Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. 25 Það komst í móð hjá ríkisstjórn- um í byrjun þessa áratugar að selja ríkisfyrirtæki. Gamlar lummur um að hið opinbera ætti ekki að vera að vasast í atvinnurekstri urðu sem nýjar í glóð ný-frjálshyggjunnar. Og áhrifamenn í atvinnulífmu sköruðu eld að sinni köku með sí- bylju um að fyrirtæki þeirra ættu í beinni samkeppni við ríkið um fé og markað. Raunar átti flest það sem aflaga fór í efnahagsmálum að vera afleiðing sivaxandi ríkisum- svifa. Hófsamari íhaldsmönnum þótti nóg um írafárið og nú er til þess vitnað að Harold heitnum McMillan hafi þótt þetta ráðslag með ríkiseignir jafngilda því að selja fjölskyldusilfrið við fyrsta áfall. Nokkur reynsla hefur nú fengist á Norðurlöndum af ríkisstjórnum sem hafa haft sölu ríkisfyrirtækja á sinni stefnuskrá. Því má spyrja hvort mikið hafi verið selt og hvernig til hafi tekist. Dauð síld í Danmörku I Danmörku er sala ríkisfyrir- tækja „en död sill“ eins og Dansk- urinn segir. Fyrir fjórum árum var nýrri borgaraflokkastjóm afar mikið mál að selja. Allt átti að bjóða út, m.a. alla þjónustu í skól- um og tæknivinnu fyrir opinberar stofnanir. En þegar farið var að skoða málin reyndist óhagkvæm- ara að kaupa ræstingu á skólum af einkafyrirtækjum heldur en að hafa fastráðið hreingerningafólk sem ríkisstarfsmenn. Sem dæmi um stofnanir sem selja átti var Líf- tryggingastofnun ríkisins nefnd í stjórnarsáttmála. Þegar til átti að taka við söluna kom í Ijós að sölu- verðið myndi ekki duga fyrir þeim skuldbindingum sem ríkið hafði tekið sér á herðar gagnvart starfs- fólkinu. Eina opinbera fyrirtækið sem hefur verið selt í Danmörku er Kryolítfélagið Eyrarsund. Þetta félag gerir raunar minnst af því að vinna krýolít í Grænlandi en þeim mun meira stundar það smáköku- útflutning til Bandaríkjanna. Kryolítfélagið var selt og því er talið var á góðum prís um kaup- höllina og þannig komið í veg fyrir nöldur um útsölu til vildarvina ráðherra. Með í kaupunum fylgdu námaréttindi á Grænlandi sem tal- in voru lítils virði. Nú hafa komið fram ásakanir um að þegar salan átti sér stað hafi legið fyrir rann- sóknarniðurstöður sem sýndu að vinnslurétturinn var mjög verð- mætur. Sölumál þetta fer nú fyrir dómstóla í Danmörku. Sala ríkis- fyrirtækja er að öðru leyti en sem hneykslunarefni ekki lengur sam- talsefni manna á meðal. Tískuum- ræðan í Danmörku snýst um það að gera þurfi opinberan rekstur nýtískulegri. Og nýja gúrúið í við- skiptalífinu, Jan Carlzon, forstjóri SAS, þykir vera fyrirmynd um það hvernig auka megi framleiðni í opinberum rekstri. I Danmörku hafa verið gerðar ýmsar lagahreytingar sem jafna eiga aðstöðu einkafyrirtækja og opinberra rekstraraðila og er það eini sýnilegi árangur áformanna um að setja ríkisumsvifunum þrengri skorður. Börnin heima eða á stofnun I Svíþjóð er ríkisrekstur ekki stór í sniðum á framleiðslusviðinu. Rík- ið hefur hlaupið undir bagga í framleiðslugreinum sem gengið hafa í gegnum erfiðleikaskeið eða þar sem um byggðavanda er að ræða. Opinberu umsvifin einskorð- ast við þjónustuna og þar er ekki