Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987.
Iþróttir
• Derek Mountfield.
Fer MountReld
til Manchester?
Manchester United er sífellt í
leit að nýjum leikmönnum og nú
hafa augu „rauðu djöflanna“
beinst að Derek Mountfíeld, mið-
verði Everton. Ef af kaupunum
verður er það fyrsti leikmaðurinn
setn Alex Ferguson kaupir til Un-
ited síðan hann tók við fram-
kvæmdastjórastöðunni.
Síðan Everton keypti landsliðs-
miðvörðinn Dave Watson á 55
milljónir króna, fyrr í haust, hefur
Mountfield gengið illa að vinna sér
fast sœti í liðinu. Mountfield, sem
er 24 ára og stefnir að landsliðs-
sœti, hefur ekki líkað það sem best
og hefur hann gefið í skyn að hann
hyggist fara fram á söiu ef hann
komist ekki í liðið fljótlega.
Hojvard Kendall er því mikill
vandi á höndum því hann vill ólm-
ur halda í Mountfield sem hefur
verið einn traustasti leikmaður
Everton síðustu árin. Ferguson er
hins vegar harður á því að hann
þurfi sterkan miðvörð og hefur
þegar leitað hófanna með Graig
Léyéin hjá Hearts og Steve Bruce
hjá Norwich. Þessir leikmenn
kosta þó um 60 milljónir króna
hvor um sig en talið er að Mount-
field kosti hehningi minna. Verður
fróðlegt að fylgjast með því hver
verður fyrsti leikmaðurinn sem
Ferguson kaupir til United.
-SMJ
Metgod frá
Nott. Forest?
. Hollendingurinn Johnny
Metgod hjá Nottingham Forest er
ekkert að flýta sér að undirrita
nýjan samning við félagið þrátt
fyrir að Brian Clough, fram-
kvæmdastjóri Forest, hafi boðið
honum mjög góðan samning.
„Ég ætla að geyma allar áætlan-
ir varðandi framtíðina þar til í
sumar og sjá hvort ég hef ekki
' öruggt sæti í Forestliðinu,“ sagði
Metgod. Á síðasta sumri sýndu
bæði Newcastle og Köln mikinn
áhuga á því að fá hann til sín og
er það talið valda því að Metgod
heldur að sér höndum núna.
-SMJ
Ekki nýrvöllur
Eins og kunnugt er verður
heimsmeistarakeppnin í knatt-
spymu 1990 á Ítalíu. Þrátt fyrir að
knattspyrnumannvirki séu flest
mjög glæsileg á Ítalíu var ætlunin
að byggja leikvang í Róm sem
ætti engan sinn líka og tæki 120
þúsund áhorfendur. Þar átti síðan
úrslitaleikurinn að fara fram. Þessi
leikvangur átti að kosta 10 millj-
arða króna. Það reyndist of stór
biti fyrir borgarstjómina í Róm að
kyngja og var tillaga um byggingu
leikvangsins felld á fimdi hjá borg-
arráðinu. Úrslitaleikurinn fer því
að öllum líkindum fram á gamla
ólympíuleikvanginum í Róm.
-SMJ
Chiedozie úr leik!
Einn sprækasti kantmaður á Bret-
landseyjum, Tottenhamleikmaðurinn
John Chiedozie, hefiir ekki leikið við
hvern sinn fingur upp á síðkastið.
Hann verður nú frá keppni til vorsins
vegna mjög alvarlegra bakmeiðsla.
Hann gekkst undir uppskurð vegna
þessa nú á dögunum.
Chiedozie, sem er Nígeríumaður,
hefur jafnan staðið sig með prýði í
leik og hleypti hann að margra dómi
nýju blóði í Tottenhamliðið með komu
sinni í herbúðir félagsins. Ótrúlegur
hraði hans hefur átt þátt í mörgum
sigrum liðsins á síðustu misserum.
Sjálfur er Chiedozie einnig ógnandi
og skæður sóknarmaður enda hefur
hann gert nokkur mörk í leikjum sín-
um með félaginu. Chiedozie hefur þó
enn ekki öðlast náð fyrir augum David
Pleat, jafnvel þótt hann hafi til langs
tíma verið hraustur og reiðubúinn til
stórvirkja. Baráttan um sæti í Totten-
hamliðinu er raunar ótrúleg enda
skipa landsliðsmenn þar hvert sæti.
Chiedozie hefur aðeins leikið einn leik
með aðalliðinu síðan Pleat tók við
stjóm félagsins. Þeir verða vart fleiri
leikir hans á næstunni.
