Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. Spumingin Ertu andvígur tilraunakjarn- orkusprengingum, sbr. Nevada í USA? Erna Hjaltalín húsmóðir: Já, ég er alfarið á móti þeim. Mér finnst þetta vígbúnaðarkapphlaup algjör firra og það þjónar engum tilgangi. Bjarni Kristinsson verslunar- maður: Eg hugsa ekki. Meðan ekki hefur náðst samkomulag um að hætta þessu alveg þýðir ekkert að láta annan aðilann hætta því. Stefán Jónsson sundlaugarvörð- ur: Já, þetta er allt stórhættulegt og engin glóra í þessu. Burt með öll kjarnorkuvopn og alla kjarnorku. Guðmundur Steinsson sölumað- ur: Ég er algjörlega á móti því. Til þess að stórveldin nái samkomulagi um frystingu á þessu víbúnaðar- kapphlaupi verða þau að hætta öllum þessum tilraunum. Guðmunda Gunnarsdóttir hús- móðir: Auðvitað er ég það og það fmnst mér að allir ættu að vera sam- mála um þó ekki væri nema til þess að stuðla að friði í heiminum. Guðríður Jónsdóttir, starfar á barnaheimili: Já, svo sannarlega enda eru slíkar tilraunir til að mynda hættulegar fyrir andrúmsloftið. Og með þvi að stunda ekki svona til- raunir gefa þeir gott fordæmi öðrum til eftirbreytni. Lesendur Blásnauður í allsnægtaþjóðfélagi Sjúklingur skrifar: Ég er 29 ára gamall stúdent sem stundaði nám við Háskóla Islands veturinn '85-’86. Síðan atvikaðist það þannig að ég varð veikur og lenti inni á sjúkrahúsi. Ég var mikið veikur og var innskrifaður frá 8. apríl '86 til 7. júli sama ár. Á þessu tímabili kynntist ég góðri konu sem hefur búið með mér síðan. Við fórum út á land sl. september og tók ég að mér kennslu í smáplássi. Þar voru aðstæður allar mjög góðar og gott að vera. tilveran virtist blasa við. En þá versnaði mér miög mikið og ég varð að hætta að vinna. Við kom- um aftur til Reykjavíkur peninga- laus af öllu þessu tilstandi, ferðakostnaði, flutningskostnaði og auk þess kostar að lifa, maður þarf að eiga mat ofan í sig. Ég treysti mér ekki strax í vinnu en um síðir píndi ég mig áfram. Konan mín fékk líka vinnu en við fengum ekkert húsnæði. Þetta voru erfiðir tímar; hvorugt okkar átti ívrirliggjandi peninga og það kostar að lifa. í dag vinnur konan mín ekkert sem stendur þar sem hún er að jafna sig eftir veikindi. Ég er hins vegar í vinnu hjá ríkinu með rúm 24 þús. á mánuði. Síðan í október höfum við verið að leita okkur að húsnæði og 2. feb. fundum við tvö herbergi með aðgangi að eldhúsi á góðum kjörum. En skuldirnar liggja fyrir og sjúkra- dagpeningarnir fara í mat, þeir eru nú ekki svo miklir. Svo það kom að því að við leituð- um aðstoðar hjá Félagsmálastofnun. Ég fékk svar frá þeim nýlega og þeir ætla að veita okkur 30 þús. kr. lán til fyrirframgreiðslu í húsaleigu sem borgast á til baka á 5 mánuðum á skuldabréfi. Þetta var þá öll hjálp- in. Ég veit ekki hvenær eða hvort ég get borgað eða hversu lengi ég hef möguleika á að vinna vegna veikindanna, maður pínir sig sér- hvem dag. Hvað tekur maður til ráða í þessari stöðu? Það er nú ekki um marga kosti að velja ef maður getur ekki skapað verðmæti með minnst 8 tíma vinnu. Hvað gerir maður heilsulítill, blásnauður í alls- nægtaþjóðfélagi? Maður gerir allt sem hægt er en þó hefur maður varla fyrir pylsum og kartöflum. Vatnið er sem betur fer ennþá frítt. Öndvegissúlumar: Nakin Ijósa- peruaugíýsing? Það er ekki hægt að segja að það sé mikil prýði að öndvegissúlunum í núverandi ástandi, en eins og myndin ber með sér þá er allt plast brotið og Ijósaperurnar blasa við. - Öndveg- issúlan á myndinni er i Mosfellssveit. Friðrik Friðriksson hringdi: Alveg er það makalaust að öndveg- issúlumar, sem vom reistar á þremur stöðum í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar, skuli bara látnar grotna niður og ekkert hugsað um þær. Ef það á að vera einhver