Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. 39 abcdefgh 30. b6! Ef nú 30. - cxb6, þá 31. Bxa8 Hxa8 32. Dc6 með vinningsstöðu. Síðasti möguleiki svarts liggur í snöggri atlögu á kóngsvæng. 30. - Rxg3 31. hxg3 Dxg3+ 32. Bg2 Dxe3+ 33. Khl Dg3 34. Re4! Dxh4+ 35. Kgl Riddarinn valdar viðkvæma reiti og sókn svarts er runnin út í sandinn. 35. - Bd5 36. Dd7! Hfd8 37. Dxc7 Hac8 38. Rf6+ Kh8 39. De5! - Og Emst gafst upp. Ég átti slæmt mót ffaman af, tap- aði fyrir Mortensen i 4. umferð, eftir þrjár jafnteflisskákir. En þá fór ég fyist í gang og úr 5 síðustu umferð- unum fékk ég 4 'A v. Jafnteflið var við Jóhann í þriðju síðustu umferð. Það var þung skák en spennandi. Ég náði betri stöðu en rétt fyrir fyrri tímamörkin missti ég þráðinn og Jóhann sneri taflinu sér í vil. Síðan jók hann stöðuyfirburði sína en rétt áður en skákin átti að fara í bið, við 60. leik, lék hann af sér. Samt var almennt talið að hann ætti sigur- vænlega stöðu. Við nánari aðgæslu kom þó í ljós að með því að þræða einstigi átti ég að halda jalhvæginu. Svo fór og eftir 79 leiki gat ég engan mann hreyft: patt og jafhtefli. í lokaumferðinni tefldi ég við Sim- en Agdestein sem reynst hefur fslendingum svo erfiður. Hann lagði Margeir í einvígi eftir síðasta svæð- ismót og Jóhann og Helgi máttu sjá á eftir Norðurlandameistaratitlinum til hans eftir aukakeppni í Gjövík í fyrra. Sjálfur tapaði ég fyrir Agde- stein á alþjóðlegu móti í Osló 1984 svo ljóst var að nú var stund hefhd- arinnar runnin upp... Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Simen Agdestein Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 b5 5. Bb3 Ra5 Svona tefldu norskir skákmenn hér í eina tið og afbrigðið hefur síð- an verið nefht „norska afbrigðið af spænska leiknum". Agdestein tefldi svona einnig gegn Emst en þó átti ég ekki von á því að hann myndi endurtaka það. Svartur lætur liðs- skipanina sitja á hakanum og það var einmitt ætlun mín að refsa hon- um fyrir það. 6. 0-0 d6 7. d4 Rxb3 8. axb3 f6 9. Rh4!? Re7 10. f4 Bb7 Eftir 10. - exf4 má vera að svartur lifi af eftir fómina 11. Hxf4 g5 12. Dh5+ Kd7 13. Hxffi gxh4 14. Rc3 De8 15. Hf7 Kd8 16. d5 Bd7 o.s.frv. en með 11. Df3 Bb7 12. Dxf4 fær hvítur þægilegri stöðu. 11. d5 c6 12. c4 exf4 13. Hxf4 g5!? Mér þótti hann svalur því að hvít- ur fær augljóslega mjög sterka sókn fyrir manninn. Agdestein er hins vegar þekktur fyrir að vera úrræða- góður og tekur gjaman áhættu í skákum sínum. 14. Dh5+ Kd7 15. Hxffi Db6+(?) Þetta var erfið ákvörðun. Eftir 15. - gxh4 óttaðist Agdestein 16. c5!? en 16. - Rg6! og ef 17. Hxg6 hxg6 18. Dxh8 De7 virðist gefa honum dágóð færi. f staðinn er 16. Rc3 betra en þá getur svartur skotið inn 16. - Db6+ og fengið fram sömu stöðu. ■ 16. Khl gxh4 ab+cdefgh Ég hugsaði í hálfa klukkustund í þessari skemmtilegu stöðu. Fyrst datt mér í hug að leika 17. Dg4+ Kc7 18. Hxd6 því að 18. - Kxd6?? 19. Bf4+ Kc5 20. Be3+ vinnur drottn- inguna. En svartur leikur betur 18. - Df2! 19. Hd7 + Kb6! og sókn hvíts ber ekki ávöxt. Þá var að huga að liðsskipan með 17. Bf4 eða 17. Rc3 en báðum þessum leikjum svarar svartur með 17. - Rg6! og er reiðubú- inn að gefa manninn aftur (eftir 18. Hxg6 hxgfi 19. Dxh8) og rétta úr kútnum. 17. Df7! Það er einkennilegt að leika drottningunni er menn hvíts á drottningarvæng em enn á upphafs- reitunum. En nú nær svartur ekki að losa um sig með 17. - Rg6 og stendur frammi fyrir ýmsum öðrum vandamálum. Hvítur hótar 18. Bf4 illilega. 