Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.' 5 pv__________________Fréttír Læknar gagnrýna stjómarfrumvarp að læknalögum: Aðför að eldri læknum og rýrð kastað á læknadeild „Aðför, að eldri læknum“ er fyrir- sögn greinar sem Baldur Johnsen yfirlæknir hefur ritað í Læknablaðið. I yfirfyrirsögn segir að greinin sé „at- hugasemdir að tilhlutan nokkurra lækna um nýtt frumvarp til lækna- laga“. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mælti fyrir stjómarfrumvarpinu þann 8. desember síðastliðinn. Er frumvarpið nú til skoðunar í þingneíhd. f grein sinni segir Baldur að tvær greinar frumvarpsins hafi vakið hvað mesta athygli og raunar undrun lækna og háskólamanna. Ákvæði 2. greinar kasti rýrð á læknadeild Háskóla íslands „um leið og hlutur deildarinnar er gerður miklu minni en áður í veitingu læknaleyfa. Undrun vekur 27. greinin vegna hins nýja „stefriumótandi" ákvæðis, að lækningaleyfi lækna falli niður og þar með leyfi til að heita læknir, án þess þeir hafi nokkuð brotið af sér, þegar þeir ná 75 ára aldri," segir í grein- inni, en lokaorð hennar em: „Engum dettur í hug að svipta arki- tekta eða verkfræðinga starfsleyfi eftir viss aldursmörk, þótt þeir hanni og sjái um byggingu stórhýsa og brúa og annarra mannvirkja, sem þúsundir eiga líf sitt og afkomu undir.“ -KMU Fundur vinstri sósíalista á Hótel Borg. DV-mynd GVA Vinstri sósíalístar: Kanna hug annarra vinstri Á ráðstefhu vinstri sósíalista á Hót- el Borg á laugardag var ekki tekin endanleg ákvörðun um framboð til Alþingis. Stjóm félagsins vár falið að kanna hug annarra vinstri manna til framboðs, vinstra megin við Alþýðu- bandalagið. Að sögn Áskels Mássonar stjómar- manns er ekki talið vænlegt að fara í framboð nema tryggt sé að einn maður komist inn. Verið er að hugsa um framboð í Reykjavík og á Reykjanesi. Um 50 manns mættu á fundinn. -SJ Farmenn: Ekkert við flutningana að athuga Eins og skýrt hefur verið frá í DV notfæra ýmsir útflytjendur sér fær- eysku flutningaskipin, sem halda uppi reglubundnum siglingum til Aust- flarða og Eyjafjarðahafna, til að koma vamingi utan. Jónas Garðarsson hjá Sjómannafé- lagi Reykjavíkur sagði að farmenn hefðu ekkert við þetta að athuga. Hér væri ekki um verkfallsbrot að ræða. Færeysku skipin hefðu haldið uppi siglingum til lslands í 4 ár og enginn amast við því og þess vegna væri ekki heldur Lægt að gera það nú enda þótt farmannaverkfall staeði yfir. -S.dór Tveir goö i ímlkost r Ikostir igSAMSUNG VX-SIOTC MyndbandstækiÖ, sem uppfyllir óskir þínar um vandaö tæki, á ótrúlegu veröi. Aöeins 29.900 stgr. CB-389 ZS Glæsilegt 17 tommu litasjónvarp m/fjarstýringu, 16 rásum, sérstökum vídeóinngangi og tengi f/heyrnartói. Aöeins 27.900 stgr. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 622025.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.