Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 26. JANÚAR 1987.
11
Sigur frjáisyndra i kosningunum í Vestur-Þýskalandi í gær tryggir áframhaldandi setu Hans-Dietrich Genschers í
embætti utanríkisráðherra. Hann brosti breitt er hann yfirgaf kjörstað ásamt Barböru eiginkonu sinni.
- Símamynd Reuter
Þingmenn tíunda
aukatekjur sínar
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Norskir þingmenn munu að öllum
líkindum samþykkja að gefa upp
tekjur sínar og láta birta í sérstakri
skrá. Allar tekjur, að undanskildum
föstum launum frá ríkinu, verða
færðar í skrána sem verður opinber.
Eftir að Káre Willoch, fyrrverandi
forsætisráðherra, varð uppvís að því
að hafa þegið laun frá samtökum
atvinnurekanda jafiihliða þingfarar-
og ráðherrakaupi hafa verið uppi
raddir um að þingmenn tíunduðu
aukatekjur sínar.
Haustið 1985 samþykktu formenn
alfra þingflokka að forsætisnefiid
þingsins skyldi móta tillögur um
tekjuskrá. Þessar tillögur hggja nú
fyrir og meginefni þeirra er að þing-
menn gefi upp aukatekjur sínar af
fusum og frjálsum vilja. Upplýsing-
amar verða síðan gefnar út í sér-
stökum bæklingi. Þessar tillögur eru
að enskri fyrirmynd. Allir þingmenn
utan einn hafa lýst sig fúsa til þess
að telja fram aukatekjur sínar.
Útiönd
Bráðabirgðaúrslit þegar síðast fréttist af talningu í morgun (tölur
í sviga sýna atkvæðamagnið í siðustu sambandsþingskosningum
í mars 1983) voru:
Kristilegu flokkarnir 44,3%
Sósialdemókratar 37,0%
Frjálsir demókratar 9,1 %
Græningjar 8,1 %
Aðrir 1,3%
Þingsætin skiptast þá samkvæmt þessu þannig milli fiokkanna
(þingmannatölur flokkanna eftir kosningarnar 1983 i sviga):
Kristilegir 223
Sósíaldemókratar 186
Frjálslyndir 46
Græningjar 42
Kjörsókn var 84,4% en hafði verið 89,1% árið 1983.
(48,8)
(38,2)
(7,0)
(5,6)
(0,4)
(244)
(193)
(34)
(27)
Bannað að
PáB Vahjáhnsgan, DV, Osló:
Ef norskir foreldrar leggja hendur
á böm sín eiga þeir það á hættu að
verða dregnir fyrir dóm. Norska
stórþingið samþykkti nýlega lög sem
banna misþyrmingar á bömum.
Þingmenn alfra flokka greiddu at-
berja böm
kvæði með lagafrumvarpinu.
Það var þingmaður verkamanna-
fiokksins, Tove Tihl, sem fyrir
fimmtán árum lagði fram frumvarp
sem bannaði ofbeldi á bömum. Það
hittist svo á að Tove Tihl lést fáein-
um dögum eftir að frumvarpið var
samþykkt.
Valdbeiting gegn
eyðnisjúklingum
Pál Vahjálmæan, DV, Osló:
Norðmenn hafa nú í bígerð að
breyta kynsjúkdómalöggjöfinni
þannig að hún nái yfir eyðni. Lög-
gjöfin mun heimila valdbeitingu
gegn eyðnisjúklingum en aðeins í
neyðartilfellum.
Félagsmálaráðuneytið hefur und-
anfama mánuði unnið að endur-
skoðun á lögum um kynsjúkdóma. I
desember fréttist það að ætlunin
væri að breyta löggjöfinni á þann
veg að leyfð yrði valdbeiting gegn
eyðnisjúklingum. Heilsugæslustéttir
og samtök homma risu öndverð gegn
slíkum breytingum sem gætu tak-
markað mjög persónufrelsi þeirra
sem smitaðir em eða grunaðir um
smit.
Ráðuneytið segist taka tiU.it til
gagnrýninnar og þvingunarákvæði,
svo sem einangrun, verða aðeins
leyfð sem örþrifaráð. Skýr ákvæði
verða um réttarstöðu þeirra sem
þvingunarákvæðunum verður beitt
gegn.
Svíar höfhuðu
Sovétgyðingum
Sænsk yfirvöld öftmðu fimmtán
sovéskum gyðingum frá því að kom-
ast til Vesturlanda með því að synja
þeim um vegabréfsáritanir til þess
að komast til Svíþjóðar. Tilgreind
ástæða var sú að þeir væm of lítið
tengdir Svíþjóð.
Sænska útvarpið segir að gyðing-
amir, sem allir hafi gifst sænskum
ríkisborgurum, hafi allir verið búnir
að fá leyfi sovéskra yfirvalda til þess
að fara til Svíþjóðar. Sú leyfisveiting
er sögð til endurskoðunar núna eftir
að sænsk yfirvöld tregðast við að
hleypa gyðingunum inn í landið eða
leyfa þeim að setjast að í Sviþjóð.
Yfirmaður sænska innflytjendaeft-
irlitsins segir að öðmvísi hefði verið
tekið á umsókn gyðinganna ef jæir
hefðu gert' það ljóst að öðmvisi
fengju jæir ekki að flytja frá Sovét-
ríkjunum.
Logar og lím
löttu kjósendur
Þátttaka í kosningunum í Vestur-
Þýskalandi fór ekki alls staðar fram á
hefðbundinn hátt. Á kjörstað nálægt
Frankfurt köstuðu grímuklæddir
menn íkveikjusprengju að kassanum
sem atkvæðin vom látin í. Ekki er ljóst
hve mörg atkvæði brunnu en kjósend-
ur þurfa að ganga að kjörborði aftur
irrnan þriggja vikna.
1 Tuebingen hafði lími verið hellt í
lása að dyrum kjörstaðanna og reyndu
lásasmiðir með sveittan skallann að
opna dymar áður en atkvæðagreiðsla
skyldi he§ast. Tókst það að einum stað
undanskildum.
Bæjari á kjörstað i hefðbundnum klæðum. - simamynd Rauter
HALLÓ
Er sjónvarpið þitt lélegt?
Eigum nokkur
0TATUNG
Sjónvarpstæki til afgreiðslu
strax á einstöku verði.
22” stereo, kr. 43.605,- stgr.,
fætur fylgja með, fjarstýrt.
26” fjarstýrt með fótum, kr.
47.405,- stgr.
Utborgun frá kr. 7.000,-
Eftirstöðvar á 6-7 mán.
Láttu þetta einstaka verð ekki fara
fram hjá þér.
EINAR FARESTVEIT & CO HF.
Bergstaðastræti lOa. Simi 16995.