Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987. 15 Fossvogsdalur - Fossvogsbraut .. þegar brautin verður óumflýjanleg verður hægt að leggja hana i áratugagamlan skóg sem hlifir ibúum nærliggjandi húsa fyrir þvi ónæði sem af henni hlýst... “ „Á skipulagi er svæðið við brautina litað grænt sem þýðir útivistarsvæði eða svæði með fram stofnbraut. . .“ í nýgerðu aðalskipulagi Reykja- vfkur, sem á að gilda til ársins 2004, er enn að finna gamla þrætueplið, Fossvogsbraut, ásamt með íramhaldi hennar, Hlíðarfæti, sem liggur sunn- an Öskjuhliðar og tengist Sóleyjar- götu. Götur þessar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og ekki að ástæðulausu þar eð þær munu skerða eða jafnvel eyðileggja ein verðmætustu. útivistarsvæði höfuð- borgarinnar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn er Fossvogsbraut birtist á aðal- skipulagi því að hún sá fyrst dagsins ljós fyrir um 25 ái'um. Við hverjar kosningar í Reykjavík og Kópavogi síðan hefur hún fengið sína umfjöll- un. Oft á tíðum hefur verið hart um hana barist en aldrei til úrslita því að hún er ókomin enn. Maður skyldi þó ætla að eftir skipulagi, sem unnið er af alvöru, yrði farið. Svo er þó ekki og er því helst að þakka að framkvæmdin er óhemju kostnaðar- söm. Nefndar hafa verið tölur upp á 2-3 milljarða eftir þvi hver útfærslan verður. Fram hafa komið hugmyndir um að hafa hana yfirbyggða að stór- um hluta og gæti þá kostnaðurinn orðið jafnvel enn meiri. En þar eð ekki er unnt að afsanna að einhvern tíma í ókominni framtíð verði þörf á henni er erfitt að hafna henni með öllu. Þó er unnt að sanna með rökum að á meðan Reykjavíkurflugvöllur er í notkun er ekki þörf á Fossvogs- braut. Það þýðir óbreytt ástand í Fossvogsdal næstu 25 ár eða svo þar eð nýlega var samþykkt að flugvöll- urinn skyldi standa næstu 20 árin. Hefúr þá brautin fengið að dúsa á skipulagi í hálfa öld. Það er langur tími, jafhvel í sögu borgar. Á skipulagi er svæðið við brautina litað grænt, sem þýðirútivistarsvæði KjaUarirui Sigurður Ingólfsson deildarfulltrúi eða svæði með fram stofnbraut, sem er þá ræktað land, væntanlega með trjágróðri. Kópavogsmegin er landið mun stærra og nýtanlegt til margra hluta, svo sem fyrir golfvelli, skrúð- garða o.fl. En allt virðist standa fast, vegna þess að hugsanlega einhvem tíma í framtíðinni verði brautin lögð þar um. Hefjumst handa i dalnum Fyrirhugað er á næstu árum átak í fegrun Laugardalsins og er það vel, nógu lengi hefur hann staðið óhreyfður. Hræddur er ég um að landinn yrði hissa ef hann rækist á þess háttar óræktarsvæði í miðri höfðuborg annars lands. Hefði eitt- hvað af þeim kröftum og fjármagni, sem beint hefur verið í Heiðmörkina með misjöfhum árangri, verið sett í Laugardalinn ættum við hér stóran trjágarð sem jafhmikil unun væri á að horfa og í að dvelja. Alkunna er að það tekur trjágróður áratugi að vaxa, svo það verða vart þeir sem nú eru komnir um miðjan aldur sem njóta Laugardalsins til fullnustu. En aftur að Fossvogsdalnum. Eins og ég gat um áður er varla hægt að gera ráð fyrir Fossvogsbraut fvrr en að 25 árum liðnum. þó ekki væri nema kostnaðarins vegna. Þá er spumingin stóra. Á þetta mikla svæði að standa óhreyft önnur 25 ár. gróðursælasta og þess vegna ákjósanlegasta útivistarsvæði höf- uðborgarsvæðisins? Hvers vegna ekki að rækta skóg i dalnum í stór- um mæli ög láta Kópavogi það eftir að gera þar golfvöll og aðstöðu til annarrar útiveru í samrinnu við Revkjavík. Fossvogsbrautin fviár- hugaða þarf ekki nema um 30 metra belti. Það mætti nvta sem skiða- göngubraut. trimmbrautir og fleira uns hún yrði lögð. Og þótt eitt og eitt tré slæddist inn á beltið væri það ekki frágangssök. Líta má á dalinn sem uppeldisstöð frrir trjágróður sem síðar mætti flvtja annað. Helsti ávinningurinn við þessi áform er sá að þegar brautin verður óumflýjan- leg verður hægt að leggja hana i áratugagamlan skóg sem hlífir íbú- um nærliggjandi húsa frrir þvi ónæði sem af henni hlýst og hægt er að spara sér það að byggja hana neðanjarðar! Verði ekki af þessum hugmyndum vil ég mælast til þess að græni litur- inn verði fjarlægður af aðalskipu- lagskortinu og i stað hans settur annar miður fallegri. sent mvndi þá tákna: Óhreyft. sinuvaxið landsvæði fáum til gagns. Ætlað frrir hrað- braut árið 2012. Sigurður Ingólfsson. Árás Moggans á söfnunina fyrir fórnar- lömb jarðskjálftanna í San Salvador Þetta UNOC, sem Mogginn segir núna að sé