-JÖG
Dagsmenn
Daníel Hilmarsson, skíðamaður frá
Dalvík, var í gærkvöldi kosinn
íþróttamaður Norðurlands. Það var
blaðið Dagur á Akureyri sem gekkst
fyrir þessu kjöri.
I öðru sæti varð Tryggvi Gunnars-
son. knattspymumaður og marka-
kóngur úr KA, og þriðji Freyr Gauti
kusu Daníel
Sigmundsson, ungur og bráðefnilegur
júdómaður úr KA. Eyjólfúr Sverris-
son, knattspymu- og körfuknattleiks-
maður í Tindastóli frá Sauðárkróki,
hafhaði í fjórða sæti í kjörinu og Jón-
as Róbertsson, knattspymumaður úr
Þór, varð fimmti.
-SK
ítalskur sigur á Portúgal
ítalía sigraði Portúgal, 2-1, í leik
leikmanna 21 árs og yngri í Evrópu-
keppninni í knattspyrnu í Lissabon í
gærkvöldi, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 0-0.
Svisslendingar em efstir í riðlinum
með 4 stig eftir þrjá leiki en næstir
koma svo ítalir með 3 stig eftir tvo
leiki. -JKS
9.nillCkNoah, frá Frakklandi, varð sigurvegari á Grand
Prix móti í tennis sem fram fór í Lyon í Frakklandi á dögunum. Noah vann
Svíann Joakim Nyström í úrslitaleik, 6-4 og 7-5. Símamynd Reuter
Coca Cola mOt I Racqetball verður haldið
sunnudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Allir eru kvattir til að vera með. Skrán-
ingu fyrir mótið lýkur kl. 15.00 á morgun, laugardaginn 14. febrúar. Mótsgjald
er kr. 300 DV-mynd KAE
•Árni Friöleifsson skoraði fimm mörk fyrir Víkinga í gærkvöldi gegn Val og hér er hanr
lá knötturinn í marki Valsmanna.
„Ef við hefð
maikivænim
-sagði Jón Pétur Jónsson, þjálfari V
„Lið sem hefur Kristján Sigmundsson
á sínum snærum og svona stórkoslegan
eins og hann var hér í kvöld á móti
okkur, á meðan okkar markverðir verja
lítið sem ekkert, þarf ekki að óttast úr-
slit í leikjum sínum. Dómarar leiksins
gerðu ekki útslagið heldur vorum við
einfaldlega lélegir, svo ekki sé meira
sagt. Við skoruðum ekkert einasta mark
fyrstu tuttugu mínútumar þó að mínir
leikmenn stæðu fimm sinnum einir fyrir
framan markmanninn. Betra liðið vann
þegar upp var staðið en ég er viss um
að ef við hefðum Kristján Sigmundsson
í markinu hjá okkur værum við ekki
búnir að tapa leik í mótinu,“ sagði Jón
Pétur Jónsson, þjálfari Valsmanna, í
samtali við DV eftir leik Víkings og
Vals þar sem Víkingar fóru með sigur
af hólmi, 22-15, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 10-4 Víkingum í hag. Leikur
liðanna fór ffarn í Laugardalshöll.
Valsmenn skoruðu ekki mark í
heilar tuttugu mínútur
Fyrstu tuttugu mínútumar í leiknum
vom alveg sérstakar fyrir þær sakir að
Valsmönnum var alveg fyrirmunað að
koma knettinum ffamhjá Kristjáni í
marki Víkings. Hins vegar gengu hlut-
imir betur upp hjá Víkingi, því á meðan
allt gekk á afturfótunum hjá Valsmönn-
um vom Víkingar búnir að koma
knettinum sex sinnum í mark andstæð-
ingsins og má segja að þessi leikkafli
hafi gert út um leikinn.
Valdimar Grímsson braut blað í leikn-
um með því að skora fyrsta mark
Valsmanna en Víkingar svöruðu strax
með tveimur mörkum og staðan var því
orðin 8-1. Það sem eftir lifði hálfleiksins
gerðist fátt markvert að því undanskildu
að Kristján markvörður varði vítaskot.
Valsmenn mættu mjög ákveðnir til
seinni hálfleiks og skomðu fyrstu tvö
mörkin. Virtist sem þeir ætluðu virki-
lega að sýna á sér klærnar en það var
öðm nær því Víkingar vom alls ekki
af baki dottnir og svömðu alltaf jafn-
harðan fyrir sig. Minnsti munur á
liðunum var fjögur mörk, 14-10, en síðan
skildu leiðir á nýjan leik og eftirleikur-
inn var Víkingum auðveldur.
