Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987. 21 Frábært hjá Amóri ___- skoraði 2 mörk og er orðinn markahæstur í Belgíu Kristján Bemburg, DV, Belgiu; OArnór Guöjohnsen er nú marfcahæstur í Belgíu. í leik Anderlecht og Seraing lék Amór Guðjohnsen við hvem sinn fingur. Jafnræði var með liðunum í upphafi þótt Seraing tæki forystuna með ágætu marki Engelbert. En við þetta mark tók leikurinn nýja stefnu. Anderlecht tók öll völd á vellinum og jafnaði Amór Guðjohnsen eftir þunga sókn með stórglæsilegu marki. Hann stökk hátt yfir vamarmenn Seraing og skallaði knöttinn í marknetið. Belgíski landshðsmaðurinn Grun bætti síðan við marki og var staðan því 2-1 í leikhléinu Anderlecht í vil. í seinni hálfleik héldu leikmenn And- erlecht uppteknum hætti. Þeir sóttu án afláts og komust í 4-1 með mörkum þeirra Scifo og Kmcevic. Liðið átti einnig ófá færi og meðal annars spann Amór sig stórkostlega í gegnum vöm Seraing. Hann lék á þrjá vamarmenn en Gomez, mark- vörður liðsins, sá við honum og varði mjög glæsilega. Leikmenn Seraing gáfust ekki upp þótt þeir ættu á bratt- ann að sækja og áttu þeir einnig nokkur færi. Afríkumaðurinn Kind- ambo klóraði í bakkann og breytti stöðunni í 2-4. Eftir mark hans sótti Anderlecht ákaflega og var Amór mjög óheppinn að skora ekki eftir homspymu Vercauteren. Amór tók knöttinn glæsilega á lofti og sendi hann með stórkostlegri hjólhesta- spymu í átt að markinu. Knötturinn smaug hins vegar rétt framhjá mark- inu. Stórglæsilegur gemingur hjá Amóri enda fékk hann mikið klapp hjá áhorfendum . Þrátt fyrir þetta glæsiskot hafði Amór ekki sagt sitt síðasta orð. Hann átti þrumuskot, rétt utan vítateigs, sem hafnaði neðst í markhominu. Al- gerlega óverjandi fyrir Gomez, markvörð Seraing. Á síðustu mínútunum náði Rouyr síðan að svara fyrir Seraing og lauk leiknum því 5-3. Amór er nú markahæstur í fyrstu deildinni með 10 mörk. Eftir leikinn sagði hann að gaman hefði verið að skora úr hjólhestaspymunni. „Það hefði áreiðanlega orðið fallegt mark,“ sagði hann. „Annars vom hin mörkin frekar góð. Ég er sennilega búinn að skora sex af þessum tíu mörkum mín- um í vetur með skalla. Það er vitan- lega gaman að vera markahæstur í deildinni en það er erfitt fyrir miðju- mann að halda slíkri stöðu. Við vorum búnir að fá á okkur eitt mark á heima- velli fram að þessu. Þessi þrjú mörk vom ódýr og alls ekki gott veganestí í Evrópukeppni. Leikurinn við Bayem Múnchen verður erfiður en ég held að hann geti farið á báða bóga. Það yrði þó alveg stórkostlegt að slá félag- ið út annað árið í röð.“ Ragnar meiddur Ragnar Margeirsson horfði á félaga sína í Waterschei ná jafhtefli við Li- erse. Ragnar á nú við meiðsl að stríða. „Meiðsli í læri tóku sig upp aftur," sagði Ragnar í samtali við DV, „þau komu upp eftir leikinn gegn Standard á dögunum. Ég gat þó byrjað að skokka á föstudag og trúlega get ég byrjað að æfa með hópnum á morgun. Ég verð því líklega fær í flestan sjó þegar að næsta leik okkar kernur." Gummi Torfa kom inn á Fyrir leik Beveren og Berchem var fastlega gert ráð fyrir að Guðmundur Torfason yrði í byrjunarliði Beveren en annað kom á daginn. Þótt leikurinn færi stöðugt fram á vallarheimingi Berchem létu áhorfendur stöðugt í ljós óánægju með þá ákvörðun þjálfarans að geyma Guðmund á bekknum. Þjálf- arinn lét síðan undan þrýstingi áhorfenda og Guðmundur kom inn á þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Tíminn reyndist hins vegar of skamm- ur til þess að hann næði sér á strik. Beveren vann leikinn, 5-0, og höfðu fjögur markanna verið skomð er Guð- mundur kom til leiks. „Það hefði verið gaman að hefja þennan leik,“ sagði Guðmundur í sam- tali við DV, „en ég verð bara að bíta á jaxlinn og halda áfram að æfa.