Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1987, Síða 16
16
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1987.
Spumingin
Hver telurðu að sé farsælasta
lausnin í fræðslustjóramál-
inu?
Björk Guðjónsdóttir húsmóðir:
Þetta var mjög harkaleg aðgerð hjá
menntamálaráðherra og þetta mál
þarf að að rannsaka til hlítar. Ég
held að besta lausnin sé sú að skipa
hlutlausa rannsóknarnefnd.
Anna Pétursdóttir deildarstjóri:
Þetta á eðlilega ekki að vera svona
stórpólitískt mál eins og þetta er
núna og því langæskilegast að skipa
hlutlausa rannsóknarnefnd svo öll
kurl komi til grafar.
Guðný Einarsdóttir húsmóðir: Úr
þessari flækju verður ekki leyst
nema að skipa hlutlausa nefnd til
þess að sanngjöm og rétt málalok
fáist.
Snæbjörn Jörgenssen afgreiðslu-
maður: Ég hef ekkert fylgst með
þessu og er því alveg nákvæmlega
sama.
Friðrik Andrésson múrarameist-
ari: Nú, það er búið að reka manninn
og við það á að sitja, ekki satt?
Fræðslustjórinn fór ekki að fyrir-
mælum yfirboðara og því þykir mér
sjálfsagt að reka manninn.
Stefán Garðarsson afgreiðslu-.
maður: Farsælasta lausnin er
vitanlega að rannsaka málið í kjöl-
inn og heppilegast er að fá hlutlausa
nefnd til þess.
Lesó
Morgunveðurlýsingar:
Vantarfyrir Mið-Norðurland
Helgi sjómaður skrifar:
Ég hringdi í Veðurstofu Islands 7.
febrúar kl. 8, fékk samband við veð-
urfræðing og bað hann að segja mér
hvemig veðurhorfumar væm fyrir
Mið-Norðurland þennan dag. Góða
lýsingu fékk ég á væntanlegu veðri
dagsins.
Hringt var í veðurstofú vegna þess
að veðurlýsingar kl. 6.45 em ekki
fyrir Mið-Norðurland, það er frá
Bergsstöðum í Skagarfirði til Mán-
árbakka við Skjálfanda. - Það er
ansi slæmt að hafa ekki morgun-
veðurlýsingar fyrir Mið-Norðurland,
það er miðin út af Tröllaskaga, er
sagt við veðurfræðing og það ekki
einu sinni frá Grímsey sem er mikil-
vægasti veðurathugunarstaður fyrir
Norðurland. Veðurfræðingurinn
svarar: Það er ekki hægt að ganga
að afarkostum veðurathugunar-
manns í Grímsey en ef J)ið borgið
þá væri það athugandi. Ég þakkaði
bara fyrir mig.
Ekki er hægt að tala um öryggis-
mál við veðurstofuna, hugsaði ég
undrandi, nema „ef þið borgið“.
Hvað meina veðurfræðingar? Hafa
þeir sem sækja fisk í sjó ekki vænst
þess að öryggismál sjófarenda séu
eins fullkomin og hægt er eða em
það krónumar sem eiga að ráða
þessum öryggismálum?
Markús Á. Einarsson, deild-
arstjóri veðurspádeildar,
svarar:
Ef rétt er hermt í lesendabréfinu,
hefur svar veðurfræðings sjálfsagt
dottið út úr honum óvart enda engan
veginn rétt. Það hefur verið og er
vandamál að fá gerðar veðurathug-
anir að næturlagi og kemur þá fleira
til en launamál athugunarmanna.
Ég tel líklegt að óskalistar-veður-
fræðinga og sjómanna fæm vemlega
saman í því efrii. Rétt er að fram
komi að í veðurfregnum kl. 6.45 að
morgni em lesin veðurskeyti frá kl.
6 frá: Bergsstöðum, Akureyri, Mán-
árbakka og Raufarhöfn. Einnig
veðurskeyti frá Hrauni á Skaga frá
því kl. 3. Loks má ekki gleyma að
þá er vitaskuld lesin veðurspá sem
ég leyfi mér að vona að komi að
gagni.
Að öllu samanlögðu eru gosdrykkir i dósum æskilegri söluvara en i glerflöskum og ætti að stuðla að því að tá
sem tlesta til að nota dósir undir gosdrykki.
Dósimar hentugri umbúðir
Birgir Gunnarsson skrifar:
Allir þekkja þau vandræði sem skap-
ast vegna glerbrota sem oft má sjá og
finna fyrir á götum úti og víðar. Aðal-
lega má rekja þessa vanvirðu til
brotinna gosdrykkjaflaskna. Nú upp á
síðkastið hefur komið á markaðinn
annað fyrirbæri sem leysir'glerflöskur
af hólmi að ákveðnu marki, nefnilega
plastflöskur. Þær em skömminni
skárri. Gallinn er hins vegar sá að þær
em fyrirferðarmiklar og að sögn er
erfitt að eyða þeim eða koma fyrir
kattamef og ekki hægt að endurvinna
efnið í þeim.
Nú hefur enn ein nýjung skotið upp
kollinum sem umbúðir fyrir gos-
drykki, dósir úr áli. Þetta er til mikilla
bóta og í alla staði mjög hentugar
umbúðir. Það hlýtur að bæta um-
gengni vemlega að losna við glerbrot-
in. Einnig er hægt að endurvinna
dósaefnið ef því er safhað saman.
