Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. SUMARHÚS Get útvegað örfá PHOENIX sumarhús. Húsin eru þriggja og fjögurra herbergja með wc, sturtu og fi. H. Hafsteinsson, farsími: 985-21895. TÖCGUR HF. \ SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Simar 681530 og 83104 Seljum í dag Fiat Uno árg. '84, 3ja dyra, blágrár, beinskiptur, 4ra gira, ekinn 44 þús. km. Verð kr. VW Golf GL árg. 1984, 3ja dyra, gulibrons, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 24 þús. km. Mjög góður bill. 220.000,- Opið laugardag kl. 12-16. ÚRVALS NOTAÐIR Árg. Km Verö Citroen Axel 1986 10.000 235.000,- Skoda 105 S 1986 12.000 135.000,- Daihatsu Charade XLT 1982 37.000 210.000,- Opel Ascona GL 1982 62.000 290.000,- Toyota Carina, sjálfsk. 1981 40.000 300.000,- Mazda 929 1981 90.000 220.000,- Oldsm. C. Brough. 2. d.1980 18.000m 435.000,- Peugeot 504i, sjálfsk. 1979 98.000 220.000,- Honda Civic, sjálfsk. 1979 111.000 120.000,- Subaru 1600 GFT 1978 120.000 80.000 Scout2, beinsk., 4 cyl. 1977 47.000 260.000,- M. Benz280SE 1973 275.000,- Saab 900i, 2ja dyra 1986 6.000 600.000,- Opel Corsa, 3ja d. 1985 21.000 280.000,- Isuzu Trooper, bensin 1982 54.000 550.000,- Opel Kadett, 5 d. 1981 72.000 210.000,- Ch. Capri Classic 1981 70.000 550.000,- Mazda 626,4 d. 1980 104.000 185.000,- Oldsm. Cutlass, d. 1979 36.000 310.000,- Buick Skylark Itd. 1981 85.000 365.000,- Mazda 929 hardtop 1981 112.000 250.000,- Opel Ascona fastback 1984 13.000 400.000,- Datsun Bluebird 1981 60.000 265.000,- Ch. Malibu Sedan 1979 75.000 220.000,- Isuzu van disil 1983 60.000 380.000,- Isuzu Trooper, bensin 1984 24.000 750.000,- Opel Kadett, 5d. 1984 24.000 320.000,- Ford Escort 1600 1984 36.000 360.000,- AMC Eagle, 4x4 1981 33.000 350.000,- Volvo 144delux 1974 175.000 105.000,- Opið laugardag og sunnudag 13-17. Sími 39810 (bein lína). BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Ferðamál dv Bandariska flugfélagiö Delta hefur mjög öflugt og þétt flugnet innan Bandaríkjanna. Mjög hagstæð Deltafargjöld „Þessi hagstæðu fargjöld eru beint framhald af Deltaævintýrinu okkar í fyrra þegar við buðum íslendingum upp á lág fargjöld með innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Þeir sáu að þarna var ónýttur markaður og því buðu þeir þetta aftur,“ sagði Auður Bjöms- dóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn í samtali við DV. Svokölluð Deltafargjöld eru nú boð- in á 26.980 kr. en inni í þeirri tölu er falið flug frá íslandi og til New York og aftur til íslands og auk þess flug til fjögurra borga innan Bandaríkj- anna. Hægt er að bæta fjórum viðko- mustöðum við eftir að komið er til Bandaríkjanna en hver aukaákvörð- unarstaður kostar þá 2.350 kr. auka- lega- Einu skilmálamir em þeir að panta þarf Ameríkuflugið með 14 daga fyrir- vara en aðeins 7 daga fyrirvari er á innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Farmiðinn gildir í tvo mánuði. Áður en lagt er af stað er nauðsynlegt að bóka eitt flugið innan Bandaríkjanna og það verður að hefjast innan 15 daga frá komu til New York. Bandaríska flugfélagið Delta hefur mjög öflugt og þétt flugnet innan Bandaríkjanna þannig að með þessu flugi er hægt að komast hvert á land sem er þar innanlands. Önnur fargjöld á markaðinum hér, sem sambærileg eru við þetta Delta tilboð, eru á 33.400 kr. sem er það næstódýrasta sem finnanlegt er, að sögn Auðar Bjömsdóttur. Deltafargjaldið gildir til 31. mars. -A.BJ. Hollráð fyrir ferðalanga Þeir sem mikið ferðast hafa áreið- anlega orðið fyrir því að ferða- töskumar hafa ekki komið fram á ákvörðunarstað heldur farið í ferða- lag án eiganda síns. Það getur verið mjög óþægilegt. Neyðarpakkning Því er gott ráð að hafa jafhan með sér f handfarangri allra eins konar neyðarpakkningu þar sem er að finna nærfatnað, tannbursta, snyrti- græjur og lyf ef viðkomandi er á einhverjum lyfjum. Nefha má P- pilluna sem nauðsynlegt er að hafa örugglega við höndina. Ef tveir ferð- ast saman er gott ráð að dreifa fatnaðinum niður í báðar ferða- töskumar frekar en að hafa fatnað hvers fyrir sig. Það getur komið sér vel ef ferðatöskumar fara á flakk. Ferðaföt auðveld í þvotti Gætið þess að fötin sem þið hafið með ykkur í ferðalag séu auðveld í þvotti o'g þurfi helst ekki að strauja. Gleymið heldur ekki að taka með ykkur þægilega skó, ekki er ráðlegt að nota nýja skó á ferðalögum er- lendis nema um sé að ræða strigaskó. Ekki drekka áfengi í löngu flugi Gott ráð er að drekka helst ekki áfenga drykki ef farið er í langa flug- ferð. Drekkið heldur mikið af óáfengum drykkjum, það kemur f veg fyrir að líkaminn þomi alltof mikið upp. Passið upp á bólu- setningaskírteinið Þegar farið er til landa þar sem krafist er bólusetningar skuluð þið athuga að hafa meðferðis bólusetn- ingarvottorð. Þegar komið er á landamæri, ef t.d. er ferðast í bíl, getur það kostað mikil vandamál ef þetta vottorð er ekki meðferðis. Við höfum lesið um fólk sem hafði ekki slíkt vottorð handbært. Því brá held- ur en ekki í bnin þegar landamæra- verðimir fóm að fikta við ryðgaðar sprautunálar og gerðu sig líklega til þess að bólusetja ferðalangana sem ekki gátu sannað að þeir væm bólu- settir. Reynið að læra hrafl ítungumálinu Það borgar sig að læra þó ekki sé nema fáeinar setningar í tungumáli þess lands sem ferðinni er heitið til, jafnvel þótt maður kunni málið ekki að öðm leyti. Það er ekki hægt að ætlast til þess að heimamenn kunni neitt tungumál nema sitt eigið. Við heyrðum mann tala með vand- lætingu um það um daginn er hann þurfti að fara með dóttur sína til læknis á Spáni og læknirinn talaði ekki orð í ensku! Þessum manni datt ekki í hug að hneykslast á því að hann sjálfur tal- aði ekki orð í spönsku sem var þó tungumál heimamannsins. Kannski heimamaðurinn hafi kunnað þýsku eða frönsku sem kvu vera mun al- gengari tungumál á Spáni en enskan. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.