“ -JÖG. Rússamir koma ekki - buðu landsliðinu til Moskvu en HSÍ hafnaði Stefin Kristjánsaan, DV, Rostodc Nú er ljóst að sovéska landsliðið kemur ekki hingað til lands eins og áætlað hafði verið. Ætlunin var að leika tvo landsleiki við Sovétmennina dagana 5. og 6. febrúar. Ástæðu þess að þeir hætta við ferðina mun vera að rekja til frábærs leiks sovéska liðs- ins gegn A-Þjóðveijum í gær en þann leik unnu Sovétmenn, 27-17. Nú vilja þeir 'frekar æfa heima við og leika æfingaleiki þar. Til að bæta íslendingum þetta upp buðu Sovétmenn landsliðinu að koma til Moskvu og leika þar. HSÍ afþakk- aði þetta boð enda verður nóg að gera hjá landsliðsmönnum okkar á næst- Lokastaðan Stefin í&isjánsson, DV, Rœtodc Úrslit leikja í gær: V-Þýskaland -Pólland........21-19 A-Þýskaland-Sovétríkin.....17-27 Ísland-Svíþjóð.............21-23 Eftir síðustu umferðina á Eystra- saltsmóíinu varð staðan þessi: 1. Sovétríkin......5 122-108 7 2. A-Þýskaland.....5 107-105 6 3. V-Þýskaland.....5 104-102 5 4. Svíþjóð.........5 119-119 4 5. Pólland.........5 121-129 4 6-ísland...........5 106-116 4 Sjaldan eða aldrei hefur mótið ver- ið jafritvísýnt og nú. Það em aðeins þijú stig sem skilja að efeta og neðsta lið. Alþjóð veit að í síð- asta leik Islendinga var nánast um tvennt að tefla, silfur eða botnsæt- ið í keppninni. Forsjónin var ekki hliðholl okkar mönnum í þetta sinnið og því fór sern fór. -JÖG unni. Flugleiðamótið hefet um næstu við Svisslendinga strax á eftir. helgi og síðan koma tveir landsleikir -SMJ Mark Duffield leikur með KS - næsta sumar. Víðismenn leika í Bremen sumar. Hann hefur tilkynnt félaga- skipti yfir í KS og mun þvi leika með þeim Siglfirðingum í 2. deildinni næsta sumar. Mark ætti,ekki að vera ókunn- ugur þeim fyrir norðan því hann hefur áður leikið með KS og KA. Áður hefur verið sagt frá því að Ólafur Róbertsson muni leika með Leiftri á Ólafefirði en ekki er talið að fleiri leikmenn hverfi á brott úr her- búðum Víðismanna. Þá hefur þeim bæst liðsauki en það er Keflvíkingur- inn Björgvin Björgvinsson sem hefur ákveðið að leika með þeim Garðbúum. Haukur Hafeteinsson mun þjálfa Víð- ismenn í sumar en hann kom liðinu meðal annars upp í 2. deild á sínum tíma. Um páskana fara þeir í keppnis- ferðalag til Bremenhaven og munu þá spila við B-lið Werder Bremen. -SMJ Þorbjöm til Portúgal? Stefin Kristjánsson, DV, Rœtodc Þorbjöm Jensson fékk tilboð frá Sporting Lissabon í Portúgal um að koma og leika með liðinu í úrslitakeppninni sem byijar þar í sumar. Það hefði verið vel mögulegt fyrir Þorbjöm að fara því keppnin í Sví- þjóð verður búin þá. Þorbjöm sagði að það hefði verið gaman að fara en hins vegar hefði það verið of mikið fyrirtæki að taka sig upp með fjölskylduna fyrir aðeins tvo mánuði. Þá hefði tilboðið ekki verið mjög freistandi íjárhagslega. -SMJ Nú er ljóst að Mark Duffield mun ekki leika með Viði í Garði næsta - á Golden Cup. Varð þriðji í 50 m bak- sundi Jón Kristján Sigurðssan, DV, Strasbourg: „Þetta magnaðist með hveijum degi. Fyrst varð ég í 5. sæti í 100 m bak- sundi, svo í 4. sæti í 200 m baksundi og nú í 3. sæti í 50 m baksundi," sagði Eðvarð Þór sem tókst að komast á verðlaunapall annað árið í röð á Cold- en Cup mótinu í Strasbourg. „Á þessu móti vom 5 baksundsmenn í sérflokki. Þrír af þeim vom búnir að hvíla sig fyrir þetta mót en ég var til dæmis búinn að æfa mjög mikið að undapfömu og fann mikið fyrir því fyrsta keppnisdaginn. Síðan fór þetta að lagast." Eðvarð nánast datt inn í úrslit í 50 m baksundi því hann var 9. í undan- rásum og átti samkvæmt því að vera úr leik. Einn keppandi dró sig hins vegar úr úrslitunum og Eðvarð kom í staðinn fyrir haim. „Það kom skemmtilega á óvart að hreppa 3. sæt- ið en ég fann mig sérstaklega vel í sundinu. Mér var lofað súkkulaðiís ef ég næði 5. sæti og það var mikil hvatn- ing. Ég kom svartsýnn hingað á mótið en það rættist úr því þegar á leið. Næsta mót er íslandsmótið og ég stefiii að því að „rústa“ metunum í bringu- sundi og koma þeim á almennilegan standard," sagði Eðvarð Þór. Frammistaða Eðvarðs á mótinu var mjög góð þó að hún bæri þess töluverð merki að hann er í erfiðu æfingapró- grammi núna. Hann synti á 27,88 sek. í 50 m baksundi en þar sigraði Frank Hoff- meister sem var mjög sigursæll á mótinu. Hann synti á 26,86 sem er nýtt v-þýskt met. Patrik Ferland frá Sviss varð annar, synti á 27,82. Þá setti Eðvarð Þór nýtt fslandsmet í 50 m bringusundi, synti á 32,02 og varð númer 22 af 40 þátttakendum. •Eðvarð Þór komst á verðlaunapall i Strasbourg. Eðvarð Þór aftur á verðlaunapall

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.