Að öllu samanlögðu em gosdrykkir
í dósum æskilegri söluvara en í glerfl-
öskum og ætti að stuðla að því að fá
sem flesta til að nota dósir undir gos-
drykki. Það mætti upplýsa hvort
dósimar em ekki líka ódýrari umbúð-
ir en glerið eða plastið og gætu
kannski lækkað framleiðsluverð og
þar með útsöluverðið.
Hvað sem því líður em dósimar mun
léttari en glerið og auðveldara að þrífa
þær af götum en glerbrotin sem em
hvimleiðir blettur á götum borgarinn-
ar og víðar eftir svallnætur helgarinn-
ar.
Skríll
á Hlemmi
Sigrún K. hringdi:
Það er ekki lengur hægt að bjóða
farþegum upp á þetta, að biðskýlið sé
alltaf fullt af alls konar rumpulýð.
Mér stendur ekki lengur á sama er
börnin mín taka strætó þama og ég
er búin að harðbanna þeim að fara inn
í skýlið. Mér er spum, hverjum á ský-
lið að þjóna, farþegum eða skrílnum?
Þó að maður viti að húsverðimir séu
allir af vilja gerðir til að hafa stjórn
á þessu þá þarf meira til. Það þyrfti
að fá menn eins og Jón Pál til þess
að reka þetta lið út, það hlýtur að
geta fengið sér æskilegri samastað en
þennan.
„Mér er spurn, hverjum á skýlið að þjóna, farþegum eða skrílnum?"
Böðullinn og skækjan:
Heilsteypt verk
Gunnar Sveinbjömsson, Svanur Krist-
bergsson og Finnbogi Hilmarsson
skrifa:
Við félagamir vorum mjög hrifnir
af þessari stórgóðú mynd, Böðullinn
og skækjan. Handrit leikrit og klipp-
ing leggst á eitt að skapa heilsteypt
verk. Én þó skyggir tónlist Hans Erik
Philip vemlega á heildarsvip myndar-
innar, sérstaklega er okkur hugleikið
stef sem leikið var fyrir eina aftökuna
og samræmdist illa annars stórgóðri
sviðsetningu. Leikarar stóðu sig með
prýði, sérstaklega hin unga Stephanie
Sunna í hlutverki skækjunnar og ekki
síður Niklas Ek í hlutverki böðulsins.
í sauðalitunum minnti verkið á hand-
brögð sovéska leikarans Tarkovsky
og sérstaklega mynd hans, heimþrá
(Nostalgia).
„Við teljum að Hrafn Gunnlaugsson
hafi bætt einni skrautfjöðrinni í hatt
sinn með þessari mynd og við vonum
að honum takist eins vel með Tristan
og ísold.“
ÓalkalMrkt
steypuefni
Þorsteinn Halldórsson skrifar:
Vegna frétta í DV um alkalískemmd-
ir í Hallgrímskirkju vil ég taka eftir-
farandi fram. Hallgrímskirkja er ekki
steypt af Steypustöðinni h/f og Laug-
ardalslaugin, sem er stórskemmd og á
eftir að kosta Reykjarvíkurborg millj-
ónir að gera við, er ekki steypt af
Steypustöðinni heldur. Steypustöðin
hefur framleitt óalkalívirkt steypuefni
síðan 1956 að Esjubergi á Kjalarnesi
og varaði við alkalískemmdum þegar
með heilsíðuauglýsingu í Morgun-
blaðinu 7. júlí 1967, en á okkur var
ekki hlustað.
Aftur á móti steypti Steypustöðin
allt fyrir t.d. efstu hæðina á bakhúsi
í Þverholti 17 fyrir 40 árum, sem DV
ætti að getað skoðað, Háskólabíó og
Hótel Sögu fyrir um 30 árum o.fl. Betri
meðmæli getur ein steypustöð ekki
fengið.
Með
lögum skal
land þyggja
Ein sem ekki er fædd hér hringdi:
Við kusum Sverri og verðum því að
sætta okkur við framkvæmdir hans
sem ég treysti honum alveg fyllilega
fyrir. Með lögum skal land byggja og
því þurfum við mann eins og Sverri
til að framfylgja lögunum.
Sverrir, ég óska þér alls hins besta
í þínu ströggli.
Sultarkjör
launþega
Friðrik hringdi:
I könnún, er kom fram í DV nú í
síðustu viku, er unnin var af Þjóð-
hagsstofnun, kemur fram að meðal-
laun í landinu séu 63 þús. á mann.
Mér finnst þetta einmitt endurspegla
þann launamismun sem er milli ríkra
og hinna lægra settu, því eins og al-
þjóð veit þá er þorri launafólks í
landinu með mun lægri laun en 63
þús. Ég persónulega sjálfur mundi
hoppa hæð mína gæti ég státað mig
af þessum launum en því miður finnst
mér þetta sýna óréttlætið er ríkir í
launamálym hér á landi. Þeir sem
minnst mega sín verða að grátbiðja
um hvem einasta eyri sem þeir fá í
launahækkun.
Og þegar á allt er litið er kannski
gott að vita af því að allir þurfa ekki
að lifa við sultarkjör í landinu eins
og venjulegt alþýðufólk. Það er vissu-
lega gott að vita til þess að allir þurfi
ekki að búa við sömu kjör og maður
sjálfur.