Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
Atviimumál
Steypuskemmdir hafa ekki
aukist hin síðari árin
segir Haraldur Ásgeirsson hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðaríns:
Haraldur Ásgeirsson, fyrrum for-
stjóri Rannsóknastofaunar bygginga-
riðnaðarins, fallyrðir í bréfi til DV að
það sé rangt, sem fram kom í viðtali
við Bjama Jónsson tæknifræðing, að
steypuskemmdir hafi aukist hin síðari
ár og að hundruð nýlegra húsa væru
stórskemmd eða ónýt. Kallar Harald-
ur það sem í viðtalinu kom fram
sleggjudóma og vanþekkingu á
stej'puskemmdum. Tíðindamaður DV
fór á fund Haraldar til að ræða þetta
mál nánar og spurði fyrst hvort hann
kannaðist ekki við að steypuskemmdir
hefðu aukist eftir 1980 ef gengið væri
út frá því að þá hefði tekist að kom-
ast fyrir alkalískemmdimar frægu?
„Við könnumst ekki við að steypu-
skemmdir hafi aukist eftir þennan
tíma sem þú nefair, könnumst alls
ekki við það.“
Því er haldið fram að steypustöðvar
hafi minnkað sementsmagn í steyp-
unni eftir að farið var að nota kísilryk
í sementið, kannist þið við að þetta
sé rétt?
„Ég vil ekkert segja um það hvort
steypustöðvamar hafa dregið undan
sement, og minnkandi sementssala
síðan 1980 segir ekkert um það held-
ur. Það geta legið aðrar orsakir til
þess.“
Hvað segir þú um þá staðreynd að
við manni blasa ryðtaumar á nýlegum
húsum, og þvi er haldið fram að vatn
komist inn í steypuna og bindijámið
lyðgi og af verði frostskemmdir?
„Ryðskemmdir í jámabindingum era
ekki það sama og frostskemmdir. Það
em önnur atriði sem valda þeim. Þeg-
ar vatn kemst inn í jámin og þau
ryðga, þá bólgna þau út og valda
skemmdum á steypunni og hún spring-
ur. Rétt gerð steypa á að þola að fijósa
með vatni í. Hitt er annað að ef bindi-
jám em sett of utarlega í mótin, þá
er hætta á að steypan skemmdist þeg-
ar jámið ryðgar."
Því er haldið fram að eftir að hin
svokallaða sjónsteypa kom til og hætt
var að pússa hús að utan hafi veðr-
unarskemmdir steypunnar aukist?
„Það er heldur ekki rétt. Hitt er
annað, að segja má að sjónsteypu sé
hættara við ryðskemmdum en þegar
pússað var, en ég kannast ekki við að
frostskemmdir hafi aukist síðan sjón-
steypan kom til sögunnar."
Kanntu skýringar á því að hús, sem
steypt vom á árunum eftir stríð hafa
algerlega sloppið við steypuskemmdir,
því hefur verið haldið fram að menn
hafi þá ekki þekkt efnið og því notað
meira af því, til dæmis sementi, og því
séu þau svona sterk?
„Það er rétt að sprungur mynduðust
ekki í gömlu steypunni. Menn notuðu
þá minna sement en nú, eri ekki meira.
Vinnuafl var ódýrt og mest var þetta
unnið á höndum. Vegna þess að menn
notuðu minna sement varð samdráttur
í steypunni minni og þar af leiðandi
minna um sprungur."
Er þá ráðið að minnka sementsmag-
nið?
„Nei, ekki ef menn ætla að nota
nútima tækni við að steypa upp hús,
þá dugir það ekki. Það var allt annað
þegar verkið var unnið með höndum."
Því er haldið fram að ofaotkun ví-
bratora eigi stóran þátt í að loft fer
úr steypunni og hún þoli verr veðrun.
„Loftblendiinnihald steypu minnkar
ekki við notkun víbratora. Menn
verða að gera greinarmun á loftinni-
haldi og loftblendi. Loftblendi eru
míkróbólur í pastanum og notkun ví-
bratora hefur lítil áhrif á loftblendið.
Og það er einmitt loftblendið sem ræð-
ur veðrunarþoli steyp-
unnar. Það er ekki rétt að veðrunar-
þol steypunnar verði minna þótt loft
í stórum bólum minnki.“
Það er ljóst að þú viðurkennir fæst
af því sem fram kom í viðtalinu við
Bjama Jónsson. Það er þó staðreynd
að steypuskemmdir eiga sér stað og
þótt menn séu ekki sammála um í hve
miklum mæli þær séu. Hveijar eru þá
orsakir þessara steypuskemmda?
„Það er ekkert einfalt að svara því
og orsakimar margar. Það er ekki
auðvelt að ganga að steypuskemmdu
húsi og segja að orsökin sé þessi eða
hin. Eitt af því sem veldur skemmdum
er ef jámabindingin er sett of utarlega
í mótin. Það má glöggt sjá ryðblettina
og þá veit maður orsökina."
En ef ekki er um ryðskemmdir að
ræða en maður sér sprungumar eða
að molnað hefur úr steypunni, hveijar
em orsakimar?
„Ég get ekki svarað því hér á staðn-
um.“
Hvað segir þú um þá fallyrðingu að
steypuprufur hafi lítið eða ekki verið
teknar úr húsum sem byggð hafa ve-
rið í Grafarvogi?
„Ég dreg það í efa, enda er það ekki
víst að fólkið, sem á húsin, viti um það
hvort sýni hafa verið tekin. Ef bygg-
ingaraðili óskar eftir sýnatöku, þá fær
hann niðurstöður rannsóknarinnar,
aðrir ekki. “
Ertu með þessu að segja, að ef ég
væri að byggja hús og steypusalinn
léti taka sýni og steypan reyndist ekki
í lagi, að ég sem verkkaupandi yrði
ekki látinn vita af Rannsóknastofaun
byggingariðnaðarins?
