Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. Fréttir Prófkjör krata á Norðuriandi eystra: Arni sigraði með yfirburðum Ján G. Haukssan, DV, Akureyii Ámi Gunnarsson varð langeístur í prófkjöri Alþýðuflokksins i Norður- landskjördæmi eystra um helgina. Hann hlaut alls 1477 atkvæði. Sig- bjöm Gunnarsson verslunarmaður varð í öðru sæti með 625 atkvæði. Hreinn Pálsson bæjarlögmaður varð i þriðja sæti með 551 atkvæði. Kol- brún Jónsdóttir varð í fjórða sæti með 335 atkvæði og Amór Benónýs- son hafnaði í fimmta sæti með 182 atkvæði. Alls kusu 1707 manns sem er tals- vert meira en búist hafði verið við. Auðir seðlar voru fjórir og ógildir átján. Atkvæðin skiptust þannig niður á staði: 1105 kusu á Ákureyri, 42 á Ólafsfírði, 66 á Dalvík, 260 á Húsa- vík og 234 atkvæði skiptust á aðra staði í kjördæminu. Við verðum fjallbrattir - segir Ámi Gunnarsson, sigurvegari í prófkjöri krata á Norðuriandi eystra Jón G. Hauksscm, DV, Akureyri: „Ég er ánægður með þátttökuna, hún var mjög góð,“ sagði Ámi Gunnarsson sem vann yfirburðasig- ur í prófkjöri Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra um helgina. „Ég geri mér góðar vonir um fram- haldið. Við verðum íjallbrattir, Alþýðuflokksmenn, og höldum áfram ótrauðir til sigurs." Kvaðst Ámi vilja þakka kjósend- um og frambjóðendum fyrir góða framgöngu. Það hefði verið tekist heiðarlega á í prófkjörinu. „Þetta var gífúrleg barátta og drengileg. Ég lagði mig fram og það skilaði árangri. En það er óskemmti- legt að þurfa í sjálfú sér að keppa við samherja," sagði Sigbjöm Gunn- arsson sem hafriaði í 2. sæti í prófkjörinu. - Áttirðu von á 2. sætinu? „Ég hef aldrei gengið til leiks án þess að vonast eftir sigri. Ég vona að Alþýðuflokkurinn sé kominn á sigurbraut og við stefnum til sigurs í kosningunum.“ „Auðvitað varð ég fyrir vonbrigð- Ámi Gunnarsson hlaut góða kosn- ingu í fyrsta sætið. um að sjá þessa niðurstöðu," sagði Kolbrún Jónsdóttir sem lenti í 4. sæti í prófkjörinu. „ Ég er eini kven- þingmaðurinn af 35 dreifbýlisþing- mönnum og mér finnast þessi úrslit engan veginn í samræmi við þá vakningu að fleiri konur taki sæti á Alþingi." - Hvað gerðist? „Akureyringar virðast hafa tekist á um tvo Akureyringa og ég var ekki inni í þeirri baráttu." - Nú ert þú úr Bandalagi jafriaðar- manna. Sýna þessi úrslit að ykkur hafi verið illa tekið í Alþýðuflokkn- um? „Það hefur ekki sýnt sig í niður- stöðum enn að við höfum náð árangri." Kolbrún kvaðst ekki ætla að taka sæti á listanum úr því að hún hefði ekki náð 1. eða 2. sætinu. „Að sjálfsögðu er ég ekki hress með þessi úrslit eftir að hafa verið að slást þetta. En ég mun íhuga þetta allt í rólegheitunum," sagði Hreinn Pálsson lögmaður eftir prófkjörið. Hann lenti í 3. sæti - Áttirðu von á að Sigbjöm hefði það í 2. sætið? „Ég vissi að hann hafði unnið vel en átti ekkert frekar von á því að hann næði sætinu.