Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
Neytendur
Við á neytendasíðunni höfum
ákveðið að taka upp kynningu á
baunum, og munum við taka fyrir
eina tegund í senn, og fjalla almennt
um hana, auk þess sem við birtum
uppskriftir.
Baunir eru ákaflega hollur matur,
auk þess sem leit er að ódýrari fæðu-
tegund. Þær eru yfirleitt seldar
þurrkaðar og þurfa því að liggja
nokkum tíma í bleyti áður en þær
eru matreiddar.
Við það að liggja lengi í sama
vatninu á sér oft stað gerjun og ef
baunimar em soðnar í sama vatni
og þær vom bleyttar upp í geta þær
átt það til að valda miklum vind-
gangi. Þetta hefur gert það að
verkum að þær hafa getið sér þó
nokkurt óorð. Auðvelt er að koma
í veg fyrir þetta með því að hella af
þeim vatninu sem þær hafa legið í
og skola þær vel.
Allmargar tegundir bauna em nú
fáanlegar og hefur neysla þeirra
aukist gífurlega hin síðari ár. Nú
má jafnvel fá margar gerðir sömu
baunategundar og er því úrval orðið
allgott hvað baunir varðar.
Linsubaunir
Við ætlum að hefja þessa kynningu
á einni þekktustu tegundinni, linsu.
Baunir fást nú í miklu úrvali
Linsubaunasúpa
200 g linsubaunir
kartöflur 2 tómatar
1 stór gulrót
1 gulrófa
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 búnt steinselja
1 lárviðarlauf
soð af grænmeti eða kjöti
Sjóðið linsumar í soðinu, þar til þær
em orðnar mjúkar. Blandið græn-
metinu saman við og sjóðið þar til
allt er orðið meyrt. Gott er að kreista
sítrónu yfír réttinn.
Linsubúðingur
200 g soðnar linsur
1 laukur
2 eggjarauður
2 eggjahvítur
200 g soðnar kartöflur
75 g brauðmylsna
1 matskeið jurtakraftur
Laukur, kartöflur, og linsur hakk-
að saman, og eggjarauðunum hrært
útí, einni í einu. Ein matskeið brauð-
mylsna tekin frá, en hinu hrært
saman við ásamt jurtakrafti. Stíf-
þeyttum eggjahvítum blandað
saman við. Látið í eldfast mót og
brauðmylsnu stráð yfir. Bakað í 180
gráðu heitum ofni við minni yfirhita
í 45 mínútur. Borið fram með stein-
Baunir, hollur og ódýr matur
Linsur em sennilega sú tegund
bauna sem best er þekkt hér á landi
ef undan em skildar hinar sígildu
grænu baunir en þær voru lengi eina
baunmetið á matarborði íslendinga.
Þær innihalda mikið jám og em því
góðar gegn blóðskorti. Sem og aðrar
baunir em þær ákaflega auðugar af
eggjahvítuefhum og em því oft not-
aðar í stað kjöts. Þetta gerir það að
verkum að grasætur hafa löngum
neytt þeirra og er það sennilega
ástæðan fyrir því hve úrval þeirra
er gott, hér á landi, en um 5 tegund-
ir þeirra em nú fáanlegar.
Uppskriftir
Við birtum tvær uppskriftir en
linsur em mjög þægilegar í mat-
reiðslu, og er því hægt að nota þær
með mörgu.
seljusmjöri, soðnum kartöflum, og
gulrófusalati.
Hráefhi í báða þessa rétti kostar
innan við 100 krónur.
-PLP
Linsur af öllum stærðum og gerðum
Kilóið af þurrkuðum baunum kostar á bilinu 90-150 krónur
Kristjana á Tálknafirði hringdi og
bað okkur um að birta fyrir sig upp-
skrift að súrdeigi. I norskri
matreiðslubók, sem við eigum, er upp-
skrift að súrdeigsbrauði. Þar segir að
bragðið af því sé súrt eins og gefur
að skilja.
Súrdeigið er búið til úr geri, vatni
og mjöli og er látið súma í einn til tvo
daga. Þá myndast m.a. mjólkur- og
edikssýra og heilmikið af bragðefhum
sem gefa brauðinu þetta sérkennilega
bragð.
Það verður að láta súrdeigsbrauð
„þroskast" einn dag áður en skorið
er af því.
Uppskriftin hljóðar upp á fjögur
brauð. Þau em ódýr, hráefhiskostnað-
ur telst okkur að sé rétt innan við 100
kr. eða 25 kr. á hvert brauð.
Súrdeigið
3 dl vatn
25 g ger (14 pakki)
150 g rúgmjöl
Hitið vatnið í 37”C. Hærið gerinu út
í hluta vatnsins. Hærið afganginum
af vatninu saman við rúgmjölið og
Súrdeigsbrauð
síðan er gerblandan látin út í það.
Látið plast eða álpappír yfir skálina
og látið bíða í minnst 12 klst. Eft.fr það
er súrdeigið tilbúið til notkunar. Hægt
er að blanda örlitlu súrdeigi saman
við hveiti og geyma í luktu íláti í
kæliskáp til síðari nota en mun betra
er að búa súrdeigið til jafhóðum þegar
þarf að nota það.
Brauðdeigið
í brauðdeigið sjálft fer eftirfarandi:
25 g smjörl. eða
2 msk. olía
7 dl vatn
50 g (1 pk.) ger
súrdeigið
2 tsk. salt
1-2 msk. steyttur anís eða basilikum
ca 1,4 kg rúgmjöl eða
500 g rúgmjöl og
ca 1 kg hveiti
Bræðið smjörlíkið í potti. Bætið
vatninu út í og hitið í 37°C. Ef olían
er notuð er henni bætt út í volgt vat-
nið. Hrærið gerinu út í hluta vatnsins.
Látið svo afganginn af vatninu út í
Rúgbrauð ætti að vera á hvers manns borði á hverjum degi.
DV-mynd B.G.
gerblönduna ásamt með súrdeiginu,
salti og öðm kryddi. Hnoðið eins
miklu af hveiti upp í deigið og það
tekur við með góðu móti og það sleppi
borðinu. Látið það lyfta sér undir
klæði á ylvolgum stað í ca 40 mín.
Látið þá aftur á bökunarborðið og
Imoðið meira mjöli upp í deigið. Skip-
tið í fjóra hluta og búið til fjögur falleg
brauð. Látið brauðin á smurða plötu
og skerið ofan í þau með hárbeittum
hníf eða jafrivel rakvélarblaði.
Látið brauðin lyfta sér undir klæði
í 'ö-l klst. Bakið síðan á neðstu rim
í ofninum í ca 45 mín við 200°C hita,
180°C í blástursofni.
Takið þá brauðin úr ofninum og
pakkið þeim inn í hreint viskustykki
og kælið þau þannig. Skerið ekki af
þeim fyrr en næsta dag.
Hægt er að nota 1 dl af hveitikími
eða hveitiklíði í staðinn fyrir 1 dl af
mjölinu.
Þessi brauð eiga að halda sér í
brauðkassa í 7-10 daga og í fiysti í
6-12 mánuði. Þíðið súrdeigsbrauðið
við stofuhita í umbúðunum. -A.BJ.