17. - Hd8?! Agdestein hugsaði í 40 mínútur um þennan leik og átti þá aðeins 20 mínútur eftir. Sennilega var 17. - Hg8!? besta tifraunin. 18. Hxd6+!Kc8 Ekki 18. - Kxd6 19. Be6+ Kc7 20. Bf4+ Hd6 21. Bxd6 Kd8 22. c5 með vinningsstöðu. 19. De6+ Kb8 20. Hxd8+ Dxd8 21. De5+ Ka8 22. Dxh8 Nú er hvítur orðinn skiptamun yfir og ég hélt að vinningurinn yrði tiltölulega einfaldur. En andstæð- ingur minn er háll sem áll í erfiðu stöðunum. 22. - Rg6 23. Dd4 c5 24. Df2 Bd6 25. Rc3 bxc4 26. Rb5! Bb8 27. Dxc5 h3 28. Be3 hxg2+ 29. Kxg2? Rétt var 29. Kgl! og þá á hvítur aðeins eftir tvo leiki, 30. d6! og 31. Rc7 +, til þess að gera út um taflið. Ég óttaðist 29. - Bxh2+ 30. Kxh2 Dh4 + en eftir 31. Kxg2 sleppur hvíti kóngurinn auðveldlega yfir á drottn- ingarvænginn. 29. - Re5 30. Db6 Dc8! 31. h3 Rd7 32. Dd4 Dg8+ 33. Kfl Dg3 34. d6! Dxh3+ 35. Kel Dhl+ 36. Kd2 Dg2+ Báðir áttu nú afar nauman tíma. Ekki gekk 36. - Dxal vegna 37. Rc7 + og mát í næsta leik. 37. Kc3 Bxe4 38. Hxa6+ Kb7 39. Ha7+ Kc8 40. Dh8+ Rf8 41. Dxffi mát. -JLÁ Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 20. janúar var spiluð síðasta umferð í aðalsveitakeppni deildarinnar. Eftir mikla baráttu um efsta sætið hlaut sveit Lárusar Her- mannssonar sigur með 250 stigum, munaði aðeins einu stigi á sveit Rögnvaldar Möller sem hlaut annað sætið. Þessar sveitir og sveit Guð- rúnar Hinriksdóttur höfðu skipst á um að leiða mótið. Með Lárusi spil- uðu Björn Hermannsson, Baldur Árnason, Hannes Jónsson, Páll Valdimarsson og Sveinn Sigurgeirs- Bridge Stefán Guðjohnsen son. Efstar urðu þessar sveitir: 1. sveit Lárusar Hermanssonar 250 stig, 2. sveit Rögnvaldar Möller 249, 3. sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 246, 4. sveit Ármanns Lárussonar 212, 5. sveit Guðmundar Theodorssonar 206, 6. sveit Gisla Tryggvasonar 206. Þá var spilaður laufléttur Mitchell tvímenningur sama kvöld. Efst urðu þessi pör: N-S: 1. Lárus Hermannsson- Sveinn Sigurgeirsson 84, 2. Guðmun dur Thorsteinsson-Véný Viðarsdótt- ir 82, 3. Guðmundur Kr.Sigurðsson- Erlendur Björgvinsson 67. A-V: 1. Karólína Sveinsdóttir-Hild- ur Helgadóttir 88, 2. Sigmar Jóns- son-ViIhjálmur Einarsson 84, 3. Björn Hermannsson-Georg Her- mansson 65. Þriðjudaginn 27. janúar verður spilaður eins kvölds tvímenningur en þar næst hefst butler eða baromet- er og er skráning næsta þriðjudag eða hjá Sigmari í síma 687070. FUNDARBOÐ Heilbrigðismálaráðherra boðar til blaðamannafundar mánudaginn 26. janúar 1987 kl. 12 í Borgartúni 6, IV. hæð. Efni: Varnir gegn tannskemmdum á vegum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins og tannverndar- ráðs. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 22. janúar 1987. TOGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 Saab 900 GLS árg. '82, 4ra Saab 99 GL árg. 1979, 2ja dyra, blágrár, beinskiptur, 5 dyra, hvítur, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn 73 þús. km. Topp- gira, ekinn aðeins 71 þús. km. bill á aðeins kr. 350.000,- Mjög fallegur og góður bill. Saab 900 GLS árg. '82, 4ra Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, grænn, beinskiptur, 5 dyra, grænn, sjálfskiptur + gira, fallegur bíll á góðu verði. vökvast., topplúga, raf- magnslæsingar, ekinn 71 þús. km. Verð kr. 390.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.