Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Fréttir Skákviðburðurinn í DV-húsinu á morgun: Sterkasta hraðskák- mót hér á landi - þar sem keppendur eru eingöngu íslenskir Sextán sterkustu skákmenn lands- ins munu taka þátt í DV-skákmótinu sem haldið verður í DV-húsinu á laugardaginn. Enginn vafi leikur á því að hér er um að ræða sterkasta hraðskákmót sem haldið hefur verið hér á landi þar sem keppendur eru einvörðungu íslenskir. DV-skák- mótið er í 7. styrkleikaflokki Alþjóða skáksambandsins; 2407.5 ELO-stig. Samanlagður stigafjöldi keppenda er hins vegar 36.520 ELO-stig. DV-skákmótið verður haldið í veit- ingasal DV-hússins, Þverholti 11, og hefst klukkan 14 á laugardag. Allir tefla við alla og verður umhugsunar- tími í hverri skák 7 mínútur á mann. Þessir taka þátt. innan sviga al- þjóðleg ELO-stig hvers og eins: Jóhann Hjartarson (2555), Helgi Ólafsson (2555), Jón L. Árnason (2540), Margeir Pétursson (2535), Friðrik Ólafsson (2485), Guðmundur DV-húsið, miðstöð skáklistarinnar á laugardaginn. Sigurjónsson (2485), Karl Þorsteins (2445), Ingvar Ásmundsson (2375), Sævar Bjamason (2355), Hannes Hlífar Stefánsson (2335), Þröstur Þórhallsson (2335), Benedikt Jónas- son (2330), Elvar Guðmundsson (2320), Björgvin Jónsson (2310), Dan Hansson (2290) og Ásgeir Þór Árna- son (2270). Ráðgert var að Ingi R. Jóhannsson, alþjóðlegur meistari, tæki þátt í DV-mótinu en hann heíúr boðað forföll. Mótstjórar á DV-mótinu verða þeir Ólafur Ásgrímsson og Georg Páll Skúlason. Vegleg peningaverðlaun em í boði: Fyrstu verðlaun 25.000 krónur, önnur verðlaun 18.000 krón- ur, þriðju verðlaun 12.000 krónur og fjórðu verðlaun 10.000 krónur. Að auki mun DV styrkja Skáksamband Islands sérstaklega. Allir em velkomnir í DV-húsið á laugardaginn. -EIR Dómnefhdir gaumgæfa listamenn Menningaiverðlaunin undirbúin Nú er ekki nema hálfur mánuður þangað til Menningarverðlaun DV verða veitt í níunda sinn, nánar tiltek- ið hinn 26. febrúar næstkomandi. Afhendingin fer fram í Þingholti, Hót- el Holti. Þriggja manna dómnefndir hafa nú setið að störfúm um hrið til að skera úr um það hvaða leiklistar- frömuður, rithöfundur, myndlistar- maður, tónlistarfrömuður, arkitekt og kvikmyndafrömuður skuli hljóta af- reksverðlaun blaðsins fyrir framlag sitt til lista á árinu 1986. Um nokkurra ára skeið hafa Menn- ingarverðlaun DV verið veitt fyrir afrek í sex listgreinum en sex er alls ekki heilög tala og ekkert því til fyrir- stöðu að fjölga greinum í framtíðinni. Raunar má segja að tvær listgreinar í viðbót séu í sviðsljósinu í tengslum við veitingu Menningarverðlauna DV, það er listhönnun og matreiðsla. Þekktir íslenskir listhönnuðir búa nefhilega til verðlaunagripina og margir ágætustu matreiðslumenn landsins hafa sýnt listir sínar á máls- verði þeim sem fylgir afhendingu verðlaunanna. Skipan dómnefnda í ár er það Stefán B. Stefánsson, gullsmiður í Demantahúsinu, sem ger- ir verðlaunagripina. Á næstu dögum munum við kynna lesendum DV hug- myndir hans. I ár eru dómnefndir skipaðar eftirt- öldum aðilum : Bókmenntir: Dr. Öm Ólafsson, bókmenntagagnrýnandi DV, Rannveig G. Ágústsdóttir, BA, bók- menntagagnrýnandi DV og Páll Valsson, bókmenntafræðingur. Mynd- list: Aðalsteinn Ingólfsson, ritstjóri menningarmála DV, Halldór B. Run- ólfsson, listfræðingur, Hringur Jó- hannesson, listmálari. Tónlist: Eyjólfur Melsted, tónlistargagnrýn- andi DV, Hanna G. Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður, RUV, Jónas Ingimundarson, píanóleikari. Leiklist: Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi DV, Hávar Sigurjónsson, leiklistar- fræðingur, Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri. Arkitektúr: Páll Gunn- laugsson, arkitekt, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, Guðmundur In- gólfsson, ljósmyndari. Kvikmyndir: Hilmar Karlsson, kvikmyndagagnrýn- andi DV, Baldur Hjaltason, líffræðing- ur og kvikmyndagagnrýnandi, Sigurður Emir Rúnarsson, aðstoðar- ritstjóri HP og kvikmyndagagnrýn- andi. Frá Gulleyjunni til Hvítra máva í fyrra hlutu eftirtaldir listamenn Menningarverðlaun DV : Einar Kárason, rithöfundur, fyrir sögu sína, Gulleyjuna, Magnús Kjart- ansson, myndlistarmaður, fyrir sýn- ingu í Listmunahúsinu, Hafliði Hallgrímsson, tónlistarmaður, fyrir fiðlukonsertinn Poemi, Guðrún Gísla- dóttir, leikari, fyrir túlkun sína á hlutverki nunnunnar Agnesar í leik- ritinu Agnes bam Guðs, Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og Finnur Birgis- son, skipulagsstjóri, fyrir skipulag á Akureyri og Karl Óskarsson, kvik- myndagerðarmaður, fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar Hvítir mávar. -ai Frá afhendingu Menningarverðlaunanna í fyrra, Thor Vilhjalmsson heldur tölu undir borðum. Auöur Eydal. Hilmar Karlsson. Aðalsteinn Ingólfsson. Rannveig G. Ágústsdóttir. Páll Valsson. Hanna G. Siguróardóttir. Halldór B. Runólfsson. Hilmar Þór Björnsson. Baldur Hjaltason. Jónas Ingimundarson. Sigrún Vaibergsdóttir. Hringur Jóhannesson. Guömundur Ingólfsson. Sigmundur Emir Rúnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.