Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. Fréttir Mátflutningi í kafflbaunamálinu lokið: Deilt um uppruna tvöfalda Muimlegum málflutningi í kaffi- maunamálinu margfræga lauk i Sakadómi Reykjavíkur í gær, með lokaræðum saksóknara og verjanda, en í þeim gerðu þeir athugasemdir sín- ar við málflutning andstæðinganna. Síðan var málið dómtekið en dóms- niðurstöðu má vænta innan þriggja vikna. Fyrstur talaði Jónatan Sveinsson saksóknari og kvaðst hann í upphafs- orðum sínum ætla að gera athuga- semdir við það sem „grófast hefði verið misflutt" í málflutningi verjenda. Hann vék orðum sínum til dómaranna og sagði að í ræðum sínum hefðu verj- endur rifið og slitið niður ákæruna en rétt væri að dómarar hefðu það í huga að verjendur hefðu einungis verið að flytja vamir sínar en ekki sannfær- ingu sína. Kaffiviðskiptin voru umboðs- viðskipti Sagði Jónatan að verjendur hefðu í ræðum sínum kvartað yfir því að sækj- andi hefði einfaldað málið um of og verið tíðrætt um að þetta væru „sér- stæð viðskipti og flókin". í raun gengju þessi kaffiviðskipti venjulega fyrir sig og ekki þyrfti neinar kúnstir til þess að skilja þau. Þá kvað Jónatan verjendur hafa fullyrt að kaffiviðskipt- in hefðu ekki verið umboðsviðskipti, en sneitt hjá rökum um hið gagn- stæða. Nefhdi hann að í skýrslu endurskoðanda SÍS kæmi fram að um umboðsviðskipti hefði verið að ræða. Sagði Jónatan að stjóm SÍS hefði litið svo alvarlegum augum á þetta mál, þegar hún komst á snoðir um það, að hún hefði skipað sérstaka rannsóknamefnd til að kanna fram- gang kaffiviðskiptanna og væri það í raun áfellisdómur yfir þeim verknaði sem þama var framinn. Jónatan sagði að fjórir af fimm veijendum hefðu haldið því fram að SÍS hefði ekki bor- ið skylda til að upplýsa Kaffibrennsl- una um þá viðskiptahætti sem viðgengjust í kaffiviðskiptunum og því hefði ekki verið um launung að ræða í þessum viðskiptum. Einn verjend- anna, Ragnar Aðalsteinsson, hefði hins vegar ekki gert það og ástæðu þess taldi Jónatan að Ragnari hefði fundist þessi vöm ótraust. Þess í stað hefði Ragnar fullyrt að engin launung hefði verið í málinu, vegna þess að- forsvarsmönnum Kaffibrennslunnar hefðu mátt vera ljósir þeir viðskipta- Dómarar, meðdómendur og verjendur i kaffibaunamálinu, sem sjásf á þessari mynd, hafa att annrikt alla þessa viku og raunar hefur sama gilt um saksóknara, Jónatan Sveinsson. Á myndinni eru, frá vinsfri, þeir Sigurður Stefánsson meðdómandi, Sverrir Einarsson sakadómari og Jón Þ. Hilmarsson meðdómandi, en þessir sitja fyrir enda dómssalar- ins. Hægra megin á myndinni sitja verjendur ákærðra en þeir eru, frá vinstri, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jón Finnsson hrl., Ragnar Aðalsteinsson hrl., Eiríkur Tómasson hH. og Öm Clausen hrl. Fyrir framan Sverri Einarsson sakadómara situr ritari dómsins. DV-mynd GVA hættir sem viðgengjust í kaffiviðskipt- um í heiminum, þar sem allar upplýsingar þar um lægju á lausu í blöðum og tímaritum. „Birtast í allara kvikinda líki“ Hins vegar taldi Jónatan að lögfull sönnun lægi fyrir um launung af háldu SÍS í málinu og í því sambandi lægi fyrir hálfgildings játning hjá ákærða, Hjalta Pálssyni, sem segðist hafa þá reglu að láta ekkert uppi um við- skiptaleyndarmál. Varðandi þá skoðun verjenda að Kaffibrennslunni hefði átt að vera um viðskiptahættina kunnugt, þar sem stjómarformaður SÍS og Kaiffibrennslunnar væri sá sarpi, sagði Jónatan að erfitt væri að henda reiður á því hver væri hvað og í hvers nafhi hver kæmi fram í hverju tilviki. Jónatan sló síðan á léttari strengi og sagði: „Þessir menn birtast í alfra kvikinda líki.