. febrúar
til kaupa á Mitsubishi farsíma
P:S: Aðeins er hægt að nota eina ávísun fyrir hvem Mitsubishi farsíma og ekki sem útborgun.
Greiðslukiör útborgun eftirstöðvar
Eurokredit 0 kr. á 11 mán.
Skuldabréf 19.000,-kr. 6-8 mán.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800