prýði að þessu verður náttúrlega að sjá til þess að halda þeim í sæmilegu horfi. Núna er allt plast brotið af öndvegiss- úlunum í Mosfellssveitinni, og raunar á hinum stöðunum líka, og svona em þær látnar standa eins og hálfnakin lj ósapemauglýsing. Er ekki orðið tímabært að taka til hendinni og annaðhvort fjarlægja þær í þessu ástandi eða gera við og hafa þær eins og þeim var upphaflega ætlað að vera. Nýja platan hans Bubba er alveg meiriháttar. - Bubbi, hvenær kemur sú næsta? „Frelsi til sölu Búslóð 1 tanaðist Halldóra hringdi: Ég pakkaði niður hluta af búslóð- inni í ágúst 1984. Pakka upp aftur í ágúst 1986 og þá vantar a.m.k. 2 kassa sem geymdu m.a. alla borðdúka mína og líka tertubakka, matarbakka og/eða föt úr gleri, silfri og stáli. Einnig vantar bækur, t.d. Ferðabók Eggerts og Bjama og myndaalbúm og stílabækur með handskrifuðum ævintýrum o.fl. Kassamir vom ekki merktir með nafni enda áttu þeir að vera á vísum stað. Ég sé óskaplega eftir ýmsu af þessu, t.d hvítsaumsdúknum sem er erfðagripur og stílabókunum sem dóttir mín skrifaði ævintýrin í. Þeir sem veitt geta mér einhverjar upp- lýsingar vinsamlegast hringi í síma 41436. Skattur af ■ ■ uamai Rósa hringdi: Útkoman hlýtur að verða slæm hjá örorkulífeyrisþegum ef það á að fara borga skatt af bamalífeyrinum, ég iiayrií bara vona og get ekki fengið mig til þess að trúa að staðgreiðslukerfið leiði það af sér. RÚV: Enduv sýnið nvársk rikritið Kiddi hringdi: Hvemig væri að endursýna nýárs- leikritið, Líf til einhvers, bæði vom margir sem misstu af þvi og ég per- sónulega hef áhuga á að sjá það aftur enda fannst mér það alveg virkilega áhrifaríkt. Smokkurinn eina vömin Jóhann skrifar: í tilefni af lesendabréfi um ósiðlegan smokkafaraldur vil ég byrja á að leið- rétta að það em eingöngu dyraverðir í Holly sem nota boli áletraða „ég nota smokkinn“ en ekki þjónustuliðið í Broadway eins og kom fram í bréfinu. Einnig vil ég taka fram og minna á að smokkurinn er eina vömin sem fólk hefur gegn eyðni ef það stundar frjálst kynlíf. Stubbi og Kiddi skrifa: platan sem við höfum hlustað á með Við viljum þakka Bubba Morthens honum. Við viljum hvetja Bubba til fyrir nýju plötuna, Frelsi til sölu, en að halda áfram á sömu braut. hún er alveg frábær. Þetta er ein besta Þvi miður get ég fullyrt að það er sægur af fólki í umferðinni sem myndi skitfalla á venjulegu bifreiðaprófi og þess vegna held ég að því veitti ekki af smáupprifjun. Fleiri ökukennara, færri slys Guðmundur Björnsson skrifar: Eins og flestir vita er réttindum til að aka bifreið þannig háttað að að loknu ökuprófi og tilheyrandi kennslu er manni fengið ökuskír- teini sem maður á síðan að end- umýja. Fyrst eftir eitt ár og síðan tíu ár. Tillaga mín er sú að við endumýj- un þessara skírteina skuh fólk þreyta örstutt ökupróf í fylgd með löggiltum ökukennara. Þetta próf þarf ekki að vera langt né tímafrekt (t.d. 20 mín.) enda býst ég við að færir ökukennarar yrðu ekki lengi að úrskurða hvort viðkomandi er hæfúr til að aka bifreið. Nú, sjái ökukennarinn eitthvað athugavert við ökulag ökumannsins þarf það ekki endilega að þýða að hann skuli missa réttindi sín, heldur einfaldlega að viðkomandi skuli fá endurþjálfun hjá kennara uns hann er orðinn hæfur í umferðinni á ný. Því miður get ég íullyrt að það er sægur af fólki í umferðinni sem myndi skít- falla á venjulegu bifreiðaprófi og þess vegna held ég að því veitti ekki af smáupprifjun. Nú kann einhver að spyrja hvort slíkar aðgerðir kunni ekki að kosta mikla peninga. Þá vil ég benda við- komandi á að grennslast fyrir um þann óheyrilega sjúkra- og trygging- arkostnað sem er hér á landi, sem ég vona sannarlega að myndi stór- minnka með þessu móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.