“ Þá sagði Jónatan það furðulega kenningu að kerfi tvöfaldra vöru- reikninga væri runnið frá Brasilíu- mönnum og að þeir hefðu endilega viljað senda tvöfalda vörureikninga hingað. Taldi Jónatan að i skýrslum forráðamanna NAF, norræna sam- vinnusambandsins (en kaffikaupin gengu í gegnum þau samtök), kæmi fram að fyrirmælin um tvöföldu vöru- reikningana hefðu komið héðan. Varðandi þau ummæli Amar Claus- en að ákæra hefði ekki verið gefin út á sínum tíma ef það hefði legið fyrir eins og nú, sagði Jónatan að hann yrði að slökkva í þeirri trú haris. Málið á ekki heima fyrir Saka- dómi Næstur talaði Jón Finnsson, verj- andi Erlendar Einarssonar. Sagði hann að ekki hefði verið um neina leynd að ræða í þessum viðskiptum af hálfu SÍS og í raun skipti ekki máli fyrir SlS hvorum megin hryggjar afslættimir lægju. Þá nefridi hann að þetta mál ætti í raun ekki heima fyrir Sakadómi heldur - ef um eitthvert mál væri að ræða - ætti það að rekast á einkamálasviðinu. En hins vegar hefðu engar kröfur komið fram af hálfu Kaffibrennslunnar sem sýndu hvemig litið væri á málið þar. Einnig sagði Jón að ef eitthvað hefði verið athugavert við málsmeðferð starfs- manna SÍS heföu þeir verið látnir hætta störfum en það hefði ekki verið gert. Þá sagði Jón að eðli þessara við- skipta skipti miklu máli en ekki hvaða nafri þeim væri gefið, umboðsviðskipti eða annað. Raunar kvaðst hann ekki geta fallist á skilgreinginu ákæm- valdsins á því hugtaki. Loks sagði Jón að ákæran á hendur Erlendi ætti ekki við nein rök að styðjast og ætti að sýkna hann af öllum ákæruatriðum. „Við erum sannfærðir“ Næstur talaði Guðmundur Ingvi Sigurðsson, verjandi Hjalta Pálssonar. Sagði hann að þetta mál hefði fengið óvenju rækilega umfjöllun og því væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að bæta þar einhverju við. Hann gagnrýndi þá staðhæfingu saksóknára að verjendur væm ekki að flytja sann- færingu sína. „Við erum sannfærðir," sagði Guðmundur Ingvi. Þá kvað Guðmundur Ingvi það rangt hjá sækjanda að ekki væm komnar fram sannanir um að tvöfalda vöm- reikningakerfið væri ættað frá Brasil- íu, þaðan væri það komið og það hefði verið staðfest af NAF-mönnunum í Danmörku. Þá velti Guðmundur því fyrir sér hvort það væri rökrétt að tala um fjársvik þegar sami stjómar- formaður væri hjá báðum fyrirtækjun- um; því sem haldið væri fram að hefði svikið og því sem svikið hefði verið, að mati ákæmvaldsins. Brúttóverðið rétt verð Næstur verjenda talaði Ein'kur Tómasson, veijandi Sigurðar Áma Sigurðssonar. Sagði hann að sá þáttur ákæm saksóknara sem varðaði skjala- fals væri ekki umræðu verður, eins og málum væri nú komið. Sagði hann að brúttóverðið sem fram kæmi á vörureikningunum væri rétt verð og ákveðið af stjómvöldum í Brasilíu og þetta verð væri viðurkennt af tolla- yfirvöldum í Noregi við innflutning kaffis þangað. Af málflutningi ákæm- valdsins mætti ráða að það teldi það verð sem tollyfirvöld í Noregi miðuðu við væri rangt. Þetta kvað Eiríkur dæmalaust. Þessu næst bar Eiríkur saman kaffiviðskipti SÍS og 0. Jo- hnson og Kaaber og sagði þau sambærileg, eini munurinn væri sá að innflutningsfyrirtæki 0. Johnson og Kaaber hefði eignfært kaffið hjá sér en innflutnignsdeild SlS ekki. Þá talaði Öm Clausen, veijandi Gísla Theódórssonar. Sagði hann að það lægi ljóst fyrir að ekki stæði mik- ið eftir af ákærunni. Vék hann síðan máli sínu að tvöföldu vörureikningun- um og sagði að Norðmenn væm ekkert í vafa um það hvert hið raun- vemlega kaffiverð væri enda þótt sækjandi vildi ekki fallast á það. Þá sagði Öm að það hefði verið vegna taugaveiklunar SÍS-manna að þeir hefðu endurgreitt Kaffibrennslunni hluta af avisos-greiðslunum og einnig taldi hann að á þessum tíma hefði komið inn í málið valdabarátta stjóm- arformanns SÍS og framkvæmdastjóra þess. Loks sagði Öm að mál þetta væri höföað af hálfu ákæmvaldsins að óathuguðu máli enda stæði