Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Page 12
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987.
Þaó er full þörf fyrir Kvenréttindafélagið enn þann dag í dag, segir Jónína
Margrét Guðnadóttir, ritari Kvenréttindafélagsins, en félagið er áttatíu ára um
þessar mundir.
Kvenréttindafélag Islands á áttatíu
ára afmæli næstkomandi þriðjudag.
Af því tilefni var Jónína Margrét
Guðnadóttir, ritari í stjórn félagsins,
tekin tali. Hún var spurð hvað Kven-
réttindafélagið hygðist gera til þess
að minnast afmælisins?
„Það verður boðið til síðdegis-
veislu hér í Kvennaheimilinu,
Hallveigarstöðum, á sjálfan afmælis-
daginn, 27. janúar, en okkur langaði
líka til þess að skapa fallega umgjörð
um afmælið og stöndum því fyrir
myndlistarsýningu hér að Hallveig-
arstöðum sem opnuð verður í dag og
stendur í tvær vikur,“ svaraði Jónína
Margrét.
„Upphaflega var meiningin að fá
konur til að sýna verk, sem þær
hefðu þegar unnið, undir þemanu
„konur í list kvenna". En undirbún-
ingstíminn var því miður það stuttur
að það reyndist ekki framkvæman-
legt, þannig að aðeins hluti verk-
anna fellur undir þetta þema.
Við höfðum þann háttinn á fyrir
þessa sýningu að í stað þess að velja
verk eftir ákveðnar myndlistarkon-
ur, var öllum gefið tækifæri á að
senda inn myndir. Hrafnhildur
Schram listfræðingur sá síðan um
að velja myndir og hún hefur yfirum-
sjón með sýningunni.
NOflRÖNA
'■IIIIIIIIIIIIIH
,,,,,lni iiiiiiiiini1
V..',VÝV
að látá gamiía Jdrauriiinn tætástl’ siglá á- góðu.;sjóskipi uiri ;fjái:íæg
REYKJAVIK
MYR
Li
N
N A
kynnast söguslóðum fornra menningarþjóða, njóta sólarinnar og skemmta sér
áhyggjulaust með frændum okkar Færeyingum.
Næstkomandi páska fer færeyska far-
þegaskipið Norræna í mánaðarianga
skemmtisiglingu til Landsins helga,
ísraels, þar sem menn minnast árlega upp-
risu Krists. í ísrael verður dvalist í átta
daga og gefst fólki kostur á margvíslegum
ferðum um landið til helstu sögustaða
Biblíunnar.
Aleðan á siglingunni með Norrænu
stendur bjóðast farþegum margvíslegar
skemmtanir, auk þeirrar sem notaleg sólin
sér fyrir á þessum árstíma. Til þess að
sem best fari um farþega gista aðeins tveir
í hverjum klefa, tveggja eða fjögurra
manna. Fjölskyldur eða þeir sem ferðast
saman geta þó fengið fjögurra manna kiefa
til afnota, og veitir skipafélagið þá nokk-
urn afslátt. Sömuleiðis geta einstaklingar,
sem það kjósa, dvalist einir í klefa, en þá
greiða þeir tvöfalt gjald.
SMYRIL LINE
A siglingunni til ísraels verður höfð eins
dags viðdvöl í Lissabon í Portúgal og
Valettu á Möltu, og á heimsiglingunni
verður dvalist í tvo daga í Rómaborg og
einn dag á eynni Mön í írlandshafi. Á
öllum þessum stöðum gefst tækifæri til að
fara í land og taka þátt í skoðunarferðum
um nágrennið.
Fyrir einstakling kostar ferðin frá 86.000
kr. og er allur matur um borð innifalinn.
Hver og einn greiðir hins vegar kostnað af
skoðunarferðum í landi.
Norræna leggur í haf frá Þórshöfn í Fær-
eyjum 3. apríl og þangað kemur hún aftur
4. maí. íslenskum farþegum verður flogið
til og frá Færeyjum, og eru flugfarseðlar
og tveggja nátta gisting í Færeyjum inni-
falin í heildarverðinu.
Látið ekki stórkostlegt ævintýri ganga
ykkur úr greipum. Tryggið ykkur far í
tíma. Skilyrði fyrir því að ferðin verði farin
eru þau að a.m.k. 400 manns taki þátt í
henni. Skráningu lýkur 5. febrúar. Hafið
samband við Ferðaskrifstofu ríkisins eða
söluumboðið Austfar s. 97-2111.
FRI
Ferðaskrifstofa Ríkisins
s:25855
Fjölbreytt sýning
„Við höfum áður á tímamótum sem
þessum staðið fyrir listavökum, til
þess að koma á framfæri konum sem
eru að stíga sín fyrstu spor á lista-
brautinni og það er meðal annars
hugmyndin á bak við þessa myndlist-
arsýningu.
Á sýningunni eru milli sextíu og
sjötíu verk eftir tuttugu og sjö lista-
konur. Þarna eru í bland óþekktar
listakonur og konur sem þegar eru
búnar að skapa sér nafn. Ein hefur
til dæmis aldrei sýnt áður, en aðrar
haldið fjölda sýnirga. Á sýningunni
er til dæmis ein mynd eftir Nínu
Gautadóttur, sem okkur finnst mjög
gaman að hafa, því Nína starfar er-
lendis og verk eftir hana sjást sjaldan
hér.
Eins og ég sagði var fyrirvarinn
stuttur fyrir þessa sýningu stuttur,
en við erum ánægðar með útkom-
una, ekki síst miðað við stærð
salarins. í raun erum við að vígja
þarna nýjan sal, sem útlit er íyrir að
henti ágætlega sem sýningarsalur,
þó ekki sé hann stór. Við erum að
láta okkur dreyma um að þetta verði
bara fyrsta sýningin af mörgum,“
sagði Jónína Margrét.
Þær helgar sem myndlistarsýning-
in stendur verður gestum boðið upp
á ýmiss konar uppákomur, meðal
annars „opinn ræðustóll", þar sem
Karitas Gunnarsdóttir verður máls-
hefjandi.
f sjálfri afinælisveislunni verður
gestum boðið upp á léttar og ljúfar
veitingar og sitthvað til skemmtunar
og fróðleiks. Má þar nefna að Jórunn
Viðar tónskáld kemur og flytur eigin
lög, í félagi við Laufey Sigurðardótt-
ur fiðluleikara, en það má til gamans
geta þess að Laufey er bamabama-
bam Bríetar Bjarnhéðinsdóttur,
stofnanda Kvenréttindafélagsins.
Stofnun félagsins
Kvenréttindafélag íslands var
stofnað þann 27. janúar árið 1907.
Tildrögin vom þau að árið 1904 var
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, þá ritsjóri
Kvennablaðsins á ferð um Norður-
löndin og kynntist þar konum sem
verið höfðu á stofnfundi Alþjóða-
samtaka Kvenréttindafélaga, sem
haldin var í Berlín nokkru áður.
Hvöttu konurnar Bríeti til þess að
stofna félagskap á íslandi, sem hefði
að eitt á stefnuskrá sinni að vinna
að pólitískum kosningarétti kvenna
og fullu jafnrétti á við karla.
Þann 27. janúar 1907 boðaði Bríet
síðan fimmtán konur til fundar á
heimili sínu til að ræða stofnum slíks
félags. Það var samþykkt og var
Bríet kosin formaður félagsins. Fé-
laginu var gefið nafnið Hið íslenska1
kvenréttindafélag, en var breytt