Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Blaðsíða 3
■j- MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987. 3 + Fréttir Bílvelta í Hveradölum Það óphapp varð í Hveradölum um miðjan dag í gær að bíll fór út af vegin- um og valt. Mun bíllinn hafa lent á hálkubletti með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti vald á honum. Betur fór þó en á horfðist því lögreglan á Selfossi hjálpaði manninum að koma bílnum aftur upp á veginn. Ók hann síðan á brott og slapp þannig með skrekkinn. MSS Hörkuárekstur á Akranesi Hörkuárekstur varð á Akranesi um miðjan dag á föstudag. Var rútu ekið aftan á fólksbifreið sem hentist aftan á þriðja bílinn. Óhappið gerðist á Skagabrautinni. Bílamir skemmdust mjög mikið og er einn þeirra talinn ónýtur. Fólkið sem í þeim var slapp með smávægileg meiðsli. -JSS Ekki eru allar ferðir til fjár, til dæmis ekki þessi sem farin var á laugardags- morguninn sl. Jeppinn var að nálgast umferðarljósin á Sóleyjargötunni þegar bílstjórinn hemlaði. Skipti engum togum að billinn snerist og valt. Hann skemmdist þó litið sem ekkert og gat bilstjórinn haldið áfram ferð sinni þegar bilnum hafði verið komið á hjólin aftur. DV-mynd S Eldur í innréttingu Rétt fyrir hádegið í gærmorgun var gleymst á eldavél meðan húsráðendur slökkviliðið kvatt að Stigahlíð 63, sem brugðu sér ffá og því fór sem fór. er í eigu kaþólsku kirkjunnar í Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins Reykjavík. Þar reyndist vera eldur í og urðu skemmdir ekki miklar. eldhúsinnréttingu. Hafði straumur -JSS Kviknaði í rúmfötum f hádeginu í gær var slökkviliðið kvatt að húsi sem stendur á mótum Sunnuvegar og Holtavegar. Þar hafði kviknað í rúmi í herbergi inn af eld- húsi. Húsið er í eigu KFUK og býr þar einn maður sem er húsvörður. Hann var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Er talið að kviknað hafi í út ffá raf- magnsofni á veggnum fyrir ofan rúmið. Skemmdir urðu ekki miklar. -JSS Sinubrunar byrjaðir Slökkviliðið í Reykjavík var kallað sex sinnum út um helgina vegna sinu- bruna. Jörð er orðin mjög þurr og því auðvelt að kveikja í sinunni. Þetta eru böm og unglingar farin að notfæra sér og vom eldspýtur víða á lofti um helg- ina. Slökkviliðið var meðal annars kall- að út á Seltjamames, upp í Breiðholt og í Fossvogsdalinn. Á fyrstnefnda staðnum hafði verið kveikt í sinu við Nesveg. Var eldurinn orðinn nokkuð magnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Lá nærri að hann læsti sig í sendibíl, sem stóð við Nesveginn. Tókst þó að ráða niðurlögum eldsins áður en óhöpp hlutust af. -JSS TROMPREIKNINGUR SPARISJÓÐANNA «ÖRUGGUR með raunvöxtum og verðtryggður reikningur ** v n/v í trompreiknings og verðtrygging er borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánaða fresti og þú færð þau kjör sem hærri eru H EKKERT úttektargjald *il! ÞUgrípur til peninganna hvenær sem þú þarft á þeim að halda því Trompreikningurinn er alltaf laus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.