Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987.
Lífsstíll að smíða skútu
- segir Stefán Herbertsson vélstjóri
Vestur við Ægisíðuna heíur Stefán
Herbertsson vélstjóri unnið við það í
tómstundum undanfarin tvö ár að
smíða sér skútu af svipaðri gerð og
þær sem keppa um Ameríkubikarinn
eftirsótta. Fleyið á hann með bróður
sínum, Víði.
Þrátt íyrir að tvö ár séu að baki þá
er enn langt í land að skútan verði
sjósett. Stefán sagði, þegar DV heim-
sótti hann, að trúlega væri annar eins
tími eftir þannig að í íyrsta lagi yrði
skútan komin á flot árið 1989.
„Ég geri ekki ráð fyrir að við hefðum
byrjað á þessu verki ef við hefðum
lagt það niður fyrir okkur í upphafi
hvaða tíma það tæki,“ sagði Stefán.
„Ég hef samt aldrei séð eftir að hafa
byrjað."
Stækkað með stæl
Stefán á minni skútu sem hann smíð-
aði fyrir nokkrum árum. „En mér
fannst hún of lítil," segir hann „og
langaði til að stækka við mig. Þá var
annaðhvort að gera það með stæl eða
ekki.“
Skútuna smíðar Stefán úr jámi sem
er ódýrasta byggingarefhið. Keppnis-
skútumar í þessum flokki eru flestar
úr áli ef frá er talin hin íræga skúta
Nýsjálendinga sem er úr trefjaplasti.
Þau efhi eru þó mun erfiðari viður-
eignar en járnið og dýrari.
Teikninguna fékk Stefán hjá banda-
rísku fyrirtæki að nafni Bmce Roberts
Designs. Þessar teikningar em þannig
frágengnar að auðvelt er að smíða
skútuna án þess að hafa margbrotin
spyija um eitt og annað varðandi
smíðina. Þar á meðal er einn Siglfirð-
ingur sem kom og skoðaði verkið hjá
Stefáni í fyrra áður en hann hófst
handa við að smíða sér skútu.
„Það er helst hægt að líkja þessu
við sjúkdóm," segir Stefán. „Þannig
grípur siglingamennskan þá sem byija
á henni. Sumir líta reyndar á þetta sem
algert bijálæði en í augum annarra
er það lífsstíll að smíða sér skútu.“
Undanfarin ár hefur Stefán verið í
millilandasiglingum og tíminn til að
sinna skútunni því oft stopull. En þar
sem hann hefur komið við í nágranna-
löndunum hefur hann orðið áþreifan-
lega var við hvað áhuginn á siglingum
er mikill. Þar er keppnin um Ameríku-
bikarinn með vinsælasta sjónvarps-
efni.
Vantar meira sjónvarpsefni
„Hér á landi hefur farið heldur lítið
fyrir þessari keppni," segir Stefán.
„Það stendur áhuganum hér mikið
fyrir þrifum að hér er sáralítið flallað
um siglingar, hvort heldur það er
keppni eða annað sem tengist þeim.
Það er ekkert vandamál að vera með
skútu hér við land, sérstaklega ekki
ef þær eru sæmilega stórar.“
Skúta eins og sú sem Stefán er að
smíða verður að teljast fær í flestan
sjó. Draumurinn hjá Stefáni er að
skreppa til Karíbahafsins um leið og
hún er tilbúin og „það er víst að hún
fer á sjó þann sama dag,“ segir Stefán
Herbertsson.
-GK
tæki. Þó er nauðsynlegt að hafa góða
suðuvél og kunna með slík verkfæri
að fara. Ef frá eru talin algeng hand-
verkfæri þá smíðaði Stefán sér ein-
falda beygjuvél. Þessu til viðbótar
þarf aðeins þolinmæði og handlagni
til að ljúka verkinu.
Þegar smíðinni er lokið og búið að
steypa kjalfestu í skútuna áætlar Stef-
án að hún vegi um 8 tonn. Þar af er
jámið í byrðingi og þilfari hátt í fjögur
tonn og blýið í kjalfestunni 3 tonn.
Burðargeta skútunnar ætti hins vegar
að vera um 10 tonn.
Möstur verða tvö en á keppnisskút-
um af þessari gerð er þó jafnan eitt
mastur. En það er ekki á dagskrá hjá
Stefáni að taka þátt í keppninni um
Ameríkubikarinn þannig að hann vel-
ur fremur seglabúnað sem hentar til
almennra siglinga.
Sjúklegur áhugi á siglingum
Leynikjölurinn frægi, sem Ástralíu-
menn höfðu á sigurskútunni árið 1983,
er heldur ekki á skútu Stefáns. Raun-
ar er þetta ekki leynikjölur lengur því
allir helstu keppendur á 12 metra skút-
um hafa orðið sér úti um einn slíkan.
