Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987.
23
Sverrir Hermannsson stendur í ströngu nú sem svo oft áður.
Hann er kallaður upphlaups- og yfírgangsmaður. Að þessu sinni
er „fræðslustjóramálið“ svokallaða á Akureyri haft því til sönn-
unar. Áður hafa önnur mál valdið álíka úlfaþyt.
En hefur ráðherrann komist í svo krappan dans áður?
því offorsi að koma höggi á mig og
það er hryggilegt."
Vinna mig ekki með hávaða
- En eru einhverjar fleiri skýringar
á þessu máli en að þarna ráði ferð-
inni alþýðubandalagsmenn í kosn-
ingaham?
„Jú, en auðvitað er aðalfjölmiðla-
fárinu stjórnað af þeim og fjölmiðla-
mönnum sem vilja auðvitað fú fréttir.
En auðvitað vænti ég - eins og hann
er úr garði gerður, fyrrverandi
fræðslustjóri - að hann hefði and-
mæli í frammi. En það vekur athygli
mína að hann leitar ekki þess réttar
sem hann á. Hann á lögvarinn rétt.
Það á bara að vinna málin með ein-
hverjum hótunum við mig og hávaða.
Það tekst aldrei.
Þeir vekja þær grunsemdir að þeim
þyki undir niðri málstaðurinn ef til
vill ekki góður. Ella mundu þeir leita
þessara lögvörðu leiða að ná rétti
sínum.“
- Nú í vikunni kom Guðrún Helga-
dóttir óvænt til liðs við þig. Kom sú
afstaða sér á óvart?
„Mér þykir ákaflega vænt um að
menn sjái í gegnum moldviðrið.
Guðrún var bara að lýsa sínum skoð-
unum. Hún var ekkert að lýsa neinu
sérstöku trausti á mig. Hún hefur
bara séð í gegnum þetta moldviðri
og áttað sig eftir þekkingu sinni á
málavoxtum og er þá nógu hreinskil-
in og kjarkmikil til að segja frá því
þó að félagar hennar, eins og Stein-
grímur Sigfússon, vaði grundina í
hné í villu og svíma.“
Greindur piltur
- Hvað fmnst þér um Steingrím Sigf-
ússon sem stjórnmálamann? Þið
hafið ást mikið við síðustu dagana.
„Þetta er greindur piltur, líflegur
og vel máli farinn. Ég hef ekkert um
það að segja þótt pólitískir andstæð-
ingar reyni að koma höggi á mig.
Það er hinn alvanalegi siður að
reyna að finna höggstað og reyna
að fylgja honum eftir. í undanfara
kosninga eru menn að reyna að slá
pólitískar plötur og sérstaklega í
þessu kjördæmi. Af því að ég er sjálf-
stæðismaður þá halda þeir að þeir
geti eitthvað náð sér niðri á Sjálf-
stæðisflokknum. Þetta er allt
mannlegt og ekkert við því að segja
en ekki er það stórmannlegt.11
- Þegar þessi læti hófust og þú varst
enn fyrir austan áttir þú þá von á
að fá á þig vantraust á þingi þegar
þú kæmir til baka?
„Ja, ég gat ekki meint annað eftir
yfirlýsingum Steingríms. Mig minnir
að hann væri að velta því fyrir sér
en ekki búinn að taka ákvörðun um
það. En síðan heyktist hann á j)ví
öllu saman.
Ég var alveg viðbúinn j>ví, eftir
þessu orðalagi sem hann notaði, að
það yrði skorað á hann ef hann þyrði
að koma með vantraustið. Ég veit
alveg hvernig það hefði snúist í
höndunum á honum.“
- Hefðu allir framsóknarmenn stutt
þig og enginn notað tækifærið til að
mótmæla með því að styðja van-
traustið?
„Framsóknarmenn vita nógu mikið
um þetta mál til að það hefði aldrei
komið til nokkurra greina að þeir
hefðu farið að hætta stjórnarsam-
vinnu út á það. Ég hef enga trú á því.
Stjórnarslit?
- En það hefði komið til stjómar-
slita?
„Já.“
- En nú virðist sem stjórnarliðar
noti flest mál til að koma höggi á
samstarfsmennina. Nú síðast Hall-
dór Ásgrímsson í afstöðunni til
staðgreiðslukerfis skatta. Er stjórnin
að gliðna?