Jón Pétur fékk að sjá rauða
spjaldið
Jón Pétur Jónsson, þjálfari Vals-
manna, fékk að sjá rauða spjaldið í
leiknum, þegar fimm mínútur voru til
leiksloka, fyrir að mótmæla við dómar-
„Broddi hefur ekki
lært af sjálfum séru
- opið bréf til
Ípróttasíðunni hefur borist eftirfarandi
bréf frá Garðari Alfonssyni vegna ummæla
Brodda Kristjánssonar badmintonleikara
í viðtali á íþróttasíðu IJ V 9. febrúar sl.
„Þar sem undirritaður þykist hafa verið
einhvers staðar nálægur þegar Broddi óx
úr grasi sem badmintonleikari er ekki
bægt að leiða þetta viðtal hjá sér án at-
hugasemda.
Það er rangt að Broddi hafi lært badmin-
ton af sjálfum sér eða foreldrum sínum. Á
jteim tíma var ekki leikið badminton hér
sem kallast því nafni (að sjálfsögðu er átt
við badminton sem gefur möguleika til að
standa í sæmilegum eriendum spilurum)
einhvers staðar hefur hann lært þá tækni
sem hann býr að nú.
Það er líka rangt að kínverskir þjálfarar
haft orðið til þess að badmintoníþróttin
hafi komist hér á það stig að teljast sæmi-
leg keppnisíþrótt. Þessu til sönnunar vil
ég benda á að í fyrsta skipti sem TBR tók
þátt í Evrópukeppni félagsliða sem haldið
var í Kaupmannahöfn (undirritaður var
jjjálfari TBR þá) var liðið einum leik frá
því að komast í undanúrslit, þessi eini leik-
ur var gegn belgísku félagi og hann gat
farið á báða vegu, svo naumt var það. Þó
var liðið á þessum tíma reynslulaust og
ekki með kínverskan spilara sem seinna
varð.
Það einkennilega skeði að eftir þessa
keppni var . frammistaðan þökkuð kín-
verskum þjálfara sem ekki var á staðnum
og hafði aðeins verið viku á íslandi. Þetta
sýnir að Kínverjar hafa snemma farið að
setja svip sinn á íslenskt badminton. Ég
vil geta þess að um þetta var fjallað í að
minnsta kosti tveimur erlendum badmin-
tonblöðum.
Nú mætti spyrja hvort ég áliti að Kín-
verjar væru hér ekki til gagns. Því fer
íþróttasíðu DV
fjarri að ég álíti að svo sé en við þurfum
ekki endilega Kínverja til að við getum
notað alla þjálfara sem eru nægilega sterk-
ir til þess að leika við okkar bestu spilara
ef þjálfunin fer fram í því formi.
Það er sem sagt ekki vandamálið að
þjálfa ef maður hefur tæknilega góða leik-
endur í höndunum, maður þarf ekki einu
sirmi að geta tjáð sig munnlega.
Ég held því fram að höfuðvandamálið
liggi í grunnþjálfuninni, eftir það er hægt
að fara í bækur og lesa sér til um alls
konar æfingar sem byggja ofan á það sem
fyrir er, en þá kemur spumingin, veit ekki
sá sem byggði grunninn hvemig hann
hefur hugsað sér áframhaldið, það er mjög
líklegt.
Þerssi atriði sem að framan greinir gilda
ekki bara um badmintoníþróttina. Það sem
tæpt hefur verið á er miklu viðameira en
það sýndist í fyrstu því að Asíubadminton
*fer um margt ólíkt Evrópubadmintoni, þar
kemur til ólík líkamsbygging og ólíkt eðli.
Þessi atriði hafa verið í brennidepli í
Evrópu og Asíu undanfarin ár því hér er,
svo ótrúlegt sem það hljóðar, pólitík á ferð-
inni, ekki hægri eða vinstri, heldur annars
konar pólitík.
Þetta leiðir okkur að því spursmáli hvort
kínverskir þjálfarar geri sér ekki grein
fyrir því að Asíustíll passar ekki fyrir
Évrópu. Ég held að þeir geri sér jp-ein fyr-
ir þvf nú en hvers vegna eru þeir þá hér
áfram? Að mínu mati er það vegna þess
að j)eir em hér í sambandi við Evrópubad-
minton og virðast fá vel greitt fyrir.
Að lokum, það væri fróðlegt fyrir undir-
ritaðan, áður þjálfara hjá TBR, að heyra
hvað tuttugu og sjö fold laun þjálfara í
Kína em miklir peningar.
Garðar Alfonsson,
Austurgerði 4, Kópavogi