Enn eru þessir kilir á tilraunastigi og
teikningar að þeim ekki komnar á al-
mennan markað.
Eim er engin skúta af þessari gerð
til fúllbúin hér á landi. Hins vegar eru
fleiri en Stefán að smíða og áhuginn
á siglingum virðist vera mikill. Stefán
segir frá því að menn, sem hann þekk-
ir ekkert, hafi hringt í hann til að
Stefán Herbertsson - Að smiðinni lokinni liggur leiðin til Karíbahafsins.
DV-mynd BG
Siglingaæði
á Nýja-Sjálandi
Það var þung brúnin á Nýsjálend-
ingum þegar þeir máttu horfa upp á
landa sína bíða lægri hlut fyrir áhöfn
bandarísku skútunnar Stars & Stri-
pes nú í vikunni. Þar með voru vonir
þeirra um að keppa til úrslita í
keppninni um Ameríkubikarinn úr
sögunni.
Þetta var að sama skapi mikil
gleðistund fyrir Dennis Conner skip-
stjóra sem tapaði bikamum í hendur
Ástralíumanna eftir að Bandaríkja-
menn höfðu haldið honum í 135 ár.
Hann keppir nú til úrslita um bikar-
inn í fjórða sinn.
Nýsjálendingar tóku þó ósigrinum
drengilega og viðurkenndu að
Bandaríkjamennimir hefðu verið
sterkari. Heita má að hver einasti
Nýsjálendingur hafi horft á keppn-
ina í beinni sjónvarpsútsendingu.
Styðja nágrannana
Vitað er að siglingamönnunum
verður vel fagnað þegar þeir koma
heim þótt margir séu vonsviknir
vegna þess að ekki tókst að ná bik-
amum í þetta sinn. Einkum em það
þó þeir sem höfðu fjárfest í landi við
væntanlegan mótsstað á Nýja-Sjá-
landi þar sem keppnin hefði verið
haldin ef Ameríkubikarinn hefði
fallið Nýsjálendingum í skaut.
Ekki er þó von á Nýsjálendingun-
um heim fyrr en keppninni er lokið
þvi þeir vom búnir að heita Áströl-
um stuðningi við að verja titilinn
ef Bandaríkjamenn næðu því að
keppa til úrslita.
Nú er ljóst að það verður skútan
Kookaburra III sem ver titilinn fyrir
hönd Ástrala. Nýsjálendingar hafa
því fengið skútu til að veðja á.
„Við ætluðum okkur að sigra en
ef það tækist ekki þá að reyna að
hafa bikarinn eins nálægt okkur og
hægt væri,“ sagði blaðafulltrúi
Nýsjálendinganna.
Einkennisstafir nýsjálensku skút-
unnar em KZ 7. Þessir stafir hafa
undanfamar vikur verið fyrir aug-
unum á nær hverjum Nýsjálendingi.
Mikið af vamingi hefur fengið þetta
heiti og jafiivel datt manni nokkrum
í hug að skíra dóttur sína þessu
nafhi.
Siglingar hafa lengi notið mikilla
vinsælda á Nýja-Sjálandi þótt nú
keyri um þverbak. Þessi áhugi er
sambærilegur því ef við íslendingar
tækjum að okkur að halda heims-
meistarakeppnina í handknattleik
og næðum að beijast þar um efstu
sæti.
Kappsamur skipstjóri
Áhöfhin á skútunni er orðin að
þjóðhetjum. Hvert mannsbam á
Nýja-Sjálandi þekkir Chris Dickson
skipstjóra. Hann er 25 ára gamall,
sjálfsömggur maður sem þó hefur
þann veikleika að hann skortir
reynslu. Sérfræðingar em á því að
það hafi ráðið úrslitum í keppninni
við Bandaríkjamennina. Dennis
Conner, skipstjóri þeirra, er 43 ára
gamall og þrautreyndur í siglingum.
Skúta Nýsjálendinganna er hönn-
uð af þremur af frægustu hönnuðum
í heimi. Til skamms tíma vom þeir
keppinautar en sameinuðust þama
um að teikna skútu sem átti að taka
öðrum fram - og gerir það ef til vill.
Þetta er fyrsta skútan úr trefjaplasti
sem tekur þátt í keppninni.
Áhöfnin er öll ung að árum rétt
eins og skipstjórinn. Þeir urðu að
keppa undir miklu álagi því öll þjóð-
in fylgdist með þeim og krafðist þess
að þeir sigmðu. í upphafi var þó einn
gamalreyndur siglingakappi með.
Það er faðir skipstjórans. Hann hóf
keppnina sem siglingafræðingur en
sonurinn setti hann í land eftir fyrstu
keppina.
-GK
Nýsjálendingar segjast vilja hafa Amerikubikarinn nærri sér. Næstbesti kosturinn er að Ástralíumennirnir á
Kocckaburra nái nú að verja titilinn.