nægilegt svigrúm fyrir einstakl- inga ef marka má sjónarmið atvinnurekenda. í Finnlandi er nánast bannorð að nefna minni ríkisumsvif. Stundum skýtur upp ásökunum frá vinstri um að hægri menn hyggi á niðurskurð ríkis- geirans en slíkum hræðsluáróðri er þegar í stað vísað til föður- húsanna. Ráðandi finnskir stjórn- málamenn eru þeirrar skoðunar að hugmyndir um sölu ríkisfyrirtækja séu bara hin hliðin á niðurskurði framlaga á fjárlögum. Þar sem slíkri niðurskurðarstefnu hafi ekki verið fylgt í Finnlandi sé engin ástæða til þess að brydda upp á slíkum þönkum. Finnsk lög gera og ráð fyrir því að opinberum fyrir- tækjum og sveitarfélögum sé frjálst að velja hvort þau kaupa þjónustu að eða annast hana á eigin vegum. Um þetta atriði standa gjarnan deilur er fylgja venjulegum hægri og vinstri skala á vettvangi sveit- arfélaganna. Á hinn bóginn hefur verið mikið um það deilt í Finnlandi hvort gæta eigi barna heima eða á opin- berri stofnun. Um þetta gerðu Miðflokkurinn og sósíaldemó- kratar málamiðlun fyrir stuttu. Hún snýst um það að haldið verður áfram að byggja dagheimil en sam- hliða því verður hægt að fá „mömmulaun“ fyrir að vera heima yfir bami. Árið 1990 á að vera hægt að velja um það að gæta barns heima á „mömmulaunum", sem jafngilda sjúkradagpeningum, eða hafa barnið á opinberri dagheimil- Norræn útsýn Einar Karl Haraldsson isstofnun. Dagmömmukerfi undir eftirliti sveitarfélaganna er fyrir hendi í Finnlandi og mun sjálfsagt verða við lýði lengi enn. Óvitlaust á íslandi Á Islandi eru Siglósíld, Lands- smiðjan, Norðurstjarnan og Umferðarmiðstöðin meðal þeirra fyrirtækja sem seld hafa verið, svo og hlutur ríkisins í Eimskipafélag- inu, Iðnaðarbankanum og Flug- leiðum. Bæjarútgerðir heyra nú sögunni til. Og ekki má gleyma afnámi einkaréttar Ríkisútvarps- ins. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Islendingar heldur sáttir við þessa þróun enda hrjáir þá ekki atvinnuleysið. Hins vegar telja þeir að félagsleg þjónusta og heilsu- gæsla sé best komin hjá hinu opinbera. Það virðist vera óvitlaus afstaða hjá okkur miðað við niður- stöður norrænnar könnunar um rekstur heilsugæslu. Varkár stefnubreyting í Nor- egi Þegar stjórn borgaraflokkanna komst að kjötkötlunum í Noregi 1981 var ákveðið lýst yfir því að ætlunin væri að blanda eftir ann- arri uppskrift í blandaða hagkerf- inu en áður. Samt urðu engar dramatískar breytingar á Willoch- tímabilinu, heldur má miklu fremur tala um varkára stefnu- breytingu. Það voru seld hlutabréf í ýmsum framleiðslufyrirtækjum þar sem ríkið var í minnihluta og einkaaðil- ar komu markvisst meira inn í ál- og stáliðnaðinn. Stórþingið veitti heimild til þess að afnema einka- leyfi á sölu símtækja og þegar endurskipulagningu símans er lok- ið verður stjórnun hans á vegum samgönguráðuneytisins, veitukerf- ið verður sérstök stofnun og svo fær síminn að reka eitt samkeppn- isfyrirtæki. Þá hefur einkaleyfi Ríkisútvarps verið afnumið í Nor- egi eins og á íslandi. Einkaþjónustan tapar 1 skóla- og heilbrigðisgeiranum hefur ætíð verið nokkurt framboð á þjónustu einkaaðila. