Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1987, Síða 40
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gaett. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiffing: Sími 27022
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1987.
Staðgreiðslukerfi skatta:
Halldór fullur
efiasemda
„Ég er og hef verið áhugamaður um
að koma á staðgreiðslukerfi skatta en
er fullur efasemda um að það takist á
þessu þingi. Ég tel að sá tími sem Al-
þingi á eftir að starfa sé of naumur til
að koma málinu í gegn. Hér er um
stórmál að ræða sem ekki má flana
að. Undirbúningur þarf að vera vand-
aður og hann tekur sinn tíma. Ég er
ekki með þessu að segja að það sé
útilokað að koma málinu fram í ár en
er fullur efasemda," sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðhena í
samtali við DV í morgun.
„Ég tel óskynsamlegt að stefria mál-
inu i hættu með því að ætla sér of
skamman tíma eins og gerðist 1979,“
sagði Halldór Ásgrímsson. -S.dór
Konu misþyrmt
á heimili sínu
Maður á fertugsaldri var handtek-
inn í gær grunaður um að hafa ráðist
á unga konu á heimili hennar í Vest-
urbænum í Reykjavík og veitt henni
alvarlega áverka. I fylgd með honum
var kona sem einnig var handtekin
vegna málsins. Ekki var búið að yfir-
heyra fólkið þegar DV fór í prentun í
morgun.
Lögreglan var kölluð á heimili kon-
unnar snemma í gærmorgun og þegar
þangað kom var aðkoman vægast sagt
ömurleg. Konan lá í rúminu og gat
enga björg sér veitt vegna meiðsla og
vímu sem hún var í. Tvö böm konunn-
ar voru í íbúðinni, 15 mánaða og á
þriðja ári og var þeim komið fyrir hjá
kunningjakonu móðurinnar. Konan
var flutt á slysadeild og síðan lögð inn
á sjúkrahús.
Ekki er vitað nákvæmlega hvenær
konan varð fyrir áverkunum en fram
hefúr komið að maðurinn hafi komið
á heimili konunnar einhvem tímann
á þriðjudag.
Maðurinn, sem er granaður um
verknaðinn, hefúr margoft komið við
. •^ögu lögreglunnar vegna líkamsárása,
innbrota og auðgunarbrota ýmiss kon-
ar á undanfömum mánuðum og árum.
Hann afþlánaði nýlega dóm á Litla-
Hrauni og mörg mála hans eru í
vinnslu í dómskerfinu. -SJ
Ávallt feti framar
68-50-60
ClBÍL Asr0
ÞRDSTIIR
SÍÐUMÚLA 10
Fórst í aðflugi að
ísafjarðaiflugvelli
„Menn á rækjubát sáu flugvélina
út af Amamesi. Það voru blindél
þegar þetta gerðist. Þeir sögðu að
flugvélin hefði komið lágt yftr bát-
inn. Þeir sáu flugvélina hverfa inn
i élin,“ sagði Skúli Skúlason, for-
maður Björgunarsveitarinnar
Skutuls á ísafirði.
Flugmaður tveggja hreyfla flug-
vélar frá flugfélaginu Emi á ísafirði
fórst er flugvél hans fór í sjóinn í
ísafjarðardjúpi rétt fyrir klukkan 20
i gærkvöldi. Orsakir slyssins era
ókunnar.
Flugmaðurinn hét Stefán Páll
Stefánsson og var 38 ára gamall.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú böm, á aldrinum 6 til 19 ára.
Hann hafði búið á ísaftrði í tvö ár.
Flugvélin TF-ORN, með tíu sæti,
af gerðinni Piper Chieftain, var að
koma úr skoðun frá Akureyri.
Klukkan 19.48 tilkynnti flugmaður-
inn sig yfir Reykjanesskóla og var
að hefja aðflug. Klukkan 19.56 hafði
hann aftur samband við Isafjarðar-
flugvöll. Flugvallarstarfsmaðurinn
staðfesti sambandið en heyrði ekki
frekar frá flugvélinni.
Varðskipið Óðinn, sem statt var
við Æðey, heyrði í neyðarsendi rétt
fyrir klukkan 20. Hófst þegar um-
fangsmikil leit.
Flugvél Flugmálastjómar, útbúin
miðunartæki fyrir neyðarsendinn,
var komin á vettvang úr Reykjavík
aðeins 35 mínútum síðar. Þyrla
Landhelgisgæslunnar og Orion-vél
Vamarliðsins fóru einnig til leitar.
Á landi leituðu björgunarsveitir
slysavamadeilda og skáta úr Bol-
ungarvík, Hnífsdal, ísafirði og
Súðavík. Á sjó leituðu yfir tuttugu
skip og bátar.
Um klukkan 22 fór að finnast brak
um fjórar sjómílur norður af Skut-
ulsfirði. Varðskipið fann fyrst olíu-
brák en stærsta brakið sem fannst
var hluti úr væng.
Klukkan 23.50 fannst lík flug-
mannsins á floti.
Flugfélagið Emir keypti þessa
flugvél eftir slysið í Ljósufjöllum á
Snæfellsnesi í apríl í fyrra.
„Það er skammt stórra högga á
milli. Það er ekki endalaust hægt
að verða fyrir þessu,“ sagði Hörður
Guðmundsson, flugmaður og aðal-
eigandi Emis, í morgun.
-KMU
Flugvélin TF-ORN. Flugfélagið Ernir keypti hana eftir slysið í Ljósufjölium í fyrra.
LOKI
Ráðherrarnir verða orðnir
miklir efahyggjumenn
þegar loks kemur að
kosningum!
Veðrið á morgun:
Súld og
þokuloft
við suður-
ströndina
Á föstudaginn verður vestan og
suðvestan gola um mest allt landið.
Súld og þokuloft víða við suður
og vestur ströndina en þurrt og
allbjart veður á Norður- og Aust-
urlandi. Hiti verður á bilinu 3-5
stig.
Jón G. Haukæcn, DV, Akureyrt
Það fæst úr því skorið í dag hvort
sérframboð Stefáns Valgeirssonar
fær leyfi stjómar kjördæmissam-
bands framsóknarmanna í Norð-
urlandskjördæmi eystra til að nota
listabókstafinn BB í komandi al-
þingiskosningum.
Stuðningsmenn Stefáns eru ekk-
ert alltof bjartsýnir á að framboð
hans fái BB.