„Nei, nei. Halldór er bara að segja
frá gamalli reynslu í þessu. Það verð-
ur ekkert gefið eftir í skattamálun-
um. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herrann okkar og formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur birt til-
kynningu um þetta. Það var eitt af
samningsatriðunum við verkalýðinn
að þessu yrði komið í framkvæmd.
Allt hitt er bara svona nudd sem
ekkert er leggjandi upp úr. Einhverj-
ar búsorgir sem sækja Halldór heim.
Hann er bara í rolukasti að rugla
með þetta fyrir Tímann.“
- En sjómin er ekki að gliðna?
„Nei, nei. En af því að kosningar
eru að nálgast þá koma fram ýmsar
uppsetningar sem fjölmiðlar sjá svo
um að magna.“
- En ekki eru ágreiningsmálin búin
til í fjölmiðlum?
„Sjáðu nú til. Ég held að fjölmiðlar
hafi magnað þetta skólafargan fyrir
norðan alveg gífurlega. Þeir eru með
kíkinn á öllum hreyfingum núna og
spana þær upp á allan handa máta.“
- Þetta eru þá aðallega æfingar fyrir
kosningarnar?
„Já, já.“
Erum að skerpa línurnar
- En er ekki verið að skilja á milli
flokkanna þannig að þeir verði ekki
endalaust spyrtir saman í kosninga-
baráttunni?
„Við förum algerlega óbundnir til
kosninga. Við tökum engar ákvarð-
anir um með hverjum við vinnum
fyrr en eftir kosningar og fer þá eftir
livort flokkarnir vilja vinna eftir
þeim meginlínum í stefnuskránni
sem við störfum eftir.
Menn eru bara að skerpa línurnar.
Þetta eru mjög ólíkir flokkar og livor
flokkur um sig vill gera mönnum
alveg kunnugt um afstöðu sína og
vilja ekkert vera í samkrulli um þau
mál.“
- En finnst þér gaman að vera í sviðs-
ljósinu?
„Þær stundir koma oft að ég vildi
helst vera kominn vcstur að ísafjarð-
ardjúpi, þar sem ég átti einu sinni
heima, og í friðinn þar úti í grænum
haga áð fást við sauðkindur í burði.“
- Én samt sækir þú í sviðsljósið?
„Já, já. Ég er í þessu. Ég hef gefið
kost á mér fyrir heilan landshluta
að berjast fyrir hagsmunamálum
hans og hlýt því að sækjast eftir því
að ná sem mestum áhrifum á gang
mála. Ekki eingöngu til að búa betur
í haginn fyrir þann landshluta heldur
allt landið og landsbyggðina. Hún á
í vök að verjast. Ég er hennar liðs-
maður en ég er ákafur gagnrýnandi
þess að stilla hlutunum þannig upp
að hér séu tveir pólar, höfuðborgin
okkar og landsbyggðin."
Stundum of stóryrtur
- Nú hefur þú orð á þér fyrir að vera
einn mesti orðhákurinn i íslenskum
stjórnmálum og margir þeirrar skoð-
unar að þú hafir mjög gaman af
öllum látunum. Er það svo?
„í bland já. Það er ef ég er ekki
með persónuleg sársaukafull málefni
þá hef ég alltaf haft óskaplega gaman
af orrahríð á málþingum. Það er al-
veg rétt að ég hef gaman af að taka
munninn fullann og er þá stundum
kannski full hávaðasamur og stór-
yrtur en þetta er minn stíll og ég hef
ekki átt við að slípa hann. Það hefur
margur reynt að siða mig én alveg
árangurslaust. Ég læt fjúka og kem
til dyranna eins og ég er klæddur.
Ég hef aldrei haft tök á að dylja hug
minn.“
- Ertu með þessu markvisst að skapa
þér sérstöðu sem stjórnmálamaður?
„Nei. Ég er alinn upp við þetta
orðfæri."
- Er þetta þá málið sem var talað á
þínu æskuheimili?
„Ekki kannski alveg en mjög margt
úr því. Ég er þó hættur að segja
„langur“ og „gangur“ af því að mér
þótti það ljótara og vandi mig því
af því á Akureyri þar sem ég tók út
minn þroska í raun og vem og mína
menntun. Ég hef afskaplega mikið
uppáhald og dálæti á þeim lands-
hluta og er núna að vinna við, og
hefur gengið afskaplega vel áfram
við að undirbúa, háskólakennslu á
Akureyri.“
Málstaður þeirra gjör-
ómögulegur
- Þegar fræðslustjóramálið kemur
upp þá hlýtur þú að hafa gert ráð
fyrir því fyrirfram að það yrðu mikil
læti?
