Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. 13 nokkru síðar að ósk Hins íslenska kvenfélags, í Kvenréttindafélag Is- lands. Sumarið 1908 ferðist Bríet um landið og hélt fyrirlestra um ýmis kvennamál og stofnaði sex félags- deildir. Mikið starf I upphafi mótaðist baráttan mjög af því að konur höfðu mjög takmörk- uð lagaleg réttindi. Kvenréttindafé- lagið beitti sér ákaft fyrir því að konur fengju kosningarétt og kjör- gengi og einnig sama rétt og karlar til menntunar embætta. Félagið hefur átt drjúgan þátt í setningu sifja- tryggingalöggjafar og hefur alltaf látið atvinnumál til sín taka, bæði að því er varðar vinnuað- stöðu og launakjör. Þá hefrn- félagið barist fyrir því að litið yrði á konur og karla sem sjálfstæða einstaklinga í augum skattalöggjafar, án tillits til hjúskaparstöðu. Félagsmenn í Kvenréttindafélag- inu gerðu sér fljótt grein fyrir því að eitt félag gat ekki unnið að öllum þeim málum sem það hafði áhuga fyrir. Þess vegna gengust konur í félaginu fyrir stofnun ýmissa sérfé- laga til að vinna að einstökum málaflokkum. Má þar nefna Verka- kvennafélagið Framsókn, Lestrarfé- lag kvenna og Mæðrastyrksnefnd. Þverpólitískt félag Fyrsti landsfundur Kvenréttinda- félagsins var haldinn árið 1923 og hefúr verið haldinn á fjögurra ára fresti allar götur síðan, utan einu sinni árið 1942 en þá var fundinum frestað um tvö ár vegna stríðsins. Á landsfundi félagsins árið 1980 var í fysta skipti samþykkt stefnuskrá, en í upphafi hennar segir: „Markmið Kvenréttindafélags ís- lands hefur frá upphafi verið að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífs. Með setningu laga númer 78 frá 1976 Um jafnrétti karla og kvenna, eru mörg af stefnumálum félagsins lögfest. Raunverulegt jafn- rétti hefur hins vegar ekki náðst og leggur félagið megináherslu á að konur og karlar fái sömu aðstöðu og tækifæri til að njóta hæfileika sinna.“ Skipulag og stjórn Kvenréttindafé- lagsins er með þeim hætti að í stjórn sitja fulltrúar allra stjórnmála- flokka, sem sæti eiga á Alþingi, og eru þeir kosnir á landsfundum fé- lagsins. Auk þess er svo kosin aðalstjómáaðalfundum annað hvert ár. Er þetta gert til að tryggja þver- pólitíska stöðu félagsins, jafnt inn á við sem út á við. Núverandi formaður félagsins er Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur. Full þörf fyrir félagið Það hefur margt breyst síðan Kvenréttindafélag Islands var stofn- að og heldur þokast i jafnréttisátt. Mörg ný félög og samtök, sem sinna jafnréttismálum, hafa litið dagsins ljós, þann tíma sem liðinn er síðan Bríet kallaði til fundar. Jónína Margrét var spurð hvort enn væri sama þörf fyrir félag eins og Kvenréttindafélagið og var? „Já, alveg tvímælalaust," svaraði hún. „Það er alveg ljóst að staða kvenna í dag er ekki jöfn og karla, og meðan svo er þá er full þörf fyrir félagið. Þau félög sem stofnuð hafa verið síðar em flest stofnuð um eitthvert eitt markmið í jafnréttisbaráttunnni. Hins vegar þarf að sinna þessum málum á öllum sviðum þjóðlífsins, svo það er langt í það að við getum farið að leggja félagið niður. Félagsskapur eins og Kvenrétt- indafélagið hefur áhrif inn í löggjaf- ann. Okkur eru send til umsagnar frumvörp sem varða stöðu kvenna og það finnst mér mjög mikilvægt. Síðan er það nú svo að því fleiri sem félögin eru, sem beita sér fyrir jafnrétti, því betra, það er mikið verk fyrir höndum.“ - Hvað er framundan hjá félaginu, í hvaða málum er einkum verið að vinna? „Við byrjuðum starfsárið með því að vekja með ýmsu móti athygli á stöðu kvenna í stjómmálum, í því skyni að íjölga konum í sveitar- stjómum, á Alþingi, í stjómmálum almennt. Við höfum meðal annars staðið fyrir fundum og gefió út bækl- ing og plakat. Hugsanleg verður seinna í vetur haldin ráðstefna um stöðuna í dag, þegar framboðslistar allra flokka liggja fyrir. Það sem eftir er starfsársins verður framhald á þessu verkefni að vekja athygli á stöðu kvenna í stjórn- málum. Síðan gefum við út tímaritið 19. júní og það fer alltaf mikil orka í það. Ritið kemur aðeins út einu sinni á ári og við viljum hafa það veglegt. Við eigum líka fulltrúa víða, til dæmis í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna og Jafnréttisráði. Þannig að það er alltaf nóg að gera,“ sagði Jónína Margrét Guðnadóttir, úr stjórn Kvenréttindafélags Islands. -VAJ Nu sitja aðeins 9 konur á ftiþírigf af 60 þíngmönnum Plakatið sem Kvenréttindafélagiö gaf út til þess aða vekja athygli á stööu kvenna i stjórnmálum. 17 G kor DldStar 20wí nu á miöa n ijónvörp úmer: > 17 GoldS tar HQ m: /ndbandstæki kon iu á miöa númer: 740 1998 19211 19687 23549 23578 43694 38072 53185 53291 45303 55500 56130 6421-3 65541 82513 66803 67036 87683 83398 97796 99977 90451 108838 112154 121616 122858 139430 132056 142158 160666 139486 152230 153657 17 Mitsubishi farsímar 6817 -13060 27705 28556 46371 46907 61454 61573 70050 92162 112380 134693 135177 142479 142767 161717 .163547 17 U ko lacintosh e mu á mióa inkatölvur númer: 13499 13554 29502 30147 47072 47483 62321 76046 80289 92971 95212 114276 115106 136011 136027 144644 144764 17 GoldStar ferðatæki komu á miða númer: 43061 66172 85197 129507 141634 22333 54005 66544 100643 129847 157274 40731 54970 83759 106704 140338 158431 Birt án ábyrgðar. Upplýsingar í síma 25851 Þökkum vinum og velunnurum veittan stuöning á árinu. • FLUG BJORG U N ARSVEITIRNAR Frá afhendingu annars Toyota jeppans. 2 TOYOTA LANDCRUSER ;omu á miða númer 58955 og 139656 Mitsubishi tarsíma, komu á miöa númer: 16152 53326 116503 Dregið var 24. des 1986. i.v.k|iiAv.v.Twy.wC':TOx,.i>.w.w.i.wv.'tÆ|?.w.'|.‘|i|:|.'|:f.p|?KTO|?.T.wi>.;.w.'|:|?:r.>.|.'r.|:w.w:wt.’,.ix|x|.r.w.|.t:,j.-.i 17 GoldStar hljómtækjasamstæöur komu á miða númer: 15736 17214 34471 37814 47683 62663 62825 81620 81450 95937 97601 116310 120547 138974 139401 145235 145246 VINNINGASKRA I STÓRHAPPDR/ETTI LANDSAMBANDS FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.