Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Atvinnumál
Þingeyri:
Fiskvinnslufólk segir upp
fastráðningarsamningnum
„Okkur var sagt upp störfum fyrir-
varalaust og send heim samstundis
þegar sjómannaverkfallið skall á. Þar
kom í ljós að fastráðningarsamningur-
inn, sem samþykktur var í febrúar-
samningunum' í fyrra, hélt ekki.
Samkvæmt honum töldum við að ekki
væri hægt að segja okkur upp með
minna en mánaðar fyrirvara. Vegna
þessa komum við saman á fund, fisk-
vinnslufólkið hér á Þingeyri, í síðustu
viku til að ráða ráðum okkur og ák-
váðum þá að segja fastráðningar-
samningnum upp með mánaðar
fyrirvara. Það var svo gert bréflega á
fóstudag," sagði Guðlaug Vagnsdóttir,
verkakona á Þingeyri, í samtali við
DV.
Guðlaug benti á að áður en fast-
ráðningarsamningurinn kom til hefði
aldrei verið hægt að segja fiskvinnslu-
fólki upp með minna en viku fyrirvara.
Nú er það hægt samdægurs og því
vildi fólk ekki þennan samning lengur.
Á skrifstofú Alþýðusambands Vest-
fjarða fékk DV þær upplýsingar að
flest fiskvinnslufólk á Vestfjörðum
væri að íhuga að segja samningnum
upp af sömu ástæðum og fólk á Þing-
eyri. Þá hefur DV heimildir fyrir því
að víða um land er fólk að hugsa þetta
mál. Hrafnkell A. Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eski-
firði, sagði í samtali við DV fyrir
nokkru að hann myndi hvetja sitt fólk
til að segja samningnum upp ef ekki
yrði ráðin bót á þeim galla í honum
að hægt sé að segja fiskvinnslufólki
upp fyrirvaralaust.
-S.dór
Fundur um bankamál
„Bankamálin - hvað á að verða
um Útvegsbankann?" er heiti
borgarafundar sem Alþýðuflokk-
urinn hefur boðað til á Hótel Sögu
í kvöld klukkan 20.30. Málshe-
fjandi verður Jón Sigurðsson
hagfræðingur.
Matthíasi Bjamasyni banka-
málaráðherra, bankastjórum og
bankaráðsmönnum allra ríkis-
bankanna, svo og Iðnaðarbanka
og Verslunarbanka, hefúr sérstak-
lega verið boðið á fundinn.
-KMU
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%» hæst
Innlán óvcrðtryggö
Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 9-12 Úb.Vb
6 mán. uppsögn 10-17.5 Vb
12 mán. uppsögn 12-18.25 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 16,5-18 Sp
Ávisanareikningar 3-9 Ab
Hlaupareikningar 3-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Lb.
6 mán. uppsögn 2.5-4 Úb.Vb Úb
Innlán með sérkjörum 9-19,25
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 9.5-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab.lb
Danskar krónur 8.5-9,5 Ab.Lb
ÚTLÁNSVEXTIR <%) lægs-
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 16-18 Sb
Ví öskiptaví xlar(forv.)(1) kge/21
Almenn skuldabréf(2) 16,5-18.5 Ab.Sb
Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16.5-20 Ab
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 5,75-6.75 Lb
Til lengri tíma 6,25-6,75 Ab.Bb.
Útián tíl framleiðslu
Isl. krónur 15-16.5 Sp
SDR 8-8.25 Allir
Bandarikjadalir 7.75-8.25 nema Ib.Vb Lb.Úb
Sterlingspund 12.5-13 Lb.Úb.
Vestur-þýsk mörk 6-6.25 Vb Lb.Úb
Húsnæðislán 3.5
Llfeyrissjóðslán 5-6.5
Dráttarvextir 27
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala jan. 1565 stig
Byggingavísitala 293 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 7.5% l.jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 111 kr.
Eimskip 228 kr.
Flugleiðir 200 kr.
Hampiðjan 133 kr.
Iðnaðarbankinn 130 kr.
Verslunarbankinn HOkr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt
kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og
sparisjóðir kaupa þó viðskiptavíxla
gegn 21% ársvöxtum. (2) Vaxtaálag á
skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er
2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð
lán, nema í Alþýðubanka og Verslunar-
banka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtu-
dögum.
Sjúkdómar í laxfiskum:
Nýmaveiki í ánum áratugum saman
Það er viðurkennt að nýmaveikir
laxfiskar hafa verið hér og þar í ís-
lenskum ám áratugum saman. Þannig
kom upp nýmaveiki í Elliðaárstöðinni
1968 og í Laxalóni 1976 sem rekja má
til klaks úr laxi sem tekinn var villtur
úr ám til hrygningar. Sama getur hafa
gilt um nýmaveikina nú síðast í
Kollafjarðarstöðinni eða að veikin
hafi borist þangað úr hafbeitarlaxi.
Ýmsir fleiri sjúkdómar kunna að
leynast í einstaka laxfiski í ánum. Um
þessa sjúkdóma alla hefur sáralítið
verið vitað vegna skorts á rannsókn-
um. Síðustu tvö ár em hins vegar
hafiiar rannsóknir sem munu væntan-
lega leiða í ljós hvaða sjúkdómar
finnast í ánum og hve alvarlegir þeir
em. Innan skamms er væntanleg
fyrsta skýrsla um þetta efiii.
