Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987.
9
Uflönd
Amal-shitar halda áfram
umsátrinu um búðir PLO
ísraelskar herþotur gerðu í gær aðra
loftárásahrinu á búðir palestínskra
skæruliða í Suður-Líbanon og er það
önnur loftárásin með sólarhrings
millibili á nágrenni hafnarbæjarins
Sídon.
Arásin í fyrrakvöld hafði beinst að
Ain El-Hilweh-búðunum suður af Sí-
don, en þar sögðust ísraelsmenn hafa
varpað sprengjum og skotið eldflaug-
um að aðalstöðvum skæruliða PLO,
þaðan sem stjórnað væri hryðjuverka-
árásum inn í Israel.
Flestir líta svo á að megintilgangur
loftárásanna sé sá að Israelstjóm vilji
sýna þannig að hún láti þófið um út-
lendu gíslana í Líbanon ekki halda
aftur af sér og sé algjörlega sjálfstæð
í sínum ákvörðunum en dansi ekki á
línu sem togað sé í frá Washington.
I gærmorgun vörpuðu ísraelskar
vélar sprengjum á byggingar sem A1
Fatah-skæmliðasamtök Yassers Ara-
fats höfðu áður notað.
Loftárásimar hafa aðallega beinst
að Palestínuaraöbum eða skæruliðum
þeirra þótt flestar árásimar á ísraelska
hlutleysisbeltið í Suður-Líbanon hafi
verið gerðar af Hizbollah-hrejdíngu
shitamúslíma upp á síðkastið. Ekki
alls fyrir löngu létu, ísraelsk yfirvöld
uppi að þau hefðu, að beiðni Samein-
uðu þjóðanna, látið vera að gera árásir
á Hizbollah, en haldið væri, að þau
samtök stæðu aðallega að mannrán-
unum undanfarið í Líbanon og að
hugsanlega væm einhverjir útlendu
gíslanna geymdir í búðum þeirra í S-
Líbanon.
Vopnaðir liðsmenn Amal-shita leita skjóls fyrir skothríð leyniskyttna meðal húsarústa við flóttamannabúðirnar í Bourj Al-Sarajneh, en þangað hefur starfsmönn-
um Sameinuðu þjóðanna ekki verið hleypt með matvæli eöa sjúkralyf handa Palestínuaröbum. Símamynd Reuter
Ungur Palestínuarabi situr vopnaður meðal annarra, sem flúið hafa úr flótta-
mannabúðum Palestinuaraba í Beirút, eftir bardaga við múslíma. Það er talið
að um 750 manns hafi fallið siðustu fjóra mánuði í bardögum um flóttamanna-
búðir Palestinuaraba i Beirút og Suður-Libanon. Simamynd Reuter
Sjálfsvígum fjölgar
Óvenjumargir ungir Japanir fyrir-
fóru sér á síðasta ári. Er félagslegri
streytu og sorg út af fráfalli frægs
popssöngvara kennt um. 299 stúlkur
undir tvítugu styttu sér aldur á árinu
1986 og er það 77% fleiri en á árinu
1985. Óhugnanleg sjálfsvígsskriða
fylgdi í kjölfar þess að söngkonan
Yukiko Okada (18 ára) fyrirfór sér i
Tokýo í apríl. Sjálfsmorðum stúlkna
og pilta fjölgaði um 44% eða upp í 802
frá árinu áður.
Frá Ástralíu berast samtímis þau
tíðindi að sjálfsvígum Ástrala hafi
fjölgað um 1% á árinu 1985 frá þvi
árið 1984. Alls fyrirfóru sér 1.827 Ástr-
alir á árinu 1985 og var meirihluti
þeirra á aldrinum 15 til 24 ára. 1 öllum
aldurshópum voru hlutföllin fjórir
karlar á móti hverri einni konu sem
frömdu sjálfsmorð.
Smokkaumræða
veldur óróa
Ólafur Amaison, DV, New York:
Opinber imiræða um smokka hér i
Bandaríkjunum. getnaðan’öm sem
ekki alls fyrir löngu mátti ekki nefna
á mörgum heimilum. hefur valdið
nokkrum óróa hér vestra meðal kenn-
ara. tmarleiðtoga og foreldra.
Tilraunir til að auglýsa smokka í
sjónvarpi og dreifa þeim í menntaskól-
imi og háskólum hafa farið fyrir
brjóstiö á nrörgum sem segia að slíkt
leiði til lauslætis. Þeir sem styðia þessa
opnu tunræðu um getnaðaivarnir
benda á að smokkar séu eina vörnin
sem vitað er um gegn hinum banvæna
sjúkdómi eyðni.
Talsntaður kaþólsku kirkjunnar.
Russel Shaw. varaði við þvi að
smokkaauglýsingar rnæltu nteð getn-
aðarvörnum en kirkjan er andsnúin
sliku. Fullyrti hann að slikt ntyndi ýta
undir lauslæti frekar en þann sjáltsaga
sem æskilegur væri rneðal ungs tölks.
Hann taldi að auglýsingar rnyndu
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn
viðkvænta hóp ungs fólks sent nú er í
menntaskólum og háskólunt.
Noregur miðstöð eituriyfjasmyglara? Norsk dagblöð auka sölu sína
Kffl Vilhjálmsson, DV, Osló: KH ViIhjálmsBan, DV, Osló:
Eititrlvfjasalar frá Suður-Ameríku hvggjast flytja í gegnum Noreg eiturlyf sem ætluð eru á rnarkað i Vest- ur-Evrópu. Upplýsingar þess efnis segist norska dómsmálaráðunevtið hafa undir höndtun. Eiturlyfjasalarnir beina nú sjóntmt síntmt að þeirn stóra ntarkaði sent Vestur-Evrópa er. Eftir að yfiivöld í Bandaríkjunum jtiku eftirlit og aðgerðir gegtt eitur- lvfjasmyglumm er Evrópa orðin rneira freistandi en áður. Yfirvöld í Noregi leita nú ráða til að hindra að landið verði notað sem milliliður í smygli á eiturlyfjimi til Vestur-Evrópu. I fytra keyptu Norðntenn daglega hundrað þúsund fleiri blöð en þeir gerðu árinu áðtu'. Daglega eru 2.6 milljónir dagblaða seldar í Noregi. Upplag allra stærstu hlaðanna jókst í fyrra. Þrjú stærstu blöðin ent Aftenposten. sem gefur út sitt aðalblað á morgnana. og síðdegisblöðin Verdens Gang og Dagliladet, Stærsta upplagið hefur Verdens Gang sem selur nimlega þrjú hundntð þúsund eintök daglega. Það er s;mta hlutafélagið sem á Aftenposten og Verd- ens Gang.
ríríf \ \ \ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Umsjón: g Bára Sveinsdóttir og lundur Pétursson
myiuiui
77/ ^ Guðrr