Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987.
11
Erlendar fréttir
Holm vill sættast
við Joan sína
Birtu grein um
eyðni á íslandi
Eiginmaður leikkonunnar Joan
Collins, Peter Holm, segist enn elska
hana og vonast eftir sáttum. Lét
hann þessi orð falla er hann gekk
inn í réttarsalinn í gær.
Þau hjón standa í skilnaði og var
Collins kölluð fyrir rétt þar sem hún
hafði ekki gert grein fyrir fjárhag
þeirra beggja en þess var krafist
vegna ásakana hennar um fjársvik
eiginmannsins. Collins var sýknuð
en hefði átt á hættu að eyða tíu
dögum í fangelsi ef dómur hefði fall-
ið öðru vísi.
Það var í desember sem Collins
krafðist skilnaðar frá ijórða eigin-
manni sínum. Sakaði hún hann um
fjársvik. Krafðist Holm yfirlits yfir
fjárhaginn til þess að geta sýnt fram
á að hann hefði ekki svikið fé af
henni. Einnig var yfirlitsins krafist
til þess að hægt væri að ákveða
hversu háan lífeyri Holm ætti að
fara fram á. Gert er ráð fyrir að
hann fari fram á minnst tíu þúsund
dollara á mánuði.
Fjóroi eiginmaður Joan Collins, Petér Holm, á leið inn í réttarsalinn.
Símamynd Reuter
Joan Collins ásamt lögfræðingi og aðstoðarmanni. Hún átti á hættu að verða sett i steininn í tiu daga þar sem
hún hafði ekki skilað fjárhagsyfirliti. Þess var krafist vegna ásakana hennar á hendur fjórða eiginmanninum.
Símamynd Reuter
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
„Ókeypis smokkar á næturklúbbi"
heitir grein er birtist í norska Dag-
blaðinu á miðvikudaginn.
i'sland hefúr heldur komist á blað í
eyðniumræðunni í Noregi. Á miðviku-
daginn var birt flennistór mynd í
blaðinu af Kristni Haraldssyni í
Hollywood. Hann er klæddur í bóm-
ullarbol sem á stendur „Ég nota
smokka" og er að framreiða vínglös
með ókeypis smokkum. Myndinni
fylgir grein um ástandið í eyðnimálum
á Islandi. Höfundur, bæði greinar og
myndar, er maður að nafni Frank
Brandsás.
Það er afar sjaldgæft að sjá greinar
um ísland í norska Dagblaðinu og
grein þessi vakti töluverða athygli
enda var fyrirsögnin mjög stór. Telur
höfundur greinarinnar íslenska fram-
takið um ókeypis útbýtingu smokka á
skemmtistöðum vera athyglisverðan
lið í baráttunni gegn eyðni.
Þessa vikuna er i gangi mikil fjöl-
miðlaherferð í Noregi gegn eyðni.
Sjónvarpið hefur að undanfömu haft
símatíma til þess að taka á móti spum-
ingum um sjúkdóminn og þeim er svo
svarað i sjónvarpssal. Á mánudaginn
var sýnd bandarísk kvikmynd um
homma sem smitast hafa af evðni.
Útvarpsstöðvar og dagblöð taka
einnig þátt í þessari upplýsingaherferð
sem á að gefa réttar upplýsingar um
sjúkdóminn og minnka taugaveiklun
í sambandi við hann.
Óréttlátt að segja
upp eyðnismituðum
Dómsúrskurður í Noregi
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Nú er fallinn dómur í fyrstu réttar-
höldunum í Noregi vegna eyðni. Málið
snerist um rétt eyðnismitaðra gegn
atvinnuveitendum. Barþjónninn
Henki H. Karlsen. sem er smitaður
af eyðni. vann málið en missti samt
vinnuna.
Karlsen var sagt upp störfum á veit-
ingahúsinu Papillion í Fredriksstad
fyrir rtimu ári. Hann var látinn hætta
samdægm's þegar hann sagði vinnu-
veitanda frá því að hann væri hornrni
og smitaður af eyðni. Karlsen hefur
ekki sjúkdóminn þó hann sé smitaður
af veirunni og er því vinnufær.
Fór hann í mál við vinnuveitandann
og féll dómur í gær. Þar segir að upp-
sögn Karlsens hafi verið óréttlát og
ómálefnaleg. Vinnuveitandinn þarf að
borga Karlsen fimmtíu þúsund nor-
skar krónur í skaðabætur en hann fær
ekki aftur vinnuna á veitingastaðnum.
Þess vegna hefirr Karlsen aðeins unn-
ið málið að hálfu leyti.
Verjandi hans er afar óánægður með
dóminn. Hann vonast til þess að
Karlsen vilji áfrýja dórnnum til hæsta-
réttar. ..Hér þarf að fá hreinni línur
tun hver sé réttur eyðnismitaðra. Það
er stór þáttur í baráttunni gegn sjúk-
dómnum." segir lögmaðurinn.
Fljúgandi hertogynja
Hertogynjan af Jórvík, Sarah Ferguson, heldur hér stolt á einkaflugmannsskír-
teini sínu sem henni hlotnaðist nýlega. Virðist hertoginn, Andrew prins, vera
ánægður með þennan áfanga eiginkonunnar en hún er fyrsti kvenmaðurinn
innan bresku konungsfjölskvldunnar sem tekið hefúr einkaflugnmnnspróf.
Símamynd Reuter
Raftæki í úrvali.
ÖIl ritföng
í ritfangadeild
2. hæð.
Munið
nýju leikfangadeildina
á 2. hæð-
Urval af hornsófum
í taui og leðrí.
Húsgagnadeild - Simi 28601
Rafdeild
2. hæð
Gjafavöruúrval
gjafa- og búsáhalda-
deild - 2. hæð.
AUt í helgarmatinn.
Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð -
Húsgagnadeild 2. og 3. hæð -
Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð -
Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið
Leikfangadeild 2. hæö-
Sérverslanir í JL-portinu-
/AAAAAA " «.
CLZ JOU'JlF
... z jaaQQjSi
uHÍiuuiiuuiil vaiii.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600