Alþýðusamband El Salvador, er ekki annað en sá afgangur af verkalýðshreyfingu landsins sem enn styð- ur Duarte Það grátbroslega fyrir Moggann er að það skuli nú einmitt vera þetta sama UPD, sem 'hefur ásamt öðrum mikilvægum verka- lýðssamtökum tekið frumkvæðið að stofn- un UNITS, þess sama og við ætlum að treysta fyrir söfnunarfénu. Jólasöfhun E1 Salvador-nefndar- innar að þessu sinni var til handa fómarlömbum jarðskjálftanna miklu í október sl. i San Salvador, höfuðborg E1 Salvador. Ekki hafa aðrir hérlendis orðið til að hafa frumkvæði að slíkri söfnun. Strax eftir jarðskjálftana hófust hjálparsafnanir víða um heim og hjálp var send á vettvang. Hjálpar- starf þetta stendur enn. Eins og menn muna birtu fjölmiðl- ar um það fréttir sl. haust að Duarte og valdaklíka hans í E1 Salvador nýtti hjálpina fyrir sjálfa sig og til að hygla sínum nánustu, á kostnað þeirra fjölmörgu sem þurftu á hjálp að halda. Þetta varð til þess að margar erlendar hjálparstofnanir ákváðu að láta aðstoð sína og hjálp- argögn fara um hendur aðila í E1 Salvador sem sinntu hjálparstarfi, óháð gjörspilltri ríkisstjóminni. Bar þar hæst Alþýðusamband E1 Salvad- or (UNTS) og kirkjunnar. E1 Salvad- or-nefndin ákvað og lýsti því yfir áður en söfnunin hófst að það fé sem hún safnaði mundi sent til UNTS til dreifingar. Til þess treystir nefhdin UNTS fullkomlega, miðað við þá reynslu sem aðrar hjálparstofhanir hafa af þeim samtökum. Afhending fjárins fer fram alveg á næstunni, þegar búið verður að gera söfhunina upp og búið verður að finna örugga leið til að koma peningunum í hend- ur UNTS þannig að ekki sé hætta á að ein króna lendi í vösum stjómar- herranna í E1 Salvador. Ég vil bara nota tækifærið til að minna á ávís- anareikning söfnunarinnar í Búnaðarbankanum við Hlemm, númerið er 10401. Það eru síðustu forvöð. KjaHarmn Ragnar Stefánsson * jarðskjálftafræðingur Árás Moggans Á laugardaginn var birti Morgun- blaðið óvenjurætna áróðursgrein gegn þessari söfnun. Er þar haldið fram að E1 Salvador-nefndin sé í raun að safna fjármunum fyrir skæmliða í E1 Salvador, og Al- þýðusamband E1 Salvador, UNTS, sé bara apparat skæruliða til að skaffa sér fé. Segir Mogginn að nú- verandi alþýðusamband heiti UNOC. Hafi það myndast þannig að „gamla alþýðusambandið UPD“ hafi klofnað og meirihlutinn myndað UNOC. Geta menn svo ígrundað það •hvers vegna meirihluti eins alþýðu- sambands kljúfi sig út úr því til að mynda nýtt. Það vita það allir sem eitthvað hafa fylgst með þróun mála í E1 Salvador á síðari árum að þessi út- listun Moggans er kjaftæði. Mogg- inn var hér áður alltaf að tönnlast á því að UPD væri hið raunverulega Alþýðusamband E1 Salvador. Það grátbroslega fyrir Moggann er að það skuli nú einmitt vera þetta sama UPD sem hefúr ásamt öðrum mikil- vægum verkalýðssamböndum tekið frumkvæðið að stofnun UNTS, þess sama og við ætlum að treysta fyrir söfnunarfénu. UNTS er nú víð- tækasta verkalýðssamband í sögu E1 Salvador. Um eitt hundrað verka- lýðssambönd og félög eru aðilar að því og það verðskuldar vissulega heitið Alþýðusamband. Það sem gerðist m.a. var að UPD og annað minna samband. CTS. sem studdu Duarte til valda í E1 Salvad- or 1984. þóttust illa svikin af öllum hans loforðum. og hófu aftur sjálf- stæða baráttu fyrir kröfunt sínum og tóku svo ásamt öðrurn sambönd- um frumkvæði að myndun heildar- stmitakanna UNTS í bvrjun sl. árs. Þetta UNOC. sem Mogginn segir núna að sé Alþýðusamband E1 Salvador. er ekki annað en sá af- gangur af verkalýðshreyfingu landsins sem enn styður Duarte. UNOC er í staðinn haldið uppi fjár- hagslega af stjóminni og CIA i Bandaríkjunum. Heimild Moggans Morgunblaðið byggir fyrrnefhda fi-étt sína á stofhun í New York sem kallar sig Freedom House. Stofnun þessi er fræg í Bandaríkjunum af þeim endemum einum að láta öfga- fyllstu afturhaldsöflunimi þar í té röksemdir ef þau þurfa að hvetja til óhæfuverka. Áðferð Freedom House er að úthluta löndum svokölluðu frelsisstigi sem segir til um hvers konar stefriu skuli reka gagnvart þeim. Þannig fær Suður-Afríka sæmilegt frelsisstig (some Degree of freedom) og því ekki rétt að vera að plaga stjómvöld þar of mikið. í prófi Freedom House fær Nicaragua nátt- úrlega einkunnina 0,0 og má þvi beita það land hörðum aðgerðum. Morgunblaðið virðist hafa hlotið þau örlög að lenda ætíð í hópi þeirra allra afturhaldssömustu af öllu íhaldi. Ragnar Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.