“ William Epstein fyrsti framkvæmdastjóri afvopnunardeildar Sameinuðu þjóðanna afhendir Ólafi Ragnari verðlaunin. Ólafúr Ragnar hiýtur verðlaun Afvopnunarsamtök, sem tengd em Sameinuðu þjóðunum, veittu Ólafi Ragnari Grímssyni Pomerance verð- launin fyrir árið 1986 en þau em veitt fyrir „framúrskarandi framlag til bar- áttunnar fyrir afvopnun". Ólafúr Ragnar er forseti alþjóðlegra þing- mannasamtaka sem vinna að friðar- málum. Vom verðlaunin veitt í New York nýlega að viðstöddum forystumönnum afvopnunarsamtakanna, fulltrú um Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum ýmissa erlendra ríkja. Verðlaunin vom veitt fyrir þátt Ól- afs í að koma á frumkvæði að friðar- málum og fyrir forystu hans fyrir þingmannasamtökunum Parliament- arians Global Action, einkum hvað snertir starf samtakanna að því að koma á eftirliti með tilraunabanni á kj amorkuvopnum. Kona bitin á KEA Jón G. Haukssan, DV, Akureyii Tvær konur lentu í slagsmálum á Hótel KEA á laugardagskvöldið þar sem þær vom staddar á dansleik. Ekki er vitað hvert deiluefnið var en slags- málin enduou með því að önnur konan beit hina svo hressilega að flytja þurfti hana á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar. Menning Allt er leyfilegt Úr uppfærslu Nemendaleikhússins á Þrettándakvöldi Shakespeares. Nemendaleikhúsið sýnir: Þrettándakvöld. Höfundur: William Shakespeare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Una Collins. Lýsing og tæknivinna: Ólafur Öm Thor- oddsen. Tónlist Valgeir Skagfjörð. Sýningar Nemendaleikhússins em fyrir löngu orðnar fastur liður í leik- húslífinu hér í borg og á hverjum vetri setja nemendur fjórða bekkjar Leiklistarskóla íslands, útskriftar- hópurinn, upp þrjú verk. Fyrr í vetur sýndu þau Leikslok í Smymu. Ann- að verkefrii þessa leikárs er sótt í smiðju sjálfs meistara Shakespeares en það er gamanleikurinn ævintýra- legi, Þrettándakvöld, öðm nafni Hvað sem þið viljið en á Þrettánda- kvöldi var allt leyfilegt. Leikritið var frumsýnt sl. laugar- dagskvöld í Lindarbæ og þar mun texti Shakespeares í snilldarþýðingu Helga Hálfdanarsonar hljóma næstu vikumar. Verkið hefúr hlotið nútímalega umgjörð. Hönnun leikmyndar og búninga er verk Unu Collins sem fyrir löngu er orðin þekkt hér á landi fyrir verk sín, nú síðast margrómaða sviðsmynd og búninga í Aidu. En hér slær Una á aðra strengi. Hönnun leikmyndar og val búninga undir- strikar að allt sé leyfilegt, grín og gáski em lykilorðin og gamanið í textanum endurspeglast í kátlegum klæðaburði. Sviðsmyndin sjálf ei einfold, teygjanlegir strengir mynda það sem stundum em veggir, stund- nm runnar. Sviðið sjálft er að mestu autt en misháir pallar á gólfi gefa til kynna herbergjaskipan, landslag eða hvað sem verkast vill. ímyndun- araflinu em þannig engar skorður settar og á það vel við efni og inntak þessa bráðskemmtilega gamanleiks. Lýsingin er mikilvægur hluti af leik- myndinni en um hana sér Ólafúr Öm Thoroddsen. Þrettándakvöld er klassískur gam- anleikur um ævintýralega björgun Leiklist Auður Eydal úr sjávarháska, aðskilnað tvíbura, ástamél þar sem hinn elskaði er ævinlega hrifinn af einhverjum þriðja aðila og síðast en ekki síst um hrekki og bellibrögð þar sem fylupokar og uppskafningar fá mak- leg málagjöld. Stelpa bregður sér í gervi stráks og þannig er séð fyrir flækju og misskilningi en auðvitað fellur svo allt í ljúfa löð í lokin. Leikstjóm Þórhalls Sigurðssonar einkennist af því að léttur ævintýra- blær fái að njóta sín eins og vel á við með þessum hópi ungra leikara. Fjórða árs nemar hafa fengið fyrstu bekkinga til liðs við sig enda hlut- verkin mörg og hópurinn tekur við boltanum frá leikstjóranum. Leikur þeirra er ferskur og hress og