Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987. 19 hefur fijálsar hendur um lagið á fley- inu, niðurstaða jöfiiunnar þarf aðeins að vera 12. Þannig er hægt að lækka fríborðið og stækka seglin eða öfugt án þess að reglan hafi ver- ið brotin. Vandinn sem blasir við skútusmið- unum er að veðja á þá gerð sem hentar best á hveijum keppnisstað. Þar sem vindasamt er getur t.d. ver- ið skynsamlegt að auka fríborðið og minnka seglin. Miklu skiptir að smiðimir hafi langa reynslu að baki og geti hannað nákvæmlega þá skútu sem hentar aðstæðum á hverj- um stað. Fyrir keppnina við Ástralíu nú hafa líka verið kallaðir til verka fleiri tæknimenn en áður hefur þekkst, þar á meðal eru nokkrir flug- vélasmiðir. Segl fyrir milljón Kostnaðurinn hefur einnig orðið meiri en áður eru dæmi um. T.d. kostar stórsegl af fullkomnustu gerð ekki undir einni milljón króna og annað er eftir því. Til þessarar keppni dugar heldur ekki að mæta með gamlar skútur. Á síðasta áratug notuðu Bandaríkjamenn sömu skút- una oftar en einu sinni meðan aðrir keppendur lögðu allt kapp á að full- komna sínar. Fyrir vikið er talið að Bandaríkjamenn hafi ekki fylgt þró- uninni eftir og að það hafi kostað þá sigurinn í síðustu keppni. Fyrir þessa keppni var Dennis Corrner, sem tapaði bikamum síðast. ekki ánægður fyrr en hann hafði úr fimm skútum að velja. Leikmenn sáu engan mun á þessum flevtum en þeir sem borguðu brúsann þóttust vita að Conner vissi hvað hann væri að segja. En það er ekki aðeins við skútu- smíðina sem ýtrustu tækni er þörf. Um borð í öllum skútunum em tölv- ur sem reikna út allar hrevfingar skútanna og spá fyrir um hvemig best er að haga siglingunni. Enn einn þáttur í keppninni er hlutur sjónvarpsstöðvanna. Talið er að um einn milljarður manna fylgist með keppninni og fjölmargar stöðv- ar senda beint frá henni. Þessi áhugi hefur þó að mestu farið framhjá fólki hér á norðurslóðum þótt vinsældir keppninnar viða um lönd jaftnst fyllilega á við önnur stórmót í íþrótt- um. -GK Keppnin um Ameríkubikarinn í siglingum: Skrautsýning fyrir milljarða Dýr íþrótt Þetta er einhver dýrasta íþrótta- grein sem um getur. Talið er að þegar keppninni er lokið hafi félögin sem þátt tóku varið ríflega milljarði króna til hennar. Hips vegar væri hægt að gera silfurbikarinn eftir- sótta fyrir fáeinar þúsundir króna. Meðal gárunganna er hann kallaður „ljóta kannan" en það er nafnbótin sem siglingamennirnir sækjast eftir. Þessari keppni hefur stundum ver- ið lýst sem samkrulli af stríði og viðskiptum. Stríðinu sem stendur á milli siglingakappanna hafa menn kynnst í sjónvarpsþáttunum. Þetta eru harðsvíraðir náungar sem eru tilbúnir að leggja allt í sölumar.fyr- ir sigur. Að baki þeim standa auðmenn og stórfyrirtæki sem leggja metnað sinn og ómælda fjármuni { að búa allt sem best upp í hendumar á sínum mönnum. Það er einnig mjög eftirsótt af fyr- irtækjum að fá að tengja nafn keppninnar frameiðslu sinni. Þannig er það kampavínssali nokkur sem borgar bróðurpartinn af kostnaðin- um við sjálft mótshaldið. í staðinn kemur að vínið hans er það eina sem má nota við sigurhátíðina að leiks- lokum. Nú er aðeins eftir lokakeppnin um Ameríkubikarinn. Það verður Dennis Conner sem fær tækifæri til að vinna bikarinn aftur af Ástralíu- mönnum. Keppnin hefur staðið siðan í október úti fyrir borginni Perth á vesturströnd Ástralíu. I upp- hafi vom það 19 skútur frá sjö löndum sem teflt var fram í keppn- inni um réttinn til að skora á bikarhafana. Nú er ein eftir og í byrjun næsta mánaðar fæst úr því skorið hvar bikarinn verður geymd- ur næstu þijú árin. Margir líkja þessari keppni við sápuóperu enda hafa sjónvarpsþætt- imir, sem hér voru sýndir nýlega, síst orðið til að draga úr ljómanum sem er um keppnina. Þetta er keppni í svokölluðum 12 metra flokki. Það em stuttkjölsbátar sem smíðaðir em samkvæmt flókinni formúlu. Þeir em ekki 12 metra langir eins og nafnið gæti bent til heldur allt að 22 metrar. tölvufyrirtæki sem hafa lagt sigl- ingamönnunum Iið og fjármagn. Smíði skútanna krefst mikillar ná- kvæmni og útreikninga. Því hafa tölvufyrirtækin séð sér hér leik á borði að aðstoða skútusmiðina við að reikna út allar endurbætur á skútunum sem formúlan leyfir. Skútumar em gerðar eftir formúlu eða jöfnu sem gefur miðurstöðuna 12. Helstu stærðir í jöfnunni em lengd skútunnar, stærð segla, hæðin frá sjólínu á borðstokk og tvær stærðir sem reiknaðar em út frá skrokklaginu. Hver skútusmiður Tölvufyrirtækin sjá sér leik á borði Fyrir þessa keppni em það einkum Keppinautarnir í úrslitum áskorendakeppninnar. Nýja-Sjáland KZ 7 (fjær) beið þar lægri hlut en Stars & Stripes (nær) keppir við Ástraliumennina um Ameríkubikarinn. Árið 1958 var fyrst keppt um Am- eríkubikarinn á skútum sem byggð- ar vom samkvæmt 12 metra reglunni. Þá hafði keppnin legið niðri frá því í síðari heimsstyrjöld- inni. Þessi regla er kennd við metra vegna þess að við mælingamar á skútunum er farið eftir metrakerfinu. Niður- staða jöfnunnar hér til hliðar á að vera 12 en lengdin á skútunum getur verið breytileg. Síðustu ár hafa siglingamenn lagt sig mjög eftir að smíða sem hrað- skreiðastar skútur án þess að víkja í nokkm frá 12 metra reglunni. Keppnin um Ameríkubikarinn er sögufrægasta siglingakeppni sem um getur. Upphaflega efndu Bretar til hennar og töpuðu þeir bikamum í hendur Bandaríkjamanna árið 1851. Þá hét bikarinn „100 Guineas bikar- inn“ en Bandaríkjamenn gáfu honum það nafii sem hann hefur enn. Þeir héldu honum í 135 ár eða þar til Ástralíumenn undir fomstu Johns Bertrand bám sigurorð af Dennis Conners og áhöfhinni á Li- berty árið 1983. 12 metra reglan Lengd Rúmtak Djúprista Friborö Flatarmál segla 2,37 Siglingabrautin í keppninni um Ameríkubikarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.