„Ég velti þvi ekki fyrir mér. Ég
átti engra annarra kosta völ en að
framkvæma hlutinn. Annars hefði
ég brugðist samvisku minni og skyld-
um. Ég átti auðvitað von á því að
það mundi taka smávegis undir en
ég átti ekki von á þessum mikla háv-
aða. Það hallaði á mig í fjölmiðlaum-
ræðunni til að byrja með en nú er
þetta allt að hrvnja hjá þeim fvrir
norðan."
Þú telur þig sem sagt hafa náð yfir-
höndinni í áróðursstríðinu?
„Já, af því að málstaður þeirra er
svo vondur. Hann er alveg gjöró-
mögulegur og handónýtur. Fyrir því
er það að þetta er allt að hrynja og
að þeir eru komnir fram af brúninni.“
Ekki eins og Jónas frá Hriflu
- í stjórnmálasögunni hefur Jónas
frá Hrifiu orðið þekktur fvrir að reka
menn. Ert þú að verða eins konar
Jónas frá Hriflu okkar daga?
„Nei, það vona ég ekki. Á hitt er
að líta að hann var einn af okkar
frægu stjómmálamönnum og mjög
harðsnúinn maður. Hann mátti heita
einvaldur hér um nokkurra ára
skeið, þ.e. á tímabilinu 1927 til 1931.
Hann er nú líklega eini einvalds-
herrann okkar. Ég vil nú ekki láta
líkja mínum verkum við þær aðfarir
sem hann beitti á sínum tíma í
„bombumálinu“. { guðanna bænum,
það var alveg skelfilegt mál hvernig
það var í pottinn búið og ég vil ekki
segja meira um það. Þetta fræðslu-
stjóramál er allt annars eðlis.“
- Þú ert þá ekki ámóta ráðríkur og
hann var? ~ýT"
„Nei, ég hef engin tök á því. Ég
verð að fara að lögum. Ég er innan
lagamúra og get ekki brotið þá niður
og vil ekki.“
- Langar þig til að verða formaður
í Sjálfstæðisfiokknum?
„Nei, klárt, hreint nei.“
- Einhvern tímann var haft eftir þér
á fundi fyrir austan að þinn timi til
að keppa um formannsembættið væri
ekki kominn?
„Það hef ég aldrei sagt. Það getur
ekki verið að ég hafi sagt þetta því
ég hef aldrei leitt hugann að því að
verða formaður. Og það er heldur
ekki að tala um því að það er óskap-
lega mikið tröllaverkefni að vera
formaður Sjálfstæðisfiokksins. Ég
styð núverandi formann allshugar
og hef gert allan tímann enda þótt
ég kysi hann ekki í upphafinu. Ég
studdi Birgi ísleif.“
Þorsleinn þurfti á
styrkingu að halda
- Er Þorsteinn að styrkjast núna sem
formaður?
„Já, stórstvrkjast og er mál til
komið."
Hefur hann þá verið of veikur til
þessa?
„Nei, nei, en hann þurfti á mikilli
styrkingu að halda. Þetta eru svolít-
ið erfið mál fvrir flokkinn eins og
Útvegsbanka- og Hafskipsmálið og
tengsl flokksins við þau. Ennfremur
er ég þeirrar skoðunar að þótt hann
hafi staðið sig afbragðsvel sem fjár-
málaráðherra að það henti ekki
formanni stjórnmálafiokks að vera í
því embætti. Þar þurfa að vera þræl-
menni sem geta tekið hverju sem að
höndum ber og beitt hörkunni. Ég
er þessarar skoðunar núna að for-
raaður í flokki sem þarf að leita sátta
og jafna ágreiningsmál á ekki að
vera í stöðu sem krefst svo harðra
stjórnarviðbragða og miskunnar-
levsis eins og sú staða krefst."
Er Þorsteinn að þínu viti ekki
þannig gerður maður?
„Hann er nú helvíti einarður. Per-
sónan gæti því vel hentað í það en
ekki sem flokksformaður. Það fer
ekki saman."
- Óttastu að sjálfstæðismenn biði
afhroð í kosningunum?
„Nei. straumurinn hefur snúist við.