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða hugsjóna- og boðunarstarfsemi af ýmsum toga. Nú ber talsvert á því að einkaaðilar reyni fyrir sér með hreina gróðastarfsemi á þessum sviðum. En hér er við ramman reip að draga vegna þess umfangs sem opinberi reksturinn hefur og sterkrar samkeppnisstöðu sem af því leiðir. Þetta kemur vel í ljós í skýrslunni „Privat og offentlig innsats i Nordens helsevesen“ sem samin var af hópi norrænna emb- ættismanna og kom út á sl. ári. Tarald Rohde gerði grein fyrir nið- urstöðum hennar í Nordisk Kontakt (Nr. 15/86). Þar kemur m.a. fram að á síðustu 20 árum hefur einkarekstur í heil- brigðisþjónustu farið minnkandi ef eitthvað er. Segja má að einkaþjón- ustan hafi beðið lægri hlut' í samkeppni við opinbera þjónustu á þessu sviði. Það fara miklir fjár- munir um heilbrigðiskerfið og margir horfa til þeirra í von um gróða. En mönnum skýst oft yfir það að þó einkastofur og apótek kunni að vera í einkaeign þá er öll stjórnun opinber og þeir sem taka ákvarðanir og gefa skipanir opin- berir embættismenn. „Sá sem heldur um opið á peningasekknum ræður miklu." segir Rohde. Opin- beru sjúkrastofnanirnar hafa ef til vill ekki sama þokka yfir sér og einkastofnanir en þær starfa af örvggi og festu sém kostar mikið hjá einkaaðila. - Og hvað stoðar þó rauðvín sé á boðstólum ef læknaþjónustan er slæm? Árið 1983 voru áætlanir um einkasjúkrahús í Kaupmannahöfn lagðar á hilluna. Hins vegar hefur bráðaþjónusta í einkaeign i mið- borg Stokkhólms. Citv Akuten. notið vinsælda og þangað er gott að koma og fá gert við ákomur í hvelli. Hagkvæmni í sjúkrakerfinu er mikið til umræðu og vex þar mörgum í augum að tæki og skurð- stofur skuli vera látin ónotuð meiri hluta sólarhrings vegna skatta- mála lækna meðan margir bíða eftir aðgerð. Þarna telja einkaaðil- ar sig geta komið inn og bætt um betur. En þó að bætist við nokkur prívat fyrirtæki í heilsugæsluna þá er vöxturinn í hinu opinbera kerfi svo mikill að hlutfall einkageirans minnkar heldur ár frá ári. Niður- staða skýrslunnar er sú að til mests sé að vinna með því að finna að- ferðir til þess að auka hagkvæmni í rekstri opinberra sjúkrastofnana. Það er því heildareinkenni á umræðunni um ríkisumsvifin á Norðurlöndum að hún snýst um þessar mundir fremur um rekstrar- aðferðir heldur en eignarform. Bent er á að opinber þjónustufyr- irtæki hafi ekki skilað viðlíka framleiðniaukningu og iðnaður- inn, en þá kröfu verði að gera ef vel eigi að fara í efnahagsmálum. Og kratar, t.a.m. í Danmörku og Svíþjóð, segja upphátt að opinberir starfsmenn eigi ekki að bera sig saman við aðra heldur fá kaupkækkanir í samræmi við framleiðniaukningu opinbera geir- ans. Og þá er bara að mæla hana, en það er önnur saga. Einar Karl. Það er rangt að einkaþjónusta hafi farið vaxandi i heilbrigðiskerfinu á Norðurlöndum hin síðari ár, segir Tarald Rohde. Það hefur þvert á móti verið einkenni þróunarinnar sl. 20 ár að einkastofnanir í sjukraþjón- ustu hafa orðið að lúta í lægra haldi i samkeppninni við opinberar stofnanir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.