Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Útlönd DV Kosningahiti í írum Charles J. Haughey, leiötogi Fianna Fail, meðal kjósenda i Wicklow-sýslu. Simamynd Reuter Það sló í brýnu í gærkvöldi í sjón- varpseinvígi milli þeirra Garret Fitz- gerald forsætisráðherra og Charles Haughey, leiðtoga stjómarandstæð- inga. þegar á góma bar málefni Norður-írlands. Höfðu þó báðir lýst því yfir fyrir kappræðueinvígið að þeir ætluðu ekki að draga málefni N- Irlands inn í kosningabaráttuna í Irska lýðveldinu (í suðri). Hitnaði heldur betur í ræðumönnum þegar talið beindist að samkomulag- inu sem Fitzgerald gerði við Thatcher- stjórnina í London um ráðgefandi hlutdeild Dublinstjórnarinnar í mál- efnum N-írlands í tilraunum Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, til þess að koma á friði á N-írlandi. Haughey, sem af niðurstöðum flestra skoðanakannana er spáð sigri í kosn- ingunum á írlandi á þriðjudaginn kemur, vildi draga í efa að það sam- ræmdist stjómarskrá írska lýðveldis- ins að Dublinstjórnin hefði hönd í bagga með stjóm mála á N-írlandi. Raunar er í stjómarskránni gengið út frá óbreyttum stjómarháttum á N-Irlandi nema meirihluti þjóðarinnai- vilji annað. Sagði Haughev að írar gætu ekki viðurkennt nein j'firráð Breta á ír- landi. Fitzgerald varaði mjög við því að reynt yrði að hrófla við samkomulag- inu sem stjóm hans hafði gert við Thatcherstjómina og sagði að slíkir tilburðir gætu ýft upp ný átök í norð- urhluta landsins þar sem 2.500 manns hafa látið lífið í átökum milli kaþó- likka og mótmælenda síðan 1969. Sjónvarpseinvígið, sem verður það eina fyrir þessar kosningar, stóð í næstum eina og hálfa klukkustund og snerist að mestu um efnahagsmálin þar sem Haughey veittist að Fitz- gerald fyrir að hafa látið skuldir Irlands við útlönd tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Dr. Garret Fitzgerald, forsætisráðherra írska lýðveldisins og leiötogi Fine Gail, hlustar á einn kjósanda sinn í Dublin kvarta undan miklu atvinnuleysi. Simamynd Reuter Langur listi fanga Stjórnmálamaður í Suður-Atríku, sem er í stjórnarandstöðu, sést hér skoða lista með nöfnum fjögur þúsund fanga en yfirvöld birtu listann i gær. Mann- réttindasamtök saka stjórnina um að gefa ekki upp nöfn fleiri þúsund fanga sem verið hafa i haldi skemur en einn mánuð. Er þess krafist að stjórn- völd greini frá öllum þeim sem eru fangelsaðir. Á listanum mátti sjá að ellefu og tólf ára gömul börn eru í suður-afrískum fangelsum. Simamynd Reuter Urval FEBRÚARHEFTIÐ ER KOMIÐ - MEÐ ÚRVALSEFNI EINS OG VENJULEGA Úrval ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ. KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA! ÞORPIÐ SEM ÞEGIR Ironana er lítið þorp á Madagaskar norðanverðri. Þar hafa þorpsbúar tamið sér að tala ekki - en kunna það þó. Og meira að segja dýrin þeirra hafa einnig til- einkað sér þögnina og hafið úti fyrir er hljóðlátt og kyrrt. HVER ER HEILBRIGÐISVÍSITALA ÞÍN? Hér geta menn prófað sjálfa sig og kannað hversu líklegt það er að þeir haldi heilbrigði sinni og velferð fram eftir árunum. Það eina sem menn þurfa að gera er að svara prófinu samviskusamlega - og ekkr gægjast í svörin fyrr en að prófinu loknu. FROSIN FÓSTUR: ENN EITT SVAR VIÐ ÓFRJÓSEMI Lífeðlisfræðileg læknisstörf hafa skapað ótrúlega möguleika, en afleiðingarn- ar hafa ekki verið kannaðar til fulls, segir læknirinn sem fyrstur frysti frjóvgað konuegg til þess að þíða síðar og koma fyrir í líkama hennar. ALLT SEM KONUR VIUA VITA UM KYNLÍF i síðasta hefi var fyrri hluti greinar með þessu heiti eftir hinn fræga lækni, David Reuben. Hér leitast hann við að svara nokkrum grundvallarspurningum um mál- efni sem alla snertir og allir hafa áhuga á. Þetta er síðari hluti greinarinnar. ÞEGAR JÖRÐIN GLEYPTI CHRIS Tæplega tveggja ára drengur féll ofan í borholu sem átti að vera búið að loka vandlega. Þar sat hann fastur I þröngri holu á þriggja metra dýpi. Það var kapp- hlaup við tímann og vatnsaga í holunni hvort tækist að ná honum ósködduðum í tæka tíð. GLITRANDI FRELSISDAGAR í UNGVERJALANDI Á liðnu hausti voru þrjátíu ár síðan Ungverjar þyrptust út á götur Búdapest og börðust við sovéska skriðdreka með berum höndum og heimagerðum sprengj- um. Uppreisnin var kveðin niður með sovéskri slægð og vopnavaldi. En frelsis- andinn lifir áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.