„Nei, þú yrðir ekkert látinn vita af
því ef þú hefðir ekki beðið um sýnatök-
una. Enda htlar líkur fyrir því að
Rannsóknastöfaun byggingariðnað-
arins vissi að þú værir væntanlegur
eigandi að henni. Aðeins sá sem óskar
eftir henni fær að vita niðurstöðuna.
Þykir þér þetta óeðlilegt?"
Já, datt út úr blaðamanni.
-S.dór
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%» hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8.5-10 Allir nema Ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 12-20 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 18-19.75 Bb.Sp
Avisanareikningar *-10 Ab
Hlaupareikningar J-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, Lb.Úb.Vb
6mán.uppsögn 2,5-4 Ab.Úb
Innlán með sérkjörum 10-20
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5-6 Ab
Sterlingspund 10-10.5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab.lb
Danskar krónur 8.5-9,5 Ab.Lb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtrYggð
Almennir víxlar(forv.) 16.5-20 Lb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/21-22
Almenn skuldabréf(2) 17.5-21 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 17.5-21 Lfa
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að2.5árum 5.75-6.75 Lb
Til lengri tima 6.25-6.75 Bb.Lb
(Jtlán til framleiðslu
isl. krónur 15-20 Sp
SDR 7.75-8.25 Lb.Úb
Bandaríkjadalir 7.5-7.75 Sb.Sp
Sterlingspund 12.5-13 Lb.Úb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5-6.5 Lb.Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-8.5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala feb. 1594 stig
Byggingavisitala 293 stig
Húsaleiguvisitala Hskkaði 7.5% l.jan.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 113 kr.
Eimskip 300 kr.
Flugleiðir 310 kr.
Hampiðjan 140 kr.
Iðnaðarbankinn 135 kr.
Verslunarbankinn 125 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21% ársvöxtum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka
og Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
Hákon Olafsson afhendir Haraldi Asgeirssyni viðurkenningu sem heiðursfélaga í Steinsteypufélaginu.
Sleggjudómar og fákunnátta
um steypuskemmdir
Það má teljast býsna alvarleg yfir-
lýsmg er lýst er yfir því í DV,
að „hundruð húsa séu stórskemmd
eða ónýt; húsa sem byggð eru eftir
1981. Það hlýtur líka að slá óhug á
eigendur nýrra steinsteypuhúsa að
það er tæknifróður maður sem legg-
ur blaðinu til upplýsingamar.
Mönnum hrýs hugur við að byggja
úr svo ótraustu efai og fara yfir í
það að byggja úr innfluttum efhum,
og gæti það verið að fara úr öskunni
í eldinn.
Sem betur fer er þessi hrikalega
frásögn blaðsins byggð á sleggju-
dómum manns sem þyrfti að kynna
sér málin betur. Vissulega er margt
aðfinnsluvert við byggingarstarf-
semina í landinu, en ýkjur af þessu
tagi eru ekki til góðs. Það getur
hinsvegar valdið miklum skaða ef
virt dagblað leitar sér svo ófall-
kominnar ráðgjafar sem í greininni
kemur fram. Sú ryðgun jáma, sem
sýnd var með myndum stafar ekki
af frostskemmdum, og annar rök-
stuðningur fyrir sleggjudómunum
var lítið sannfærandi fyrir þá sem
til þekkja, - en hann getur ef
til vill nægt til þess að blekkja
marga.
Leitt er vissulega til þess að vita
að endurbætur á sementi okkar hafa
verið misnotaðar en þversögn er það
að kenna þeim um. Kísibyksíblönd-
un í sementið eykur þéttleika
sementspastans og bætir því lyð-
vemdina. Eins er það að aukinn
styrkleiki sementsins leyfir aukna
loftblendinotkun, sem er ömggasta
veðrunarvömin í venjulegum
steypum.
Það var vægast sagt mikið lán fyr-
ir byggingariðnaðinn að það ráð var
upp tekið að mala kísifryk saman
við sementið og auka þar með gæði
þess og ömgga notkun. Eins var það
mikið happ að efai fundust sem gátu
gert gamla steypu vatnsfæfaa - síl-
anefain, sem samtímis hafa orðið
grundvöllur að framleiðslu yfir-
borðsefaa sem bera af áður þekktum
þekjuefaum.
Gjaman megum við minnast þess
að við búum á þeim stað á jarðar-
kringlunni, þar sem slagviðrasamara
er en annarsstaðar. Þessvegna er svo
mikilvægt að eiga þétt hús, og stein-
steypan hefir, þrátt fyrir allt, reynst
vel. Ég óttast líka frekar að ekki
verði nægjanlega vandað til frá-
gangs á háeinangmðum timbur-
húsum en á steinsteypu.
Rannsóknir undanfarandi ára hafa
aukið mikið þekkingu okkar á veð-
urvömum. Þetta hafa innlendir
framleiðendur getað notað sér jafat
steypuframleiðendur, byggjendur og
þekjuefaaframleiðendur. Þetta ætti
líka að vera ljóst hverjum þeim sem
lítur í kring um sig og skoðar hið
bætta ástand í hinu byggða um-
hverfi okkar. Samt skýtur alltaf öðm
hveiju upp innfluttum tillögum að
patentlausnum á veðrunarvanda
okkar, tillögum sem oft em byggðar
á lítilli þekkingu á aðstæðum okkar,
en þeim mun harðari verða sleggju-
dómamir.
Haraldur Ásgeirsson.
um.