Það er greinilegt eftir þessa snilldar-
takta Þorsteins við að levsa sjó-
mannadeiluna að þar er réttur maður
á réttum stað í að ná sambandi og
samstarfi við launþegasamtökin.
Hann var nú reyndar búinn að hasla
sér þar völl sem samningamaður áð-
ur. Eftir þetta hefur straumurinn
snúist við.“
Varnarstaða
Ef þetta er rétt var þá ekki aðal-
vandi flokksins áður en þetta mál
kom upp að formaðurinn var of veik-
ur?
„Ég nefndi áðan Útvegshanka- og
Hafskipsmálin og tengsl okkar við
þau. Ekki er hann nú sekur í þeim
málum; öðru nær. Óánægja með
framkvæmdina í framboðsmálum,
kurr í liðinu og viss þreyta í ýmsum
okkar mönnum vegna samstarfsins
við Framsókn hefur valdið þessu.
Allt þetta átti formaðurinn við að
fást og einnig erfiða stöðu ríkissjóðs
vegna samninganna við verkalýðinn
þar sem við urðum að taka á okkur
stóra bagga til að halda í þessu
horfi. Þetta allt saman varð til þess
að við áttum í vök að verjast. Gagn-
rýni á Albert Guðmundsson sem
efsta mann og foringja listans í
Reykjavík átti einnig sinn þátt f að
við komumst í varnarstöðu og fylgi
minnkaði. Það fór ekkert milli mála
því það er mark takandi á skoðana-
könnunum. Nú hefur það í síðustu
könnun snúist aðeins við og leitað í
aðra átt.
Ég hef alltaf tekið ma)-k á skoðana-
könnunum. Ekki þannig að ég taki
þær gildar sem formlegar staðrey ndir
en vísbendingarnar fara ekkert milli
mála. Ef pólitíkusar ætla að fara að
segja að það sé ekkert að marka
skoðanakannanir þá er það bara
hálfvitagangur - svo ég orði það
svo.“
- Tekur Alþýðuflokkurinn með Jón
Baldvin í formannssætinu ekki veru-
legt fylgi af ykkur?
„Hann er á sjömílnaskóm og í bið-
ilsbuxum. Hann tekur ekkert af
okkur þegar það kemur í Ijós að
hann vill verða forsætisráðherra í
vinstristjórn. Það er hans löngun
hvernig sem hann lætur."
Mana þá I dómsmál
- En nóg um pólitíkina. Hvar endar
fræðslustjóramálið?
„Ég held. úr því sem komið er, að
það hljóti að enda með dómsúr-
skurði. Það stendur í lögunum um
embættismenn ríkisins að þegar þeim
er vikið úr embætti skuli þeir leggja
sín mál fvrir dómstóla. Þar hlýtur
það að enda. Ég get ekki sætt mig
við annað en að öll kurl komi til
grafar. að úrskurður verði felldur af
réttum og löglegum dómstóli eftir að
ég hef verið borinn þeim sökum. ef
réttar væru. þýddu að ég yrði að
víkja þegar í stað úr ráðherraemb-
ætti.
Ég hef verið borinn sökum um lög-
brot og valdníðslu. Hvort tveggja er
eitt út af fyrir sig yfirdrifið til þess
að ég mundi víkja úr stöðu minni á
augalifandi bragði ef á sannaðist.
Ég er sannfærður um að þeir hljóta
að leita þess réttar sem er lögvarinn.
Menn. sem lýsa því svona yfir með
slíkum aðgangi að ég sé að brjóta lög
og rétt, hljóta að nota eina möguleik-
ann sem þeir hafa til að ná rétti
sínum. Hann er enginn annar til.
Ef þeir ekki gera það þá þýðir það
að þeir meta málstað sinn svo ónýtan
að það þýði ekki að reyna hann fyrir
dómstólum."
- Ertu með öðrum orðum að mana
þá i dómsmál?
„Já, vegna þess að ég get ekki sætt
mig við annað en að hlutlaus dóm-
stóll kveði upp úrskurð. Ég veit ekki
hvaða ráð ég hef til að koma málinu
á rekspöl ef þeir ekki leita réttar síns.
Þá býst ég við að ég verði að láta
við það sitja sem allir sjá að bara
lýsa yfir að þeir játi sig seka sjálfir
þori ekki fyrir dómstóla," sagði
Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra.
-GK