nú ekki steinn yfir steini í ákærunni. Síðastur verjenda talaði Ragnar Aðalsteinsson en skjólstæðingur hans er ákærði Amór Valgeirsson. Sagði Ragnar að í ræðu saksóknara hefðu verið ýmsar rangar fullyrðingar. Nefridi hann sem þverstæðu að ákært væri fyrir launung á sama tíma og endurgreiðslur hefðu verið að berast Kaffibrennslunni frá SÍS. Taldi hann að hvað ræki sig á annars hom í máli þessu. Þá taldi Ragnar að mikið vantaði á að sýnt hefði verið fram á refsiverða hegðan ákærðu í málinu, einkum hvað sinn skjólstæðing varð- aði. Til dæmis væm menn ákærðir fyrir að draga sínu fyrirtæki fé úr þess eigin hendi. Alllir verjendur endurtóku kröfúr sínar í málflutningnum um sýknu sinna umbjóðenda en saksóknari ítr- ekaði kröfur sínar. Að málflutningi loknum var málið dómtekið. -ój Á lágu nótunum Sýning Eggerts Péturssonar í Nýlistasafninu Lágvær og fíngerð myndlist Egg- erts Péturssonar stingur í stúf við flest annað sem ungir íslenskir myndlistarmenn aðhafast í dag. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt í ljósi þess að listamaðurinn komst til þroska undir merki konseptlistar- innar sem nú heyrir gærdeginum til. En þegar ég hugsa mig um held ég samt að Eggert hafi einnig staðið svolitið á skjön við konseptlistina. Konseptið hefur sennilega hjálpað honum til að koma á framfæri ýmsu því sem lá honum á hjarta og var honum eiginlegt, fremur en að það hafi mótað hann sem listamann. En ætti ég að skilgreina það sem Eggert hefur verið að koma á fram- færi á síðastliðnum átta árum eða svo yrði mér orðfátt. Eitt sérkenni á myndlist hans er nefhilega hve auð- veldlega hún sneiðir hjá dilkadrætti, öllum tilraunum til að fanga hana með skýringum. Eggert hefur sitt fram með hálf- kveðnum vísum, óbeinni ræðu og blæbrigðum, fremur en með bein- skeyttum yfirlýsingum og skarpt afmörkuðum áherslum. Því er hann fremur á hinum ljóðræna væng kon- septlistarinnar en hinum teóretíska. Samt kemur hugmyndin, konseptið, oflast fyrst, framkvæmdin á eftir. En varfæmisleg vinnubrögð lista- mannsins stafa, held ég, ekki.af því að hann sé óráðinn í myndlist sinni, heldur vegna þess að hann vill gefa áhorfandanum allt það svigrúm til skynjunar og túlkunar sem hann mögulega getur. En um leið gefur hann sjálfum sér sérstakt og afinarkað svigrúm til tjáningar. Sýning Eggerts í Nýlistasafriinu er afar gott dæmi um sérstæðan þankagang hans. Á henni em um 30 verk sem öll em tengd innbyrðis. Þeim er síðan komið fyrir þannig að þau em í beinum tengslum við sjálft húsnæuið, misfellur á veggjum, vatnspípur og svo framvegis. Auk þess hanga myndfrnar neðarlega í neðri salnum en hátt uppi á annarri hæðinni. Á miðhæð hússins hangir eitt verk á miðjum vegg. Þar að auki em náin tengsl milli sýningarskrár og sýningarinnar allrar þar sem skráin er hvort tveggja í senn, hluti sýningarinnar og tilbrigði við hana. Um sjálft inntak myndverkanna get ég næsta lítið fullyrt enda er eins víst að mín túlkun trufli aðeins það fólk sem vill grandskoða sýninguna með opnum huga. Myndir Eggerts ganga að ein- hveiju leyti út á náttúmleg ferli, hvort sem er í sköpunarverkinu og manninum. Sjálfur er hstamaðurinn þekktur fyrir blómalýsingar sínar í Flóm Islands. Einkum og sérílagi virðist hann velta fyrir sér hug- myndinni um flæði, bæði í náttúm- fræðilegum og heimspekilegum skilningi. Inn á milli kemur hann fyrir eins konar myndrænum upp- hrópunarmerkjum sem gegna senni- lega því hlutverki að hreinsa til í skilningarvitunum, búa þau undir næstu myndgátu. Enginn ætti að móðgast þótt ég leyfði mér að nefna þessa myndlist Eggerts bæði sjálfliverfa og heimul- lega. En hún gerir strangar kröfur til okkar og við höfúm gott af slíkri kröfugerð í myndlist. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.