Sérfræðingar telja útilokað að
hindra göngu nýmaveikra laxa í ámar
en slíkir laxar em smitberar. Smit frá
þeim getur borist með saur þeirra eða
úr sárum og síðan með vatni milli
fiska, líklega einnig um þarma heil-
brigðra fiska sem éta aðra sýkta. Loks
berst smitið inni í hrognum frá sýktum
fiskum til afkvæmanna. Þannig er
sótthreinsun hrognanna ekki ömgg
vöm. Til er einnig að smit berist með
ósótthreinsuðum útbúnaði manna sem
snert hefúr sýktan fisk.
Mikið vantar á að vitað sé ömgglega
um áhrif nýmaveikinnar í ám. Erlend-
is em uppi getgátur um að þau séu
stundum talsverð. En þar sem einung-
is er um að ræða sýkingu úr villtum
fiskum telja ýmsir að náttúran hemji
áhrifin. Aðgerðir hér á landi nú bein-
ast að því að koma í veg fyrir dreifingu
sýktra seiða úr eldisstöðvum. Talið er
að slepping nýmaveikra seiða ár eftir
ár í sömu ána geti haft hinar alvarle-
gustu afleiðingar. Ekki er vitað með
neinni vissu ennþá að slíkum seiðum
hafi verið sleppt í íslenskar ár. Það
er heldur ekki útilokað. -HERB
Nýmaveikin ekki hættuleg
Umtal um nýmaveiki í íslenskum
laxfiskum hefúr vakið marga til um-
hugsunar um hvort þetta sé sjúk-
dómur sem mönnum stafi hætt af. Svo
er ekki. Nýmaveikan lax má ala til
matar og slíkt hefúr iðulega verið gert
erlendis.
Það er fyrst og fremst við göngu
kynþroska fiska úr sjó í ferskvatn sem
nýmaveikisjúkir fiskar verða hættu-
legir smitberar. Á þeim sést yfirleitt
ekki annað en sár, í sumum tilfellum,
en síðan hefúr sjúkdómurinn helst þau
áhrif á sýktan fisk að hann slappast
umfram aðra fiska eftir hiygningu og
Nýmaveikivamir beinast að þvi að útiloka sleppingu sýktra seiða úr eldisstöðv-
um. Endurteknar sleppingar slikra seiða em taldar geta haft alvarleg áhrif á
laxastofnana í ánum. Ennþá hefur hvorki verið sannað né afsannað að seiða-
sleppingar af þessum toga hafi átt sér stað hér á iandi.
mönnum
drepst jafnvel.
Mikil afíoll verða einnig af sýktum
seiðum skömmu áður en þau ganga í
sjó eða fyrst eftir að þau koma í sjó.
Dvölin í saltvatni virðist slá á áhrif
sjúkdómsins í þeim fiskum sem lifa
sjógönguna af. Síðan magnast þau aft-
ur þegar fiskurinn gengur kynþroska
í ferskvatn, eins og áður segir. Ekkert
er vitað um smit í sjónum.
Þessi sjúkdómur er eingöngu í lax-
fiskum og talið er víst að sýkillinn
fjölgi sér ekki utan þeirra.
-HERB
Forstöðumaður bankaeftiriitsins:
\
Eignarhald skulda-
bréfa leyndarmál
„Svarið er nei, bankar mega ekki
skýra frá nafhi eða sýna nafh eig-
enda þeirra skuldabréfa eða annarra
peningakrafiia sem þeir hafa til inn-
heimtu. Þetta gildir þrátt fyrir
eldgömul ákvæði um áritun greiðslu
á kröfúmar, að greiðanda ásjáandi.
Bönkum ber að 6kýla nafni eigand-
ans fari áritun fram með þeim
hætti,“ segir Þórður ólafsson, for-
stöðumaður bankaeftirlits Seðla-
bankans.
Tilefiú þess að DV spurði Þórð um
þetta voru orð Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra, sem
taldi að með lagaákvæðum um árit>
un nafns eiganda verðtryggðra
skuldabréfa, samkvæmt lögum frá
1979, og ákvæðum kröfúréttar um
skráningu greiðslu að greiðanda
ásjáandi, ætti greiðandinn rétt á því
að fá vitneskju um eigandann. Því
er sem sé ekki þannig varið, að sögn
Þórðar.
„Þegar einhver hefúr tekið á sig
greiðsluskuldbindingu af þessu tagi
er hann jafii bundinn við að greiða,
hver sem eigandi skuldbindingar-
innar er á hverjum tíma. Það er því
vandséð til hvers greiðandinn þarf
að þekkja nafn eigandans, nema þá
í algerum undantekningum, eins og
þegar um hugsanleg afbrot er að
ræða. Rannsóknarlögreglan getur í
slíkum tilvikum farið fram á úrskurð
sakadóms um að fá nafh eiganda
uppgefið," segir Þórður.
t tilskipun frá 9. febrúar árið 1798
er kveðið á um að við greiðslur sam-
kvæmt skuldabréfúm skuli þær
færðar á bréfin að greiðanda við-
stöddum og honum skuli jalhframt
gefin kvittun. Þórður Ólafsson legg-
ur áherslu á að enda þótt þetta sé
ekki tíðkað í bönkunum vegna um-
fangs þessara viðskipta nú eigi
greiðendur rétt á þessari fram-
kvæmd mála. Hann brýnir raunar
greiðendur til að ganga eftir áritun
við greiðslu þegar bréf eru í annarra
höndum en bankastofiiana.
„Ef áritunin er ekki framkvæmd
stendur bréf óhaggað eins og engin
greiðsla hafi farið fram og hægt er
að selja það þannig. Greiðandi getur
þá átt á hættu að vera krafinn aftur
um greiðsluna og um slíkt eru til
dæmi,“ segir forstöðumaður banka-
eftirlitsins.
-HERB