Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 26
38
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987.
Fréttir
Fjölmargar tegundir fugla og fiska eru í safninu og er stöðugt unnið að þvi að bæta við. DV-myndir Ómar
Náttúmgrípasafnið í Eyjum:
Einstætt
steina og
Ómar Gaiðaissan, DV, Vestmannaeyjum;
Náttúrugripasafh Vestmannaeyja
hefur löngum vakið athygli ferða-
marma, enda er um einstætt safh að
ræða, hið eina sinnar tegundar á
landinu. Kristján Egilsson er for-
stöðumaður safhsins. Áður gegndi
því starfi Friðrik Jesson og er hann
nú í hálfu starfi við safhið.
Það sem einna mesta athygli vek-
ur, þegar gengið er um safnið, er
steinasafnið. Það gáfu afkomendur
Sveins Guðmundssonar og konu
hans. Steinasafiiið er í mjög smekk-
legum sýningarkassa og kennir þar
ýmissa grasa. Með gjöfinni fylgdi
skrá yfir alla steinana í safiúnu og
safrí
fiska
frásögn af því hvemig fyrri eigendur
höfðu nálgast þá.
Vetrarmánuðina nota starfsmenn-
imir aðallega til að bæta safiiið,
stoppa upp dýr og fugla til að bæta
í það. Nú er safiiið opið laugardaga
og sunnudaga kl. 3-5
Steinasafnið I Náttúrugripasafninu er mjög sérstætt. Þar gefur m.a. að Ifta þetta meistaraverk náttúrunnar, sem sést
á meðfylgjandi mynd.
Heimatilbúin
skíðalyfta
á Homafirði
Júlia Imsland, DV, Hcér
Þar sem ekki er til ótakmarkað fé til
kaupa á tækjum og búnaði til íþrótta-
iðkana grípa menn gjaman nærtæk-
ustu hluti sem notast má við sé þeim
rétt raðað saman. Svo gerðu Homfirð-
ingar þegar þeir smíðuðu sér skíða-
lyftu. Gripurinn varð að mestu til í
áhaldahúsi Hafnarhrepps og þar lögðu
þeir gjörva hönd á plóginn þúsund-
þjalasmiðurinn Sigurður Halldórsson
og ólafur Einarsson vélstjóri. Sem afl-
f'afa notuðu þeir vél úr Escortbifreið.
drifbúnaðinn framhásingu úr jeppa,
skífu og kopp af línuspili.
Síðan var farið með lyftuna inn á
Hörgárdal, svo langt sem bílar kom-
ust. Þaðan var hún dregin á eigin
vélarafli sem leið lá upp allar brekk-
ur, allt upp í snjó. Vonandi fá homfir-
skir skíðaáhugamenn tækifæri til að
iðka skíðaíþróttina þótt hér sé alla-
jafiia lítið um snjó þrátt fyrir nábýli
við stærsta jökul landsins. En framtíð-
arvonir skíðamanna eru bundnar við
skíðasvæðið á Skálafellsjökli og er það
álit manna að þar sé hægt að stunda
skíðaíþróttina jafht sumar sem vetur.
Margar hendur unnu létt verk þegar lyftunni heimatilbúnu var komið á áfanga-
stað. DV-myndir Ragnar Imsland
Lyftubúnaðinum var komið fyrir í kerru sem flutti hann inn á Hörgárdal, svo
langt sem bilar komust.
Þorrablót á Selfossi
Regína Thorarensen, DV, Sd&3ssi:
Eldri borgarar héldu sitt þorrablót í
Inghóli á Selfossi nýlega. Á annað
hundrað manns sátu prúðbúnir undir
borðum og borðuðu hinn góða þorra-
mat af mikilli lyst og ánægju og
blessuðu kokkana í Inghóli fyrir það
hvað þeir gætu haft súrmatinn góðan.
Skein ánægjan út úr hveiju andliti.
Ýmislegt var haft til skemmtunar.
Leikfélag Selfoss sýndi atriði úr
Dúfnaveislunni eftir Laxness. Þar fóm
Gylfi Gíslason, Sigríður og Magnús
með hlutverkin og þótti þetta spreng-
hlægilegt. Léku leikaramir af léttleika
og snilld.
Hinrik Þórðarson, maður um átt>
rætt, flutti sanna draugasögu sem
gerðist í Ámessýslu. Samtalsþáttur,
Þijár konur, var alveg frábær.
Óf langt mál yrði að telja upp öll
skemmtiatriðin en áður en dansinn
byijaði settist Regína Guðmundsdóttir
við hljóðfærið, allir stóðu upp og
sungu af hjartans lyst.
Þoiri blótaður í Ámeshreppi
Regína Híorarensen, DV, Strondum:
Snemma á þorra héldu Ámeshrepps-
búar í Strandasýslu upp á þorrann
með óvenjulega miklu fjölmenni í þeim
fámenna hreppi, enda var vegurin til
Djúpuvíkur opinn um þær mundir. Því
! komst hótelstýran í Djúpuvík, svo og
hjónin Guðfinna og Ágúst á þorrabló-
tið.
Áðumefnd hjón hafa búið í mörg ár
í Reykjafirði, sem er skammt frá
Djúpuvík, en hafa aldrei komist á
þorrablót í félagsheimilinu í Trékylli-
svík þar sem vegurinn hefur alltaf
verið lokaður um það leyti. Hafa áður-
greind hjón alltaf þurft að birgja sig
upp af matvælum fyrir veturinn.