Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
37
Margt manna var samankomið á opnun sýningarinnar og sérstaka athygli
vakti sýningarskráin því forsíðuna prýðir litmynd af Ingrid Bergman Andys.
Forstöðumaður Norræna hússins - Knut Ödegárd - sést hér á tali við Steve
Gangsted og Nicholas Ruwe.
DV-myndir BG
Borgarar
í Hong Kong
Björn Borg er þessa dagana á ferðalagi um Hong Kong með sambýliskonu
og ungan son, Jannike Björling og Robert. Tennishetjan hrífst mjög af öllu
austurlensku og illgjarnir pennar segja mataróstina greinilega á vaxtarlag-
inu. Varadekk er komið um miðjuna á Birni sem á upphaf sitt að rekja til
kínverskrar matargerðarlistar og bíður kappans ekkert annað en strangur
megrunarmatseðill þegar hann stígur fæti sínum á sænska grund aftur. Það
er enginn dans á rósum að vera ímynd íþróttaáhugamanna og hafa atvinnu
af því að auki.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Sýning á verkum Andys Warhol - og verkamanna hans - er komin til lands-
ins og er með aðsetur í Norræna húsinu. Skiptar skoðanir eru á verkum
þessa fræga popplistamanns sem einkum er þekktur fyrir andlitsmyndaraðir
af frægu fólki - leikarar eru hans eftirlætismyndefni. Monroemyndirnar eru
löngu heimsþekktar og á þessari sýningu getur að líta sömu hugmynd með
Ingrid Bergman í brennipunktinum. Hingað til lands koma verkin frá Sví-
þjóð og eru þrjú þeirra til sölu - eitt seldist reyndar strax á fyrsta klukku-
tímanum eftir opnunina.
Tony
yngir
Bandariski leikarinn Tony Curtis verður eldri og eldri með hverju árinu sem
líður og jafnframt verða ástmeyjarnar yngri og yngri. Hin átján ára sýningar-
stúlka, Debee Ashley, var oröin heldur öldruð fyrir kappann og hann skipti
henni út fyrir aðra yngri. Sú lukkulega heitir Shawn Weekly og er sautján
ára gömul og nú bíða menn uggandi eftir næsta leik. Síðustu fregnir herma
að á foreldrafundum í barnaskólum Hollihæða sé nú rætt um að gera sér-
stakar ráðstafanir ef karlinn sést á vappi um skólalóðina.
David Bowie
kemst á vinsældalistann í Japan
og er þar fimmti í röð dáðra
Breta. Hann er þar við hlið Pauls
McCartney og Bobs Geldorf.
Geldorf þótti í öðrum löndum
ekki koma til greina vegna þess
að hann er irskur að ætterni en
Japanirnir kærðu sig kollótta
um slík smáatriði. Blaðafregnir
um eiturlyfjaneyslu Boys Ge-
orge útiloka kappann frá listan-
um að dómi erlendra en að því
slepptu er talið að sá kvenlegi
poppari hefði orðið þeim Paul
og David skæður keppinautur.
Stefanía
prinsessa
gerir það gott í hljómplötusöl-
unni og virðist söngur hennar
ætla að hanga alllengi á topp
fimmtíu í Frans. Sama gildir
reyndar um nágrannalöndin og
aðdáendaklúbbar spretta upp
eins og gorkúlur á allar hliðar.
Furstinn faðir kvensunnar hafði ”
fremur viljað sættast á fata-
hönnunina en poppstjörnuí-
myndina og er karlinn heldur
óhress með þróun mála. Stebba
stefnir stíft á stjörnuhimininn í
poppbransanum og nú biða
menn eftir næsta skrefi frá prins-
essunni - og einstaka minnast
varlega á þann möguleika að
kókaínneyslan verði búin að
koma Stefaníu í verulegar
ógöngur áður en henni tekst að
koma einhverju bitastæðu frá
sér á næstunni.
Viktoría yi
prinsessa
var á dögunum viðstödd frum-
sýningu á kvikmynd sem gerð
var eftir sögu Astrid Lindgren -
Börnin í Ólátagarði. Þar hitti sú
stutta höfundinn og sagði af því
tilefni að henni fyndist myndin
mun dauflegri en bækurnar og
virtist skáldið vera á sömu skoð-
un. Þegar sjónvarpsfréttamenn
spurðu hins vegar Viktoríu um
álit á kvikmyndinni svaraði hún
stuttaralega að hún nennti ekki
að brjóta heilann um heimsku-
legar spurningar. Silvia drottn-
ing stóð að baki dóttur sinnar,
varð eins og þrumuský í framan
og hefur prinsessan eflaust
fengið nokkur vel valin orð í
eyra þegar heim í höllina var
komið.