mátu- lega alvörulaus. En til lítils hefðu nemendur Leik- listarskólans stritað í nærri fjögur ár, ef þeir gætu bara sprellað á við ' hvem meðaljón. Því fer líka fjarri. Þeir hafa sannarlega náð ágætum árangri og sé litið á hópinn sem heild vekur það athygli hvað fram- sögn og raddbeiting er góð. Þetta skiptir auðvitað höfúðmáli þegar farið er með texta eins og hér um ræðir þar sem hvert orð bókstaflega gælir við hlustir áheyrenda. Textinn er að hluta til í bundnu máli en Shakespeare gerir í þessu verki greinarmun á málfari aðals og al- múga með því að láta hina æðri tala bundið mál. Það em alls átta nemendur sem em í fjórða bekk L.í. og þeir skipta með sér helstu hlutverkum í Þrett- ándakvöldi. Valgeir Skagfjörð sér um tónlist ásamt nokkrum nemend- um fyrsta bekkjar og leikur auk þess eitt lykilhlutverkið, fíflið Fjasta. Hann er háll sem áll og alltaf til í hrekki og bellibrögð. Valgeir var aldeilis ágætur sem þessi ráðagóði hrekkjalómur, lipur og lævís. Bróðir Fjasta í andanum er herra Tobías Búlki, aðaismaðurinn iðjulausi, sem Halldór Bjömsson leikur sannfær- andi, og Ingrid Jónsdóttir leikur Maríu, þemuna sem leggur á ráðin með þeim kumpánum. Mér fannst hún fullmikill svarkur, hér hefði mátt draga úr skjaldmeyjarstílnum. Ólivía, greifynjan eftirsótta, sem allir sveinar vilja eiga, er leikin af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Mér fannst hún betri sem hofmóðug að- alsmær heldur en hin mjúkláta meyja sem leggur ást á þann sem hún getur ekki fengið. Þórdís Am- ljótsdóttir leikur á þokkafullan hátt Víólu sem bregður sér í karlmanns- gervi og kemur þar með af stað hinum ómissandi misskilningi. Þór- arinn Eyfjörð vakti kátínu sem vonbiðill Ólivíu, Andrés Agahlýr, og Ámi Pétur Guðjónsson lék Orsínó, kannski á fiilllitlausan hátt. Stefán Sturla Sigurjónsson er hinn týndi Sebastian og fyrsta árs nemamir, Baltasar Kormákur í hlutverki Fab- íans og Bjöm Ingi Hilmarsson sem Antóníó, komust vel frá sínu. Fleiri nemendur úr fyrsta bekk vom í smærri hlutverkum. Þá er af stærri hlutverkum aðeins ógetið þess illa leikna Malvólíós en hann hefúr löngum orðið mönnum hugstæður. Reyndar er Malvólíó eitt af nöfnum leikritsins sem hefur þá strangt tekið þrjú nöfn. Hjálmar Hjálmarsson nær ágætum tökum á hlutverkinu og heldur ýktum tökt- um og tali allt til enda. 1 þessu leikriti þurfa leikarar að sýna fjölþætta hæfileika og slá á marga strengi. Þama koma fyrir skylmingaatriði, söngur og hljóð- færasláttur auk þess sem allir þurfa að vera í góðri líkamlegri þjálfun. Allt þetta réð hópurinn vel við auk þess sem áður er sagt um framsögn og tjáningu. Það er fróðlegt að bera saman þau þrjú gamanleikrit sem nú eru á fjöl- unum þama sitt hvorum megin við Lindargötima. Þrjár mjög svo mis- munandi uppfærslur á gamanleikj- um frá ólíkum tímum. Það elsta er bráðum fjögur hundmð ára, hið yngsta svo til nýtt af nálinni. Ef menn nenna að spá í inntak og efiii þessara þriggja verka má út úr því lesa ýmsan fróðleik um gamanleiks- ins aðskiljanlegu náttúrur sem ekki gefst rúm til að rekja hér. Þessi sýning Nemendaleikhússins er vönduð og skemmtileg. Leiklistar- nemar hafa hér notið góðrar leið- sagnar auk þess sem árangur sést nú af löngu og ströngu námi. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.